Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 16

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 16
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Héraðsbúar fara ekki varhluta af kenn- araverkfallinu fremur en aðrir landsmenn. Krytur eru milli grunnskólakennara á Eg- ilsstöðum og Leikfélags Fljótsdalshéraðs vegna æfinga á leikritinu Bugsy Malone, en í því taka tugir skólabarna þátt. Leik- félagið ákvað að æft skyldi í Valaskjálf á daginn meðan á verkfalli stendur og bað trúnaðarmaður kennara félagið þá um að æfingar færu ekki fram á skólatíma. Var einnig gagnrýnt að á æfingum færi fram kennsla í leikrænni tjáningu og framsögn, en slíkt er á aðalnámskrá grunnskóla. Leikfélagið stendur hins vegar fast á sínu og breytir ekki æfingatímanum fyrr en að afstöðnu verkfalli.    Kosningaslagur er yfirvofandi og fjögur framboð búin að skila inn listum vegna sveitarstjórnarkosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Nokkrir einstaklingar á Norður-Héraði ætla hins vegar hvorki að kjósa eitt né annað og halda því fram að sameiningin sé ólögleg. Hafði verið send stjórnsýslukæra til félagsmálaráðuneytis varðandi þetta og ráðuneytið í kjölfarið úr- skurðað sameininguna löglega. Nú er búið að senda kæru til Héraðsdóms Austur- lands og krafist ógildingar á sameining- unni. Segja menn ekki ólíklegt að úrskurð- ur verði birtur örskömmu fyrir kosninga- dag og muni það setja mark sitt á kosningabaráttuna fram undan.    Húsin þjóta upp í nýju Selbrekkuhverfi á Egilsstöðum og tvö nýleg hverfi, Keldu- skógar og Litluskógar nærri fullbyggð. Einhver bið virðist á því að framkvæmdir hefjist við byggingu 123 íbúða í Vota- hvammslandi, en þar átti í sumar að byrja gatnagerð og framkvæmdir við fyrstu hús- in að hefjast nú í haust. Það er mál manna að verktakar hafi heldur hægt á fram- kvæmdum á Egilsstöðum. Þeir vilji tengja betur framboð húsnæðis og eftirspurn og hafa tryggar í hendi hvað selst af nýbygg- ingum.    Það má ekki halda samkomu í landinu lengur án þess að samkomugestir fari í skoðunarferð að Kárahnjúkavirkjun. Um- ferð gesta þar uppfrá og þar með á Egils- stöðum er með ólíkindum, hvort sem eru norrænir ráðherrar eða nýstofnaðir saumaklúbbar. Hvernig ætli starfs- mönnum þar í efra finnist að vera ævin- lega til sýnis eins og eitt risavaxið sirk- usatriði? Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR EFTIR STEINUNNI ÁSMUNDSDÓTTUR BLAÐAMANN Miðsitjuhestar ehf.voru útnefndirhrossaræktarbú ársins í Skagafirði, á af- mælishátíð sem haldin var síðastliðinn föstudag í reiðhöllinni Svaðastöð- um í tilefni af 50 ára af- mæli Laufskálaréttar. Þá var Björn Jónsson frá Vatnsleysu valinn hesta- íþróttamaður Skaga- fjarðar. Heiðrún Ósk Ey- mundsdóttir var útnefnd hestaíþróttamaður Skagafjarðar í ung- mennaflokki, Eyrún Ýr Pálsdóttir frá Flugumýri í unglingaflokki og Sig- urlína Magnúsdóttir frá Íbishóli þótti skara fram úr í barnaflokki, segir á eidfaxi.is. Hestamenn Stjórn Minningar-sjóðs hjónannaJóns Gunnlaugs- sonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur að Bræðraparti á Akranesi hefur afhent styrki úr sjóðnum. Björgunarfélag Akraness fékk styrk að fjárhæð ein milljón kr. til kaupa á búnaði og Ólafur Ólafsson á Akra- nesi fékk 250 þúsund króna styrk en hann stundar nám í sjávar- útvegsfræðum. Á myndinni eru stjórn- armenn og styrkþegar, f.v. Guðmundur Páll Jónsson, Elín Sigrún Jónsdóttir, Guðlaug Ólafsdóttir, Björn Guð- mundsson frá Björg- unarfélagi Akraness, Ólafur Ólafsson nemi og Gísli Gíslason. Styrkir afhentir Rúnar Kristjánssonhlustaði á mál-flutning forsvars- manna grunnskólakenn- ara í Sjónvarpinu: Grunnskólinn er frá grunni gildandi í sérhvers munni, en laun þar svo lág og lífsstaðan bág að menn svelta í siðmenn- ingunni! Og Rúnar bætir við: Í grunnskólum er staðan ströng og stöðugt blæs í kaunin. Menn sitja þar við fánýt föng og fárast út í launin! Því þar við mennta þrungið bú ei þekkist nokkur glópur. En afskaplega er þar nú eiríkslegur hópur! Honum þykir lítt miða: Birgir sonur Sigurjóns semur ei með hraða. Sköpuð er til skaða og tjóns skeggjuð niðurstaða! Af verkfalli pebl@mbl.is Mývatnssveit | Undanfarna daga hafa starfsmenn MGI og BJ services A/S í Noregi verið að prófa nýja aðferð við hreins- un borhola Landsvirkjunar í Kröflu. Stálslöngu á vafnings- kefli er slakað niður í holuna að útfellingatappa, síðan er vatni dælt með miklum þrýst- ingi gegnum túrbínuknúinn bunubeini að útfellingunni og hún hreinsuð burt. Verktaki kom með Norrænu til Seyð- isfjarðar og fer þaðan aftur með næstu ferð þess. Áætl- unarferðir Norrænu auðvelda mjög slík viðskipti á Norður- og Austurlandi. Morgunblaðið/BHF Hreinsanir við Kröflu Tækni Þórshöfn | Kosið verður um fækkun sveit- arfélaga í Þingeyjarsýslum, austan Vaðla- heiðar, úr tíu í fjögur, í sameiningarkosn- ingum sveitarfélaga næsta vor. Tillaga sameiningarnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytisins fyrir svæðið var kynnt á aðalfundi Eyþings um helgina. Nefndin hefur ekki gert tillögu um sam- einingu á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem beðið er eftir niðurstöðum nefndar heima- manna um málið. Hennar er að vænta í desember. Kosið verður um sameiningu Aðaldæla- hrepps, Skútustaðahrepps, Húsavíkurbæj- ar, Tjörneshrepps og Kelduneshrepps í eitt sveitarfélag. Lagt er til að Öxarfjarð- arhreppur og Raufarhafnarhreppur verði sameinaðir sem og Svalbarðshreppur og Þórshafnarhreppur. Ekki er lagt til að Þingeyjarsveit sem til varð með samein- ingu nokkurra sveitahreppa fyrir fáeinum árum sameinist öðrum sveitarfélögum nú. Sameiningarkosningarnar verða 25. apríl á næsta ári. Aðalfundur Eyþings, sem er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum, var að þessu sinni haldinn í félags- heimilinu Þórsveri á Þórshöfn. Um sjötíu manns sóttu fundinn. Í lok fundar á föstudag var öllum boðið af Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. að þiggja léttar veitingar í hinu gamla og virðulega prestshúsi á Sauðanesi og skoða hversu vel hefur til tekist við endurbyggingu þessa elsta steinhúss í Þingeyjarsýslum. Þar er einnig að finna safn gamalla muna, ljós- mynda og fleira áhugavert frá gamla tím- anum, sem gladdi gests augað. Sveitar- félögum fækki um sex Tillaga sameiningarnefndar um Norðausturland Neskaupstaður | Tvö tilboð bárust í við- byggingu og endurbætur við Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað. Kostnaðar- áætlun vegna verksins nemur ríflega 168 milljónum króna, en tilboðin reyndust bæði töluvert hærri, annað tæplega 56% og hitt 64% yfir kostnaðaráætlun. Byggja á rúmlega 300 fermetra nýbygg- ingu við sjúkrahúsi og endurbæta eldri hlutann. Á þessu að vera lokið vorið 2006. Tilboð langt yfir kostnaðaráætlun ♦♦♦ Húsavík | Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari Fram- haldsskólans á Húsavík, afhenti nýlega Þorkeli Lindberg Þórarinssyni, forstöðumanni Nátt- úrustofu Norðaust- urlands, styrk til tækja- kaupa að upphæð 200.000 krónur. Þorkell Lindberg seg- ir styrkinn koma til við- bótar styrk frá Tækja- sjóði RANNÍS vegna kaupa Náttúrustofunnar á tækjabúnaði til grein- inga smásærra lífvera. Þar er um að ræða smásjá og víðsjá ásamt stafrænni myndavél að verðmæti alls um 1.400.000 króna. Reikn- að er með að búnaðurinn muni einnig nýtast Framhaldsskólanum í framtíð- inni, en með þessum búnaði er hægt að taka stafrænar myndir af smásæjum lífverum og nota við kennslu. Að sögn Þorkels Lindbergs hefur búnaðurinn nú þegar komið að góðum notum hjá Náttúrustofunni því þar er nú unnið að greiningu smádýra í sam- starfi við Líffræðistofnun Háskólans. Er sú vinna hluti af verkefni sem kall- ast Þróun smádýrasamfélaga í hálendistjörnum. Afhending Þorkell Lindberg Þórarinsson hjá Náttúrustofu Norðausturlands, t.v., tekur við styrk úr hendi Guðmundar Birkis Þorkelssonar. Fá tæki til greining- ar smásærra lífvera Morgunblaðið/Hafþór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.