Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 35 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 2. hæð , samtals 336 fm. skrifstofur (Mögulegt að skipta upp) 2. hæð , samtals 172 fm. skrifstofur 3. hæð , samtals 312 fm. skrifstofur Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæsilegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag, Sjá nánar á heimasíðu www.landsafl.is Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - Til leigu MIÐHÚS - VANDAÐ EIN- BÝLI Vandað og fallegt 210 fm tvílyft ein- býlishús á rólegum stað í botnlanga í Húsa- hverfinu í Grafarvogi með bílskúr. Eignin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, eldhús, snyrtingu, þvottahús, búr, sjónvarpshol, baðherbergi og fjögur herbergi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Fallegur gróinn garð- ur með timburverönd. V. 34 m. 4474 BLÖNDUHLÍÐ - M. AUKA- ÍBÚÐ Fallegt og björt fimm herb. 140 fm neðri sérhæð ásamt 38 fm bílskúr sem er nýttur sem séríbúð. Hæðin skiptist í hol, eld- hús, baðherbergi, þrjú stór herbergi, stofu og borðstofu. Húsið hefur mikið verið stand- sett m.a. nýtt þak, skolplagnir, steypuviðgert o.fl. Mjög athyglisverð eign. V. 23,9 m. 9375 MÁVAHLÍÐ - RÚMGÓÐ Vorum að fá í sölu mjög fallega 112 fm efri hæð í 4- býlishúsi við Mávahlíð. Íbúðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur og tvö herbergi. Svalir til suðurs. Falleg lóð. Íbúðinni fylgir sérbílastæði. V. 17,9 m. 4470 SKELJAGRANDI - LAUS 4ra herb. falleg og óvenju björt 100 fm íbúð á 2. hæð m. sérinngangi af svölum og stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, 3 herbergi, eldhús, bað og stóra stofu m. suð- ursvölum. V. 14,9 m. 3338 KLAPPARSTÍGUR - GLÆSI- LEGT ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu sérstaklega glæsilega 117 fm íbúð á 8. hæð í lyfthúsi. Íbúðin skiptist m.a. í tvær saml. glæsilegar stofur og tvö herbergi. Flísalagðar suðursvalir. Íbúðinni fylgir merkt stæði í bíla- geymslu. Einstakt útsýni. V. 24,5 m. 4297 SKÚLAGATA - ELDRI BORGARAR Falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í húsi fyrir eldri borgara við Skúla- götuna. Eignin skiptist m.a. í hol, tvö her- bergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Salur f. eldri borgara í sameign. Falleg íbúð. V. 18,9 m. 4476 BOÐAGRANDI 7 Glæsileg 3ja her- bergja íbúð á 4. hæð með suð-austursvöl- um. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Ný gólfefni. Falleg og stílhrein íbúð. V. 13,7 m. 4415 GAUTLAND Falleg og björt 48,0 fm 2ja herb. íbúð á vinsælum stað í Fossvogin- um sem snýr öll í suðurátt. Eignin skiptist m.a. í forstofu, baðherbergi, herbergi, eld- hús og stofu. Sérgeymsla á jarðhæð. Ný- standsett baðherbergi. Húsið er allt nýtekið í gegn að utan. Þak er nýtt. V. 10,5 m. 4477 ÁLFTAMÝRI - ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu mjög fallega og mikið standsetta 64 fm íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi. Svalir til suðurs. Mjög fallegt útsýni. Verið er að gera við og mála húsið og greiðir seljandi kostnað vegna þess. V. 11,1 m. 4467 MARKLAND 2ja herb. 55 fm björt íbúð á jarðhæð m. sérgarði. Íbúðin hefur mikið verið endurnýjuð s.s. skápar, gólfefni (parket og flísar), baðherb. o.fl. Ný timbur- verönd til suðurs. Laus strax. V. 10,9 m. 4475 BOGAHLÍÐ Mjög vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð á þessum frábæra stað. Íbúðin skiptist í herbergi, stofu, eldhús og bað. Íbúðin er ekkert niðurgrafin og húsið er í góðu ásigkomulagi. Góð geymsla. V. 10,5 m. 4312 Glæsileg og mikið uppgerð 3ja-4ra herbergja 80 fm íbúð á 2. hæð í tvíbýlishúsi á góðum stað í 101. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu sem er samliggjandi borð- stofu sem er jafnframt eldhús. Í kjallara er sérgeymsla og sameignarþvottahús. Eignin er mikið endurnýjuð m.a. ný sérsmíðuð eld- húsinnrétting, nýtt baðherbergi, ný gólfefni, ný tæki í eldhúsi, nýtt rafmagn og húsið nýmálað ásamt því að útbúin hafa verið bílastæði á baklóð og hellulögð verönd. V. 17,5 m. 4455 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-15 - Anna Dís tekur á móti fólki OPIÐ HÚS - EGILSGATA 14 - 2. H. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Mjög rúmgóð og vel skipulögð hæð og ris, um 163 fm. Auk þess bílskúr um 41 fm. Í íbúðinni eru 4 svefnherbergi og 3 stofur, glæsilegt eldhús o.fl. Hægt er að fjölga svefnherbergjum. Tvennar svalir, hornlóð með góðum garði. Mjög áhuga- verð eign. V. 24,9 m. 6340 HJALLAVEGUR Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Er með kaupanda að 500-700 fm húsnæði undir samkomu- og veislusal með góðri lofthæð í lyftuhúsi. Verður að rúma um 200 manns í sæti og geta skipst í minni einingar. Húsnæðið þarf að vera vel staðsett með nægum bílastæðum. Æskileg staðsetning væri Reykjavík, Kópavogur eða Garðabær. Samkomu- og veislusalur óskast ÞAÐ ER vel til fundið hjá sveit- arfélögunum að taka virkan þátt í árlegri samgönguviku Evr- ópu. Greiðar, heilsu- samlegar og öruggar samgöngur eru jákvæð kennimerki borga. Umferðartafir, loft- mengun, yfirþyrmandi bílamassi og umferð- arhávaði einkenna borgir í vanda. Allir virðast nokkuð sam- mála um mikilvægi góðra samgangna en skiptar skoðanir virð- ast vera um hvernig þeim verði best náð. Nokkrir sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa nýlega mælt gegn viðbótarkostnaði upp á tæplega 200 m.kr. á ári sem ætlað er að bæta strætósamgöngur á höf- uðborgarsvæðinu, en árlegur heild- arkostnaður við þær er um 2 millj- arðar króna á ári. Sú fjárhæð virðist ekki há í samanburði við þá 65 millj- arða króna sem ráðgert er að ráð- stafa til að byggja upp stofn- brautakerfi höfuðborgarinnar á næstu tuttugu árum og lýst er í ný- legu svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins. Þetta er ekki heldur há fjárhæð miðað við þá liðlega 30 millj- arða króna sem íbúar höfuðborg- arsvæðisins taka árlega úr sínum vösum til reksturs einkabílsins. Í svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins til ársins 2024 er áætlað að íbúum svæðisins fjölgi um tæp- lega 30% á tímabilinu og að heildar ökutími íbúanna vaxi um 54%. Árið 2024 er áætlað að íbúar á höfuðborg- arsvæðinu eyði að jafnaði 45 mín- útum undir stýri á dag, í samanburði við 38 mínútur árið 2002, til að koma sér í vinnuna, út í búð, í ræktina, í skólana o.s.frv. Áætlað er að hver ferð verði að meðatali 5,8 km löng og taki um 9,3 mínútur. Meðalhraði verður því um 37 km á klst. sem er eilítið hærra en árið 2002. Það má því segja að 65 milljarða króna fjár- festing geri höfuðborgarbúum kleift að viðhalda núverandi samgöngu- hraða, en vegna stækkunar borg- arinnar þurfa borgararnir að jafnaði að aka talsvert lengra en nú er. Al- menningssamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu svara til um 4% af sam- göngueftirspurninni. Í evrópskum borgum af áþekkri stærð er þetta hlutfall á bilinu 20 til 40% svo nokk- urt sóknarfæri ætti að vera fyrir hendi hjá okkur. Almennt er við- tekið að góðar almennings- samgöngur dragi til sín við- skiptavini, minnki umferðarþunga og mengun andrúmsloftsins og geti sparað samfélaginu verulegt fé. Nota má fjölmargar leiðir til að sýna fram á fjárhagslega hag- kvæmni almenningssamgangna. Ein leið er að meta hag þeirra sem þrátt fyrir allt kjósa að nota einkabílinn en ekki strætó. Gefum okkur að stjórn- völd vildu styrkja almennings- samgöngur þannig að það mætti verða til þess að auka meðal ferðahraða í borginni um 5–6%. Þetta fæli í sér að dag- legum stundum sem ökumenn eyddu undir stýri myndi fækka um 10 þúsund. Þetta undir- strikar að jafnt þeir sem nota einkabílinn og þeir sem nota strætó geta haft mik- inn hag af bættum al- menningssamgöngum. Það má meta fram- angreindan tímasparn- að til fjár. Varlega má meta hverja klukkustund undir stýri á 800 kr. Kjararannsóknanefnd metur meðal tímalaun tvöfalt hærri svo þetta er afar varfærnislegt. Heildarsparn- aður á dag næmi að gefnum þessum forsendum liðlega 8 milljónum króna. Tökum helminginn af þeirri fjárhæð og veitum til almennings- samgangna. Útkoman yrði viðbót- arframlag sem næmi um einum og hálfum milljarði króna á ári. Hækka mætti metinn ávinning umtalsvert með því að leggja fjárhagslegt mat á að minna af heilsuspillandi efnum og gróðurhúsalofttegundum færu út í andrúmsloftið og telja þann sparnað sem nýir viðskiptavinir Strætó myndu uppskera. Staðreyndin er að fjölmargt fer í plús ef okkur farnast að gera almenningssamgöngur að skilvirkari og eftirsóttari valkosti: farþegarnir í strætó komast í plús vegna betri þjónustu, þeir sem kjósa einkabílinn komast í plús þar sem minni umferð sparar þeim ferða- tíma, umhverfið vegna minni loft- mengunar og hávaða og heilsan vegna færri rykagna í andrúmsloft- inu. Sveitarstjórnarmenn á höf- uðborgarsvæðinu hafa því ríka ástæðu til að fagna trúverðugri áætlun um skilvirkari almennings- samgöngur og geta með góðri sam- visku veitt þeim brautargengi með almannafé. Betri strætó – meiri hagsæld Tryggvi Felixson fjallar um samgönguviku Evrópu ’Það má meta framangreindan tíma- sparnað til fjár. Varlega má meta hverja klukkustund undir stýri á 800 kr. ‘ Tryggvi Felixson Tryggvi Felixson er hagfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri Landverndar og á vettvangi sveitarstjórnarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.