Morgunblaðið - 15.09.2004, Side 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
M
ikið afskaplega er
það langþráð og
kærkomið að
ganga um Þjóð-
minjasafn Ís-
lands á nýjan leik. Þetta hefur
einhvern veginn verið eilítið rót-
laust líf þessi ár, sem safnið var
lokað. En nú hefur það verið opn-
að aftur í nýjum húsakynnum,
sem minna um fátt á gamla safn-
ið, nema á ytra byrðinu.
Fyrir minn smekk hefur end-
urbygging þjóðminjasafnsins
tekizt vel. Sá bjarti tónn, sem
byggingin slær, er bæði viðeig-
andi og viðkunnanlegur.
Í ávarpi þjóðminjavarðar; Mar-
grétar Hallgrímsdóttur, í leið-
arvísi um grunnsýningu safnsins
segir m.a.:
„Þjóðminjasafn Íslands er nú
opnað í end-
urbættu
Safnhúsi
með nýrri
og fjöl-
breyttri
starfsemi. Í
Þjóðminjasafni mætir nútíð for-
tíð. Á nýrri grunnsýningu Þjóð-
minjasafnsins, Þjóð verður til –
Menning og samfélag í 1200 ár er
leitast við að varpa ljósi á það
hvernig samfélag á Íslandi mót-
aðist í tímans rás frá landnámi til
nútíma. Í tilefni opnunar grunn-
sýningar kemur út bókin Hluta-
velta tímans – Menningararfur á
Þjóðminjasafni, sem setur sýn-
ingar safnsins í víðara samhengi.
Þjóðminjasafni Íslands er ætl-
að að kveikja áhuga á menningar-
arfi Íslendinga, leiða til umræðu
og sköpunar með samkennd og
víðsýni að leiðarljósi. Þjóðminja-
safnið mun leitast við að hafa
áhrif í samtímanum og vera vett-
vangur varðveislu, fræðslu, rann-
sókna og skemmtunar.“
Við fyrstu yfirsýn standa sýn-
ingar safnsins vel undir gildunum
um fræðslu og skemmtun. Ljós-
myndasýningin í Myndasal á
fyrstu hæð og brúðkaupssiðasýn-
ingin Í eina sæng í Bogasalnum
eru báðar fróðlegar og skemmti-
legar og slá réttan tón um for-
vitnilegt framhald. En kjarninn
er grunnsýning safnsins; Þjóð
verður til – Menning og samfélag
í 1200 ár.
Þar haldast tíminn og tæknin í
hendur. Þar knýtast ræturnar
aftur.
Það er í raun ekki hægt að bera
saman nýja safnið og það gamla.
Til þess eru umskiptin of mikil.
En þjóðminjarnar eru samar við
sig, þótt umhverfið sé annað.
Þarna urðu fagnaðarfundir,
þegar ég gekk fram á gamla
kunningja komna í sparifötin og
ekki síður vöktu nýjungarnar at-
hygli mína og ánægju.
Það er ekki ætlan mín að fjalla
hér frekar um sýningarnar í safn-
húsinu. En mér er ástæða til að
hvetja fólk til þess að fara á Þjóð-
minjasafnið
Eins og Margrét Hallgríms-
dóttir nefndi í innganginum að
leiðarvísi um grunnsýningu þjóð-
minjasafnsins hefur safnið gefið
út bókina Hlutavelta tímans –
Menningararfur á Þjóðminja-
safni. Í aðfaraorðum að bókinni
segir Margrét m.a.: „Með út-
komu bókarinnar Hlutavelta tím-
ans og nýrri grunnsýningu Þjóð-
minjasafnsins eru minjar og
safnkostur þess settur í víðara
samhengi til að glæða sögu Ís-
lands lífi með nýrri þekkingu sem
reist er á rannsóknum á sviði
þjóðminjavörslu. Við gerð sýn-
ingarinnar er þess freistað að
varpa fram áleitnum spurningum
um sögu Íslands og menningu frá
landnámi til nútíma. Viðfangsefni
bókarinnar er saga og menning
Íslands, eins og hún birtist í minj-
um og fjölþættum safnkosti Þjóð-
minjasafnsins og í henni birtist
árangur starfsemi og rannsókna
tengdum safninu. Bókinni er ætl-
að að varpa ljósi á mikilvægt
hlutverk Þjóðminjasafns Íslands.
Heitið Hlutavelta tímans er til
marks um hverfulleika efnisins í
tímanum og sögunni og um leið
hið vandasama hlutverk Þjóð-
minjasafnsins að varðveita menn-
ingararfinn, rannsaka hann og
miðla þekkingu um menning-
arsögu þjóðarinnar.“
Þjóðminjasafnið var lokað í sex
ár vegna breytinganna, en und-
irbúningstími bókarinnar var
þrjú ár. Í samtali við ritstjórana;
Árna Björnsson og Hrefnu Ró-
bertsdóttir, í Morgunblaðinu í
síðustu viku kom fram, að bókinni
var í fyrstu ætlað að vera eins
konar handbók um grunnsýningu
safnsins, en hún óx upp í það að
vera mun ítarlegra og breiðara
rit. Árni sagði hana hvorttveggja
ítarefni við sýninguna og sjálf-
stætt efni, sem nær yfir stærra
og breiðara svið en sýningin gerir
og Ragna sagði að ef til vill mætti
segja, að í bókinni væri fjallað í
fræðilegu samhengi um þá hluti
sem sýndir eru í sögulegu sam-
hengi á grunnsýningunni.
Bókin er í stóru broti, 425 blað-
síður með fallega umbrotnum
myndum og texta. Kaflarnir eru
sjö og greinarnar 34 auk formála,
sem áður er getið, og eftirmála,
sem Árni Björnsson er höfundur
að.
Kaflarnir heita Safn og sam-
félag, Uppruni og elstu tímar,
Lífskjör og viðurværi, Húsakynni
og byggingar, Atvinna og af-
koma, Listir og handverk og Fé-
lagsmenning og dægradvöl.
Árni Björnsson segir í eft-
irmála m.a.: „Safnkosturinn sjálf-
ur og heimildir um hann í óprent-
uðum gögnum er í mörgum
tilvikum sá rauði þráður sem
greinarnar eru spunnar úr. Þar
er ekki eingöngu vísað til gripa,
heldur minja í víðum skiln-
ingi…Myndir bókarinnar skipa
sama sess og textinn og eru eitt
af nýmælum ritsins. Þær birta
sýnishorn þess sem um er fjallað
hverju sinni og eru flestar af
munum sem annaðhvort eru á
grunnsýningunni eða í geymslum
safnsins ellegar gamlar ljós-
myndir af viðburðum og tengjast
þeim sögulega veruleika sem sagt
er frá.“
Aftast í bókinni eru svo höf-
undaskrá, orðskýringar, mynda-
skrá og nafna- og atrið-
isorðaskrá.
Af lauslegri yfirferð ræð ég
það, að þessi bók geymi ákaflega
lofsvert og læsilegt yfirlit um ís-
lenzka menningarsögu. Hún er
sannkallað þarfaþing og full-
boðlegur félagi þess nýja glæsi-
leika, sem Þjóðminjasafnið ber.
Hún er sem sé að hætti hússins.
Að hætti
hússins
Viðhorfshöfundur kann sér ekki læti að
geta aftur heimsótt þjóðminjasafnið,
hitt þar gamla kunningja og nýja og les-
ið um Hlutaveltu tímans á nýrri bók.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
,,Á DIMMUSTU tímum fangavist-
ar minnar komu orð ykkar og bréf
sem dropar af regni, sem lengi hefur
verið beðið eftir í endalausri eyði-
mörk. Frelsi mitt í dag er ávöxtur
þols ykkar og þreks, vinnu og hug-
rekkis.“ Þessi orð skrifaði Mohamed
El Boukili til félaga í
Amnesty International
eftir að hann var leyst-
ur úr haldi eftir níu ára
fangavist í leynilegu
fangelsi í Marokkó.
Hann er einn þúsunda
einstaklinga sem
Íslandsdeild Am-
nesty International
hefur barist fyrir á
þeim þrjátíu árum sem
hún hefur starfað.
Deildin var stofnuð 15.
september árið 1974 og
hefur fjöldi ein-
staklinga komið að
starfi deildarinnar á margvíslegan
hátt. Íslandsdeildin er hlekkur í
stórri keðju sem spannar allan heim-
inn. Innan vébanda Amnesty Int-
ernational eru nú tæplega tvær millj-
ónir félaga og stuðningsmanna, þar
af eru um fjögur þúsund félagar á Ís-
landi. Það sem sameinar félaga í
Amnesty International er framar
öllu virðing fyrir mannréttindum og
sú von að mannréttindi verði virt alls
staðar á öllum tímum.
Hugsjón og aðgerðir
Hugsjón Amnesty International
stefnir að heimi þar sem hver ein-
staklingur nýtur allra þeirra mann-
réttinda sem felast í Mannréttinda-
yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og
öðrum alþjóðlegum mannréttinda-
reglum. Með það að markmiði sinnir
Amnesty International rannsóknum
og grípur til aðgerða í því skyni að
hindra og stöðva alvarleg brot á
mannréttindum. Í stofnskrá samtak-
anna segir: ,,Amnesty International
er samfélag manna um heim allan,
sem standa vörð um mannréttindi á
grundvelli alþjóðlegrar einingar,
virkra aðgerða í þágu einstakra fórn-
arlamba, alþjóðlegrar starfsemi, al-
gildis og órjúfanleika mannréttinda,
óhlutdrægni og sjálfstæðis, lýðræðis
og gangkvæmrar virðingar. Síðustu
þrjátíu ár hafa félagar í Íslandsdeild
Amnesty International unnið á þess-
um grundvelli. Með því
að styðja og taka þátt í
starfi Amnesty Int-
ernational leitast fé-
lagar við að hafa áhrif á
líf fólks í raunveruleg-
um kringumstæðum
þess.
Félagar í Íslands-
deildinni hafa unnið að
málum óteljandi ein-
staklinga um allan
heim. Vegna aðgerða
Amnesty-félaga hefur
oft tekist að vekja at-
hygli á mannréttinda-
brotum og binda enda á
þau. Margir fyrrum samviskufangar
hafa haft samband við samtökin og
langar mig til að vitna hér í nokkur
bréf.
,,Þið gáfuð mér nýtt líf, það er ykk-
ur að þakka að ég er endurborin.“
Archana Guha lamaðist frá mitti eftir
að indverska lögreglan hafði pyndað
hana. Vegna aðstoðar Amnesty Int-
ernational var hún látin laus og
studdu samtökin endurhæfingu
hennar.
,,Ég get aldrei þakkað Amnesty
International nóg fyrir að hafa barist
fyrir málstað okkar Ortons. Ég stend
í þakkarskuld við ykkur, svo lengi
sem ég lifi.“ Vera Chiwa frá Malawi
var látinn laus eftir að hafa setið í
fangelsi í 12 ár. Hún og eiginmaður
hennar voru fangelsuð vegna baráttu
þeirra fyrir mannréttindum í
Malawi. Eiginmaður hennar lést í
fangelsinu.
,,Sem fyrrum samviskufangi veit
ég, hversu mikilvægt starf samtaka
eins og Amnesty International er.
Félagar í Amnesty börðust fyrir því
að ég yrði látin laus. Þeir skrifuðu
stjórnvöldum bréf, þegar ég var veik,
og gáfu mér von, þegar ég hélt að öll
von væri úti.“ Þetta skrifaði Dita
Indah Sari frá Indónesíu eftir að hún
var látin laus úr fangavist sem hún
hlaut vegna baráttu fyrir réttindum
launþega.
Dropinn holar steininn
Mál fjölmargra sem Amnesty Int-
ernational hefur tekið upp hafa feng-
ið farsælan endi.
Amnesty International þrýstir á
yfirvöld og vopnaða hópa sem brjóta
mannréttindi og við krefjum yfirvöld
um framfylgd við mannréttinda-
ákvæði. Rannsóknir og aðgerðir
samtakanna fletta ofan af brotum,
sem reynt er að fela. Mörg mál taka
langan tíma og á stundum virðist
hægt miða, enn ljóst er að aðgerðir
Amnesty International tryggja að
fórnarlömb mannréttindabrota
gleymast ekki og sú vissa getur veitt
birtu inn í líf sem umlukið er myrkri.
Amnesty International eru sjálf-
stæð, óháð samtök og taka ekki á
móti opinberu fé til starfsins. Starf-
semin byggist á framlögum félaga og
þannig er sjálfstæði samtakanna
tryggt. Hver félagi í Amnesty Int-
ernational velur sjálfur hvernig hann
vill styðja samtökin. Þeir sem hafa
tíma og áhuga taka þátt í ýmsu að-
gerðastarfi sem í boði er, aðrir kjósa
að styðja samtökin fjárhagslega. All-
ur stuðningur styrkir samtökin til að
þrýsta á stjórnvöld og aðra sem
brjóta mannréttindi. Hver sá sem
gerist félagi í Amnesty International
leggur sitt af mörkum til að opna
fangelsisdyr og bjarga fólki frá pynd-
ingum og aftökum. Aðgerðir samtak-
anna leiða oft á tíðum til almennra
mannréttindaúrbóta í löndum þar
sem mannréttindum hefur verið
ábótavant. Einnig vinna samtökin
mikilvægt eftirlitsstarf með fram-
fylgd mannréttinda. Á þessum tíma-
mótum er fólk hvatt til að ganga til
liðs við samtökin og stuðla þannig
áfram að öflugu starfi í þágu fórn-
arlamba mannréttindabrota.
Dropar af regni
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
fjallar um afmæli Amnesty
International ’Amnesty Internationalá Íslandi í 30 ár.‘
Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Íslandsdeildar Amnesty
International.
www.amnesty.is
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
KINDUR eru skepnur sem finna til
Um daginn varð óhapp á Austurlandi
þar sem flutningabíll valt fullhlaðinn
af kindum sem átti að aka til slátr-
unar. Fjöldi dýranna drapst eða aflífa
þurfti þau. Það sem mér fannst ein-
kennilegt var að það átti að aka vesa-
lings kindunum alla leið á Sauðárkrók
í sláturhús. Nú spyr ég: Er það virki-
lega nauðsynlegt að láta þessi kinda-
grey hossast samanþjöppuð í marga
klukkutíma í flutningabíl sem á að
aka þeim alveg hinum megin á landið
í sláturhús? Er þetta í samræmi við
dýraverndunarlög sem segja að dýrin
eigi ekki að þjást meira en nauðsyn
krefur? Gera menn sér grein fyrir
hvernig þessum kindum líður á langri
leið til þeirra hinsta áfanga í lífinu?
Mér finnst íslenska lambakjötið vera
lostæti. En þegar ég veit að þetta kjöt
er fengið á þennan hátt þá get ég al-
veg hugsað mér að sleppa að kaupa
það héðan af.
Hvað segir okkar landbún-
aðarráðherra sem finnst svo gaman
að kyssa beljurnar? Eiga kindurnar
ekki líka rétt á að fá mannúðlega
meðferð?
ÚRSÚLA JÜNEMANN,
Arnartangi 43, 270 Mosfellsbær.
Kindur eru
skepnur
sem finna til
Frá Úrsúlu Jünemann:
UNDANFARNA viku hef ég tekið
eftir auglýsingum í sjónvarpi þar
sem ég og aðrir sótthræddir lands-
menn erum varaðir við fyrirbæri
sem kallast lifrarbólga A. Ég per-
sónulega hef svo sem aldrei leitt
hugann að þessari veiki eða heyrt
um það í fréttum að þessi veiki væri í
neinum sérstökum uppgangi þessa
dagana. Nú er spurningin, á ég að
hlaupa út til læknis og heimta rán-
dýra bólusetningu gegn lifrarbólgu
A vegna þess að fyrirtækið sem
framleiðir að öllum líkindum bólu-
efnið gegn henni var svo sniðugt að
setja auglýsingu í sjónvarpið sem
hræðir mig svo ég kaupi lyf af þeim,
sem sagt þeir fá meiri pening í vas-
ann fyrir sótthræðsluna í mér og ég
sef rólegur í þeirri vissu að ég drep-
ist ekki af sjúkdómi sem ég vissi
ekki í gær að væri til.
Ég hélt að það væri ólöglegt að
auglýsa lyf á Íslandi en það er
greinilega leyfilegt að auglýsa sjúk-
dóma. Ef það er ætlun lyfjaframleið-
anda að hræða landsmenn með alls-
kyns pestum og kvillum til að auka
lyfjanotkun á landinu þá er það al-
gerlega siðlaust og ætti að vera
komið í veg fyrir það af ríkinu sem
ber jú ábyrgð á heilbrigðisþjónustu
landans. Það sem ég óttast er að
þetta sé fyrsta merkið um að ís-
lenskur lyfjamarkaður sé að breyt-
ast meir í átt til þess ameríska, þar
sem fólki er talið trú um að það sé
haldið allskyns sjúkdómum, pestum
og geðsjúkdómum til að ýta undir
lyfjanotkun sem skapar svo gróða
fyrir bjargvættina lyfjafyrirtækin.
Einnig má leiða hugann að því hvort
að auknar fjárfestingar Íslendinga á
lyfjamarkaði hafi gert Íslendinga að
hóp aðgengilegra lyfjaneytenda.
Að lokum spyr ég að því, er það
ekki á könnu landlæknis að láta vita
af alvarlegum pestum sem krefjast
fjöldabólusetningar?
HLYNUR FREYR
VIGFÚSSON,
Kvíabala 8,
520 Drangsnes.
Er landlæknir hættur?
Frá Hlyni Frey Vigfússyni:
mbl.isFRÉTTIR