Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 4

Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Beint flug til fegurstu borgar Póllands. Úrval frábærra hótela og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1. Kraká 25. október ÓSKAÐ var eftir gjaldþrotaskipt- um í sumar hjá Gígant ehf. sem stóð fyrir byggingu nýs fjölbýlishúss í Suðurhlíð. Ekki hefur verið tekin afstaða til neinna krafna í þrotabú- ið, en kröfufrestur er ekki liðinn. Skiptafundur verður haldinn 13. október. Að sögn Helgu Loftsdóttur skiptastjóra voru óseldar íbúðir Gígants í Suðurhlíð seldar nýju fé- lagi sem Gígant stofnaði á nýrri kennitölu og ber nýja félagið Bygg- ingarfélagið Gígant. Verið er að skoða þá samninga sem liggja að baki viðskiptunum og verður í kjöl- farið ákveðið hvort þeim verði rift. Skiptastjóri skoðar viðskipti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur framlengt til 11. október gæslu- varðhald yfir Bandaríkjamanni sem á yfir höfði sér framsal til Finn- lands vegna barnsráns. Maðurinn er sakaður um að hafa í september 2001 numið á brott stúlku sem hann á með finnskri konu en hefur ekki sinnt kvaðningu um að mæta fyrir dóm í Finnlandi. Stúlkan er aftur komin til móður sinnar. Maðurinn kom til landsins með Skógafossi fyrir um tveimur vikum og hefur verið í haldi síðan. Framlengdi gæsluvarðhald UNGA manninum sem slasaðist al- varlega í umferðarslysi við Bíldu- dal á sunnudagsmorgun er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum í gær. Líðan hans var sögð óbreytt. Maðurinn hlaut alvarlega höf- uðáverka þegar bíll sem hann ók lenti á stólpa við rimlahlið á Ketil- dalavegi. Enn haldið sof- andi í öndunarvél KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið eftir bíl- veltu við Fiskilæk í Leirár- og Mela- sveit í gær. Slysið varð um klukkan 7.30 og er talið að maðurinn hafi sofnað við stýrið með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki voru meiðsli hans talin alvarleg, en hann var lagður inn til eftirlits á sjúkrahúsið á Akranesi. Bifreiðin er talin ónýt. Bílvelta við Fiskilæk SORP Þingeyinga mun að öllum lík- indum verða flutt í gámum landleið- ina suður til Reykjavíkur eftir 1. des- ember næstkomandi þegar Eimskip hættir öllum strandsiglingum. Síð- ustu tvö árin hefur sorpið verið flutt sjóleiðina suður og það urðað í Álfs- nesi. Sorpsamlag Þingeyinga er með samning við Eimskip um þessa flutn- inga og gera báðir aðilar ráð fyrir að hann haldi áfram. Ragnar Þór Jóns- son, forstöðumaður innanlandsdeild- ar Eimskips, segir að félagið muni uppfylla alla gerða samninga í flutn- ingum, hvort sem það er sorp eða annað sem fer í gáma. Eftir 1. desem- ber muni flutningarnir færast af sjó og upp á land. Eftir sem áður verði frystiskip og stórflutningaskip á veg- um Eimskips á ferðum við landið. Sigurður Rúnar Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpsamlags Þingey- inga, segir þessa sorpflutninga hafa verið bráðabirgðalausn síðan ekki fengust leyfi til sorpurðunar í heima- byggð. Áform séu enn uppi um að reisa sorpbrennslustöð í nágrenni Húsavíkur. Ef allt gangi að óskum eigi slík stöð að geta tekið til starfa ár- ið 2006. Ákvarðanir í þeim efnum hafi þó ekki verið teknar. Einn til tveir gámar á viku hafa far- ið suður til Reykjavíkur frá Húsavík- urhöfn, alls um 1.500 tonn á ári, þá eingöngu sorp sem hefur verið hægt að þjappa í bagga og inn í gám. „Hluti af vandanum er því eftir hérna heima. Við vonumst til að leysa þetta með brennslustöð og verða í far- arbroddi á landsvísu í endurnýtingu sorps. Ætlunin er að nýta varmann frá stöðinni til að auka vinnslugetu rafveitunnar hér á Húsavík.“ Sorp Þingeyinga landleiðina suður ALMENNT er reynt að hafa stólpa á vegriðum þannig úr garði gerða að þeir brotni við högg, þannig að þeir sjálfir sem slíkir valdi ekki hættu, segir Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri. Ökumaður bíls sem fór í gegnum vegrið og fram af brú í Ártúnsbrekkunni við Reykjanes- braut í Reykjavík á föstudag segir að stólparnir þar hafi ekki verið fyrirstaða þegar bíllinn lenti á vegriðinu. „Það má ekki gleyma því að veg- riðið sjálft og stólparnir geta skap- að hættu, það þarf að vega saman hvar mesta hættan liggur. […] Ef vegriðið er mjög stíft er það eins og að keyra á vegg, sem er ekki gott heldur,“ segir Jón, og bendir á að menn geti oft á tíðum slasast meira við að aka á stólpa sem ekkert gefi eftir en að fara út af vegi. Hann segir vegrið í vegköntum og á brúm ekki hönnuð til að taka við höggi þar sem bíll kemur þvert á þau, heldur eiga að leiða bíla sem rekast utan í þau. Stólparnir eiga þó að þola meira högg á þeim stöð- um þar sem meiri hætta væri af því að enda utanvegar en annars staðar. Jón segist ekki geta dæmt um ástand stólpanna í Ártúns- brekkunni þar sem slysið varð á föstudag. Vegrið eiga að láta undan höggi AFKOMA sauðfjárbænda versnaði nokkuð á árinu 2003 samanborið við fyrra ár og lækkaði hagnaður fyrir laun eiganda úr 979.000 krónum á árinu 2002 í 837.000 krónur í fyrra eða um 14,5%. Lægra afurðaverð skýrir þetta að stærstum hluta. Ef framleiðsla ársins 2003 er reiknuð á afurðaverði ársins 2002 nemur rýrnun afurðatekna að með- altali 397.000 krónum á bú. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins um upp- gjör búreikninga í hefðbundnum grein- um landbúnaðar. Í úrtakinu eru 86 sauð- fjárbú. Um 95% af tekjum þeirra eru vegna sauðfjárframleiðslu, þannig að bú- in eru mjög sérhæfð. Stærð sauðfjárbúanna dróst heldur saman á síðasta ári eins og undanfarin ár. Auknar skuldir kúabúa Afkoma kúabænda varð heldur lakari í fyrra samanborið við árið 2002. Hagn- aður fyrir laun eiganda, sem var tæp- lega tvær milljónir króna á árinu 2002, lækkaði í tæplega 1,9 milljónir króna eða um 5%. Til skýringar er einkum að meðalafurðir drógust saman sem nemur 3.000 lítrum innlagðrar mjólkur á bú. Meðalgreiðslumark búanna var 143 þúsund lítrar í fyrra en var rúmlega 137 þúsund lítrar árið 2002. Heildarvelta bú- anna var 13,8 milljónir í fyrra. Skuldir búanna jukust um 9,1% í fyrra. Afkoma sauðfjárbænda versnaði í fyrra Morgunblaðið/RAX Þessar mæður gætu verið að metast ærlega um kosti afkvæmanna, sem augljóslega líkar hólið vel. NÝJUM þrepaskiptum gönguljósum yfir Miklubraut við Lönguhlíð í Reykjavík fylgir sú breyting að ekki er lengur hægt að taka U-beygju á gatnamótunum eins og áður vegna hættu sem það getur skapað fyrir gangandi vegfarendur. Höskuldur Tryggvason, deild- arstjóri hjá Gatnamálastjóra, segir að ákveðin togstreita myndist á öllum gatnamótum þar sem göngu- ljós eru þrepaskipt. Ef ökumaður ætlar að taka U-beygju geti hann lent í því að þurfa að fara þvert á græn gönguljós, og þar með skapa hættu fyrir gangandi vegfarendur. Gatnamótin við Miklubraut og Lönguhlíð eru önnur gatnamótin í Reykjavík með þrepaskiptingu, áður hafði slík skipting verið tekin í notk- un á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Höskuldur segir að verið sé að vinna að því að breyta gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Háaleitisbrautar, sett hafi verið upp ný ljós sem verið sé að taka í notkun, og gönguljósin orðin þrepaskipt. Þá þurfi eins og annars staðar að banna U-beygju á gatna- mótunum. Morgunblaðið/RAX U-beygja bönnuð á beygjuljósum NÝLEGA rannsökuðu sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar flak banda- rísku sprengjuflugvélarinnar sem brotlenti á Eyjafjallajökli á árum síðari heimsstyrjald- arinnar, en flugvélar þessarar tegundar gengu undir gælu- nafninu „Fljúgandi virkið“. Áður en farið var á staðinn var aflað upplýsinga um vopna- búnað flugvélarinnar Í vélinni voru 13 12.7 mm Browning M2 vélbyssur.Voru sumar byssurn- ar fjarstýrðar en aðrar hand- virkar, en þessi varnarbúnaður var mikilvægur fyrir áhöfnina í flugorrustum því að flugher bandamanna fór í sprengjuleið- angra að degi til yfir Evrópu á þessum tíma. Sprengjusérfræðingarnir rannsökuðu slysstaðinn. Nokk- urt magn hættulegra hluta var fjarlægt úr vélinni, þ.á m. vél- byssur. Aðrir hættulegir hlutir, sem ekki var talið öruggt að flytja, voru merktir sérstaklega, en ljóst er að sprengjueyðing- arsveitin þarf að fara aðra ferð upp á jökulinn til að ljúka verk- efninu. Rannsökuðu „Fljúgandi virki“ Ljósmynd/Adrian King Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar rannsökuðu flak sprengjuflugvélarinnar Flying Fortress sem fórst á Eyjafjallajökli í seinni heimsstyrjöldinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.