Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g er bókstaflega fædd- ur hér á Stórhöfða,“ segir Óskar Jakob Sigurðsson, vitavörð- ur á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum, sem kom í heiminn 19. nóv- ember 1937. „Stundum hef ég gant- ast með að ég sé heimskastur af öll- um – í bókstaflegri merkingu frumnorrænni. Hef aldrei flutt neitt. Fermingarsystkini mín hafa öll flutt að minnsta kosti einu sinni – öll nema ég.“ Fjórar kynslóðir í karllegg Stórhöfðaviti er syðsti mannabú- staður Íslands og útvörður fyrir opnu hafi. Vitinn, sem var reistur 1906, er fyrsta mannvirkið sem sögur fara af uppi á Stórhöfða og eitt af elstu stein- húsum landsins. Afi Óskars, Jónathan Jónsson, tók við starfi vitavarðar 1910 og fluttist á Stórhöfða ásamt konu sinni Guðfinnu Þórðardóttur og börnum þeirra. Jón- athan tók við af Guðmundi Ögmunds- syni, sem var fyrsti vitavörðurinn á Höfðanum. Guðmundur var afi Guð- mundar Kristjánssonar bifreiða- stjóra og ökukennara, sem kenndi Óskari vitaverði á bíl fyrir nærri hálfri öld. Þau Jónathan og Guðfinna voru ættuð úr Mýrdalnum. Elst barna þeirra var Sigurður, faðir Óskars. Svo komu Gunnar, Sigríður og Hjalti, sem fæddist sama ár og fjölskyldan fluttist á Stórhöfða. „Pabbi ólst að hluta til upp hér,“ segir Óskar. „Hann var tólf ára þegar þau fluttu á Stórhöfða og var þá bú- inn að eiga heima í Reykjavík í tvö ár. Pabbi gekk tvo vetur í Barnaskóla Reykjavíkur.“ Óskari þykir skrítið að hugsa til þess að einkunnabækur föð- ur hans úr Barnaskóla Reykjavíkur séu að verða aldargamlar. Bræðurnir Sigurður og Gunnar Jónathanssynir hjálpuðu föður sínum við veðurathuganir og vitavörsluna eftir því sem tök voru á. Sigurður flutti um tíma niður í Vestmanna- eyjakaupstað og vann í fiskimjöls- verksmiðju. Hann sneri aftur á Höfð- ann og tók formlega við vitavörslunni og veðurathugunum af föður sínum árið 1935. Óskar fór snemma að aðstoða Sig- urð föður sinn við veðurathuganir. Á yngri árum vann Óskar við fisk- vinnslu í Fiskiðjunni en hætti þar fyrir réttum 40 árum. Stórhöfði er það sem kallast mönnuð skeytastöð, en á slíkum stöðvum eru gerðar fleiri og ítarlegri veðurathuganir en á öðr- um veðurstöðvum. Fyrsta verkefni Óskars við veðurathuganirnar var að athuga veðrið kl. 03.00. „Maður er oft búinn að taka veðrið klukkan þrjú að nóttu,“ segir Óskar hugsi. „Ég gerðist formlega veð- urathugunarmaður árið 1952 og hef verið við þetta síðan. Veðrið er tekið á þriggja tíma fresti, alla daga ársins. Þetta er skráð í bækur og send skeyti til Veðurstofunnar. Nú færir maður inn í tölvu og sendir þannig. Ég hef verið hér einn langtímum saman, en ég mæli ekki með því. Það verður ekki mikið um samfelldan svefn. Þetta eru ekki heilsusamlegir lífs- hættir.“ Óskar hefur verið með margar vekjaraklukkur sem stilltar eru til að hringja á ýmsum tímum sól- arhringsins. En skyldi hann aldrei hafa sofið yfir sig? „Ég neita því ekki að hafa ein- hvern tímann sofið af mér. Ef ég hef gleymt að stilla klukku þá vaknar maður við vondan draum og undrast þennan langa svefn. Kannski klukku- tíma fram yfir tímann!“ Tvisvar á sólarhring, klukkan 9.00 að morgni og 18.00 síðdegis, er gerð stór athugun og athugaðir fleiri veð- urþættir en á öðrum tímum sólar- hringsins. „Það er enginn hægðarleikur að meta ölduhæð úr 120 metra hæð,“ segir Óskar. Á árum áður voru veð- urskip suður í hafi, Alpha og India, sem gáfu upp ölduhæð. Nú hjálpar öldudufl austan við Surtsey Óskari að meta ölduhæðina. „Mér er sagt að það sé að marka það,“ segir Óskar um reynslu sjómanna af duflinu. Óskar tók formlega við starfi vita- varðar á Stórhöfða árið 1965. Nú er Pálmi sonur hans, fjórði ættliður vitavarða í beinan karllegg, farinn að aðstoða föður sinn við veðurathug- anir og vitavörslu. Lífið á Stórhöfða Þegar Óskar var að alast upp var stundaður smábúskapur á Stórhöfða og áður einnig róið til fiskjar úr Höfðavíkinni. Hjalti, föðurbróðir Óskars, sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér væri minnisstætt er hann og Gunnar bróðir hans reru úr Höfðavík. Þeir höfðu aðstöðu í landi í litlu húsi fyrir veiðarfæri og annað sem þurfti til róðranna. Róið var á sumrin á skektu, veitt á handfæri og fiskurinn saltaður. Eins var lundinn nytjaður, en veiðirétturinn tilheyrði bændum á Heimaey. Heimaey var skipt í veiðisvæði og var Stórhöfði eitt þeirra. Þurftu þau á Stórhöfða, líkt og aðrir tómthúsmenn, að afla sér veiðileyfis hjá bændum. „Það var gaman að vera á Stórhöfða og mikið um að vera kringum lundann,“ sagði Hjalti. Óskari er minnisstætt að faðir hans og Gunnar föðurbróðir voru seigir við veiðiskapinn. Óskar segir að lengi hafi verið búið með eina kú og nokkrar kindur á Stórhöfða, en hvorki hesta né hænsn svo hann muni. Kúabúskapurinn lagðist af um 1960. Óskar hefur lengi verið með kindur og á nokkrar skját- ur enn. Hann segir búskapinn vera að leggjast af og kindurnar að úreld- ast af sjálfu sér. Hann hefur ekki hleypt til ánna undanfarin ár, því hann hefur ekki kært sig um að fá lömb. Sonurinn hefur ekki áhuga á umstanginu sem fylgir því að sinna fé og því er búskapnum sjálfhætt. „Stundum hafa komið lömb sem ég átti ekki von á. Það hafa stolist hing- að hrútar á óæskilegum tíma,“ segir Óskar. Bestu ár ævinnar Í seinni heimsstyrjöldinni settu Bretar upp eftirlitsstöð á Stórhöfða, síðan tóku Kanadamenn við og síðast Bandaríkjamenn sem reistu þar 10– 12 bragga. „Bretarnir voru fyrst hér í íbúðar- húsinu og fengu herbergi undir vit- anum. Það var annaðhvort að útvega þeim pláss eða að þeir tækju það sjálfir,“ segir Óskar. „Það var sett varðskýli hér við hliðið og mátti eng- inn koma í heimsókn til okkar nema við tækjum ábyrgð á honum. Gestir voru sóttir út að hliði og fylgt hér inn. Það mátti enginn fara suðurfyrir húsið og ekki upp í vitann. Þeir voru með eitthvert hernaðarleyndarmál hér fyrir sunnan, líklega radar. For- eldrar mínir voru með fjós fyrir sunnan húsið og máttu náðarsamleg- ast fara þangað.“ Óskar var þó und- anþeginn slíkum reglum og valsaði um allt að vild. „Í mínum huga eru þetta bestu ár ævinnar. Það voru kvikmyndasýn- ingar og boðið upp á ávexti – hér í fá- sinninu. Bandaríkjamennirnir höfðu nóg af öllu, en það var knappara hjá Bretunum. Í stærsta bragganum var eldhús og borðsalur. Við eignuðumst skálann eftir stríð og hann stóð til 1991 að hann eyðilagðist í mikla rok- inu hinn 3. febrúar það ár. Þá voru uppundir 130 hnútar í verstu hvið- unum (240 km/klst. eða nærri 67 m/ sek). Vindmælirinn mældi ekki nema 120 hnúta og hikaði þar. Fór ekki of- ar. Þetta var eitt mesta veður sem hér hefur gengið yfir.“ Miklar tækniframfarir vita Þegar Óskar var að alast upp og fyrst eftir að hann tók við starfi vita- varðar var ströndin vörðuð mönn- uðum vitum. Vitarnir standa flestir enn en fæstir mannaðir í dag. Sjálf- virkur búnaður hefur víða leyst mannshöndina af hólmi. Segist Óskar vera einn eftir samkvæmt gömlum ráðningarsamningi vitavarða. „Ég er síðasti vitavörðurinn í fullu starfi á landinu sem býr í vitanum,“ segir Óskar. „Á Dalatanga er jafn- mikil veðurathugun og hér og þau sjá einnig um vitann. Þau eru á nýjum samningi en ég er sá síðasti eftir gamla fyrirkomulaginu. Svo er fullt af mönnum sem hafa eftirlit með vit- um, jafnvel mörgum, án þess að búa í þeim.“ Óskar segist hafa orðið hissa þegar starf vitavarðar á Horni var lagt af, þar hafi verið mikilvægur út- vörður. Eins finnst honum slæmt að starf veðurathugunarmanna á Hveravöllum verði lagt niður. Stórhöfðinn er hans Óskar J. Sigurðsson á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum er vitavörður, veðurathugunarmaður og heimsmeistari í fuglamerkingum. Guðni Einarsson blaðamaður og Sigurgeir Jónasson ljósmyndari heimsóttu Óskar í Stórhöfða. Morgunblaðið/Sigurgeir Óskar J. Sigurðsson, vitavörður við Stórhöfðavita, sem byggður var 1906 og er eitt elsta steinhús á landinu. Morgunblaðið/Sigurgeir Óskar og Pálmi Freyr, sonur hans, virða Stórhöfðann fyrir sér af sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.