Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 17 MINNSTAÐUR „ÞETTA er ekki skynsamlegt, en sniðugt,“ segir Logi Már Einarsson arkitekt, sem rekur arkitektastof- una Kollgátu á Akureyri, en það sem ekki er skynsamlegt en sniðugt er að hann hefur fest kaup á gömlu kartöflugeymslunni efst í Gilinu og hyggst setja stofu sína upp þar. Logi er Akureyringur, lauk námi við Arkitektaháskólann í Ósló árið 1992 og vann eftir það lengst af hjá Arkitektastofunni Úti og inni í Reykjavík en flutti sig svo á heima- slóðir að nýju og opnaði Arkitekta- stofuna Kollgátu í JMJ-húsinu við Gránufélagsgötu í byrjun þessa árs. Tildrög þess að Logi er nú á leið í kartöflugeymsluna eru þau að hann var að leita að stærra húsnæði fyrir starfsemina, Sigurður Sigurðsson hjá SS-Byggi vissi af leitinni, „en hann hafði tekið að sér að rífa kart- öflugeymsluna og viðraði þá hug- mynd við mig að ég myndi skoða að- stæður þar,“ sagði Logi. „Ég gerði það og sá strax að þarna var fram- tíðarhúsnæðið komið, þetta húsnæði er eins og teiknað fyrir mig.“ Kartöflugeymslan var byggð árið 1937 og þjónaði bæjarbúum allt fram yfir 1990 þegar hún var aflögð. „Ég lít svo á að með því að flytja starfsemi mína í þessa gömlu geymslu sé ég að bjarga menning- arverðmætum, þessi geymsla hefur örugglega bjargað mörgum fjöl- skyldum í bænum frá bráðahungri.“ Logi segir að vissulega þurfi mik- ið að gera við húsnæðið áður en hægt er að flytja inn, „endurbæt- urnar kosta auðvitað hellingspen- ing, en þetta var að mínu mati tæki- færi sem ekki var hægt að sleppa.“ Logi hefur í hyggju að lýsa framhlið væntanlegrar stofu sinnar upp, setja þar upp bekk og hafa huggu- legt í kringum sig. „Fólk getur þá hvílt sig hér á leið úr bænum,“ sagði Logi. Hann hyggst hefjast handa við breytingar nú í haust og stefnir að því að flytja inn fljótlega upp úr áramótum. „Þetta verður rosaleg vinna og eflaust hefði ég hætt við allt saman hefði ég skoðað málið vel, en það gerði ég ekki, skellti mér bara á þetta,“ segir Logi. Sennilega er Logi þekktastur fyr- ir teikningu sína að hugsanlegu há- hýsi við Baldurshaga, 12 hæða fjöl- býli fyrir aldraða, „ætli ég sé ekki alræmdur í bænum fyrir vikið,“ seg- ir hann. Skiptar skoðanir eru um ágæti hugmyndarinnar, en Logi bendir á að menn þurfi að ræða málin vel, skoða alla kosti og galla og fjalla ekki einungis um málið út frá tilfinningum sínum. „Sjálfur er ég hlynntur því að fara varlega, en bendi á að bæjarmyndir eru sífellt að breytast og að mínu mati er þetta kjörinn staður af náttúrunnar hendi fyrir hátt hús, þar sem Odd- eyrin og Brekkan mætast,“ segir Logi Már. Kollgáta í kartöflu- geymslu Stakkaskipti Útlit gömlu kartöflugeymslunnar í Gilinu mun taka stakkaskiptum nú í haust. Morgunblaðið/Kristján Kartöflugeymslan Logi Már Einarsson arkitekt við innganginn í gömlu kartöflugeymsluna í Gilinu. Ólafsfjörður | Aurskriða féll á golfvöllinn í Ólafsfirði í vatnsveðr- inu í síðustu viku og olli skemmd- um á einni braut vallarins og eyði- lagði vatnsbólið fyrir golfskálann og völlinn. Rósa Jónsdóttir formað- ur Golfklúbbs Ólafsfjarðar sagði tjónið töluvert mikið en hún treysti sér ekki til að áætla það í pen- ingum. Gríðarlegt magn af stórgrýti og aur fóru yfir 3. braut vallarins og skemmdi kvennateiginn og vatns- bólið. Rósa sagði að mikið hreins- unarstarf væri fyrir höndum og þýddi ekkert annað stórtækar vinnuvélar í það verk. Hún sagði óvíst á þessari stundu hvort klúbb- urinn fengi bætur vegna þessara skemmda. „Við reiknum ekki með að fá bætur frá Viðlagatryggingu en eigum eftir að kanna málið hjá Ofanflóðasjóði.“ Í vatnsveðrinu árið 1988 féll enn stærri skriða á völlinn, olli skemmdum á 3. og 5. braut og rann áfram niður á 9. braut. Skemmdir á golfvellinum Morgunblaðið/Gísli Kristinsson Skemmdir Skriðan sem féll úr hlíðinni ofan við golfvöllinn í Ólafsfirði olli skemmdum á vatnsbóli og einni braut. Fjórða húsið | Umhverfisráð hefur heimilað umsækjanda um lóð við Mýrarveg, verktakafyrirtækinu P. Alfreðssyni, að leggja fram á sinn kostnað tillögur að breyttu deili- skipulagi á svæðinu. P. Alfreðsson fór þess á leit við umhverfisráð að fá vilyrði fyrir svæði norðan Mýr- arvegar 115 til að reisa fjórða húsið sömu gerðar og húsin 111–115 með íbúðum fyrir eldri borgara. Auk þess er óskað eftir að Mýrarvegur verði framlengdur til norðurs til þess að væntanlegt hús tengist gatnakerfi bæjarins. Styrkbeiðni | Svanbjörn Sigurðs- son, formaður Flugsafnsins á Ak- ureyri, hefur sent inn erindi til menningarmálanefndar, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær greiði 30 milljónir króna vegna stækkunar Flugsafnsins. Menning- armálanefnd samþykkti á fundi sín- um að mynda þriggja manna vinnu- hóp um verkefnið. Nefndin samþykkti að Helgi Vilberg yrði fulltrúi nefndarinnar og óskaði jafn- framt eftir því að Minjasafnið og Flugsafnið tilnefndu hvort sinn full- trúa. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI    Reykjavík | Reykvíkingar og aðrir höfuðborgarbúar þurfa að auka notkun sína á öðrum ferðamátum en einkabílnum, þar á meðal al- menningssamgöngum og hjólreið- um, ef takast á að takmarka þann skaða sem útblástur gróðurhúsa- lofttegunda veldur, að mati Tryggva Felixsonar, framkvæmda- stjóra Landverndar. Eins og fram kom í frétt í Morg- unblaðinu í gær hefur útblástur bifreiða í Reykjavík á koltvísýringi aukist um 5% milli áranna 2001 og 2003, samkvæmt frumniðurstöðum rannsóknar Hjalta J. Guðmunds- sonar, landfræðings, og er nú verið að vinna betur úr niðurstöðunum. Mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir því að þó að loftslags- breytingar af mannavöldum séu að vissu leyti óhjákvæmilegar, þá sé hægt að koma í veg fyrir verstu mögulegu þróun, segir Tryggvi. „Það verða alltaf einhver áhrif mannsins á loftslagið, spurningin er hversu mikil, og það er í því samhengi sem það skiptir máli hvað er að gerast í Reykjavík.“ Tryggvi segir að til að bregðast við vandamálinu þurfi að skoða tvö atriði. Annars vegar samsetningu bílaflotans, og hins vegar notkun á öðrum ferðamátum en einkabílum. Mikilvægt er að endurnýjun bíla- flotans fari fram með það í huga að nýju bílarnir séu vistvænni, t.d. bílar sem nota bæði bensín og raf- magn, eða litlir og sparneytnir bílar frekar en stórir jeppar, segir Tryggvi. Segir sóknarfæri í almenningssamgöngum „Hitt viðfangsefnið er að stuðla að því að menn noti sér aðra sam- göngukosti, þetta snýst um það hvernig við komumst frá A til B. Í flestum borgum Evrópu sem eru sambærilegar við okkur í stærð þá er hlutfall almenningssamgangna á milli 20 og 40%, en hér á landi er það um það bil 4%,“ segir Tryggvi. Hann bendir einnig á að hjólreiðar séu vannýttur ferðamáti hér á landi miðað við aðrar borgir. Aðspurður hvernig hægt sé að fjölga þeim sem nota aðra ferða- máta en einkabílinn segir Tryggvi að betri hjólastígar hafi þegar skil- að einhverjum árangri. „Svo eru það almenningssamgöngurnar, þar hljóta að vera einhver sóknarfæri. Ekki getum við verið svo frábrugð- in öðrum Evrópubúum hér í Reykjavík. Auðvitað er einkabíll- inn mikilvægur, og verður það örugglega áfram, en að við séum með 4% en aðrar borgir með 20– 40%, það er ekki hægt að skýra með veðurfari eða því að Íslend- ingar séu eitthvað öðruvísi.“ Hugsa mætti almenningssam- göngur sem viðbót við einkabílinn, segir Tryggvi, í stað þess að fjöl- skyldur eigi tvo bíla þá noti þær almenningssamgöngur þegar einn bíll dugi ekki til. Einnig þurfi fólk að reyna að ganga meira, enda hátt hlutfall ferða sem eru styttri en 3 kílómetrar. Þannig mætti líka slá tvær flugur í einu höggi, hugsa um umhverfið og heilsuna á sama tíma. Aukin mengun kallar á annan ferðamáta en einkabílinn Þarf að reyna að takmarka skaðann Laugarneshverfi | Nýlegar breyting- ar á gatnamótum Sundlaugavegar og Reykjavegar annars vegar og Sund- laugavegar og Laugalæk hins vegar eru ekki nægilega vel heppnaðar, og bæta þarf við beygjuljósum til að um- ferð gangi greiðlega fyrir sig, að mati yfirverkfræðings hjá Gatnamála- stjóra. Talsverðar tafir hafa verið þegar umferð er mikil og margir vilja beygja út af Sundlaugavegi inn á Reykjaveg, og tefja þá bílana fyrir aftan þegar einungis fáir geta beygt á hverjum ljósum vegna umferðar úr gagnstæðri átt. „Það þarf að endurskoða ljósaþátt- inn, það er meira en stillingaratriði, það þarf að bæta við beygjufösum, að minnsta kosti einum ef ekki tveimur,“ segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverk- fræðingur Rekstrardeildar hjá Gatnamálastjóra. Hann segir að ekki þurfi að endurhanna gatnamótin að öðru leyti, beygjuljósin eigi að laga ástandið. Guðbjartur segir að nú sé verið að að vinna í því að breyta ljósunum, og segir að þeirri vinnu muni ljúka fljót- lega, hugsanlega á næstu tveimur vik- um, þó erfitt sé að segja nákvæmlega hvenær framkvæmdum verði lokið. Morgunblaðið/Golli Þarf beygjuljós Setja þarf beygjuljós á gatnamótum Sundlaugavegar og Reykjavegar til að gatnamótin anni umferðinni betur. Breytingar ekki vel heppnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.