Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KENNARAVERKFALLIÐ
ÞÓTT deilt sé um mörg atriði í
kjaradeilunni er meginatriðið það
að deiluaðilar eru ekki sammála um
hvað nýr kjarasamningur má kosta.
Kennarar hafa sett fram kröfur
sem fela í sér 35% hækkun á samn-
ingstímanum, sem yrði til ársloka
2007. Launanefnd sveitarfélaganna
hefur boðið 16,3% hækkun, en
kennarar telja það alls ekki nóg.
Sveitarfélögin hafa einnig boðið
samning til ársloka 2008 sem fæli í
sér 18,6% hækkun. Þarna er því
verið að takast á um nokkra millj-
arða.
Þess ber að geta að Launanefnd
sveitarfélaganna telur að kostnaður
við ítrustu kröfur kennara sé meiri
en 35%. Nefndin telur að ef fallist
yrði á kröfurnar myndi yfirvinna
kennara hækka sem leiddi til þess
að heildarkostnaður sveitarfélag-
anna myndi hækka um meira en
35%.
Vilja lækka kennsluskyldu
Kennarar krefjast breytinga á
launatöflu og vilja að sú breyting
skili að meðaltali 13,5% hækkun í
upphafi samnings. Þeir vilja jafn-
framt að þessar breytingar skili allt
að 30% hækkun til yngstu kenn-
aranna.
Launanefndin hafnar þessu, en
hefur lýst sig tilbúna til að gera
breytingar á launatöflu sem m.a.
feli í sér „verulega“ hækkun á laun-
um yngstu kennaranna. Nefndin
hefur einnig boðið launaþrep við 35
ára aldur.
Kennarar leggja mikla áherslu á
að kennsluskylda verði lækkuð um
tvær stundir. Formaður KÍ hefur
talað um að lægri kennsluskylda sé
eitt af skilyrðum fyrir samningum.
Sveitarfélögin hafa boðið umsjón-
arkennurum einnar stunda lækkun
í lok samningstímans, en auk þess
hafa þau opnað á viðræður um frek-
ari lækkun gegn því að fá kostn-
aðinn sem af því hlýst bættan með
öðrum hætti. Sveitarfélögin segja
að þessi breyting kalli á aukna yf-
irvinnu í skólunum. Kennarar hafa
svarað því með því að segja að
sveitarfélögin ráði hversu mikla yf-
irvinnu þau kaupi af kennurum.
Kennarar hafa einnig lagt mikla
áherslu á að svokallaður launapott-
ur skólastjóra verði lagður niður og
hann færður inn í grunnlaun kenn-
ara. Það sem kallað er launapottur
er nánar tiltekið 3 launaflokkar sem
skólastjórar útdeila til kennara.
Það gera þeir með tilliti til ábyrgð-
ar, álags og sérhæfingar. Ákvæði
um þetta kom inn í samninga árið
2001. Sveitarfélögin hafa lýst sig
tilbúin til að breyta þessu, en vilja
eftir sem áður halda í þann sveigj-
anleika sem stefnt var að því að ná
fram með þessu ákvæði.
Vilja breyta
verkstjórnarþættinum
Í síðustu samningum var einnig
aukinn verkstjórnarþáttur skóla-
stjóra, en hann er 9,14 klukku-
stundir á viku. Kennarar vilja gera
breytingar á þessum þætti á þann
hátt að meiri tími verði á forræði
kennaranna sjálfra.
Kennarar vilja einnig fá aukinn
tíma til undirbúnings kennslu. Í
gildandi samningi voru kennurum
ætlaðar 20 mínútur til undirbún-
ings, en kennarar vilja að þessi tími
verði 30 mínútur að lágmarki.
Sveitarfélögin vilja að meginreglan
verði 27 mínútur.
Óbreyttur kostnaður
Í tillögum sem Launanefndin
lagði fram daginn áður en verkfall
kennara hófst segir að tillögurnar
séu settar fram „innan sama kostn-
aðarramma og tilboð LN dags. 13.
maí 2004. Samninganefndin er
reiðubúin að ræða nánari útfærslu
á þessum breytingum og eftir at-
vikum meiri hækkanir á heildar-
kostnaði ef samið er til lengri
tíma.“
Tillögurnar fela sem sé í sér
sama kostnað og tilboðið sem
Launanefndin lagði fram í vor, en
því tilboði höfnuðu kennarar. Í
framhaldi af því lét KÍ fara fram
atkvæðagreiðslu um verkfall sem
yfir 90% kennara samþykktu.
Mikið ber á milli deiluaðila
! " #$ % $ &! ! '
'$ !
(! " )* ))* ) )* ) )* ))* ) )* ) +" , $ -*. " /$ $ 0
, $
$ ,1 2" * *. $ 1)3 2"3 !4 4
( !" $ ,1 ,! 5,
$ !6) !7$ !6) $
,! %
2 1 '34 8$ $ $ "4) 4)!, $ * $ 1
2
. *. 9 '
$$$ :
! $
;$ " $ ,1 )
9 '
$ <
=$ *. % . *. + 4 $ $
4 1 &!
- $,% $ 4$
!
" $
51 $ 51 $ !
1 $!,!
!"
$ ' 1
%& 44$ .
51 $ !
!*&
!, >? @
= '. 4!$, 8.! $ !6)$ $
1" &
8.! $ !6)$
Helstu deiluatriðin í
kennaradeilunni eru
launahækkanir,
kennsluskylda og
vinnutími kennara.
Egill Ólafsson skoðaði
ágreiningsefnin.
egol@mbl.is
Afhenda ekki
kennslubækur
VEGNA opins bréfs til Skóla-
stjórafélags Íslands (SÍ) frá Heim-
ili og skóla, þar sem skorað var á
skólastjórnendur að afhenda þeim
foreldrum sem þess óska skóla-
bækur barna sinna vill stjórn SÍ
taka fram eftirfarandi:
„Skólastjórafélag Íslands stend-
ur heils hugar með félögum í FG
og SÍ sem eru í verkfalli, og munu
félagar innan SÍ sem ekki eru í
verkfalli, þar af leiðandi ekki
ganga í störf þeirra. Þessu til
áréttingar er vísað til bréfs frá
verkfallsstjórn FG og SÍ, dagsettu
16. september sem hljóðar svo:
„Til skólastjórnenda. Verkfalls-
stjórn FG og SÍ beinir því til
skólastjórnenda að ganga ekki inn
í störf kennara með því að af-
henda kennslugögn og bækur úr
kennslustofu eða af vinnusvæðum
kennara, þar sem það er hlutverk
kennara.“
VERKFALL er lýjandi og leiðinlegt og von-
andi að því ljúki sem fyrst svo kennarar
komist aftur í vinnuna og nemendur í
skólana. Kennarar eru gagnrýndir, verða
jafnvel fyrir aðkasti, fyrir að vera í verkfalli
en sumir sjá teikn á lofti um að umræðan sé
að snúast á þeirra band. Þetta er meðal þess
sem kom fram þegar litið var í heimsókn í
verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni í gær.
Páll Þórsson og Sæmundur Helgason hafa
líkt og aðrir kennarar tekið þátt í verkfalls-
vörslu og hafa m.a. farið á þá staði þar sem
fyrirtæki hafa skipulagt gæslu fyrir börn
starfsmanna. Páll sagði engan vafa leika á
að í þessu fælist verkfallsbrot. Með gæslunni
væri grafið undan verkfallinu, þessu neyð-
arvopni, og yki jafnvel líkur á að verkfallið
drægist á langinn. Hann sagði að í upphafi
verkfalls hefði verið barið á kennurum með
neikvæðri umræðu en nú væri tónninn held-
ur að breytast kennurum í vil.
Sæmundur benti á að flestir væru sam-
mála um að kennsla í stærðfræði, sögu eða
íslensku væri verkfallsbrot en af einhverjum
ástæðum víluðu fyrirtæki ekki fyrir sér að
kenna íþróttir, leiki og föndur. Með því væri
þó klárlega farið inn á verksvið íþrótta- og
verkmenntakennara. Hann bætti við að svo
virtist sem stórlega hefði dregið úr fjölda
barna í fyrirtækjagæslu. Ástæðan væri m.a.
sú að gjarnan gengi illa að hafa ofan af fyrir
börnunum sem yrðu þá sum hver óvær og
óþekk, það væri greinilega ekki fyrir hvern
sem er að gæta barna.
Páll og Sæmundur hafa báðir áhyggjur af
yfirlýsingum fulltrúa sveitarfélaganna um
að ekki séu gerðar kröfur um sérstaka
launahækkun fyrir byrjendur. Yngri kenn-
arar hafi farið mjög illa út úr síðustu samn-
ingum og nauðsynlegt sé að bæta þar úr.
Annars sé hætta á fjöldauppsögnum.
„Viss um að allir myndu vilja leysa
þetta með öðrum hætti“
Hljóðið var ekki betra í þeim Þuríði Þor-
steinsdóttur, Stefaníu Ragnarsdóttur og
Björgu Jónsdóttur sem ræddu um verkfalls-
mál og fleira við stallsystur sínar í gær. Að
vera í verkfalli væri bæði leiðinlegt og öm-
urlegt.
Þegar talið barst að undanþágum fyrir
fatlaða nemendur kom á þær nokkurt hik.
Þær sögðust að sjálfsögðu standa með sinni
stétt en eðli málsins samkvæmt bitnaði verk-
fallið á mjög mörgum. Bentu þær á að aftur
hefði verið sótt um undanþágur og hugsan-
lega yrði niðurstaðan þá önnur.
Þær sögðu talsvert um að fólk gagnrýndi
kennara, jafnvel með persónulegum árásum,
fyrir að hafa farið í verkfall. Kennarar
þyrftu m.a. að svara spurningum um hvers
vegna þeir væru „á móti börnum“. Þetta
væri auðvitað fráleitt enda vildi enginn fara
í verkfall. Launin yrðu hins vegar að
hækka. „Ég er viss um að allir myndu vilja
leysa þetta með öðrum hætti ef það væri
hægt. Ég sé það bara ekki gerast,“ sagði
Þuríður.
Segja að launin verði að hækka
Morgunblaðið/Kristinn
Þeir Sæmundur Helgason, Páll Þórsson, Óskar Jósúason og Haraldur Einarsson prófuðu þekk-
ingu sína í flestu öðru en kjaramálum kennara í verkfallsmiðstöðinni í gær.
Þorgerður Magnúsdóttir, Dagbjört Þorsteinsdóttir, Kitty Ásgeirsdóttir, Þuríður Þorsteins-
dóttir, Stefanía Ragnardóttir, Björg Jónsdóttir og Sigrún Logadóttir ræddu verkfallsmál yfir
kaffibollum og kökum. Logey Rós Waagfjörð og Aron Elí Gíslason fylgdust með.
Karlar með hærri
laun en konur
KARLAR sem kenna við grunn-
skóla Reykjavíkur eru með hærri
laun en konur sem kenna við sömu
skóla. Munur á dagvinnulaunum er
6,7% og 14,9% ef litið er á heild-
arlaun. Þetta má lesa út úr tölum
Kjararannsóknarnefndar opinberra
starfsmanna.
Meðaldagvinnulaun karla sem
kenna í Reykjavík voru um 226 þús-
und um síðustu áramót, en 282 þús-
und ef litið er á heildarlaun. Meðal-
dagvinnulaun kvenna sem kenna í
Reykjavík eru hins vegar 212 þús-
und, en 245 þúsund ef horft er á
heildarlaun. Tölurnar byggjast á
launum um 300 karla og tæplega
1.200 kvenna sem kenna við grunn-
skólana í Reykjavík.
Inni í tölum Kjararannsókn-
arnefndar eru ekki aðeins grunn-
skólakennarar í Reykjavík heldur
einnig skólastjórar. Þeir eru að sjálf-
sögðu miklu færri en kennararnir en
engu að síður ná þeir að hækka með-
altalslaunin. Ekki er hægt að fá töl-
urnar brotnar meira niður.