Morgunblaðið - 28.09.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 27
MINNINGAR
leyfði – um viðfangsefni þeirra og
áhugamál. En hann gerði meira.
Hann sagði þeim frá þeim vanda,
sem hann var sjálfur að glíma við
sem forystumaður í þjóðmálum og
leitaði oft álits þeirra á málefnun-
um. Með þessari einlægni ýtti hann
undir kunnáttu þeirra að glíma við
úrlausnir mála og jók á sjálfstæði
og reyndar sjálfstraust barnanna.
Þau voru þó aldrei hólmuð af með
boði og banni. Heldur nutu þau
hollra ráða, trausts og frelsis til
þess að ráða málum sínum sjálf. Val
á námi, félagslífi og ráðstöfun frí-
stunda var þeirra mál. En þau
kunnu líka að meta umhyggju for-
eldranna.
Þótt ég vitni þarna í þá rækt-
arsemi Ólafs að opna börnum sínum
sýn á eigin viðfangsefni og leita
álits þeirra um þau er ég ekki að
gera hans hlut í uppeldinu meiri en
húsfreyjunnar. Sannleikurinn er sá
að hún átti þar sjálfsagt drýgri hlut
en Ólafur, m.a. vegna anna hans og
stöðugs álags sem á honum hvíldi.
Þannig mun og verið hafa um önnur
börn og unglinga í hverfi okkar í
Vesturbænum.
Þessi lífsbragur á heimili Ingi-
bjargar átti án efa drjúgan þátt í
því að þroska skapferli hennar og
skapa henni sjálfstæði í orðum og
gerðum. Hún vandi sig á það að
taka rökhugsaða og ærlega afstöðu
til þeirra mála, sem á daga hennar
drifu.
En ekki voru þó allir þættir í kar-
akter hennar lærðir eða innrættir.
Ég hygg að segja megi um Ingi-
björgu að fágæt hlutlægni hennar
hafi verið henni í blóð borin, – verið
í genunum. Sú framganga sem þeim
eiginleika fylgdi, entist henni allt
lífið og kom fram í skynsemi og
kjarki. Við kynntust fljótt einbeitni
hennar og festu, heimaríkir strák-
arnir í hverfinu.
Ég minnist þess t.d. á æskuárum
þegar krakkaskarinn var að leikj-
um, var hlustað vel á Imbu. Hún
hafði talsverð áhrif á hópinn. Og ef
okkur strákunum sinnaðist við hana
stóð hún ósmeyk uppi í hárinu á
okkur, – þótt ung og grannvaxin
væri. Hyggilegt var að troða henni
ekki um tær. Reyna heldur að hafa
hana með sér. Ella fengust orð í
eyra eða nokkrar beittar háðsglós-
ur.
Þetta eru auðvitað ævagamlar og
gildislitlar minningar. Og þó.
Kannske var þarna að mótast sú
sterka og rólega kona, sem Ingi-
björg varð fullþroska. Gætin, rök-
föst og ódeig. Það einkenndi hana í
öllu – alla ævi.
Ingibjörg Ólafsdóttir átti rætur
sínar að rekja í miðbæ Reykjavíkur.
Móðir hennar var fædd í Tjarn-
argötu 3, þar sem þá var heimili for-
eldra hennar, Mörtu Maríu Péturs-
dóttur (Guðjohnsen) og Indriða
Einarssonar rithöfundar. Þetta hús
byggði ömmubróðir Ingibjargar,
Ludvig Knudsen. Og Ólafur Thors
ólst upp í veglegu húsi Thors Jen-
sens, austan Tjarnarinnar.
Heimilið í Garðastræti bar með
sér blæ og anda þessara heimkynna
þeirra Ólafs og Ingibjargar. Hús-
freyjan ólst upp við umræður um
stjórnmál. Faðir hennar sat um
skeið á Alþingi og sama er að segja
um afa hennar. Pétur Guðjohnsen,
sem var þingmaður fyrir Kjós og
Gullbringur – eins og maður henn-
ar, Ólafur varð síðar. Fjölskyldan
studdi á sinni tíð Landvarnarmenn
og síðar gamla Sjálfstæðisflokkinn.
En fleiri þættir íslenskrar menn-
ingar skutu rótum í Garðastrætinu
en sjálfstæðisbaráttan. Tónlistar-
andinn frá fyrri kynslóð átti sér þar
frjóan jarðveg. Ingibjörg húsfreyja
naut góðs af því alla ævi hve vel var
hlúð að tóngáfu hennar. Hún lék á
píanó og valdi þá oft verk Chopins
og Schumans. En hún glímdi líka
við önnur hljóðfæri. Ég rak upp
stór augu eitt sinn í heimsókn hjá
Thor og Imbu. Ingibjörg var þá að
æfa sig að leika á sög. Ég hélt að
slík verkfæri væru aðeins til þess að
saga sundur spýtur. Og ekki minnk-
aði undrunin þegar við heyrðum þá
þýðu tóna, sem komu frá þessu ólík-
lega hljóðfæri. Ingibjörg brosti til
okkar unglinganna svolítið kímin á
svip. Hún vildi vera ein af okkur.
Svo var þarna ótrúlegur gesta-
gangur. Fékk Ingibjörg Ólafsdóttir
að kynnast mörgu fólki sem settu
svip á samtíðina. Auk stjórnmála-
manna komu þarna rithöfundar,
fræðimenn og geistlegir prelátar.
Og aðrir komu að leita sér ráða og
aðstoðar í lífsbaráttunni. Engum
var úthýst né látinn fara bónleiður.
Þarna opnaðist Ingibjörgu þver-
skurður af þjóðfélaginu. Næm og
athugul eins og hún var jók hún við
mannþekkingu sína með því að
hlýða á gestina tjá sig um dæg-
urmálin eða lýsa vandamálum sín-
um. Hvernig yrði best úr þeim
leyst?.
Ekki vil ég hlaða oflofi á Ingi-
björgu. En verð að segja það að á
langri ævi hef ég fáum kynnst sem
mér finnst að hafi jafnast á við
færni hennar að greina aðalatriði
frá aukaatriðum. Og hún fylgdi
skoðunum sínum eftir og tjáði þær
hvernig sem viðmælendum líkaði –
væri eftir því leitað.
Að loknu framhaldsnámi unglinga
hóf Ingibjörg nám í Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Þaðan lauk hún
prófi með láði og lofsamlegum vitn-
isburði skólastjórans.
Fjölhæfni og hógværð Ingibjarg-
ar átti vissulega þátt í vinsældum
hennar meðal unga fólksins. Það
var því að líkum að forystumenn
ungra sjálfstæðismanna lögðu að
henni að gerast þátttakandi í stjórn
samtaka þeirra. En til þess var hún
ófáanleg, þótt hún styddi stefnu
þeirra og hugsjónir. Ég hef stund-
um velt því fyrir mér hvort henni
hafi fundist pólitíkin hafa tekið
nægilegan toll á heimili hennar.
Vissulega hefur það verið sárt að
lesa og heyra ósönn árásarorð um
föður hennar frá ódrengilegum and-
stæðingum. Slíkt tíðkaðist þá – en
hefur sem betur fer skánað – bar-
áttan hefur orðið málefnalegri og
gaspur minnkað. Hún hefur ef til
vill séð fyrir sér að illyrðin yrðu
markleysa og að þjóðin myndi virða
og þakka störf Ólafs Thors, sem hóf
nýsköpun efnahags- og atvinnuvega
og leiddi þjóðina til bjartari fram-
tíðar.
Við Thor bróðir hennar áttum
samleið í MR um þessar mundir.
En svo varð dúett okkar að tríói, er
skólabróðir okkar og granni, Þor-
steinn Gíslason gekk til liðs við okk-
ur. Saman var farið á skólaskemmt-
anir, skíðaferðir á Kolviðarhól,
bílferðir í Borgarfjörð og margt
annað. Þær voru þá orðnar góðar
vinkonur, Ingibjörg og Sigrún, sem
síðar varð kona mín. Hún átti heima
í nágrenninu, svo skammt var á
milli okkar. Við Þorsteinn þurftum
því ekki að leita langt að konuefn-
um. Þessi hópur og Stefanía
Bjarnadóttir, sem bjó á Galtafelli
við Laufásveg hélt vel saman á
æskuárunum og fór svo að við þre-
menningarnir gengum að eiga þess-
ar vinkonur okkar, sem ég nefndi.
Þorsteinn Gíslason lagði stund á
verkfræðinám í Bandaríkjunum. Að
því loknu starfaði hann við verk-
fræðistörf hér heima. Þau Ingibjörg
fluttu síðan til Bandaríkjanna,
bjuggu m.a. í Saint Louis um skeið.
En síðar tók Þorsteinn við starfi
framkvæmdastjóra Coldwater, sem
er eign Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna. Þau hjón eignuðust tvo
syni, Þorstein og Ólaf. Þeir luku
báðir háskólanámi og búa í Banda-
ríkjunum. Þeir hafa ætíð verið móð-
ur sinni stoð og stytta, ekki síst að
undanförnu er þungur sjúkdómur
lagðist á hana. Þeir hafa launað
henni kærleiksríkt uppeldið.
Eftir að þau hjón skildu, hélt
Ingibjörg áfram störfum sínum hjá
Coldwater. Þar vann hún þýðing-
armikil ábyrgðarstörf sem bæði
urðu fyrirtækinu til gagns og henni
sjálfri og landi hennar Íslandi til
sóma. Hagsýni hennar og samn-
ingalagni hefur trúlega styrkt stöðu
fyrirtækisins.
Ekki slitnaði samband okkar
hjóna við Ingibjörgu þótt hafið
skildi á milli okkar. Við heimsóttum
hana í Boston og hún kom til okkar
er hún kom til landsins. Mikill fjöldi
bréfa og símtala fór milli þeirra Sig-
rúnar og ég á líka mörg bréf frá
Ingibjörgu. Þau eru gagnorð og
skemmtileg, eins og hún var sjálf.
Gamli vinahópurinn í nágrenni
æskuheimilis Ingibjargar er nú orð-
inn fámennur. En ég flyt þó sonum
Ingibjargar og öllu fjölskyldufólki
hennar einlægar kveðjur og velfarn-
aðaróskir okkar hjóna, systkina
minna, þeirra Þorbjargar, Guð-
mundar og Péturs. Einnig þeirra
Finnboga Guðmundssonar og Sig-
ríðar Kjaran.
Öll blessum við minningu hennar
og þökkum langa og trygga vináttu.
Ásgeir Pétursson.
Kvödd er merkiskona, Ingibjörg
Thors.
Kynni mín af Ingibjörgu hófust
árið 1984 er ég tók við forstjóra-
starfi Coldwater Seafood Corp. í
Bandaríkjunum. Starfaði hún þá á
skrifstofu fiskiðnaðarverksmiðjunn-
ar í Everett, Boston. Var Ingibjörg
þá þegar búin að koma mikið við
sögu fyrirtækisins eða allt frá því að
eiginmaður hennar, Þorsteinn
Gíslason verkfræðingur, var ráðinn
forstjóri þess árið 1962. Leiðir
þeirra skildu árið 1976 en Ingibjörg
starfaði áfram hjá fyrirtækinu allt
til ársins 2000 er hún lét að störf-
um.
Eigi er ofmælt þótt sagt sé að
enginn annar hafi starfað hjá eða
lagt Coldwater lið í jafnlangan tíma
og Ingibjörg. Eða í um 40 ár. Það
er langur tími í sögu fyrirtækis.
Ingibjörg þekkti innviði fyrirtæk-
isins vel og ekki hvað síst það um-
hverfi, Bandaríkin, sem starfað var
í. Umfang Coldwater á bandaríska
fiskmarkaðinum var þá og er enn
mikið. Það er því þýðingarmikið að
sérhvert starf á ábyrgðarsviði sé vel
skipað.
Í þeim efnum skipaði Ingibjörg
sterkan og virðulegan sess. Hún
fjallaði af þekkingu og reynslu um
þau verkefni sem henni voru falin.
En segja má að allt frá 1962 hafi
hún komið víða við sögu í starfsemi
Coldwater. Um árabil voru störf
hennar einkum tengd verksmiðj-
unni í Everett og fjallaði hún um
innkaup og móttöku fiskafurða,
ásamt fleirum, víðsvegar að. Sam-
starf hennar og Rick Gordon, fram-
kvæmdastjóra í Everett, var með
eindæmum gott. Sendar eru inni-
legar samúðarkveðjur til ættingja
frá samstarfsfólkinu í Everett.
Í störfum sínum í Everett átti
Ingibjörg mikil samskipti við áhafn-
ir íslensku farskipanna, sem komu
með frystar sjávarafurðir frá Ís-
landi. Fagnaði hún löndum sínum
vel. Naut Ingibjörg mikilla vinsælda
hjá þeim. Taugin við heimahagana,
Ísland, var sterk þótt hún hefði
dvalist vestra mestan hluta ævi
sinnar.
SJÁ SÍÐU 28
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Englasteinar
Legsteinar
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EYJÓLFUR GUÐSTEINSSON
kaupmaður,
Brekkugerði 11,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mið-
vikudaginn 22. september, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju miðvikudaginn 29. september
kl. 13.30.
Þóra Hjaltalín,
Svava Eyjólfsdóttir, Karl Þór Sigurðsson,
Erna Eyjólfsdóttir, Tryggvi Bjarnason,
Guðsteinn Eyjólfsson, Margrét Sigurðardóttir
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ELÍNAR SIGRÍÐAR JAKOBSDÓTTUR,
áður til heimilis í
Hraunbæ 103,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Dvalar-
heimilisins á Blesastöðum á Skeiðum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra M. Halldórsdóttir.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
ANNE F. KRISTINSSON,
Reynimel 90.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á frúar-
gangi elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Ingibjörg Þórarinsdóttir,
Kristinn Jón Bjarnason,
Þórarinn Bjarnason, Erna Björnsdóttir
og barnabarnabörn.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is
SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98