Morgunblaðið - 28.09.2004, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l 1
2.
10
. 2
00
4
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
2
7
1
5
0
Ertu með eitthvað
gott fyrir húðina
og fæturna?
L´ORÉAL
Perfect Slim frá L’Oréal er
frábært grenningarkrem
sem gerir húðina stinnari
og vinnur á appelsínuhúð.
TEA TREE OIL
Australian Bodycare Tea Tree
húðvörulínan er með 30% afslætti núna.
Náttúrulegt sótthreinsiafl.
Dekraðu
við fæturna
– þeir eiga það
skilið!
SCHOLL TASKA
Taskan inniheldur: Mýkjandi krem
fyrir þurra og sprungna húð á fótum
og fótleggjum. Rakagefandi og
nærandi krem á fætur sem mýkir
húðina sérstaklega á hælum.
Fótaþjöl úr málmi og þvottastykki.
15%
30%
999
ALVARLEGT slys varð í Aþenu í gær er sjö skólabörn létust í bílslysi. Ætl-
uðu þau að vera viðstödd lokaathöfn Ólympíuleika fatlaðra. Vegna slyssins
var öllum skemmtiatriðum á lokaathöfninni aflýst. Myndin sýnir bíl
barnanna eftir að hann lenti í árekstri við stóran flutningabíl.
AP
Hörmulegt slys í Aþenu
PERVEZ Musharraf, forseti Pakist-
ans, fagnaði í gær dauða háttsetts
foringja í al-Qaeda-hryðjuverkasam-
tökunum, Amjads Farooqis, en Far-
ooqi er sagður hafa skipulagt og
staðið fyrir tilræðum við Musharraf í
fyrrahaust og þá er hann sagður
hafa verið höfuðpaur hóps manna
sem myrti bandaríska blaðamanninn
Daniel Pearl í janúar 2002.
„Í hvert sinn sem hryðjuverka-
maður yfirgefur þennan heim gleðst
ég mjög,“ sagði Musharraf á frétta-
mannafundi í Haag í Hollandi en
hann átti þar fund með hollenskum
embættismönnum. „Þessi maður
reyndi að ráða mig af dögum svo ég
er mjög ánægður,“ bætti hann við.
Pakistanar segjast hafa veitt al-
Qaeda mjög öflugt högg með aðgerð-
um sínum en Farooqi var drepinn í
tveggja klukkustunda löngum skot-
bardaga norður af borginni Karachi.
„Ég vel dauðann,“ er hann sagður
hafa hrópað meðan á skotbardagan-
um stóð en hann er sagður hafa bar-
ist með talibönum í Afganistan og þá
komið sér upp tengslum við Osama
bin Laden, leiðtoga al-Qaeda.
Segjast hafa
drepið hátt-
settan al-
Qaeda-liða
Haag, Islamabad. AFP.
UMMÆLI dansks múslíma þess
efnis að forsætisráðherra og varn-
armálaráðherra landsins og danskir
hermenn í Írak séu lögmæt skot-
mörk hryðjuverkamanna hafa vakið
sterk viðbrögð í Danmörku. Dani
þessi sat í tvö ár í varðhaldi í Guant-
anamo-herstöðinni á Kúbu en var
látinn laus fyrr á þessu ári.
Slimane Hadj Abderrahmane,
sem látinn var laus í febrúar, sagði í
viðtölum við dönsku ríkissjónvarps-
stöðvarnar á sunnudag, að ef land
ætti í stríði við múslímaríki og þar
með múslíma þá gætu leiðtogar
landsins orðið skotmörk í heilögu
stríði.
Þegar fréttamaður TV 2 spurði
Abderrahmane hvort hann teldi for-
sætisráðherra og varnarmálaráð-
herra Danmerkur lögmæt skotmörk
svaraði hann: „Já, þeir geta orðið
það, já.“
Abderrahmane, sem er strangtrú-
aður múslími, lét þess þó getið að
hann myndi ekki sjálfur taka frum-
kvæði í þessum málum. „Forsætis-
ráðherrann þarf ekki að hafa neinar
áhyggjur út af mér,“ sagði hann skv.
frétt Jyllands-Posten.
Sætir eftirliti
Abderrahmane, sem er 31 árs, var
handtekinn í Pakistan í febrúar árið
2002 og sendur til Guantanamo
grunaður um tengsl við talibana í
Afganistan. Hann á danska móður
og alsírskan föður en var að mestu
alinn upp í Danmörku. Abderrahm-
ane segist hafa verið að búa sig und-
ir að berjast með íslömskum að-
skilnaðarsinnum í Tétsníu þegar
hann var handtekinn. Hann hefur
ekki verið ákærður í Danmörku en
sætir eftirliti.
Ummæli Abderrahmanes hafa
vakið hörð viðbrögð í Danmörku en
501 danskur hermaður er nú í Írak.
Anne Baastrup, þingmaður Jafnað-
armannaflokksins, sagði að ummæl-
in jafngiltu því að hvatt væri til of-
beldis. „Ég get verið ósammála
forsætisráðherranum en maður get-
ur ekki gefið til kynna, að líf hans sé
í hættu eða að drepa eigi danska
hermenn,“ sagði hún.
Helge Adam Møller, þingmaður
dansa Íhaldssflokksins, tók í sama
streng. „Ummælin eru hneyksli og
maður skilur betur og betur hvers
vegna Bandaríkjamenn héldu hon-
um föngnum,“ sagði hann.
Hvatti Peter Skaarup, þingmaður
danska Þjóðarflokksins, dómsmála-
ráðuneyti landsins í gær til að rann-
saka hvort Abderrahmane hefði
gengið of langt með ummælum sín-
um.
Ekki lögbrot
Flestir þingmenn voru þó sam-
mála um að Abderrahmane hefði
ekki brotið nein lög. Jørn Vester-
gaard, sérfræðingur í lögum hjá
Kaupmannahafnarháskóla, sagði að
þótt yfirlýsingarnar væru ógeðfelld-
ar teldust þær ekki brjóta í bága við
landslög.
Abderrahmane sagði í viðtali við
Berlingske Tidende í gær, að hann
hefði viljað vekja dönsku þjóðina til
umhugsunar um ofbeldisverkin í
Írak. „Ég get ekki setið þegjandi
hjá og horft á hermenn bandalags-
hersins ráðast á konur og börn í
Írak.“
Ummæli fyrrum fanga í Guantanamo
vekja hörð viðbrögð í Danmörku
Sagði danska
ráðamenn lög-
mæt skotmörk
Kaupmannahöfn. AP.
Anders Fogh Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur.
JIMMY Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, segir að þrátt fyrir
breytingar sem ætlað sé að koma í
veg fyrir kosningavandamál í Flór-
ída – þar sem deilt var hart um at-
kvæði er réðu úrslitum forsetakosn-
inganna árið 2000 – séu forsendur
sanngjarnra kosninga í ríkinu ekki
enn fyrir hendi.
„Það er óþægileg staðreynd en
endurtekning
vandamálanna
frá árinu 2000
virðist líkleg,“
segir Carter í
grein sem birtist í
The Washington
Post í gær. Segir
hann m.a. að
„klaufaleg til-
raun“ hafi verið
gerð til þess ný-
verið að hafa kosningaréttinn af 22
þúsund blökkumönnum, sem líklegir
eru til að vera stuðningsmenn
Demókrataflokksins, á þeirri for-
sendu að þeir séu glæpamenn.
Í kosningunum 2000 greiddu kjós-
endur atkvæði með aðstoð göt-
unarvéla en harðar deilur spruttu
um gildi atkvæða þar sem merkin
eftir vélarnar þóttu misjafnlega
greinileg. Eftir mikil málaferli um
gildingu og ógildingu atkvæða var
niðurstaða kosninganna sú að
George W. Bush hefði hlotið 537 at-
kvæðum fleiri en mótframbjóðand-
inn Al Gore og þar með unnið for-
setakosningarnar á landsvísu.
Nú hefur verið ákveðið að í kosn-
ingunum í nóvember skuli brúkaðir
snertiskjáir. Carter skírskotar til
reynslu stofnunar sinnar við eftirlit
með kosningum á alþjóðavísu og
segir: „nokkrar alþjóðlegar grund-
vallarforsendur fyrir sanngjörnum
kosningum vantar í Flórída“.
Harris var „einkar hlutdræg“
Áhyggjum veldur, að mati Cart-
ers, að ekki skuli gert ráð fyrir að
óháð kjörstjórn framkvæmi kosn-
ingarnar. Þá verði fyrirkomulagið
ekki hið sama alls staðar. Hann seg-
ir að kjörstjórinn árið 2000, Kather-
ine Harris innanríkisráðherra, hafi
verið „einkar hlutdræg“ í starfi og
arftaki hennar, Glenda Hood, sýnt
„sömu kröftugu tilhneigingar“.
Óttast
vandræði
í Flórída
Jimmy Carter