Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 46
AUÐLESIÐ EFNI 46 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins: ,,Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.” Umsóknarfrestur er til 5. október 2004 og skulu umsóknir sendar Öldrunarráði Íslands, Sætúni 1, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar veita Þórunn Sveinbjörnsdóttir í síma 510-7500 og Guðrún E. Jónsdóttir í síma 560-4448. Stjórn Öldrunarráðs Íslands www.ellismellur.is DAVÍÐ ODDSSON lét af embætti forsætis-ráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson tók við. Davíð hefur verið forsætis-ráðherra frá árinu 1991 eða í rúm 13 ár. Við þessa breytingu tók Davíð við starfi utanríkis-ráðherra af Halldóri. Þá tók Sigríður Anna Þórðardóttir við starfi umhverfis-ráðherra af Siv Friðleifsdóttur. Davíð sagði er hann afhenti Halldóri lyklavöld í Stjórnar-ráðinu að það væri „einstakt fyrir hvern mann að fá að gegna þessari stöðu. Og ég vona að gæfa og blessun fylgi þínu starfi hér og að þú eigir eftir að eiga jafngóða daga og ánægjulega eins og ég hef átt hér“. Spurður um hvort þessi tímamót væru hámarkið á stjórnmála-ferli hans sagði Halldór: „Þetta er æðsta embætti á vettvangi ríkisstjórnar og að mínu mati mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Hver sem fer í það starf hlýtur að standa á hátindi síns pólitíska ferils.“ Halldór er 57 ára gamall. Hann er 15. forsætis-ráðherra lýðveldisins og 20. forsætis-ráðherrann frá því að embættið var stofnað við fullveldi Íslands 1918. Áður höfðu fimm menn gegnt embætti ráðherra Íslands með aðsetur hérlendis. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætis-ráðherra af Davíð Oddssyni. Davíð verður utanríkis-ráðherra. Halldór Ásgrímsson tekur við starfi forsætis-ráðherra MIKIÐ tjón varð þegar þak af um 300 fermetra álmu við Hótel Skaftafell í Freysnesi sviptist af í miklu óveðri sem gekk yfir landið. Vind-hraðinn fór um og yfir 50 metra á sekúndu í mestu hviðunum. Hluti þaksins feyktist síðan áfram og út á þjóðveginn, braut flagg-stangir og skemmdi spenni-stöð tugi metra í burtu. Austasta hótel-álman færðist til í heilu lagi af grunninum um hátt í einn og hálfan metra og hefði hugsanlega farið lengra ef grasbakki hefði ekki stöðvað för hennar. Sperrur úr þakinu sem fauk stungust á kaf í aðra hluta hótelsins. Klæðning og rúður skemmdust víða og ljóst að tjónið hleypur á milljónum ef ekki tugum milljóna króna. Hátt í 40 ferðamenn, flestir útlendingar, gistu á hótelinu en engan þeirra sakaði. Anna María Ragnarsdóttir, eigandi hótelsins, segir það hafa verið áfall að sjá alla eyðilegginguna. „Áfallið er samt alls ekki eins mikið og ef einhver hefði slasast. Maður skynjar það núna að við eigum óskaplega góða að hér í kringum okkur. Það er alveg ómetanlegt.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eigendur hótelsins, Jón Benediktsson og Anna María Ragnarsdóttir, skoða skemmdirnar. Milljóna-tjón í Freysnesi YFIRMAÐUR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að árásin á Írak hafi verið ólögleg. Kofi Annan er framkvæmda-stjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði á miðvikudag að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu brotið lög þegar þeir réðust inn í Írak. SÞ hefðu þurft að samþykkja innrásina. Orð Annans vöktu mikla athygli. Hann hefur aldrei áður talað svona um árásina á Írak. Vitað var að hann var á móti innrásinni. Hins vegar gerist það ekki oft að yfirmaður SÞ tali svo skýrt um mál sem deilt er um í heiminum. Bandaríkjamenn brugðust illa. Þeir sögðu innrásina hafa verið löglega. Hið sama sögðu margar þjóðir sem styðja Bandaríkin. Annan sagði líka að ástandið í Írak væri mjög slæmt. Þess vegna væri varla hægt að halda kosningar í Írak. Þær eiga að fara fram í janúar. Sprengingar og manndráp eru daglegt brauð í Írak. Talið er að um þrettán þúsund Írakar hafi dáið í stríðinu þar. Bandaríkjamenn hafa misst meira en þúsund hermenn. Kofi Annan Annan segir innrás- ina í Írak ólöglega ÍSLENSKI skemmti-þátturinn 70 mínútur hættir í desember. Þátturinn er á PoppTíví. Síðasti þátturinn verður sýndur 20. desember og er það eitt þúsundasti þátturinn sem sýndur er. Stjórnendur þáttarins, þeir Auddi, Sveppi og Pétur, ætla þá að snúa sér að öðrum hlutum saman. 70 mínútur hófu göngu sína í október árið 2000. En fyrstu stjórnendur þáttarins voru þeir Idol-bræður Simmi og Jói. Fljótlega komu þeir til sögunnar á kantinum gárungarnir Sveppi og Auddi og fyrr en varði voru þeir búnir að taka yfir þáttinn. Með þá við stjórn-völinn náði þátturinn sínum mestu vinsældum og ekki dvínuðu vinsældirnar er Sjónvarps-þátturinn 70 mínútur hættir Þeir Sveppi, Pétur, Hugi og Auddi kveðja í desember. Netfang: auefni@mbl.is þeir fengu til liðs við sig Pétur „Ding Dong“. Ýmsir hafa síðan komið meira eða minna við sögu þáttarins sem verður trúlega hvað helst minnst fyrir ógeðs-drykkinn alræmda, áskoranirnar æsilegu, tilraunirnar tæpu og földu myndavélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.