Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 27
✝ Ívar Haukur Ant-onsson fæddist í
Reykjavík 26. nóvem-
ber 1956. Hann lést á
heimili sínu á Laug-
arásvegi 1 í Reykja-
vík 6. september síð-
astliðinn. Ívar var
yngsti sonur Sigur-
rósar Lárusdóttur
kaupmanns Björns-
sonar bónda í Hnaus-
um í Húnaþingi og
Ingibjargar Þorvarð-
ardóttur, bæði Hún-
vetningar. Og Ant-
ons Bjarnasonar
málarameistara Oddssonar og
Filippíu Þorsteinsdóttur sem bæði
voru Skagfirðingar. Systkini Ív-
ars eru Guðmundur málarameist-
ari, f. 1943, búsettur í Kópavogi,
Þorsteinn rithöfundur, f. 1943,
býr í Hveragerði, Sigríður Eygló
húsfreyja í Reykjavík, f. 1945,
Lilja Antonsdóttir myndlistar-
kennari, f. 1947, búsett í Reykja-
vík og Grétar Örn Antonsson
tæknifræðingur, f.
1952, búsettur í bæn-
um Lampeland í
Noregi.
Ívar eignaðist þrjú
börn með Sigurlínu
Ólafsdóttur hús-
freyju í Sandgerði.
Þau eru Anton iðn-
skólanemi, 23 ára,
Benedikt, 16, ára og
Anna Birna, 15 ára.
Þau Ívar og Sigur-
lína gengu ekki í
hjónaband en
bjuggu saman í all-
mörg ár.
Eiginkona Ívars og seinni sam-
býliskona var Kristbjörg Stein-
grímsdóttir húsfreyja frá Akur-
eyri. Þau áttu ekki barn saman.
Þau skildu.
Ívar bjó alla tíð í Reykjavík.
Hann var matreiðslumaður að
starfi og menntun.
Útför Ívars fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hann varð matreiðslumaður fyrir
orð föður síns sem keyrði hann í
gegnum námið þegar honum skildist
að þessi sonur hans var á valdi
draumóra þar sem hann hafði hreiðr-
að um sig í bílskúrnum við heimili
þeirra við Bjarkargötu, innan um
netadræsur og skringimuni sem
hann hafði gert sér af skjólrúm gegn
hörðum heimi.
Ívar bróðir var enginn hversdags-
maður. Það var faðir hans aftur á
móti sem var reglumaður. Núorðið
sætta menn andstæður í lífi sínu og
annarra en eyða þeim ekki eins og
hugsjónir buðu áður fyrr. Við döns-
um gegnum dagana án þess að snert-
ast. Ívar bróðir sættist ekki á dans-
spor af neinu tagi, en heldur ekki
hugsjónir þeirra Krists eða Marx; til
þess var velvildin í brjósti hans á of
hröðum flótta undan fantinum í huga
hans. Á þessu gekk alla tíð og hann
þurfti á ofurmennsku að halda til að
geta lifað við slíkt geðrænt ástand.
Hann fann ofurmennskuna í Andrés-
möppunum mínum, þegar hann var
strákur, og eftir að hann fór að
stunda sjó á unglingsárunum í sög-
unum af Ástríki. Svo tók drykkjan og
líkamsræktin við; hann tók að sveifla
lóðum eins og hann kallaði það.
Á fullorðinsárum sat hann heima
yfir flösku og glasi og vídeómynd af
grófara taginu. Þeir Stallón, Svarts-
enegger, Fan Damm og Bronsið voru
daglegir gestir við einmennings-
drykkju hans heima í íbúð hans við
Laugarásveg, eftir að hann flutti af
Nesinu og hætti að stunda Rauða
ljónið. Þar var hann áður hrókur alls
fagnaðar.
Menn muna hann sem skemmti-
legan félagsskap á vissu stigi máls-
ins. Ágætan kokk og félaga á sjó sem
alltaf var tilbúinn til að hlusta á
vandamál manna og leggja til góð orð
af leiftrandi mælsku og öruggri
myndsýn en umfram allt svörtum
húmor sem var hans smyrsl á sárin.
Menn muna hann sem elskulegan
skelmi. Furðulega mótsagnakenndan
mann sem hægt var að láta sér þykja
vænt um með allt að því sjúklegum
hætti. Mann sem seiddi að sér fórn-
lyndi sem varla átt sér viðreisnar von
eftir það.
Þeir þoldu hann ekki á göngudeild-
inni; ég veit það af reynslunni því ég
fór stundum með hann þangað. Hann
lét undan kvabbi sinna nánustu og fór
á geðdeild eða í afvötnun, og þegar
hann var farinn að hressast labbaði
hann heim og kvaddi hvorki kóng né
prest, hvort sem var á nóttu eða degi.
Það verður engum um kennt. Ekki
honum heldur. Þegar hann var barn
gekk hann í bæinn af Silungapolli
þegar honum fór að leiðast.
Náttúran lagði honum til mikið lík-
amsþrek og góða heilsu. Hann var
farinn að nálgast fimmtugt þegar
heilsan loksins gaf sig að fullu og
hann dó. (Steini, ég hlýt að vera bú-
inn að drekka fullt baðkar af áfengi
um dagana, sagði hann við mig eitt
sinn.) Nú er hann búinn með lífið.
Hann valdi leið drykkjumannsins til
að sætta andstæður í eigin fari sem
voru miklar. Úrræðið dugði honum
ekki nema frá einni flösku til annarr-
ar. Af þessari sömu ástæðu.
Ég var alinn upp við aðra siði. Öllu
skiptir að kunna að segja já með skil-
yrðislausum hætti; jafnvel þótt
reynslan sé yfirþyrmandi. Þú verður
að vilja sjá, heyra, finna það sem er.
Það vildi Ívar bróðir ekki. Mér var
haldið frá systkinunum í bernsku og
fjarlægðirnar okkar í milli voru því
alltaf meiri en bæjarmörkin sögðu til
um; einnig á fullorðinsárum. Og þó
varð löngunin því hatrammari að
sameinast hópnum sem þrek og sjálf-
stæði óx meir.
En það var engin leið. Öll hafa þau
búið sér til veruleika handan þess
dagsdaglega til að þrífast í fyrir
óvenjulega bernskureynsluna. Og nú
er Ívar bróðir kominn til Grænhöfða-
eyja þangað sem hann dreymdi um
að fara þegar sá gállinn var á honum
en aldrei gerði í lifanda lífi þótt hann
hefði bæði efni og tíma til þess.
Á stofuveggnum í íbúðinni hans
var gamalt sjókort af Afríkuströnd
og einhversstaðar innan um strik og
pírumpár hefur eyjunum líklega ver-
ið markaður staður. Þann morgun
fyrir viku sem hann fannst látinn á
heimili sínu við Laugarásveg var
hann floginn þangað. Ég sé það fyrir
mér.
Fari hann vel!
Þorsteinn Antonsson.
Fallinn er frá, alltof fljótt, æsku-
vinur og góður félagi. Hann Ívar hef-
ur lagt í sína hinstu för en margar
ferðirnar fórum við saman hér áður
fyrr og því er sárt að setjast niður og
skrifa þessi kveðjuorð.
Kynni okkar hófust strax á upp-
vaxtarárum okkar þar sem við slitum
barnsskónum saman í því ágæta húsi,
Bjarkargötu 10 í Reykjavík, enda
báðir búsettir þar.
Uppvaxtarárin í voru oft á tíðum
ansi fjörug, engin lognmolla þar á bæ
og Hljómskálagarðurinn við bæjar-
dyrnar. Ég held að þolinmæði for-
eldra okkar hljóti að hafa verið mikil
þegar hugsað er til baka og upp rifj-
ast öll strákapörin.
Ekki er ætlunin með þessu minn-
ingarbroti að rifja upp allt lífshlaup
Ívars, við vitum það öll sem þekktum
hann en upp í hugann koma margar
ánægjulegar minningar frá unglings-
árum okkar, ferðalög, fjallgöngur og
siglingar.
Ívar var á þessum árum ótvíræður
leiðtogi vinahópsins sem var nokkuð
fjölmennur, frjór í hugsun og uppá-
tækin hin ólíklegustu. Ívar eignaðist
snemma, sennilega 14-15 ára gamall,
2 manna kajak, hinn ágætasta far-
kost, ótrúlega hraðskreiðan þegar
rösklega var róið.
Bátur þessi var óspart notaður á
þessum árum og m.a. var farið með
hann 2 hringferðir um landið og róið
um stóran hluta Mývatns sem er
ógleymanlegt, enda er náttúrufegurð
þar með ólíkindum.
Eitt spaugilegt atvik er mér minn-
isstætt varðandi kajakinn hans Ívars.
Það var einhverju sinni að siglt var
niður Laxá í Kjós, þá ágætu laxveiðá.
Siglt var mikinn eins og sagt er, niður
flúðir og fossa og vel gaf á bátinn.
Skyndilega var komið á svæði lax-
veiðimanna sem eflaust hafa verið í
góðri veiði og borgað fúlgur fyrir
daginn. Í stuttu máli sagt þá voru
þeir veiðigarpar vægast sagt lítt
hrifnir af þessu uppátæki ungu
drengjanna, urðu hinir verstu og létu
öllum illum látum á bökkum árinnar.
Þessari siglingu lauk því snögg-
lega með því að renna varð farkost-
inum á land og þar voru móttökurnar
ekkert sérlega hlýlegar, en gaman
höfðum við af þessu, sérstaklega eftir
að sloppnir vorum úr klóm þeirra lax-
veiðimanna.
Ívar var mikið fyrir músík og átti
mikið og gott plötusafn. Þær voru
ófáar stundirnar sem setið var forð-
um í bílskúrnum hans, sem hann
hafði sjálfur innréttað smekklega,
allt eftir kúnstarinnar reglum og þar
var Ívar kóngurinn í ríki sínu. Ef ég
man rétt þá voru það hljómsveitin
Black Sabbath og Frank Zappa sem
voru í hávegum höfð og þá held ég að
á engan sé hallað. Oftsinnis voru
kröftugu hljómflutningstækin hans
Ívars þanin hraustlega, menn urðu jú
að heyra vel í græjunum og vegna
húsnæðisaðstæðna þurfi ekkert tillit
að taka til nágranna. Það var þá einna
helst Grétar, stóri bróðir en honum
leiddist ekkert sá hávaði enda einnig
sjálfur mikið fyrir músík.
Við Ívar vorum ekki aðeins félagar
í leik heldur einnig í starfi því á tíma-
bili vorum við skipsfélagar á einu af
varðskipum Landhelgisgæslunnar,
hann sem bryti og ég þá stýrimaður.
Einnig stunduðum við nám saman í
Skógaskóla.
Síðustu árin hallaði mjög undan
fæti hjá Ívari og stundum hvarflaði
að mér að hann réði sjálfur ekki för,
einhver annar væri við stýrið. Hann
var mjög ístöðulaus í öllum sínum að-
gerðum, bæði í leik og starfi, þrátt
fyrir góðar ábendingar og aðstoð
vina og ættingja. Samverustundir
okkar urðu því minni síðustu miss-
erin og er það miður.
Oft skilur maður ekki máttarvöld-
in, að maður á besta aldri skuli vera
hrifinn frá okkur.
En svona er lífið, enginn veit sína
ævina fyrr enn öll er og nú er Ívar
horfinn á braut forfeðra sinna. Eftir
lifir minning um góðan dreng og hún
verður ekki frá okkur tekin.
Hugheilar samúðarkveðjur sendi
ég öllum aðstandendum.
Halldór B. Nellett.
ÍVAR HAUKUR
ANTONSSON Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, bróðir og mágur,
PÉTUR W. KRISTJÁNSSON
tónlistarmaður,
Hvannarima 24,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 16. september kl. 15.00.
Anna Linda Skúladóttir,
Íris Wigelund, Ástmar Ingvarsson,
Kristján Karl,
Gunnar Eggert,
Kristján Kristjánsson, Erla Wigelund,
Þorbjörg Kristjánsdóttir,
Sigrún Júlía Kristjánsdóttir, Jóhann Ásmundsson,
Elísabet Kristjánsdóttir.
Lokað
Verslun okkar verður lokuð vegna útfarar PÉTURS WIGELUND
KRISTJÁNSSONAR fimmtudaginn 16. september.
Verðlistinn Laugalæk.
Öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför
SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Aðalgötu 14,
Stykkishólmi,
færum við innilegustu þakkir og biðjum þeim
blessunar Guðs.
Aðstandendur.
Minningarathöfn um elskulegan son minn,
JEROME VALDIMAR WELLS,
sem lést í Englandi þriðjudaginn 24. ágúst sl.,
fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 17. sept-
ember kl. 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á minningarsjóð um
hann til styrktar dóttur hans, Merrie Elísabet, í
Landsbankanum á Akranesi, númer 065304.
Fyrir hönd ástvina,
Gyða L. Jónsdóttir.
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
GUÐNI FRÍMANN INGIMUNDARSON,
Hólmgarði 64,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu-
daginn 10. september, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. september
kl. 15.00.
Kristín Sigurðardóttir,
Sigrún María Guðnadóttir,
Sesselja Inga Guðnadóttir, Markús Ragnar Þorvaldsson,
Sigurður Guðnason, Lilja María Ialfante,
Sverrir Ómar Guðnason, Steinunn Jensdóttir,
Örn Eðvaldsson, Lena Andersen,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
PÉTURS HANNESSONAR,
Giljalandi 12,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks L-1 Landakoti
og dagdeildar við Lindargötu.
Guðrún Árnadóttir,
Hannes Pétursson, Júlíana Sigurðardóttir,
Sólveig Pétursdóttir, Kristinn Björnsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir og kveðjur til allra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
KORMÁKS INGVARSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimil-
isins Ljósheima á Selfossi.
Sólveig Erla Brynjólfsdóttir,
Jóhann B. Kormáksson, Esther Guðjónsdóttir,
Erla Jóhannsdóttir,
Guðjón Jóhannsson,
Ingvar Jóhannsson.