Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ hljóðfæraleikurinn er einhverstaðar á bak við hann. Ég veit ekki hver átti þá hugmynd, eða hvernig hann komst upp með það.“ Nick færist allur í aukana, hann veifar handleggjunum til að stað- setja afstöðu söngraddarinnar gagn- vart hljóðfæraleiknum í rýminu með látbragði. „Tónlistin er hér, og röddin ein- hverstaðar þarna og – mig grunar að það gæti hafa verið mín hugmynd – en það stöðvaði mig enginn.“ Vondir menn í illa sniðnum jakkafötum Var mikið mál að sannfæra plötu- útgefandann að það væri góð hug- mynd að gefa út tvöfaldan geisla- disk? „Nei, þeir hjá Mute Records leyfa okkur að gera það sem við viljum. Þeir hafa mjög gamaldags hug- myndir um hvernig á að gera plötur og halda fast í þá skoðun að tónlist- armennirnir viti hvað þeir eru að gera. Þetta er nokkuð sem ég held að eigi sér ekki lengur stað hjá plötufyrirtækjum.“ Aftur grípur Nick til látbragðsins. „Það eru mennirnir þarna uppi, í illa sniðnum jakkafötum, sem halda að þeir viti hvernig hljómsveitin hérna niðri eigi að hljóma og vand- inn er að með ProTools hugbún- aðinum geta þeir gert það. Þeir geta látið hvaða hljómsveit sem er hljóma eins og þeim hentar.“ Notið þið ekki ProTools? ,,Jú, en ekki til að breyta grund- vallarhljómi laganna. Við tökum allt upp „live“ á segulband en notum svo hugbúnaðinn til að flýta fyrir við að leggja niður bakraddir og annað. Þá fer ekki neinn tími í að spóla fram og til baka og svoleiðis. Þetta er frábær uppfinning ef hún er ekki misnotuð.“ Nick segir mér að þó að bakradd- irnar á þessari plötu hafi verið tekn- ar upp einar og sér í London þá hafi þær verið stór hluti af plötunni og verið með frá upphafi. „Við æfðum með London Comm- unity Gospel Choir og kórinn átti mikinn þátt í þróunarferli plötunnar. Þetta var ekki eitthvað sem við ákváðum að setja inn eftir á til að bjarga einhverjum málum.“ Nú eru Abbatoir Blues og The Lyre of Orpheus svo- lítið ólíkar í sér. Hvern- ig völdust lögin á þær? „Það var ein- falt, þau lög sem Jim Sclavunos trommaði á fóru á Abb- atoir Blues og lögin sem Thomas Wydler trommaði á fóru á The Lyre of Orpheus. Einfaldlega vegna þess að Jim er mjög „þungur“ trommuleikar, stíllinn er harður. Thomas er létt- ur með flókinn stíl og djassaðan.“ Ekki algild sýn á heiminn Við leiðumst út í hugleiðingar um ástina og tónlistina og hvaða hvatar kveikja hjá honum löngun til að semja lög. „Megnið af mínum lögum er sam- ið útfrá atvikum sem ég hef lent í. Sérstaklega ástardótið, þú veist, eins og línan „Teddy bear clamped between her knees“ [í laginu Super- naturally]. Það kemur beint úr raun- veruleikanum, ég sá konuna mína liggja tælandi á rúminu, en svo sá ég að hún var með barnaleikfang á milli læranna. Það segir mér eitthvað um hjónalífið og að eiga börn og svoleið- is dót. Mér finnst sjálfum að á Abb- atoir Blues séu öll lögin töluð til lífs- förunautar fremur en almennings, ég nota orðið „dear“ [mín kæra] mikið sem er svolítið gamaldags, maður rekst ekki svo oft á það í rokktónlist lengur, kannski „babe“ og „sugarthighs“ og þannig dót.“ Nick Cave and the Bad Seeds eru ekki lengur neðanjarðar rokksveit. Þeir eru orðnir svo miðaldra og mjúkir að þeir eiga meira að segja lag í teiknimyndinni Shrek 2. Hér áður var hinn þröngi aðdá- endahópur hljómsveitarinnar yf- irleitt svartklæddar menntaspírur með pönktendensa. En þeir sem hlusta á tónlist hans í dag hafa vaxið úr grasi, klárað háskólann, eignast börn og jafnvel keypt sér þægilegri föt. En skyldi Nick sakna þess að vera ekki lengur neðanjarðar- harðjaxl? Hann hugsar sig vandlega um, smjattar á spurningunni og end- urtekur hana upphátt svona eins og fyrir sjálfan sig og segir svo: „Nei, ég sakna þess ekki. Innst inni veit ég að mín tónlist verður alltaf jaðartónlist, það verður ávallt takmarkaður fjöldi fólks sem kaupir plöturnar mínar. Það verða aldrei allir á mínu bandi. Ég kem aldrei til með að verða eins og Bruce Springs- teen eða U2 vegna þess að mín sýn á heiminn er ekki algild. Og ég vona innilega að mín sýn á heiminn verði aldrei algild því á margan hátt er mitt viðhorf til heimsins fremur drungalegt... “ Nick virðist gleyma stað og stund, hann þagnar og horfir út í loftið á meðan sígarettan hans reykir sig sjálf milli fingra hans. Svo lítur hann aftur á mig og segir: „... og nú er ég búinn að gleyma hver spurningin var.“ Og brosir afsakandi. Hann vill ekki ræða sína dökku sýn á heiminn frekar og ég spyr hann um lag á nýju plötunni sem heitir „Brown Ape“. Þar segir frá Emmerich bónda sem finnur snák úti í hlöðu. Snákurinn er að sjúga mjólk úr kú bóndans og með snáknum er brúnn api sem er með þunga keðju um hálsinn. „Já, þetta er kveðju- lag til Blixa Bargeld,“ segir hann leiftur- snöggt. Blixa Bargeld er meðal annars söngvari og stofn- meðlimur þýsku nýbylgju- hljómsveitarinnar Einstürzende Neubauten og hefur jafnframt verið gítarleikar í The Bad Seeds frá upp- hafi, allt þangað til á Abbatoir Blues. „Hann er Emmerich bóndi, vís- bendingin liggur í þýska nafninu og fólk getur síðan reynt að finna eitt- hvað út úr restinni. Þetta er ljúft lag, en ef ég á að vera hreinskilinn þá veit ég ekki almennilega hvað ég er að fara með því. Þetta er lag um kveðjustundir á einhvern hátt.“ Hver er þá brúni apinn íþyngdur af keðj- unni? „Ætli það sé ekki ég. Þetta var bara góð saga fannst mér og hún hefur sína merkingu í mínum kolli.“ Hvenær slituð þið samstarf- inu? „Við slitum ekki samstarfinu, hann fór. Við skulum hafa það alveg á hreinu, það var ekki samkvæmt neinu samkomulagi. Hann sendi mér og öðrum meðlimum grúpp- unnar bara tölvupóst þar sem hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun að hætta í hljómsveitinni. Þetta var ákaflega óvænt og þegar ég las þetta leið mér eins og að handleggurinn hefði verið höggvinn af mér. Fyrst hugsaði ég með mér að allt væri ónýtt en næsta hugsun var að núna gætum við fengið James Johnston til að spila á orgelið. Þannig er ég bara, ég er ekki mikið fyrir að syrgja hluti. En ég sakna Blixa ákaf- lega mikið. Þegar við erum á tón- leikaför sakna ég návistar hans og kraftsins sem geislar út frá honum.“ Það er mikill kraftur í þessari nýju plötu, jafnvel end- urheimtur hljómur sem minnir á hluti sem þið voruð að gera fyrir tíu árum, ákváðuð þið að sýna fram á að þið gætuð rokkað án Blixa? ,,Nei, það var ekk- ert slíkt tal í gangi. Við fórum bara inn í hljóð- verið og út kom þetta sam- ansafn af lögum. Það er ekkert sorglegra en aldraðar rokk- stjörnur að reyna að endurheimta glataða æsku. Ég stunda ekki slíkt.“ Rímað að hætti rokkara Hvernig kom það til að lagið „People Ain’t No Good“ af plötunni The Boatman’s Call var notað í Shrek 2? ,,Ég hef það bara fyrir reglu að leyfa fólki að nota lögin mín í kvik- myndum. Það þarf að vera andskoti léleg mynd til að ég geri það ekki. Það er svo augljós leið til að koma minni tónlist til hlustenda sem ann- ars hefðu misst af henni og það er leið sem er ekki niðurlægjandi eins og sjónvarpsauglýsingar. Fæstir þeirra sem fara að sjá Shrek 2 koma til með að eiga Bad Seeds plötu í safninu sínu og svo er bara verið að henda í mann pen- ingum. Þetta er einfalt, það koma menn sem segja: „Megum við nota lagið þitt? Við skulum láta þig hafa pening.“ Svarið við slíkum spurn- ingum er að sjálfsögðu: „Allt í fína“. En ég fæ líka mörg tilboð upp á miklu hærri upphæðir frá auglýs- ingageiranum. Það eru hreinlega viðbjóðslega háar upphæðir sem þeir eru að bjóða. Og ég segi ávallt nei við slíkum tilboðum því mér finnst það ekki rétt að setja þessi lög sem skipta kannski fólk máli og tengjast fortíð og uppvexti þeirra í það samhengi. Mér finnst það vera niðurlægjandi fyrir hlustendurna. Til dæmis þegar þeir nota „Lust for Life“ í einhverja andskotans bíla- auglýsingu. Þetta lag skipti mig máli þegar ég var unglingur á fylliríi með félögum mínum í Ástralíu, þetta var okkar baráttusöngur. Og nú sér maður þetta notað í auglýsingu sem er að reyna að selja manni einhvern bíl og mér finnst eins og að það sé búið að taka frá mér hluta af æsku minni og gera lítið úr henni og það ergir mig. Ég veit ekki afhverju Iggy Pop og David Bowie leyfðu þetta, kannski eru þeir blankir eða gamlir og er alveg sama, ég veit það ekki. Ég fæ heilmikið út úr því að senda svar við svona fyrirspurnum þar sem ég segi þeim að fara í rass og rófu, slík tækifæri fær maður ekki of oft í þessu lífi.“ Myndirðu segja að það væri meiri húmor í þínum verkum í seinni tíð? „Já, það er kannski aðgengilegri kímnigáfa sem hefur komið upp á yf- irborðið í seinni tíð. Ég er ástralskur og Ástralir hafa þurrasta húmor sem hægt er að hugsa sér, jafn þurr og eyðimörkin í miðju landsins. Í Ástralíu finnast mönnum hlutir sem eru á mörkum þess að vera fyndnir ákaflega fyndnir. Hlutir sem maður er ekki viss um hvort séu fyndnir eða bara hræðilegir. Þannig er mín kímnigáfa og þannig eru margir hlutir í mínum verkum. Fólk hlustar á plöturnar og veit ekki hvort ég er að grínast eða er háalvarlegur að ræða hroðalega hluti. Abbatoir Blues er ekki svo mikið þannig, þar liggja hlutirnir meira og minna í augum uppi, ég hef lagt mig fram um það að þessu sinni. Ég hef ávallt litið á mig sem grínhöf- und þó að ég hafi gefið út texta sem hafa verið óhemju drungalegir og al- varlegir þá sný ég ávallt aftur til kómedíunnar. Hversdags er ég pirrandi skens- ari, ég er fyndinn gaur. Konan mín er bresk með háttvísa kímnigáfu og mig grunar að stundum fari ég óhemju mikið í taugarnar á henni. Sérstaklega þegar ég neita að taka hluti alvarlega.“ Eftir smá umhugsun bætir hann við: „Ég er fyndinn náungi, þó að ég sé ekki endilega glaður gaur. Ég myndi vilja gera þann greinarmun. Hamingjusamur eða óhamingju- samur, hverjum er ekki sama.“ Líturðu á sjálfan þig sem ljóð- skáld? Standa textarnir þínir sjálf- stætt sem skáldskapur að þínu mati? ’Nick Cave and the Bad Seeds eru ekkilengur neðanjarðar rokksveit. Þeir eru orðn- ir svo miðaldra og mjúkir að þeir eiga meira að segja lag í teiknimyndinni Shrek 2.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.