Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 15
ERLENT
Hu Jintao, forseti Kína og formaðurkommúnistaflokksins, tók fyrirrúmri viku við af Jiang Zemin semyfirmaður hermálaráðsins og þar
með kínverska hersins. Hann er þar með kom-
inn með alla þrjá meginþræði valdanna í Kína í
sínar hendur. Eru þessi valdaskipti merkileg
fyrir margra hluta sakir og í raun þau fyrstu frá
byltingunni 1949, sem fram fara með skipuleg-
um og friðsamlegum hætti.
Í yfirlýsingu, sem lesin var upp í kínverska
sjónvarpinu, sagði Jiang Zemin, að hann hefði
ákveðið að víkja til hliðar með hagsmuni flokks-
ins, ríkisins og hersins í huga og með skipan
Hus væru yfirráð flokksins yfir hernum tryggð.
Þessi ákvörðun Jiangs hefur samt komið á
óvart en fréttir um hann hafa verið mjög áber-
andi í kínverskum fjölmiðlum að undanförnu.
Hefur það aftur kynt undir orðrómi um valda-
baráttu milli hans og Hus.
Joseph Cheng við háskólann í Hong Kong
segir, að sumir hafi velt því fyrir sér hvort Jiang
hafi verið ýtt til hliðar, en hann telur aðra skýr-
ingu nærtækari.
„Hann var í raun búinn að ná því fram, sem
hann vildi, áður en hann færi frá,“ segir Cheng.
„Skilgreining hans á nýjum valdagrunni komm-
únistaflokksins er komin inn í stefnuskrána og
skjólstæðingar hans eru í lykilembættum í
flokknum. Hann er því viss um að vera búinn að
tryggja sér virðingarverðan sess í flokkssög-
unni.“
Jiang Zemin tók á sínum tíma við af Deng
Xiaoping en minna má á, að Deng hélt áfram að
vera sá, sem mestu réð á bak við tjöldin, um
nokkurt skeið. Nú er Jiang engin Deng en að
minnsta kosti fimm af níu mönnum í fastanefnd
stjórnmálaráðsins eru skjólstæðingar hans.
Það er því líklegt, að hann muni áfram hafa
veruleg áhrif á stefnu kommúnistaflokksins.
Ein mesta breytingin, sem orðið hefur í Kína
á undanförnum árum, er sú, að persónudýrk-
unin, lofsöngurinn um leiðtogann, hefur látið
undan síga. Nú er það hin samvirka forysta,
sem mestu máli skiptir. Sem dæmi um það má
nefna, að Hu hefur ekki verið hampað neitt sér-
staklega í fjölmiðlum þótt hann hafi verið for-
seti landsins og formaður kommúnistaflokksins
og aðeins tímaspursmál hvenær hann innsiglaði
leiðtogahlutverkið með formennsku í hermála-
ráðinu. Eftir sem áður er ekki margt vitað um
það, sem fram fer að tjaldabaki í kínverskum
stjórnmálum.
Valdaskiptin í Kína eru forvitnileg í sjálfum
sér en hvað þau boða í raun er dálítið óljóst. Hu
og helsti bandamaður hans, Wen Jiabao for-
sætisráðherra, hafa boðað meiri áherslu á hin
hefðbundnu gildi kínverska kommúnistaflokks-
ins, það er að segja sósíalismann, og nýlega var
haft eftir Hu, að sagan sýndi, að það myndi
enda með ósköpum fyrir Kínverja ef þeir
reyndu í blindni að taka upp það stjórnarfar,
sem tíðkaðist á Vesturlöndum. Að öðru leyti er
ljóst, að eitt af meginviðfangsefnum þeirra fé-
laganna verða efnahagsmálin. Hagvöxtur hefur
verið gríðarmikill í Kína í langan tíma, um 9% á
ári, og margir óttast, að efnahagslífið sé að fara
úr böndunum. Benda þeir á, að verðbólga fari
vaxandi en verði ekki komið böndum á hana
gæti hún grafið undan bankakerfinu, sem er
mjög veikburða fyrir.
Vaxandi misrétti er líka mikið áhyggjuefni. Í
stórborgunum í austurhluta landsins hafa kjör-
in stórbatnað en að sama skapi hefur fátæktin á
landsbyggðinni og í vesturhlutanum farið vax-
andi. Við þetta bætist síðan spilling, sem grafið
hefur undan völdum kommúnistaflokksins og
virðingu almennings fyrir honum.
Spillingin hættuleg flokknum
Eins og staðan er núna virðist það vera spill-
ingin, sem getur reynst kommúnistaflokknum
skeinuhættust. Í nýlegri samþykkt miðstjórnar
kommúnistaflokksins, þar sem boðuð er ný her-
ferð gegn spillingunni, segir, að fyrir flokkinn
sé það barátta „upp á líf eða dauða“.
Flokksforingjar á landsbyggðinni hafa nú í
nokkurn tíma látið sem vind um eyru þjóta
ítrekuð fyrirmæli frá Peking um að hætta við
rándýrar framkvæmdir og annan fjáraustur.
Bera þeir því oft við, að fjöldi manna myndi
missa vinnuna ef framkvæmdum yrði slegið á
frest en nefna hins vegar ekki, að í skjóli þess-
ara framkvæmda gefst þeim sjálfum gott tæki-
færi til að maka krókinn.
„Svo lengi sem héraðshöfðingjar töldu, að um
valdabaráttu væri að ræða, reyndu þeir að
halda það út í von um, að málin skipuðust loks
þeim í vil,“ segir Kenneth Lieberthal, sérfræð-
ingur í kínverskum málefnum við Brookings-
stofnunina í Washington. „Nú ætti þó öllum að
vera orðið ljóst, líka valdamönnunum á lands-
byggðinni, að framtíðin er í höndum Hus Jint-
aos. Það ætti að verða til að koma á meiri aga.“
Ekki er búist við neinni verulegri stefnu-
breytingu í utanríkismálum undir forystu Hus
en merkilegasta arfleifð Jiangs í þeim efnum er
að samþykkja í raun óskorað forystuhlutverk
Bandaríkjanna í alþjóðamálum. Kínverska
stjórnin hefur að mestu leyti leitt hjá sér at-
hafnir Bandaríkjastjórnar og bandaríska hers-
ins erlendis og hún hefur beitt sér fyrir og tekið
þátt í viðræðum til að draga úr spennu á Kór-
euskaga. Kínverjar eru nú þátttakendur í efna-
hags- og öryggissamstarfi ríkjanna í Suðaust-
ur-Asíu, eiga aðild að Heimsviðskiptastofn-
uninni, WTO, og hafa tekið þátt í alþjóðlegri
friðargæslu. Sumir fréttaskýrendur orða það
þannig, að Kína sé „Status quo-ríki“, ríki, sem
leggi áherslu á óbreytt ástand, og skyndileg
stefnubreyting því heldur ólíkleg.
Að einu leyti er stefna kínversku stjórnarinn-
ar í utanríkismálum dálítið á huldu. Það er af-
staðan til Taívans. Næsta ár gæti raunar orðið
nokkuð sögulegt í því sambandi, einkum ef
Chen Shui-bian, forseta Taívans, tekst að ná
hreinum meirihluta á þingi í kosningunum í des-
ember næstkomandi. Líklegt er, að hann muni
þá nota umboðið til að herða á kröfunni um
sjálfstæði landsins og þá er það spurningin
hvernig Kínverjar bregðist við.
Margir telja, að þá Hu og Jiang hafi greint
dálítið á um Taívan. Sagt er, að Hu vilji fara
hægara í sakirnar gagnvart Taívanstjórn en
Jiang, sem oft hefur verið mjög herskár í yf-
irlýsingum sínum. Báðir hljóta þó að gera sér
grein fyrir því, að kínversk árás á Taívan myndi
setja öll tengsl Kína við önnur ríki í uppnám.
Umbótamaður eða …?
Hér á árum áður litu sumir á Hu sem eins
konar Gorbatsjev Kína en þær vonir, sem við
hann voru bundnar sem umbótamann, hafa ekki
ræst. Sem dæmi má nefna, að kínverska stjórn-
in hefur gert að engu vonir íbúa í Hong Kong
um lýðræðislega þróun, barið niður óþægilega
umræðu á Netinu og ekki tekið í mál að halda
raunverulegar kosningar um ýmsar stöður í
flokknum. Vel getur verið, að þetta megi fyrst
og fremst skrifa á reikning Jiangs, en nú er
hann farinn frá. Hu Jintao hefur fengið tæki-
færi til að sýna hver hann er.
Taumarnir í
höndum Hus
Reuters
Hu Jintao (t.v.), hinn nýi leiðtogi Kína, ásamt
fyrirrennara sínum, Jiang Zemin. Persónu-
dýrkunin hefur vikið fyrir hinni samvirku
forystu og valdaskiptin að þessu sinni þau
friðsamlegustu allt frá byltingunni 1949.
Forseti Kína, Hu Jintao, er nú orðinn óskoraður leið-
togi landsins eftir að Jiang Zemin, fyrrverandi forseti,
lét af stöðu yfirmanns hins valdamikla hermálaráðs.
’Nú ætti öllum að vera ljóst,að framtíðin er í höndum Hus
Jintaos. Það ætti að verða til að
koma á meiri aga.‘