Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 9

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 9 FRÉTTIR neyslumynstri og nýtingu rýmis á heimilum. Efna- hagslíf þjóð- arinnar hefur einnig þróast í takt við gamla siði, þrátt fyrir að menning Tong- verja hafi aðlag- ast að nýjum tíðaranda. Þetta bendir til þess að þótt húsa- gerðarlist endurspegli vissulega þjóð- armenninguna, þá hefur hnattvæðing haft meiri áhrif á form menningar- innar en þær grundvallarhugmyndir sem liggja þar að baki. Samspil menn- ingar og erlendra áhrifa sýnir að fólk getur haft töluverð áhrif á þá þróun sem á sér stað í samfélaginu með því að velja og hafna af því sem er í boði og aðlaga að sinni eigin hug- myndafræði. Verkefnið var styrkt af University of London Central Research Fund og University College London Graduate School. Anna Lísa lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1991, D.E.F.A. prófi frá Ecole d’Architect- ure de Grenoble í Frakklandi árið 1995 og Postgraduate Diploma frá University of East Anglia á Englandi 1999. Hún er dóttir Rúnars Más Jó- hannssonar og Erlu Maríu Eggerts- dóttur. Eiginmaður hennar er Soane Kata og eiga þau eitt barn.  ANNA Lísa Rúnarsdóttir varði doktorsritgerð sína við mann- fræðideild University College Lond- on hinn 12. febrúar síðastliðinn. And- mælendur voru dr. Arne Aleksej Perminow, aðstoðarprófessor við Etnografisk museum við Univers- itetet í Ósló, og dr. Eric Hirsch, lektor við Brunel University. Leiðbeinendur voru dr. Chris Tilley, prófessor í mannfræði og fornleifafræði við Uni- versity College London, og dr. Allen Abramson, lektor við mannfræðideild University College London. Heiti ritgerðarinnar er „Modernity and Tradition: Houses and Material Culture in the Kingdom of Tonga“ og er byggð á rannsóknum sem Anna Lísa stundaði á Tonga-eyjum í Suður- Kyrrahafi á árunum 2000–2001. Í rannsókninni var leitast við að kanna tengsl á milli þeirra stórfelldu breyt- inga sem hafa orðið í húsagerðarlist og samfélagsbreytinga. Unnið var út frá kenningum sem styðja þá skoðun að ýmsir menningarlegir þættir komi fram í húsagerðarlist og um leið stuðli að viðhaldi þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þrátt fyrir gagngerar breyt- ingar á húsagerðarlist á Tonga, hefur samfélagið og menningin að töluverðu leyti haldið í gamlar hefðir. Mikil áhersla virðist vera lögð á að styrkja hefðbundin gildi, eins og virðingu, skyldurækni og umhyggju. Þessir þættir koma skýrt fram bæði í Doktor í mannfræði UNDIRRITAÐ hefur verið nýtt sam- komulag um undirbúning samstarfs flugmálastjórna Írlands og Íslands um fjarskiptaþjónustu á Norður-Atl- antshafi. Flugmálastjórn Íslands hef- ur komið á fót nýju hlutafélagi, Flug- fjarskiptum ehf., til að taka við öllum rekstri flugfjarskiptamiðstöðvarinnar í Gufunesi. Þetta gerir kleift að taka upp samstarf við írsku flugmála- stjórnina, sem rekur samsvarandi fjarskiptastöð í Ballygirreen skammt frá Shannon flugvelli auk þess að gera starfsmönnum mögulegt að takast á við fjölbreyttari verkefni. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að samræmdur rekstur þessara tveggja fjarskiptastöðva hefj- ist í apríl á næsta ári og verði á til- raunastigi í eitt ár. Jafnframt verður unnið að því að skilgreina með hvaða hætti best væri að standa að áfram- haldandi rekstri í framtíðinni. Mark- miðið er að tryggja notendum betri fjarskiptaþjónustu í flugi yfir Norður- Atlantshaf og lægri kostnað þegar fram líða stundir. Áður en þessi sam- rekstur hefst verður unnið að því að útfæra í smáatriðum hvernig honum verður háttað. Þá mun írska flug- málastjórnin festa kaup á sams konar skeytaafgreiðslubúnaði og verið er að taka í notkun í Gufunesi um þessar mundir. Þessi búnaður er þróaður hér á landi af Flugkerfum hf., segir í fréttatilkynningu. Frá undirritun samkomulagsins, frá vinstri talið: Philip Hughes, fram- kvæmdastjóri viðskipta- og þjálfunarsviðs Flugmálastjórnar Írlands, Eamonn Brennan, flugmálastjóri Írlands, Þorgeir Pálsson flug- málastjóri og Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar. Fyrir aftan þá standa Brandur S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfjarskipta ehf., og Sigrún Traustadóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flugmálastjórnar. Samstarf tekið upp við Íra Nýtt félag um flugfjarskipti www.thjodmenning.isOpið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ótrúlegt peysuúrval Silkipeysur - ullarpeysur Þykkar og þunnar MÁLSTOFA LAGASTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS Allir velkomnir Miðvikudaginn 29. september, kl. 12.15 í Lögbergi. HVERNIG Á AÐ SKÝRA FYRIRMÆLI 2. GR. STJÓRNARSKRÁRINNAR UM AÐ ALÞINGI OG FORSETI ÍSLANDS FARI SAMAN MEÐ LÖGGJAFARVALDIÐ? Eiríkur Tómasson prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, flytur erindi í málstofu Lagastofnunar í Lögbergi, stofu 101. Fundarstjóri er Sigurður Líndal, prófessor emeritus. Nánari upplýsingar á vef Lagastofnunar, www.lagastofnun.hi.is Laugavegi 53, s. 552 1555. TÍSKUVAL Buxur - buxur - buxur Frábært úrval - Gott verð Opnum kl. 10 Matseðill www.graennkostur.is Þri. 28/9: Chilli og litlar pönnsur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 29/9: Ofnbakað grænmeti m. fetaostasósu m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 30/9: Spínatlasagna og baunasalat m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 1/10: Burrito og guacamole m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 2/10-3/10: Smjörbaunir og bakaðar gulrætur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Ný sending Silkitré og silkiblóm Útitré - pottablóm hengiplöntur Mikið úrval Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Saumlaust aðhald Þú minnkar um 1 númer Litir: Svart - hvítt - húðlitað Póstsendum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Ný sending af úlpum Sími: 568-1626 www.stasia.is Við erum að breyta búðinni TILBOÐ AF VÖLDUM VÖRUM Stær›ir 36-56 20-40% afsláttur Sendum lista út á land Sími 567 3718 HAUST 2004 Peysa.......... 6.640 Belti............ 3.580 Pils ............ 5.920 Stígvél ...... 12.580

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.