Morgunblaðið - 15.09.2004, Page 33

Morgunblaðið - 15.09.2004, Page 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 33 Frekja ÞETTA orð dettur mér alltaf í hug þegar ég heyri kennara knýja fram sín mál. Í áratugi hefur þessi stétt rutt í gegn meira kaupi án nokkurs tillits til kjara annarra stétta. Ég gleymi aldrei þeim tíma sem ég vann sem matráðskona fyrir kennara. Hræðsla skólastjóra við þetta fólk var algjör, ég varð að vera með ferskan mat í öllum frímínútum án tillits til undirbúnings á hádeg- isverði því skólastjórinn sagðist vilja hafa þetta fólk ánægt, annars færi það í burtu. Íþróttafræðingur nokkur skrifaði dónalega grein í blaðið um daginn. Hún spurði bæjarstjóra fyrir norðan hvort hann yrði ánægður ef við kjarasamning hefði sumarfrí hans verið stytt til að ná betra kaupi. Hún gaf upp kaupið hans. Kennarar eru í erfiðu starfi með óþekka og kjaftfora krakka en í dag eru allir í erfiðu starfi við mikla áreitni og kröfur eru endalausar, ekki bara hjá kennurum. Sigríður Björnsdóttir. Hver á myndina? ÞESSI mynd ásamt öðrum fannst í bók sem keypt var í Góða hirðinum. Eigandi myndarinnar getur haft samband í síma 868 5916. Skotthúfa eða skotthúfuleysi ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir, menntamálaráðherra, var glæsileg við opnun Þjóðminjasafns- ins. Það gladdi mig að hún var ekki með skotthúfu. Ég hef aldei verið fullkomlega sátt við þetta höfuðfat. Kannski þyrfti það endurskoðunar við eins og stjórnarskráin. Þó veit ég um aðra sem voru gráti nær vegna skotthúfuleysis ráðherrans. Þorgerður Katrín, þakka þér fyrir að vera ekki með skotthúfu. Þuríður Guðmundsdóttir, Ránargötu 42. Fress týndur í Grafarvogi GULUR og hvítur gæfur fress týnd- ist frá Veghúsum 31, Grafarvogi, þar sem hann var í gæslu fyrir rúmri viku. Hann er ólarlaus en eyrna- merktur. Þeir sem gætu gefið upp- lýsingar hafi samband við Kattholt 567 2909 eða í síma 695 6673. Fund- arlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Matvælaáætlun SÞ (WFP) vinnur nú aðþví að auka upplýsingar til Norður-landanna um verkefni sín víðsvegar íheiminum. Í því skyni verða vefsíður á öllum fimm Norðurlandatungumálunum; dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku, formlega opnaðar í dag, 15. september. Íslenska heimasíðan, www.wfp.is, hefur verið unnin í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar- innar, James Morris, mun opna nýja vefi form- lega í Ósló, ásamt Mikael Bjerrum, fram- kvæmdastjóra Norðurlandaskrifstofu WFP. Norræna skrifstofa WFP hefur þróað vefina og mun standa fyrir uppfærslu þeirra í framtíðinni. WFP starfar að neyðaraðstoð, þróunaraðstoð og enduruppbyggingu og notar matvæli til að uppfylla þarfir í neyðartilfellum og styðja efna- hags- og samfélagslega þróun. Ólöf Magn- úsdóttir, ráðgjafi hjá WFP á Íslandi, segir Norð- urlöndin öll styðja starfið vel með framlögum sínum og því sé það skylda stofnunarinnar að tryggja íbúum Norðurlandanna upplýsingar um störf og verkefni þessarar hjálparstofnunar. „Ef litið er til þess að íbúar Norðurlandanna nota vef- inn manna mest í heiminum, þótti það við hæfi að opna heimasíður á öllum Norðurlandatungumál- unum,“ segir Ólöf. Hvaða verkefni erum við Íslendingar að styðja? „Árið 2003 veitti Ísland 18 milljónum íslenskra króna til WFP í Írak. Þar áður hafði Ísland lagt til smærri fjárframlög í starf WFP í Suður-Afríku og Afganistan. Árið 2003 var undirritað sam- komulag milli WFP og Íslenskrar friðargæslu (ICRU) um að útvega íslenska sérfræðinga í neyðaraðgerðir á vegum WFP SÞ. Einnig veitti Ísland styrk til Matvælaáætlunarinnar í júlí á þessu ári sem renna átti til flóttafólks í Súdan.“ Er ekki hætta á að matvælaaðstoð geti dregið úr innri matvælaframleiðslugetu þjóða? „Aðalmarkmið WFP er að sjálfsögðu að hjálpa fólki til þess að standa á eigin fótum. Aðstoðin fer að mestum parti til landa sem eiga við matvæla- skort að stríða, þjást vegna uppskerubrests, stríðsástands eða annarra erfiðra aðstæðna. Þá er matvælaframleiðslugeta þjóða þegar skert og þurfa íbúarnir hjálp við að endurbyggja innviði landsins. Í öðrum tilvikum reynir WFP að kaupa sem mest matvæli af landinu þar sem hungur rík- ir, þó ávallt sé reynt að leita ódýrustu leiða í kaupum á matvælum. Til dæmis hefur WFP keypt matvæli frá Súdan til þess að brauðfæða flóttamenn í Tsjad og Súdan. Starfsmenn WFP hafa mikinn skilning á viðkvæmni matvælamark- aða í þróunarlöndum og reyna að taka fullt tillit til allra þátta þegar aðstoð er veitt.“ Neyðarhjálp | Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna bætir upplýsingagjöf á Norðurlöndum Í takt við mikla netnotkun  Ólöf Magnúsdóttir er fædd árið 1977 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1997 og lauk B.A.-námi í hag- fræði frá HÍ árið 2002. Þá nam Ólöf hagfræði við Universitá Bocconi í Mílanó gegnum Erasm- us nemendaskipti. Ólöf hefur starfað við verkefnastjórnun hjá MILAMDEC þróun- arlánasjóðnum og UNICEF, en hún gegnir nú starfi ráðgjafa hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún starfar einnig innan Amnesty International. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. d4 cxd4 5. Dxd4 Da5+ 6. Rc3 Dxb5 7. Rxb5 Rxd4 8. Rfxd4 Kd8 9. c4 Rf6 10. f3 a6 11. Rc3 e6 12. a4 Bd7 13. b3 Hc8 14. Bb2 Be7 15. O- O-O Kc7 16. Ba3 Hhe8 17. Kb2 Bf8 18. Hd2 Hcd8 19. Hhd1 Bc8 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’sere. Jean-Marc Degreave (2530) hafði hvítt gegn Maxime Vachier-Lagrave (2458). 20. e5! Rd7 20... dxe5 gekk ekki upp vegna 21. Rdb5+ axb5 22. Rxb5+ og hvítur vinnur. Eftir textaleikinn vinnur hvítur peð og fær við það unnið tafl. 21. exd6+ Kb8 22. c5 Re5 23. f4 Rg6 24. c6 Bxd6 25. Bxd6+ Hxd6 26. c7+ Ka8 27. Rdb5 Hxd2+ 28. Hxd2 axb5 29. Hd8 Hf8 30. Rxb5 b6 31. Rd6 Ka7 32. Hxf8 Rxf8 33. Rxc8+ Kb7 34. Rxb6 Kxc7 35. Rc4 og svartur gafst upp. Þessi skák er endurbirt vegna mistaka í vinnslu sl. sunnudag. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn NÝVERIÐ hleypti kanadískt kvik- myndaframleiðslufyrirtæki af stokkunum ritsmíðasamkeppni meðal íslensks almennings, í sam- starfi við Lesbók Morgunblaðsins, þar sem viðfangsefnið á að vera Ís- land og nágrannaþjóðir á vík- ingaöld. Meðfram kynningunni á sam- keppninni efndi Morgunblaðið til leiks þar sem áhugasömum gafst kostur á að taka þátt með því að skila inn merktum þátttökuseðli úr Morgunblaðinu. Í vinning var rit- safn með heildarútgáfu fornsagn- anna í glæsilegu bandi frá bókaút- gáfunni Leifi Eiríkssyni. Tveir heppnir þátttakendur voru dregnir út, þau Pálína Ásgeirsdóttir og Magnús Stefánsson. Hér á mynd- inni taka þær á móti vinningum sín- um, Pálína og Margrét Þórð- ardóttir fyrir hönd Magnúsar. Með þeim á myndinni er Jón Agnar Óla- son, starfsmaður markaðsdeildar Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristinn Vinningshafar í Víkingaleik VINNINGSHAFAR í happdrætti Gallerís Skugga fengu á sunnudag- inn formlega afhent málverkin sem þeir hlutu í vinning fyrir þátttöku sína í viðburðinum „Opnu mál- verki“ á Menningarnótt, en þá var opið hús og gestum gallerísins m.a. boðið að taka þátt í að mála mál- verk. Alls tóku um 70 manns þátt í að mála og urðu verkin þrjú og lýsa þau öll mikilli litagleði. Vinningshafarnir þrír eru Elsa Karen Kristinsdóttir, Magnús Magnússon og Guðrún Norðdahl. Hinir nýju eigendur kunnu vel að meta verðlaunin. Vel heppnað málverkahappdrætti H rin gb ro t Opnunartími: Mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Gerðu þér ferð í Grafarvoginn Láttu verðið koma þér á óvart Dragtir frá kr. 14.900 Kápur frá kr. 7.400 Full búð af nýjum vörum Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 VANTAR EIGNIR Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið upp á staðgreiðslu eða langan afhendingartíma: • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í miðborginni og vesturborginni. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í Kópavogi. • Einbýli/parhús/raðhús í Hafnarfirði. Höfum kaupendur að bæði litlum hús- um í gamla bænum og glæsivillum í nýrri hverfum. • Einbýli/parhús/raðhús í vesturbæ, Skerjafirði og Seltjarnarnesi. Verðbil 30-100 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og Smáíbúðarhverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Breiðholti. Verðbil 20-40 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Árbæjarhverfi. Verðbil 25-70 millj. • Hæðir í Hlíðunum, Laugarneshverfi og vesturborginni. • 2ja, 3ja og 4ra herb. í Árbæjarhverfi. • 2ja, 3ja og 4ra herb. fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími getur verið í boði. • Einbýli/parhús/raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS. VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.