Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 51
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 51 Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað úr Dalasýslu eða Snæfellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557 4302. Mislukkuð tölvukaup Í SUMAR festi ég kaup á lang- þráðri tölvu. Þar sem ég vil ekki vera niðurnegld við skrifborð í Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is skriftum, þá ákvað ég að kaupa fartölvu, sem hægt er að „ferðast“ með. Mér var tjáð við kaupin að raf- hlaðan entist í 2½ til 4 tíma, en síðar kom á daginn að endingin var ekki nema 57 mínútur. Ýmislegt annað var ekki í lagi og vantaði t.d. í hana netkort. Var því tölvan ansi mikið í viðgerð fyrstu vikurnar. Þegar upp komst að lokum að logið hafði verið til um endingu rafhlöðu (eftir að ég var búin að fara með hana ítrekað í viðgerð því hún drap alltaf á sér) vildi ég bara fá tölvuna endurgreidda og snúa mér annað með viðskiptin. Mér var tjáð að ég þyrfti að koma með um- búðirnar utan af tölvunni til að fá vörunni skilað, skipt eða endur- greidda. Hvað ef ég geymdi allar umbúðir utan af því sem ég hef keypt um ævina? Voru líka liðnir tveir mánuðir frá kaupunum. Nú sit ég uppi tölvulaus og í pattstöðu. Hefur neytandi og við- skiptavinur ekkert að segja lengur í okkar nútímasamfélagi? Versl- unin Boðeind í Mörkinni 6 segir: Nei. Linda Þorláksdóttir. HM í einmenningi. Norður ♠Á764 ♥D7 N/AV ♦10965 ♣KD8 Vestur Austur ♠G92 ♠D853 ♥ÁK964 ♥1085 ♦32 ♦KDG8 ♣965 ♣43 Suður ♠K10 ♥G32 ♦Á74 ♣ÁG1072 Þrjú grönd er gullfallegur samn- ingur í NS, en það vafðist fyrir kepp- endum í Verona að komast á þann áfangastað eftir hjartameldingar AV. Sem er skiljanlegt, því fyrirstaðan í lit mótherjanna er sameiginleg – Gxx á móti Dx. Vestur Norður Austur Suður Bocchi Ferraro Gromov Quantin -- Pass Pass 1 lauf 1 hjarta Dobl * 2 hjörtu 3 lauf Pass 3 hjörtu * Pass 4 lauf Pass Pass Pass Frakkinn Jean-Christophe Quantin er frægur tvímenningshaukur, en hann gat ekki fengið sig til að melda þrjú grönd á gosann þriðja. Hann hafði rangt fyrir sér í þetta sinn, en auðvitað gat hann ekki búist við hjartadrottningunni hjá makker. Hins vegar er alls óvíst að fjögur lauf sé gott spil og á þeirri forsendu kemur vel til greina að freista frekar gæf- unnar í þremur gröndum, því þar er þó alltént feitt á stykkinu. Fjögur lauf virðast reyndar dæmd til að tapast. Vörnin á strax tvo slagi á hjarta og aðra tvo á tígul í fyllingu tímans. En Quantin tókst að rugla austur í ríminu í endastöðunni. Rúss- inn Andrei Gromov beit það í sig að hann yrði að hanga á öllum spöðunum og henti tveimur tíglum. Quantin fékk þannig óvæntan slag á tígulhund í lokin. E.s. Það má velta fyrir sér hvort til sé rökrétt leið í þrjú grönd. Ef suður passar yfir tveimur hjörtum gæti norður sagt tvö grönd á drottninguna aðra, enda má gefa þar fimm slagi, auk þess sem sögnum þarf ekki að vera lokið – suður gæti breytt í þrjú lauf eða kannað hjartastöðuna betur með þremur hjörtum. Í þessu tilfelli myndi suður líklega hækka í þrjú grönd án frekari rannsókna. En það verður að gæta sanngirni. Opnun suð- urs er í þriðju hendi og utan hættu í þokkabót. Í slíkri stöðu er oft vakið létt og því hefur Quantin talið nauð- synlegt að segja strax aftur til að sýna ekta opnun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Bb5+ Rc6 9. 0–0 cxd4 10. cxd4 0–0 11. Be3 Bg4 12. Bxc6 bxc6 13. Hc1 Da5 14. De2 Hfd8 15. Hc5 Da3 16. Hd1 e5 17. d5 cxd5 18. exd5 e4 19. Dc4 He8 20. Bc1 Bb2 21. Bxb2 Dxb2 22. d6 Df6 23. Hc6 Bxf3 24. gxf3 Dxf3 25. Dd5 Staðan kom upp á sterku skák- móti sem lauk fyrir skömmu á Ind- landi. Emil Sutovsky (2.676) hafði svart gegn Krishnan Sasikirian (2.666). 25. … He5! 26. Dxe5 Dxd1+ 27. Kg2 Df3+ 28. Kg1 e3! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Úr- slitaeinvígi atskákmóts Íslands hefst kl. 15.00 í dag og fer fram í sjón- varpssal RÚV. Skákáhugamenn geta því fylgst með spennandi skákum í stað fótbolta þetta laugardags- síðdegi. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Heil & Sæl Sjúkraþjálfunin Heil & Sæl ehf. Hraunbæ 102 c, 110 Reykjavík. Ingigerður Guðmundsdóttir og Margrét H. Indriðadóttir löggiltir sjúkraþjálfarar eru komnar aftur til starfa eftir leyfi. Tímapantanir í síma 567 7455. Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur, Róbert Trausti Árnason, rekstrarfræðingur. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is eða robert@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr.  Þekkt sérverslun með 200 m. kr. ársveltu. Eigin innflutningur. Góður hagnaður um árabil.  Reyndur rekstrarmaður óskar eftir fjárfesti/meðeiganda til að kaupa með sér gott fyrirtæki.  Rótgróin sérverslun/heildverslun með fallegar vörur. Ársvelta 40 m. kr. Góð EBIDTA og miklir möguleikar.  Brautarstöðin, Ármúla. Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Árs- velta 36 m. kr. Góður rekstur.  Tveir söluturnar í 101 Reykjavík. Hentugur rekstur fyrir hjón eða fjöl- skyldu.  Gamalt fjölskyldufyrirtæki í innflutningi og smásölu. 320 m. kr. ársvelta.  Þekkt snyrtistofa við Laugaveg.  Húsgagnaverslun í góðum rekstri.  Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni.  Rótgróin brauðstofa í eigin húsnæði. Vel tækjum búin - gott veislueld- hús. Mikil föst viðskipti.  Bílasprautun og réttingaverkstæði. Vel tækjum búið. 3-4 starfsmenn.  Stór og þekktur bar í eigin húsnæði. Mikil velta, spilakassar og pool.  Glæsileg ísbúð, videó og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð.  Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Big Ben Sportbar. Flottur pub í Seljahverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði.  Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Lítið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með öryggisvörur. Tilvalið til sameiningar.  Rótgróinn skyndibitastaður - söluturn í atvinnuhverfi. Arðbær rekstur fyr- ir duglegt fólk. Verð 12 m. kr.  Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill komast í eigin rekstur.  Smáskór. Rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eigin innflutningur að stórum hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir 2 smekklegar konur eða sem viðbót við annan rekstur.  Deild úr heildverslun með 8 m. kr. framlegð á ári. Örugg viðskipti og lítill lager.  Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.  Falleg lítil blómabúð í miðbænum. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658 (Jens) og 663 8478 (Róbert). Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Láttu verðið koma þér á óvart Mikið úrval af kápum, jökkum og nýjum haust- vörum Réttur til bóta fyrir líkamstjón Lögfræðilegt mat ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð örorkumats vegna líkamstjóns. Ef þig vantar upplýsingar um bætur fyrir líkamstjón s.s. vegna umferðarslyss eða vinnuslyss getur þú haft samband í síma 511-3600. Sjá einnig heimasíðuna www.logmat.is m.a. upplýsingarit tjónaþola vegna líkamstjóns. Lögfræðilegt mat ehf. Björn Daníelsson, lögfr. Athuga nýtt heimilisfang: Skúlagata 17, 101 Reykjavík. Listhús Reykjavíkur Höfum verið beðin að útvega verk eftir Louisu Matthíasdóttur og Kristján Davíðsson. Listhúsreykjavikur.is, Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík, sími 517 3606, sími 517 3606.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.