Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 36
MENNING
36 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
verk litlu stúlkunnar, fer Þórunn
Arna Kristjánsdóttir, nemandi í
tónlistardeild LHÍ.
Söngleikurinn er fyrir alla fjöl-
skylduna og verða sýningarnar síð-
degis á laugardögum og sunnudög-
um. Leikstjóri sýningarinnar er
Ástrós Gunnarsdóttir.
Tosca
eftir Puccini
Frumsýnd 11. febrúar 2005
Tosca verður aðalverkefni Óper-
unnar á vormisseri, en í helstu
hlutverkum verða Elín Ósk Ósk-
arsdóttir, sem syngur titilhlut-
verkið, en hlutverk Cavaradossi
verður í höndum Jóhanns Frið-
geirs Valdimarssonar.
Þá fer Ólafur Kjartan Sigurðar-
son með hlutverk Scarpia og Berg-
þór Pálsson syngur hlutverk Ces-
are Angelotti. Leikstjóri Toscu
verður Jamie Hayes.
Sweeney Todd,
rakarinn morðóði
eftir Stephen Sondheim
Frumsýnt 8. október 2004
Hér er um að ræða stærsta
verkefni óperunnar á haustmiss-
eri.
Hefnd og kynferðisleg brenglun
spila lykilhlutverk í verkinu og eru
drifkraftar tveggja meginpersóna
verksins, bartskerans Sweeney
Todd sem kominn er heim til Lond-
on til að hefna harma sinna og
dómarans sem dæmdi hann órétt-
látt og hefur vægast sagt brengl-
aðar hugmyndir um réttlæti, kynlíf
og sómatilfinningu.
Þótt stutt sé í blóð og grimmd í
Sweeney Todd er það þó fyrst og
fremst grátt gamanið sem er í fyr-
irrúmi og persónurnar margar
hverjar afar litríkar.
Með titilhlutverkið fer Ágúst
Ólafsson og er þetta fyrsta hlut-
verk hans hjá Íslensku óperunni.
Þá er hlutverk bakarans frú Lóett í
höndum Ingveldar Ýrr Jónsdóttur
og dómarinn brenglaði er leikinn af
Davíð Ólafssyni. Leikstjóri sýning-
arinnar er Magnús Geir Þórðar-
son.
Litla stúlkan með
eldspýturnar
eftir Keith Strachan.
Frumsýning 23. október
Söngleikur byggður á sam-
nefndu ævintýri H.C. Andersens.
Uppsetningin á Litlu stúlkunni
með eldspýturnar er í samstarfi við
framkvæmdahópinn Flóð og fjöru,
söngskólann Domus Vox og H.C.
Andersen-sjóðinn.
Rúmlega 30 sviðslistamenn
munu koma að verkinu, þar af yfir
20 börn og unglingar frá átta ára til
tvítugs. Með titilhlutverkið, hlut-
Verk á dagskrá Íslensku
óperunnar í vetur
VETRARSTARF Íslensku óp-
erunnar var kynnt á dögunum, en
að sögn talsmanna Óperunnar er
stefnt að því að dagskrá starfsárs-
ins verði í senn fjölbreytt og metn-
aðarfull. Þrjú meginverk verða
færð upp, Sweeney Todd, Tosca
og Litla stúlkan með eldspýturnar.
Þá verður einnig haldið áfram
samstarfi við landsbyggðina og
farið í heimsóknir út á land, meðal
annars með ferðum norður í Laug-
arborg í Eyjafjarðarsveit, en
Bjarni Daníelsson óperustjóri seg-
ir samstarf Óperunnar við Tón-
vinafélag Laugarborgar hafa verið
með ágætum. Þá er á prjónunum
að vinna með óperustúdíói Austur-
lands, en samstarfið við óp-
erustúdíóið á síðasta ári var einnig
afar gott að sögn Bjarna.
Tónlistarstjóri Óperunnar er
Kurt Kopecki, en hann hóf störf
við Óperuna síðasta haust.
Þá mun óperan efna til sam-
starfs við nemendur úr Listahá-
skóla Íslands við uppsetningu á
óperu. „Það er mikilvægt að nem-
endur fái taka þátt í uppfærslum,
en þar fá þeir verðmæta reynslu,“
segir Bjarni og bætir við að báðir
aðilar græði á slíku samstarfi.
„Ávinningurinn fyrir nemendur er
sá að kynnast starfi í óperuhúsi og
þá um leið að átta sig á því hvar
þeir standa með gleggri hætti
heldur en áður. Þarna myndast
mikilvæg tengsl og það eru þau
sem ég lít á sem ávinning fyrir óp-
eruna, að kynnast þessu fólki í
svona vinnu og svo lít ég líka
þannig á að þetta sé tækifæri til
að sýna verk sem eru útvíkkun á
verkefnaskrá óperunnar, vegna
þess að við erum með svo fá verk-
efni á hverju ári að það er mjög
mikilvægt að nota þetta tækifæri
til að sýna eitthvað sem við værum
annars ekki að sýna. Því nemend-
urnir læra eins vinnubrögðin þó
það sé ekki verið að vinna ein-
hverjar þekktar óperur.“ Þá segir
Bjarni ekki ósennilegt að nem-
endur í hönnunardeild LHÍ komi
að slíku verkefni.
Samstarf við LHÍ örvandi
Hádegistónleikum fækkar nokk-
uð frá síðasta ári. „Það var hluti af
starfsskyldu fastráðinna söngvara
að sjá um hádegistónleikana og nú
þegar samningar þessa til-
raunahóps eru að renna út kemur
það af sjálfu sér að hádegistón-
leikum fækkar, þótt þeir hafi verið
geysivinsælir og út af fyrir sig
mjög skemmtileg leið fyrir óp-
eruna til að koma á framfæri alls
konar músík og kynna nýja söngv-
ara,“ segir Bjarni. „Við ætlum að
halda þessu áfram eitthvað. Það
hefur reyndar lengi verið draum-
urinn að vera með litlar, stuttar
óperur í staðinn fyrir tónleika-
dagskrá og við erum hugsanlega
að reyna að færa okkur í þá átt-
ina.“
Meðal áhugaverðustu flata
starfsins í vetur segir Bjarni mega
telja tvo sérstaklega. „Annars veg-
ar verður þessi Sweeney Todd
uppfærsla í haust áhugaverð að
því leyti að hún liggur á landa-
mærum óperu og söngleiks og það
fer svolítið eftir því hverjir flytja
hana hvort hún er,“ segir Bjarni
og bætir við að starfsfólk Óp-
erunnar vonist til að hún veki
áhuga og athygli fólks sem ekki
hefur stundað óperuhús til þessa.
„Við erum þannig að hugsa um
unga fólkið eins og menning-
arstofnanir gera gjarnan. Sam-
vinnuverkefnið við listaháskólann
er einnig mjög mikilvægt og þar
gefist í framtíðinni tækifæri til að
vinna á markvissan hátt með
spurningar sem varða framtíð óp-
erulistarinnar.“
Ópera | Fjölbreytt dagskrá Íslensku óperunnar í vetur
„Við erum að hugsa
um unga fólkið“
Morgunblaðið/Golli
Bjarni Daníelsson kynnti vetrardagskrá óperunnar á dögunum ásamt fríðu
föruneyti óperulistamanna.
Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20
Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20
ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
F im. 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI
Fös . 1 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 2 .10 20 .00 LAUS SÆTI
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
„Sexý sýn ing og s júk legur söngur !
Bu l land i k ra f tu r f rá upphaf i t i l
enda . Hár ið er orkuspreng ja . “
-Brynh i ldur Guð jónsdót t i r le ikkona-
CHICAGO Á LAUGARDAGINN!
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00
Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
e. E. Albee
Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT
Fi 30/9 kl 20
Fö 1/10 kl 20
PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert
í samstarfi við Á SENUNNI
Fi 16/9 kl 20,
Fö 17/9 kl 20
Fi 23/9 kl 20
Fö 24/9 kl 20,
Síðustu sýningar
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14
Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Gríman fyrir vinsælustu sýningu ársins og
fyrir bestu búningana.
Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20,
Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20
Aðeins örfáar sýningar í haust
KYNNINGARVEISLA - OPIÐ HÚS
Við kynnum leikárið: Stutt atriði, dans,
söngur, gleði og grín
Allir velunnarar velkomnir!
Su 19/9 kl 20 - Aðgangur ókeypis
ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR:
ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500)
TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER -
AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700)
VERTU MEÐ Í VETUR
KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN
SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð
Í kvöld kl 20 - Aðeins þetta eina sinn
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter
frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT
2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT
4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT
HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni
fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi
HÁRIÐ
tryggðu þér miða
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
Söngleikurinn FAME þakkar fyrir sig
og kveður Smáralindina
Fös. 17. sept. kl. 19.30
Sun. 19. sept. kl. 19.30
Fim. 23. sept. kl. 19.30 LOKASÝNING
Fréttir
á SMS