Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 19

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 19 DAGLEGT LÍF Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Vilt þú komast frá amstri hversdagsleikans? Sumarbústaðir með heitum potti, aðeins klukkustundarakstur frá Reykjavík. Stærra hús sem hentar fyrir hópa og starfsmannafélög. Stórbrotið umhverfi, hestaleiga á Löngufjöru s. 435 6628, 863 6628 Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 6627, 899 6627 Við höfum svarið. Stutt í berjamó. FERÐALÖG Edda Jónsdóttir er mikilhagleikskona og var elstþeirra sem tóku þátt í vest- norrænu handverkssýningunni fyrir skömmu. Hún hannar og framleiðir töskur, veski og belti úr roði og skinni og hefur verið í allt sumar að undirbúa sig og safna í sarpinn. Hún ber aldurinn vel og segir að ef ár væru talin í reynslu þá væri hún sennilega yfir hundrað ára, svo langt muni hún aftur í tímann. Hún er stolt af því að vera að vestan og segist geta þakkað hinu vestfirska lagi sinn lífskraft. „Ég er fædd á Súgandafirði og sleit þar barnsskónum. Þar ólst ég upp í slori og fiski og það var alveg unaðslegt. Faðir minn var með út- gerð og við krakkarnir unnum í fisk- inum. Við þurftum að hafa mikið fyr- ir lífinu og ég vandist því snemma að bjarga mér sjálf. Viðkvæðið í mínum firði hefur alltaf verið: „Við björgum okkur.“ Einhvers staðar stendur að mikið sé geð guma sem alast upp í landi mikilla sanda og mikilla sæva, og vissulega var særinn alltumvefj- andi á mínum bernskuslóðum.“ Bræðurnir hlýri og steinbítur Edda segir að Súgandafjörður hafi af gárungunum í næsta firði oft verið kallaður Steinbítsfjörðurinn. „Þetta var út af því að frjósemin var svo mikil hjá okkur á Súgandafirði að þeim í Önundarfirði blöskraði alveg. Steinbíturinn er náttúrulega svo holl- ur og mikið fjörefni í honum sem varð til þess að fólkið tímgaðist svona vel.“ Edda notar einmitt steinbítsroð í þær vörur sem hún býr til og þannig tengir hún sig að nýju við sjóinn. „Ég nota mikið hlýra sem er bróðir stein- bítsins, en þeir eru báðir af sæúlfa- ættkvísl. Mér finnst steinbítsroðið enn fallegra en það er erfiðara að fá það. Svo nota ég líka laxaroð og roð af vatnakarfa frá Afríku.“ Edda skeytir saman roði og lambsleðri í því sem hún er að gera og eins notar hún ítalskt góbelín með sauðsleðrinu sem hún fær frá Akureyri. Ég var sett í úreldingu Edda starfaði sem kjólameistari mest af sinni starfsævi en hún út- skrifaðist sem kennari þegar hún var 62 ára. „Ég kenndi við unglingadeild- ina í Ölduselsskóla og mér fannst ég komin heim þegar ég byrjaði að kenna, ég kunni svo vel við mig í því starfi. Átta árum síðar, þegar ég varð sjötug, var mér sagt að fara heim, ég mátti ekki kenna lengur vegna ald- urs. Ég var semsagt sett í úreldingu. En ég var eins og nýsmíðaður og fínn togari og nýkomin úr námi. Ég sætti mig ekkert við að vera sett í úreld- ingu svona vel á mig komin, svo ég skellti mér til Danmerkur og fór að læra leðursmíði hjá Helle Frydkjær og skinnasaum hjá Elsu Nordenkjær Hvolbæk. Ég fór út í nokkur skipti og sótti þar námskeið og hef verið að hann og sauma þessar vörur síðan. Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni og það er aldrei of seint að nota heilasellurnar. Heilinn starfar svo vel ef maður heldur honum við. Ég held mínum heila meðal annars við með því að leysa eina krossgátu á dag og þannig held ég líka orðaforðanum í þokkalegu lagi.“ Fer mínar eigin leiðir Edda var einn af stofnendum Gallerýs Hnoss ásamt nokkrum ungum listamönnum og seldi sín- ar vörur þar á tímabili, en vegna veikinda manns síns dró hún sig í hlé og hefur selt vörurnar heima hjá sér síðan. „Ég á marga góða viðskiptavini sem muna eftir mér og ég sauma oft sérstaklega fyrir þá. Ég er að þessu fyrst og fremst til að skemmta mér og ég fer mér hægt og vanda mig vel við hvern hlut. Þetta er engin fjöldaframleiðsla hjá mér og ekkert flaustur í akk- orðsvinnu. Fyrir vikið eru aldrei tveir hlutir eins og ég nenni ekki að gera eins og allir hinir. Ég verð að fara mínar eigin leiðir.“ Börn eru mjög vitur Edda á fjögur börn en hún hefði helst viljað eignast tólf börn. „Ég hefði svo gjarnan viljað eiga eins og eitt dúsín af börnum af því ég elska börn. Ömmustelpan mín spurði mig um daginn hvað fólk yrði yfirleitt gamalt og þegar ég sagði henni að á Íslandi væri meðalaldur um 75 ár, þá dæsti hún og sagði: „Hvers vegna eru mennirnir svona vondir hver við annan og lifa ekki nema í 75 ár? Hvernig tíma þeir að fara svona illa með þessu fáu ár?“ Þetta sýnir svo vel hversu miklir heimspekingar börn eru og við ættum oftar að hlusta á þau.“ Edda ákvað strax á unglingsaldri að verða barnasálfræðingur en örlög- in höguðu því þannig að af því varð ekki. „En loksins þegar ég lauk námi í Kennaraháskólanum fann ég að ég var á réttri hillu. Kennarastarfið er það unaðslegasta sem ég hef unnið við.“  HÖNNUN | Elsti þátttakandinn á vestnorrænu handverkssýningunni Hún er ekkert venjuleg, enda er hún að vestan. Edda Jónsdóttir er á níræðisaldri og hvergi bangin. Hún hefur nóg að gera og geislar af krafti og hlýju. Hún sagði Kristínu Heiðu Kristinsdóttur frá slori, steinbít og öðru skemmtilegu. Morgunblaðið/Golli Edda í básnum sínum á handverkssýningunni: Vestið með hlýraroðinu sem hún klæðist hannaði hún og saumaði sjálf. khk@mbl.is Með vestfirskt blóð í æðum Sagan á bak við EddunafniðEdda var aldrei skírð Edda. Húner skírð Guðrún Guðfinna. Enhvers vegna er hún þá alltaf kölluð Edda? Hún svarar því með eft- irfarandi sögu: „Fyrir langalöngu bjuggu ung hjón í dal í þröngum firði vestur á fjörðum. Konan átti von á barni og eina nóttina dreymir hana að til hennar kemur mikilúðleg kona sem biður hana að koma sér til hjálpar því dóttir sín sé í barns- nauð. Hún segir hana ekki geta fætt barnið nema mennsk kona hjálpi henni. Ungu konunni finnst sem hún fari á fætur, hún fer í skinnskóna sína, dregur á sig þrí- hyrnuna og fer með konunni. Þær koma að stórum steini þar sem konan bankar og upp ljúkast dyr. Þær koma í hreina og fallega bað- stofu og þar finna þær ungu kon- una í barnsnauð. Mennska konan fer um hana höndum og hjálpar henni og í heiminn kemur mikið og fagurt sveinbarn sem hún laugar. Að þessu loknu segir konan sem sótti hana: „Við mæðgurnar erum ekki efnaðar en þó vil ég launa þér eins og ég best get. Barnið sem þú berð undir belti mun verða stúlku- barn og þú skalt láta það heita Edilríði, það nafn kemur frá okkur hér í álfheimum og þessi stúlka mun verða gæfumanneskja.“ Að því búnu kveðjast þær. Um morguninn vekur bóndi mennsku konuna og segir: „Ósköp sefur þú fast.“ Hún svarar því til að hana hafi dreymt svo sérkenni- legan draum og hún sest á rúm- stokkinn til að segja bónda sínum drauminn. Þá verður henni litið á skóna sína og hún sér að þeir eru döggvotir og svo var einnig um þríhyrnuna hennar. „Þetta hefur þá ekki verið draumur,“ segir kon- an. Í fyllingu tímans fæðir hún stúlkubarn og hún er skírð Guðrún Edilríður en hún var langamma mín,“ segir Edda með virðingu. „Þessi langamma mín með álfa- nafnið komst á tíræðisaldur og var gæfusöm alla sína tíð. Hún dó í sömu viku og ég fæddist og ég átti að heita eftir henni en presturinn neitaði að gefa mér nýfæddri svo forneskjulegt nafn. Ég fékk því millinafnið Guðfinna í staðinn en það er komið frá ömmu minni. En þótt ég hafi verið skírð Guðrún Guðfinna kallaði mamma mig aldr- ei annað en Eddu, sem er í raun styttingu á nafninu Edilríður. Ég hafnaði Guðrúnar- og Guðfinn- unöfnunum alveg þar til um ferm- ingu að ég tók þau í sátt og mér þykir mjög vænt um þau, enda voru langamma mín og amma góð- ar konur. En ég er aldrei kölluð annað en Edda og eftir að ég fór að fást við handverkið þá er Edda líka vörumerkið mitt.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.