Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tónlist Nicks Caves hefurverið orðuð við drungaog þunglyndi. Hannvirðist einungis klæðastsvörtum fötum og syng- ur þrungnar ballöður með lýriskum texta með flóknum tengingum og til- vitnunum í Biblíuna. Það er því stór- merkilegt að þessi ástralski svart- sýnispúki skuli kjósa að setjast að í Brighton á suðurströnd Englands, bara nafnið á bænum er skræpótt og skemmtilegt. Ég steig út úr lestinni með kollinn fullan af merkingarhlöðnum söng- textum eftir Nick Cave og þrátt fyr- ir staðfastan ásetning minn að vera alvarlegur og djúpt hugsi um tilvist- arkreppulega hluti þá tókst mér það ekki. Það var eins og Brighton kippti mér með í skemmtilegt partí og áður en ég vissi af var ég búinn að kaupa stráhatt, rúlla upp buxna- skálmunum og setjast í röndóttan gamaldags strandstól við Erm- arsundið. En ég hef líka komið hing- að að vetri til og þá er napurt um að litast, tívolíið lokað og enginn að blása sápukúlur. Nick hlýtur að semja flest lögin sín á veturna, hugs- aði ég og skundaði á hans fund. Nick Cave kom fram á sjón- arsviðið um miðjan níunda áratug- inn með hljómsveit sinni The Bad Seeds. Dauði, ást, trú og ofbeldi voru yrkisefnin og stíllinn kenndur við póst-pönk. Á tímabili var hljóm- sveitin hluti af líflegri hreyfingu menningar og lista með bækistöð í Berlín. Hörðustu aðdáendur segja þetta hafa verið blómaskeið hljóm- sveitarinnar og hinir sömu eru minna hrifnir af poppuðum seinni tíma tónsmíðum sem samdar voru eftir að Cave hreinsaði sig af heróín- fíkninni. Nýjasti diskurinn, Abattoir Blues er sögulegur að því leyti að þetta er fyrsti diskurinn sem hljómsveitin sendir frá sér eftir að einn af stofn- meðlimunum, Blixa Bargeld, sagði skilið við hana. Í huga þeirra sem þekkja til hljómsveitarinnar er nán- ast óhugsandi að hún geti virkað án Bargeld, ekki frekar en Rolling Stones án Keith Richards. Eða hvað? Hetjudáð tefur viðtalið Nick baðst afsökunar á því hvað hann var seinn. Það var ekki vegna þess að hann vildi vera seinn að hætti rokkara, en á leið sinni til fundar við mig þurfti hann að bjarga unglingsstúlku sem hafði lokast inni í lyftu í húsinu þar sem skrifstofan hans er. Nick var eins og æstur smá- strákur þegar hann lýsti því hvernig hann hefði heyrt í henni ópin og hefði þurft að hringja á slökkviliðið. ,,Já, það komu fimmtán kallar með allar græjur, það var ekki eins og ég hefði rifið mig úr jakkanum og reddað þessu sjálfur. Ég tók bara upp farsímann og hringdi, en samt.“ Ég tók afsökunina góða og gilda, mig munaði ekkert um að hinkra í nokkrar mínútur eftir því að Nick Cave bjargaði ungmeyjum í vanda. Hann róar sig niður með því að koma sér þægilega fyrir, rúlla eina heimalagaða sígarettu og setja sig í viðtalsstellingar. Nick er einn af þessum tággrönnu reykingamönn- um sem dunda við að rúlla litlar síg- arettur úr nokkrum tóbakstægjum og sogar svo ofaní sig reykinn af augljósri nautn. Þetta er töluverð iðja og að því er virðist stór hluti af hans persónu. Sársaukafullt ferli Áttu auðvelt með lagasmíðarnar? ,,Þegar þú hlustar á plötu hljómar hún alveg eins og hún á að gera, eins og að það sé enginn vandi að gera svona lagað. En í raun er það ekki þannig. Það er sársaukafullt ferli að semja lög á nýja plötu. Ég nota þá aðferð að ákveða dag sem ég verð að mæta á skrifstofuna mína, ég mæti um morguninn og er alveg galtómur, ég hef ekkert, engar hugmyndir, finn ekki innblástur. Það er því ekki þannig að ég sé að springa af hlutum sem verða að komast út. Ég sit bara þarna og hef ekkert að segja og það er alltaf þannig. Og svona gengur þetta í þrjár eða jafnvel fjórar vikur, ég sit bara á rassinum og væli. Ég hringi líka í vini mína, sérstaklega Mick Geyer, en platan er tileinkuð honum. Hann dó úr krabbameini á meðan gerð plötunnar stóð yfir. Ég hringdi í hann á hverjum degi og vældi: ,,Það kemur ekki, það kemur ekki.“ Og hann sagði mér að vera ekki þessi andskotans bjáni og skip- aði mér að vinna bara vinnuna mína og halda kjafti og ýmislegt í þeim dúr. Lagið „There She Goes My Beautiful World“ var það fyrsta á þessari plötu sem var samið við þær aðstæður. Það er ekki bara kall á listagyðjuna til að veita mér inn- blástur heldur sýnir það líka hvernig lagið er samið. Ég skildi viljandi eft- ir fyrsta erindið sem er bara fárán- leg upptalning á blómanöfnum sem ég fann í bók sem heitir Favourite Flowers of England... eða eitthvað í þá veruna. Ég fór í gegnum hana og pikkaði út nöfn sem mér leist vel á og þannig gekk ég frá laginu, lét skína svolítið í bert þannig að það sæist hvernig ég sem lögin mín.“ Ég lét eftir mínum innri „besser- wisser“ og benti Nick á að Ian Flem- ing hafi gefið sínu frægasta hug- arfóstri nafn við svipaðar aðstæður er hann fletti bókinni Birds of the West Indies eftir hinn fræga fugla- fræðing James Bond. Nick sýndi þessum upplýsingum áhuga, hann var greinilega ánægður með að vera ekki eini maðurinn með svala ímynd sem notar hallærislegar blóma- og fuglabækur við sína listsköpun. Að vera guði líkur er engu líkt ,,Fyrir hverja plötu lendi ég í svona erfiðum tímabilum. Það eru tímar sjálfshaturs og efasemda, ég þarf að tæma hausinn sem er fullur af röddum sem segja mér að ég sé ekkert nema miðlungsmaður sem er of gamall og einskis nýtur og reyni að finna raddirnar sem segja mér að ég sé mesta séní sem hefur stigið á þessa jörð. Mick [Geyer] hjálpaði mér mikið þegar svona stóð á, hann sagði mér að svona hagaði ég mér alltaf þegar ég væri að byrja að skrifa og að ég gleymdi því bara á milli platna. Hann dó daginn sem við lukum við upptökurnar og það var hann sem hafði hamrað á því við mig að gefa út tvöfaldan geisladisk. Fólk reiknar með því að maður geri minna eftir því sem maður eld- ist og því væri nauðsynlegt að koma með nógu mikið efni. Því ákvað ég að gefa út tvöfaldan disk í virðing- arskyni við hann og sem þakklæt- isvott fyrir allt sem hann hefur gert fyrir bandið.“ Hvernig verða svo þau lög sem eru ekki innblásin af blómabókum til? ,,Það byrjar með einhverju tilvilj- anakenndu á borð við blómabókina, tvö orð sem dragast saman, eða ég nappa línu úr bók. Hugmyndin byrj- ar yfirleitt smátt og stækkar síðan, ég þarf að vinna hörðum höndum að því og næsta hugmynd kviknar út frá upphaflegu hugmyndinni og þannig koll af kolli. Áður en ég veit af er ég farinn að semja þrjú lög á viku og þá kemur þessi tilfinning að maður sé nánast guðdómlegur og sú tilfinning helst allt þangað til að ég held á nýju plötunni. Þá hugsa ég yf- irleitt: „Guð minn góður, þetta er bara ósköp venjuleg plata sem kem- ur ekki til með að breyta neinu.“ Og þannig gengur þetta og það er þessi tilfinning; þegar manni líður eins og maður sé guðdómlegur, sem ég eyði ævi minni í að eltast við. Ég fanga þessa tilfinningu einna helst á tónleikum, þegar ég spila fyrir áhorfendur, þá líður mér eins og ég sé loksins sú manneskja sem ég vildi alltaf verða. Ég bæði er og er ekki sú manneskja, því það er jú ég sem stend þarna uppi á sviðinu, fullur af sjálfsöryggi og finnst ég líkjast guði, en þegar ég er ekki á sviðinu líður mér bara eins og hverjum öðrum asna. Ég veit að ég er ekki sá eini í bransanum sem líður svona og þetta er ákveðin fíkn. Ég er í raun krón- ískur mikilmennskubrjálæðingur með lítið sjálfsálit.“ Andskotans mandolínið Í titillagi annars disksins, The Lyre of Orpheus, læturðu Orfeus sitja fýlulegan úti í garðskýli að smíða hörpuna sína, þetta er ákaf- lega kómísk mynd sem síðan breyt- ist í hrylling. ,,Já, ég var með mynd af honum í kollinum, þar sem hann sat líkt og hryðjuverkamaður sem lét sér leið- ast úti í skúr með sprengiefni og dóti. Upphaflega var þetta ort til heiðurs ljóðskáldinu Ted Hughes, því í sagnaljóðabálknum hans, Crow [1970] er ónefnt ljóð með „O mamma“ viðlag líkt og í The Lyre of Orpheus. Og í því ljóði fjallar Hug- hes á jafnóvirðulegan hátt um Ödip- us og lagið mitt fjallar um Orfeus. En lagið er semsagt um Warren [Ellis fiðluleikarann í The Bad Seeds] sem hafði keypt sér mandól- ín. Við hinir í bandinu ætluðum vart að trúa því að hann ætlaði í alvöru að mæta með þetta andskotans man- dolín, en hann var hvergi banginn og stakk því í magnarann. Síðan bætti hann við fimmtán brenglunarpedöl- um og hljóðið sem kom út úr því var svo fagurt að hann fékk steina til að fella tár, líkt og hinn upprunalegi Orfeus. Þetta lag er tær kómedía, ég rímaði Orfeus við „orifice“, sem er fágað orð yfir rassgat. Nick talar með áströlskum hreim, það er ekki sterkur hreimur að hætti krókódíla-„gooday-mate“- temjara, en sveiflurnar í sérhljóð- unum eru til staðar og hann á það til að blóta töluvert, eins og að það sé hluti af ástralskri málvenju. Hann talar mikið með höndunum og notar látbragðið til að undirstrika það sem hann er að segja. Hann kann að koma fyrir sig orði og er ekkert feiminn við að taka sér langan um- hugsunarfrest áður en hann kemur með svarið við sumum spurning- unum. Hvernig var þessi plata unnin? „Við héldum fyrst fimm daga lagasmíðasessjón; við Jim [Schlav- unos trommuleikari] Marty [P. Cas- ey, bassaleikari] og Warren [Ellis] með andskotans mandólínið sitt og ég á píanóinu. Við vorum ekki komn- ir með neina texta eða nokkurn skapaðan hlut, allt var leikið af Ég ríma að hætti rok ’ Fyrir hverja plötu lendi ég í svona erf-iðum tímabilum. Það eru tímar sjálfshaturs og efasemda, ég þarf að tæma hausinn sem er fullur af röddum sem segja mér að ég sé ekkert nema miðlungsmaður.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.