Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 21
Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 21 „Fyrst eftir að vitinn var reistur var olíulampi í honum. Það var heil- mikil passasemi í kringum lamp- ann. Mátti ekki vera of lítið ljós og heldur ekki of mikið, því þá fór log- inn að ósa og glerið sortnaði,“ segir Óskar. Á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar voru fyrstu tilraunir gerðar til að rafvæða vitann. Sett var upp vindorkustöð sem hlóð raf- geyma. „Það var hellingur af raf- geymum og ég hafði gaman af að horfa á þegar fór að sjóða á geym- unum,“ segir Óskar. „Vindmyllan gafst illa, hún þoldi ekki veðrin. Það var alltaf bras og bilerí.“ Næsta tækniframför fólst í bensínknúinni rafstöð sem hlóð geymana. Vitavörðurinn þurfti enn sem fyrr að kveikja á vitanum þeg- ar rökkvaði og slökkva eftir birt- ingu. Nú sér sjálfvirkur ljósnemi um það. Díselknúin rafstöð kom ár- ið 1956 og segir Óskar að hún hafi verið áreiðanlegri en bensínmót- orinn og mikil framför. Árið eftir var bætt um betur þegar komu tvær Deutz-ljósavélar. „Þær voru mjög gangvissar og hægt að skipta á milli vélanna eftir þörfum. Þetta var þá orðið nokkuð gott,“ segir Óskar. Veiturafmagn náði ekki á Stór- höfða fyrr en 1979. „Það tók á ann- að ár að koma strengnum seinasta kílómetrann,“ segir Óskar og þótti honum það heldur mikill hæga- gangur. Löngu áður en rafmagnið náði upp í Stórhöfða var búið að leggja fjarskiptastreng yfir Atl- antshafið, sem kemur á land í Höfðavík, rétt neðan við Stórhöfða. Óskar segir það hafa verið mikla framför að fá veiturafmagnið. „Þá þurfti ekkert lengur að hugsa um ljósavélarnar. Og kyrrðin sem ríkti þegar maður losnaði við hávaðann! Þess betra sem veðrið var, því hærri var dynurinn í ljósavélunum. Þótt vél- ar séu gangvissar, þá geta þær bilað. Mér þótti óþægilegt að vakna við að ljósavélin var hætt að ganga. Allt orð- ið rafmagnslaust! Manni brá við það.“ Óskar segir framtíð vitavarðar á Stórhöfða mjög óljósa. Þróunin hefur verið sú að leggja af búsetu í vitum og veðurathuganir eru víða orðnar sjálf- virkar. Það gefur þó ákveðnar vonir um að áfram verði þörf fyrir starfsfólk á Stórhöfða að þar hefur verið komið fyrir ýmsum mælitækjum sem þarfn- ast eftirlits. Þar á meðal eru síur sem notaðar eru til rannsókna á mengun í andrúmslofti. Þá er safnað andrúms- lofti á geyma sem sendir eru til Bandaríkjanna til rannsókna. Eins er safnað regnvatni sem sent er til rann- sókna í Noregi. „Maður veit ekki neitt um framtíðina, en í bili styrkir þetta staðinn. Það sem vísindamenn sjá við Stórhöfða er hvað hann er mikið fyrir opnu hafi,“ segir Óskar. Heimsmetshafi í merkingum Óskar hóf að merkja fugla árið 1953 og hefur merkt að meðaltali 1.594 fugla á hverju ári síðan. Óskar heldur nákvæmt bókhald yfir merkingarnar, fjölda fugla, tegundir og númer merkja. Hinn 31. desember síðastlið- inn stóð talningin í 81.281 fugli og í byrjun júní hafði Óskar merkt um 400 fugla frá áramótum. Miðað við stöð- una í árslok 2003 var langmest af lunda eða 53.386 fuglar, því næst komu 19.157 fýlar. Alls hefur Óskar merkt fugla af 40 tegundum, raunar aðeins einn einstakling af nokkrum eins og turtildúfu, múrsvölungi, grá- hegra, glóbrystingi og branduglu. Gjarnan hefur verið komið með fá- gæta fugla til Óskars til merkingar, stundum af skipum þar sem fuglarnir hafa leitað skjóls og hvíldar. „Það er langsniðugast að veiða og sleppa eins og ég geri,“ segir Óskar. „Ég er svolítið á undan öðrum hvað þetta varðar í fuglaveiðinni, þótt þeir hafi stundað þetta í laxveiðinni.“ Óskar hefur verið ötull og áhuga- samur við þessa óvenjulegu tóm- stundaiðju. „Ég var einu sinni talinn heimsins mesti fuglamerkingamaður, miðað við fjölda fugla,“ segir Óskar hógvær. „Þá voru fuglarnir 67 þús- und talsins, en nú eru þeir orðnir tæplega 82 þúsund.“ Langförulir lundar Óskar hefur venjulega byrjað lundamerkingarnar í júnímánuði og sótt lunda í holur. „Það hefur stöku sinni verið góð veiði í háf í júní. Þá hefur maður frið meðan veiðigarp- arnir eru ekki mættir. Þeir koma stundvíslega 1. júlí. Þá er eldri geld- fuglinn kominn, en yngri geldfuglinn kemur um miðjan júlí.“ Óskar segir hægt að lesa aldur af nefi lunda með nokkurri nákvæmni þar til fuglinn nær fimm ára aldri og verður kynþroska. Eftir það sé erf- iðara að aldursgreina eftir nefinu. Merkin eru þó óyggjandi heimild um aldur, sérstaklega ef fuglinn hefur verið merktur sem ungi. Því er hægt að greina nákvæmlega hvernig t.d. nef lundans þroskast með aldrinum og eins hægt að ákvarða varpaldur heimur Glæsileg hönnun, vandaður frágangur og frábær staðsetning. Öllum íbúðum fylgir merkt stæði í bílageymslu og lyftur ganga milli allra hæða. Íbúðirnar eru afhentar fullinnréttaðar með Brúnás - innréttingum og án gólfefna. Nokkrar íbúðir eru enn fáanlegar á þessum frábæra stað. Verð frá 20,4 millj. Teikningar og nánari upplýsingar á www.eykt.is • Arkitektar: T.ark, Brautarholti 6 F í t o n / S Í A F I 0 1 0 6 0 1 Umboðssala og nánari upplýsingar: Kjöreign Sími 533 4040 SKÓGARSEL – ALASKAREITUR TIL SÖLU ÍBÚÐIR Í FJÖLBÝLI 105m2 – 145m2 Íbúð 307 – 3ja herb – 137,5m2 Björt og falleg íbúð með sérinngangi af svölum. Mjög stórar svalir, rúmgóð herbergi og opið eldhús. Þvottahús inn af baði. Íbúð 201 – 3ja herb – 142m2 Gríðarlega stór stofa með útgang á suður- svalir, stórt og fallegt eldhús, sérinngangur af svölum. Þvottahús inn af baði. Góð hljóðeinangrun Hiti í öllu bílaplaninu Vandaðar Brúnás – innréttingar Stæði í bílageymslu með öllum íbúðum Góður lóðarfrágangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.