Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 43 Elsku vinur. Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Ég þakka þér fyr- ir traustan vinskap og ómetanlegan stuðning. Dugnaður- þinn og ósérhlífni í þágu FH mun vara að eilífu. Þú varst ávallt tilbúin þegar FH þurfti á kröftum þínum að halda. Þú varst alltaf trúr og traust- ur og sannur í þínum orðum. Þú varst burðarstólpi í þínu starfi og áttir engan þér líkan. Vandamálin voru til þess að leysa þau, varstu ÞÓRIR JÓNSSON ✝ Þórir Jónssonfæddist í Hafnar- firði 25. mars 1952. Hann lést af slysförum að morgni 19. maí síð- astliðins og var útför hans gerð frá Víði- staðakirkju í Hafnar- firði 27. maí. vanur að segja og þú lést verkin tala. Þitt hjarta var á réttum stað og barstu ætíð hag annarra fyrir brjósti, enda varstu mikill mað- ur. Nú þegar ég skrifa þessi orð get ég ekki tára bundist, kaldur raunveruleikinn hefur numið þig á brott úr blóma lífsins frá fjöl- skyldu þinni, ástvinum og börnum, óréttlæti heimsins hefur engin takmörk og eftir sitjum við með söknuð í hjarta. Ef þú bara vissir hversu marga þú hefur snert á þinni lífsleið og hversu góða hluti þú hefur gert í þágu annarra, þitt skarð mun aldrei verða fyllt og mun minn- ingin um þig standa um ókomna tíð í hjarta okkar sem höfum verið það lánsöm að kynnast þér á okkar lífs- leið. Það eru ekki nema tvær vikur síð- an ég talaði við þig síðast, ég var í Svíþjóð og þú varst að klára vinnu- daginn, og á leið uppí Kaplakrika að leggja lokahönd á undirbúning karlakvöldsins sem átti að vera um kvöldið, þú vildir vita hvernig mér leið og hvort allt væri ekki í góðu lagi, ég kvað svo vera og áttum við gott tal. Eins og alltaf endaðir þú þitt samtal á því að spyrja mig hvenær ég ætlaði svo að koma heim og spila fyrir FH-ingana, mér leið alltaf vel eftir að hafa talað við þig. Ég vil líka þakka þér fyrir orðin sem þú gafst mér sem vegarnesti við útskrift mína og trúlofun okkar Völu um árið, þeim mun ég aldrei gleyma, ég mun geyma þau um aldur og ævi. Elsku Erla Björg, Auður Dögg, Björk og Hjörtur mínar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar, megi guð og gæfan blessa ykkur á þessum erfiða tíma og í gegnum allt lífið. Pabbi ykkar var mikill maður sem mun lifa í hjarta okkar að eilífu. Blessuð sé minning þín elsku Þórir. Þinn vinur, Auðun Helgason. Þær héldu alltaf hópinn nokkrar sam- starfskonur og vinkon- ur af skrifstofu KRON, sem hittust alltaf reglulega yfir kaffi og spjalli hver hjá annarri til skiptis, Jóhanna, móðir mín, og Sig- SIGRÚN SKARP- HÉÐINSDÓTTIR ✝ Sigrún Skarp-héðinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1914. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 28. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni 7. september. rún þar á meðal. Þannig kynntist ég Sigrúnu. Hún var ákaflega skemmtileg viðkynningar og í við- ræðu, og ævinlega hlý- leg, hvenær sem ég hitti hana. Við leiðar- lok er ég þess vegna full af þakklæti fyrir góð kynni og bið henni allrar Guðs blessunar, þar sem hún er nú. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigrúnar Skarphéðinsdóttur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Bróðir minn, mágur okkar og frændi, HAUKUR JÓNSSON, Rauðalæk 61, Reykjavík, andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi mánudaginn 13. september. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 20. september kl. 13.30. Erla Jónsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Bjarni Guðmundsson, Manassa Quarni, Hallur Guðmundsson, Jóna Helgadóttir, Snorri Guðmundsson, Bryndís Kristinsdóttir, Inga Lísa Middleton, Michael Rose, Þórarinn Gíslason og frændsystkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON stýrimaður, áður Fellsmúla 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 20. september kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Sigurrós Ólafsdóttir, Ragnar Árnason, Anna Agnarsdóttir, Atli Árnason, Kristjana Bergsdóttir, Gylfi Árnason, Sigrún Ólafsdóttir, Ólafur Helgi Árnason, Bridget Carla Haefele og barnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, BJARKI HAFÞÓR VILHJÁLMSSON, Íshússtíg 5, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 21. september kl. 14.00. Vilhjálmur H. Snorrason, Anna Björg Þorbergsdóttir, Gígja Rafnsdóttir, Jón Olgeir Ingvarsson, Ágúst Vilhjálmsson, Gyða Björk Jóhannsdóttir, Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KNÚTUR HÁKONARSON, Hraunbæ 170, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 21. september kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Ein- stök börn og Karitas. Sigrún Björk Einarsdóttir, Einar Björgvin Knútsson, Hjördís I. Jóhannesdóttir, Elsa Björk Knútsdóttir, Bjarni Hrafn Ívarsson, Bryndís Guðrún Knútsdóttir, Júlíus Örn Ásbjörnsson, Elínborg Erla Knútsdóttir, Eymar Kruger og afabörn. Ástkær móðir okkar, INGRID EYDAL, lést í Vimmerby í Svíþjóð fimmtudaginn 9. september. Útförin fer fram ytra mánudaginn 27. september. Ingunn Eydal, Sigrún Carlwig, Áslaug Björkenhed, Anders Eydal tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Mig langar í nokkr- um fátæklegum orðum að minnast Pálínu vin- konu minnar frá Sauð- húsum. Þó langt sé síðan ég hitti hana og fjölskylduna síðast, eru þær stundir sem ég átti á Sauðhúsum ljóslifandi, og ég upplifi þær sem mín- ar bestu minningar. Ég fékk oft að vera á Sauðhúsum, hjá Herdísi vin- konu minni, frá því að ég flutti vestur og kynntist henni, og ekki var amast við að ég fengi að vera heimagangur, löngu eftir að ég flutti suður. Pálína og Egill voru yndislegt fólk, og Pálína hafði sérstakan skilning á börnum og unglingum. Hún lét alveg í sér heyra, þegar það var verðskuldað, en oftar en ekki sá maður hana snúa sér und- an og kíma í barminn, eftir að hafa lesið okkur pistilinn á sinni syngjandi færeysk blönduðu íslensku. Ég held oft að hún hafi haft í laumi gaman af mörgum prakkarastrikum og uppá- tækjum ungmennanna á heimilinu. Við Herdís vorum hestasjúkar, og Pálína hafði einstakan skilning á því, þó þetta væri ekki hennar hugðarefni. Í upphafi reyndum við á þolinmæðina á miðaldra meri, sem ég næ ekki að muna hvað hét, það var innan girð- ingar, en seinna fengum við að þeysa langa túra á Rauðku og Gránu. Þá hleypti Pálína okkur oft út frá ókláruðum verkum, til að njóta góða veðursins í útreiðar. Herdís fékk svo gljáfægða folann Blakk, sem var fyrir ANNA PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR ✝ Anna PálínaJónsdóttir fædd- ist í Klakksvík í Fær- eyjum 14. október 1929. Hún lést á Sel- fossi 15. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ 24. ágúst. mér eins og villihestur- inn úr bókinni frægu, og ég man hvað það var mikil hamingja, og hvað Pálína og Egill treystu henni vel fyrir klárnum, enda stóð hún vel undir því trausti. Við vinkon- urnar brölluðum ýmis- legt, og ekki alltaf það sem þóknanlegt er, Pál- ína hafði sitt lag á að bregðast við því. Ein- hvern tímann vorum við farnar að stelast til að reykja, og til að hafa gott næði, buðumst við til að vaka yfir fénu í sauðburði. Þegar við erum að tölta út í fjárhús um kvöldið, opnaðist skyndilega gluggi á efri hæðinni, og Pálína kallaði á eftir okkur: „Stelpur, það má alls ekki reykja í heyinu“... Ég man að hjartað sökk, og sektarkenndin síaðist inn, og að morgni beið ég skammanna, en Pálína blessunin minntist aldrei á þessa vitneskju sína meir. Að vera gestur á Sauðhúsum var frábær reynsla, mikið hlegið og spaugað, oft margt um manninn, og alltaf nóg af veislufæði handa öllum. Þar var ekk- ert skorið við nögl, og mér fannst allt- af markmiðið vera að öllum, smáum sem stórum, fólki og skepnum, liði sem best. Elsku Pálína, takk fyrir það veganesti sem þú gafst mér, og ég vildi að tækifærin hefðu orðið fleiri til að rækta það samband, því ég er rík- ari að hafa þekkt þig, það er klárt. Kæri Egill, Herdís, elsku æskuvin- kona, Jón, Benni og aðrir aðstand- endur, ykkur öllum votta ég einlæga samúð og bið Guð að blessa ykkur. Steinunn H. Snæland. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.