Morgunblaðið - 28.09.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 23
BANDARÍKJAMENN taka
ferðamönnum vel og meta að
verðleikum menningarlegt, vits-
munalegt og persónulegt fram-
lag þeirra námsmanna og kaup-
sýslumanna sem til landsins
koma. Í sögunnar rás hefur
milljónum innflytj-
enda og ferða-
manna verið vel
tekið í Bandaríkj-
unum. Samskipti
Bandaríkjamanna
og þegna annarra
ríkja hafa orðið til
þess að koma á
gagnkvæmum
skilningi og var-
anlegri samvinnu
milli þjóða okkar
og siðmenninga.
Þessi tengsl hafa
bætt og auðgað
bandarísku þjóðina
sem sækist ætíð
eftir að fagna þeim
sem heimsækja
land okkar.
En eins og ör-
yggismálum er nú
háttað þarf sífellt
að leitast við að
auka öryggi þeirra
sem búa, starfa og
ferðast í Banda-
ríkjunum. Af þessu
tilefni hafa banda-
rísk stjórnvöld
gripið til ýmissa ráða í samvinnu
við önnur ríki í því að færa
ferðagögn og aðferðir inn í staf-
rænu öldina. Alheimskerfi um
öryggi ferðagagna gerir þau
öruggari og betur varin fyrir
fölsunum og misnotkun hryðju-
verkamanna, eiturlyfjasala og
þeirra sem hafa illt í hyggju.
Ferðamönnum frá löndum
sem undanþegin eru árit-
unarskyldu (VWP), þ.á m. frá
Íslandi, er heimilt að dvelja í
Bandaríkjunum í allt að 90 daga
án vegabréfsáritunar að því til-
skildu að þeir uppfylli þau skil-
yrði sem í þessu felast. Ferða-
menn án vegabréfsáritunar
munu kynnast nýju ferli á
næstu vikum þegar Bandaríkin
bæta og uppfæra öryggisþætti
við landamæri sín.
Ferðamenn sem koma til
Bandaríkjanna án vegabréfs-
áritunar sér til skemmtunar eða
í viðskiptaerindum kynnast
fyrstu breytingunni 30. sept-
ember. Þegar þessir ferðamenn
koma á flugvelli eða í hafnir
verða þeir skráðir í svonefnda
heimsóknarskrá (US-VISIT
program). Í þessari skrá er not-
uð bleklaus, stafræn skönnun
fingrafara og stafræn ljósmynd
til að bera saman mynd ferða-
manns sem fengið hefur vega-
bréfsáritun hjá sendiráðum og
ræðismönnum Bandaríkjanna
erlendis. Öll gögn, sem aflað er
fyrir heimsóknarskrána, eru
tryggilega varðveitt og hafa ein-
ungis viðurkenndir starfsmenn
bandarískra yfirvalda sem
starfa að öryggi og vernd
bandarískra ríkisborgara og er-
lendra ferðamanna aðgang að
þeim.
Ríkisborgarar þeirra landa
sem undanþegin eru árit-
unarskyldu en ferðast hafa með
vegabréfsáritun eftir 5. janúar
2004 hafa þegar kynnst þessu
skjótvirka og auðvelda ferli. Síð-
an heimsóknarskráning (US-
VISIT) var innleidd hafa tæpar
8 milljónir ferðamanna farið um
kerfið. Til þessa hefur kerfið
gert bandarískum yfirvöldum
kleift að hindra komu rúmlega
600 afbrotamanna og þeirra sem
brotlegir eru við innflytjenda-
löggjöfina.
Frá 26. október í ár þurfa
ferðamenn án vegabréfsáritunar
einnig að hafa vegabréf sem
hægt er að lesa
vélrænt til að fá
inngöngu í Banda-
ríkin. Í vegabréfi
sem lesa má vél-
rænt eru lífsýni í
sérhæfðu formi en
þau uppfylla al-
þjóðlega staðla um
innihald og hönn-
un. Ferðamenn
með vegabréf sem
ekki hafa tvær
tölvulesanlegar lín-
ur (optical type-
face lines) neðst á
síðunni þar sem
ljósmyndin er
skulu hafa sam-
band við Útlend-
ingastofnun og
óska eftir að fá
vegabréf sem lesa
má vélrænt áður
en lagt er í ferð til
Bandaríkjanna án
vegabréfsáritunar.
Í október 2005
verður bætt við ör-
yggisþætti í al-
þjóðleg ferðaskil-
ríki farþega frá löndum sem
undanþegin eru vegabréfsárit-
un. Notaður verður alþjóðlegur
staðall sem Alþjóðaflug-
málastofnunin, Bandaríkin og
þau ríki sem undanþegin eru
áritunarskyldu hafa samþykkt
og verða þá innleidd lífkenni
(biometric indicators,) og notk-
un andlitsauðkenna (facial re-
cognition technology) við vega-
bréfin. Þannig er kleift að bera
saman vegabréfið og handhafa
þess á óvefengjanlegan, sjón-
rænan og tölvuvæddan hátt.
Í vegabréfum með lífkennum
verður tölvuflaga með stafrænni
mynd af handhafa þess. Landa-
mæraverðir geta lesið gögn úr
tölvuflögunni sem verða síðan
borin saman á rafrænan hátt við
stafræna ljósmynd af handhafa
vegabréfsins. Ferlið er nákvæm-
ara en núverandi aðferðir við
samanburð á hver handhafi
vegabréfsins sé og hver sýndur
er á sjálfu vegabréfinu. Viðbót
lífkenna verður enn einn þáttur
í að hindra falsanir á vegabréf-
um og þjófnað á ferðaskilríkjum.
Þar sem þessum breytingum
er komið á stig af stigi ættu þær
að bæta tæpri mínútu við núver-
andi inngönguferli í Bandaríkin.
Nokkrir vankantar gætu komið í
ljós á breytingatímanum en ég
vona að Íslendingar og aðrir
sem heimsækja Bandaríkin
muni styðja okkur í þessari við-
leitni við að bæta árangur landa-
mæravörslu til hagsbóta fyrir
alla ferðamenn og ríkisborgara
okkar.
Til að afla frekari upplýsinga
um undanþágu frá vegabréfs-
áritun og aðrar reglur um ferða-
lög til Bandaríkjanna er bent á
heimasíðu sendiráðsins,
www.usa.is, eða ferðasíðu utan-
ríkisráðuneytisins, www.trav-
el.state.gov.
Farþegar án vega-
bréfsáritana leggja
Bandaríkjunum lið
við að auka öryggi
um allan heim
James I. Gadsden fjallar
um ferðamál Íslendinga til
Bandaríkjanna
James I. Gadsden
’En eins og ör-yggismálum er
nú háttað þarf
sífellt að leitast
við að auka ör-
yggi þeirra sem
búa, starfa og
ferðast í Banda-
ríkjunum.‘
Höfundur er sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi.
nnar fyrir
Morg-
ví að
t ein-
m þáttum í
þetta allt
brotið
þá sam-
því, alveg
ulífið hef-
a verk-
ssu til-
arlega að
ásamt rík-
ta og
rkynning
ð fyrir.
ngar í
með hin-
ldrei með
þessum hætti. Nú er þetta á rík-
isstjórnargrundvelli og Frakkar
hafa síðasta orðið með valið; við er-
um ekki að troða okkur inn á þá,
heldur hefur þeim verið kynnt hvað
er í boði og velja sjálfir.“
Sveinn segir óvenju mikið hafa
verið fjallað um Ísland í frönskum
fjölmiðlum upp á síðkastið. „Það
gleður okkur og sýnir okkur að allt
er þetta ómaksins vert. Ísland er á
kortinu. París er gömul heimsborg
menningar og hér keppast menn um
athygli alveg stanslaust og sjálfsagt
líta um 200 þjóðir okkur öfund-
araugum vegna þess að við fáum
þetta tækifæri. Við erum nefnilega á
bestu stöðunum; atburðirnir fara
fram þar sem fólk veit að ekki er
boðið upp á annað en eitthvað sem
hefur gildi. Við erum í bestu tón-
leikahöllunum, á góðum stöðum í
söfnum eins og hér. Það skiptir gríð-
arlega miklu máli að við séum ekki
að pukrast í einhverjum hornum,“
sagði Sveinn Einarsson.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra flutti ávarp fyrir hönd ut-
anríkisráðherra, Davíðs Oddssonar,
í gærkvöldi. „Við, sem störfum að
því að fá Frakka til að ferðast til Ís-
lands, teljum okkur þekkja hug-
myndir Frakka um Ísland. Þar leik-
ur náttúra landsins okkar stórt
hlutverk, ísinn og eldurinn; jökl-
arnir, hraunið, fjöllin og heita vatn-
ið. En þeir sem ferðast um land okk-
ar hljóta að komast í snertingu við
menningu okkar og sögu,“ sagði
Sturla. „Við Íslendingar erum, eins
og Frakkar, stoltir af landi okkar og
menningu og í auknum mæli reyn-
um við að gera menningu okkar
sýnilega og aðgengilega til að ferða-
menn fái notið hennar. Við viljum
halda á lofti því sem gerir þjóð okk-
ar sérstaka, – bæði í augum þjóð-
arinnar sjálfrar og þeirra sem sækja
hana heim. Fjölmargir ferðamenn
koma árlega til Íslands og þeim hef-
ur fjölgað ár frá ári. Aukning sem
nemur 10–15% milli ára er einstök í
Evrópu.“
Vísindin efla alla dáð
Það var svo Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
sem opnaði vísindasýninguna og
lýsti jafnframt menningarkynn-
inguna formlega opnaða. „Við erum
þakklát fyrir að fá þetta stórkost-
lega tækifæri til að sýna ykkur
margt af því besta sem við höfum
upp á að bjóða og ég vil þakka
frönskum stjórnvöldum góða sam-
vinnu við að láta þennan draum
verða að veruleika,“ sagði Þorgerð-
ur Katrín meðal annars.
„Vísindin eru í öndvegi á sýning-
unni sem nú er að hefjast hér í þessu
glæsilega safni. Við erum stolt af
henni enda í fyrsta sinn sem Ísland
heldur jafnviðamikla kynningu á
vísindum sínum og tækniþekkingu.
Vísindi okkar eru orðin að mik-
ilvægri útflutnignsvöru og fyrirtæki
okkar eru leiðandi í sumum greinum
– til dæmis á sviði erfðafræðirann-
sókna.“
Hún sagði ennfremur: „Það er
hins vegar ekki síður við hæfi að
samhliða opnun sýningarinnar hefj-
ist viðamikil menningarkynning.
Vísindi og menning tvinnast
nefnilega víða saman í sögu sam-
skipta Íslands og Frakklands.
Má þar nefna Íslandsleiðangur
franska vísindamannsins Josephs
Pauls Gaimards á fyrri hluta
nítjándu aldar. Með í för voru
franskir listamenn og vísindastarf
Gaimards hafði sterk áhrif á ís-
lenska listamenn. Þessi leiðgangur
varð einu helsta skáldi Íslendinga,
Jónasi Hallgrímssyni, yrkisefni eins
og lesa má um í ljóði sem ort er til
Gaimards þar sem skáldið bendir
réttilega á að vísindin efla alla dáð –
en það varð síðar að kjörorði Há-
skóla Íslands,“ sagði mennta-
málaráðherra.
enningar- og vísindakynningar sem stendur í hálfan mánuð í París
g
i
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
aði jakann ásamt Sigríði Snævarr sendiherra. Hér afhendir Sturla Jacques Cuchard,
jakann formlega. Aðrir á myndinni eru, frá vinstri, Cherif Khaznadar, verkefnis-
arinnar fyrir hönd Frakka, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Snævarr.
Íslenska menningarkynningin í París var opnuð með fjölbreyttri dagskrá og líflegri í gærkvöldi.
skapti@mbl.is