Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KENNARAR VILJA FUND
Grunnskólakennarar hafa óskað
eftir fundi með sveitarstjórum nokk-
urra stærstu sveitarfélaga landsins
á morgun til að ræða stöðuna en svo
virðist sem sveitarfélögin ætli ekki
að þekkjast boð kennara. Sveit-
arstjórum finnist umboðið vera hjá
launanefnd sveitarfélaga og meðan
viðræður standi yfir ætli þeir sér
ekki að trufla samningaferlið.
Kosið verði í öllu landinu
Richard Armitage, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær að kjósa bæri í öllum héruðum
Íraks í fyrirhuguðum þingkosn-
ingum þar í janúar. Hann sagði að
uppreisnarmenn í Írak myndu án
efa reyna að hafa áhrif á þingkosn-
ingarnar og forsetakjörið vestra í
nóvember.
Menningarhátíð í París
Menningar- og vísindakynningin
Ísland – íss og elds var opnuð í París
í gærkvöldi. Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra ávarpaði viðstadda
við opnunina. Sýningin stendur í
tvær vikur og koma á annað hundrað
íslenskir listamenn þar við sögu.
Múslími veldur reiði
Danskur múslími, sem sleppt hef-
ur verið úr haldi Bandaríkjamanna í
Guantanamo-herstöðinni, segir að
danskir ráðamenn geti orðið lögmæt
skotmörk hryðjuverkamanna vegna
þátttöku Dana í Íraksstríðinu. Um-
mæli mannsins hafa vakið hörð við-
brögð og reiði í Danmörku.
Gagnrýni Carters
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, segist óttast að hart
verði deilt um kosningaúrslitin í
Flórída í nóvember. Gagnrýnir
Carter m.a. að ekki skuli vera skipuð
óháð kjörstjórn. Carter er demó-
krati en repúblikanar ráða Flórída.
Y f i r l i t
Í dag
Viðskipti 12 Viðhorf 25
Úr verinu 13 Minningar 25/29
Erlent 14/15 Brids 30
Höfuðborgin 17 Dagbók 32
Akureyri 17 Víkverji 32
Austurland 18 Velvakandi 33
Landið 18 Staður og stund 34
Daglegt líf 19 Menning 35/41
Umræðan 20/24 Ljósvakamiðlar 42
Bréf 24 Veður 43
Forystugrein 22 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
ÓGLEYMANLEG
SAGA UM VINÁTTU
GYÐINGADRENGS VIÐ
ARABAKAUPMANNINN
IBRAHIM
ÚTGEFANDI SÖGUNNAR AF PÍ KYNNIR:
HERRAIBRAHIMOGBLÓMKÓRANSINS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
EFTIR
ERIC-EMMANUELSCHMITT
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
farið fram á að tæplega fertugur Ís-
lendingur sem er í haldi lögreglunnar
í Rotterdam verði framseldur til Ís-
lands vegna meintrar aðildar hans að
smygli á um ellefu kílóum af amfeta-
míni, 2.000 LSD-skömmtum og kók-
aíni til landsins.
Ekki er ljóst hvernig hinn Íslend-
ingurinn sem handtekinn var ytra
tengist málinu og er óvíst hvort farið
verður fram á framsal hans. Hvor-
ugur hefur verið yfirheyrður vegna
málsins.
Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfir-
manns fíkniefnadeildar lögreglunnar
í Reykjavík, er ekki víst hvenær get-
ur orðið af framsalinu. Það fari m.a.
eftir því hvort maðurinn fellst á að
verða sendur til landsins. Neiti hann
því geti málsmeðferð hugsanlega
tekið margar vikur og jafnvel mán-
uði.
Grunaður um morð
Maðurinn á að baki verulegan sak-
arferil og hefur legið undir grun lög-
reglu um að hafa orðið Valgeiri Víð-
issyni, sem hvarf árið 1994, að bana. Í
maí 2002 framseldu hollensk yfirvöld
hann til Íslands vegna rannsóknar á
hvarfinu en hann hafði þá nýlokið við
að afplána fjögurra ára fangelsisdóm
vegna smygls á um sextán kílóum af
kókaíni frá Þýskalandi til Hollands.
Maðurinn neitaði alfarið sök og hafði
lögregla ekki aðra kosti en að sleppa
honum úr haldi. Hann fór seinna í
mál við ríkið og krafðist bóta fyrir að
hafa setið saklaus í fangelsi í 400
daga vegna framsalskröfunnar.
Krafðist hann þess að fá 100.000
krónur í bætur fyrir hvern dag og
með málskostnaði námu kröfur hans
því rúmlega 40 milljónum.
Héraðsdómur Reykjavíkur og síð-
ar Hæstiréttur töldu hann hafa setið
í gæsluvarðhaldi að ósekju í fjórtán
daga og dæmdu ríkið til að greiða
honum 350.000 krónur í skaðabætur
og 300.000 króna málskostnaður var
greiddur úr ríkissjóði.
Dómur Hæstaréttar féll 19. maí sl.
um tveimur mánuðum eftir að lagt
var hald á fyrri amfetamínsending-
inguna í því máli sem nú er til rann-
sóknar.
Farið fram á framsal vegna umfangsmikils fíkniefnamáls
Hefur áður verið fram-
seldur frá Hollandi
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra fundaði með Jean-Pierre
Raffarin, forsætisráðherra Frakk-
lands, í gær í París. „Við töluðum
um samskipti landanna fyrst og
fremst, möguleika á að auka sam-
skipti Íslands og Frakklands, sér-
staklega í framhaldi af þessari sýn-
ingu. Það er mikill áhugi á Íslandi
fyrir Frakklandi og við vitum að
það er líka mikill áhugi hér,“ sagði
Halldór við blaðamenn eftir fund-
inn. Ráðherra sagði Raffarin
mundu koma í heimsókn til Ís-
lands, vonandi á næsta ári.
„Síðan ræddum við um samskipti
landanna á pólitíska sviðinu, bæði
innan Atlantshafsbandalagsins og
Evrópusambandsins. Við ræddum
um stöðuna í Miðausturlöndum,
Ísrael, Palestínu og Írak og svo
Afganistan og fleiri alþjóðleg mál.
Við ræddum líka samskipti Evrópu
og Bandaríkjanna og vorum sam-
mála um það að það væri mjög
mikilvægt að halda traustum bönd-
um yfir Atlantshafið,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson.
Franski forsætisráðherrann
sagði eftir fundinn að sýningin,
sem opnuð var í gær, væri gott
tækifæri til þess að auka gildi
þeirrar menningarlegu fjölbreytni
sem báðar þjóðirnar væru svo
stoltar af. „Báðar þjóðir vilja berj-
ast, innan UNESCO, fyrir menn-
ingarlegri fjölbreytni og um þessi
atriði vorum við sammála. Við fór-
um yfir sviðið í alþjóðamálum og
fjölluðum um samvinnu landanna á
sviði efnahagsmála,“ sagði Raffarin.
„Nú þegar hafa stórfyrirtæki í
löndunum tveimur samvinnu og svo
virðist sem jafnvel lítil og meðal-
stór fyrirtæki hafi tækifæri til þess
að vinna saman, að frönsk fyrir-
tæki fjárfesti á Íslandi og taki
þannig þátt í þeim mikla hagvexti
sem þar á sér stað.“
Raffarin sagði að ráðherrarnir
hefðu rætt Íraksmálið. „Við virðum
skoðanir hvor annars. Við höfum
sameiginleg sjónarmið þó svo að-
ferðirnar hafi skilið okkur að í for-
tíðinni.“
Raffarin
væntan-
legur í
heimsókn
til Íslands
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, funduðu í dag í emb-
ættisbústað Raffarins og ræddu þeir meðal annars alþjóðamál og samvinnu landanna á sviði efnahagsmála.
TÓLF íbúar á Norður-Héraði hafa
stefnt félagsmálaráðherra, fyrir
hönd íslenska ríkisins, og sveitar-
stjórn Norður-Héraðs fyrir héraðs-
dóm Austurlands vegna sameining-
ar sveitarfélagsins við Austur-
Hérað og Fellahrepp. Krefjast íbú-
arnir þess að ákvörðun sveitar-
stjórnar Norður-Héraðs um sam-
eininguna verði ógild og sömuleiðis
úrskurður félagsmálaráðuneytisins
um staðfestingu á ákvörðun sveit-
arstjórnarinnar um sameininguna.
Kosið var um sameiningu fjög-
urra sveitarfélaga 26. júní sl., en
íbúar í Fljótsdalshreppi felldu sam-
eininguna í kosningum í sumar.
Telja stefnendur að málsmeðferð
vegna sameiningarinnar hafi verið
andstæð stjórnsýslulögum. Telja
þeir að sveitarstjórn Norður-Hér-
aðs hefði átt að leggja hina nýju til-
lögu um sameiningu sveitarfélag-
anna þriggja undir tvær umræður
með viku millibili, án atkvæða-
greiðslu, áður en ákvörðun um sam-
eininguna var tekin en það hafi ekki
verið gert. Því hafi ákvörðun sveit-
arstjórnarinnar verið tekin með
ólögmætum hætti og sé hún því
ógild. Þá telja íbúarnir að grundvelli
sameiningarinnar hafi verið veru-
lega raskað við synjun Fljótsdals-
hrepps þar sem samþykki íbúanna
hafi byggst á þátttöku allra fjögurra
sveitarfélaganna.
Segja grundvöll sam-
einingar hafa brostið
Íbúar stefna félagsmálaráðherra og
sveitarstjórn Norður-Héraðs
HVORKI var flogið til né frá Gard-
ermoen-flugvelli við Osló í gær
vegna skyndiverkfalls flugumferðar-
stjóra í Noregi og hafði það áhrif á
áætlunarflug Icelandair. Vél frá
Keflavík sem átti að lenda í Osló kl.
10 í gærmorgun varð að lenda í
Bergen. Ekki var flogið í hádeginu í
gær frá Osló til Íslands eins og venj-
an er. Var áætlað að vél Icelandair
myndi fljúga frá Osló kl. 6 nú í morg-
un að íslenskum tíma, samkvæmt
upplýsingum Guðjóns Arngrímsson-
ar, upplýsingafulltrúa Icelandair.
Um 100 manns voru í vélinni sem
lenda varð í Bergen í gær. Farþeg-
arnir fóru ýmist með rútum til Osló-
ar eða flugi til annarra staða. 150
manns áttu bókað í flug Icelandair
frá Osló til Keflavíkur í gær. Voru
þeir margir hverjir á leið vestur um
haf. Að sögn Guðjóns verður reynt
að greiða götu þeirra í dag.
Verkfall í Osló
raskar flugi
Icelandair