Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 34
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Í dag er fullt tungl í merkinu þínu,
svo þú gætir verið full tilfinn-
inganæm/ur. Reyndu að lenda ekki í
átökum við aðra. Slappaðu af.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú verður að sýna samstarfsfólki
þínu og viðskiptavinum þolinmæði.
Það er fullt tungl og það gæti skapað
erfiðar aðstæður á vinnustað. Taktu
á honum stóra þínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er ekki þess virði að vera að
pirra sig út í vini sína í dag. Enginn
er fullkominn og við þurfum öll vini.
Þú verður að læra að taka vinum þín-
um einsog þeir eru.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú munt líklega lenda í valdabaráttu
við yfirmann eða foreldri í dag.
Reyndu að lenda ekki í þeirri leið-
inlegu aðstöðu. Ef aðrir eru að ganga
yfir þig hlauptu þá bara í burtu og
láttu sem ekkert sé.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ekki reyna að verja stjórnmála- og
trúarlegar skoðanir þínar í dag. Mis-
jafnar skoðanir munu takast á í dag!
Bíddu í nokkra daga með að ræða
það sem er mikilvægt fyrir þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fulla tunglið lendir ekki jafn harka-
lega á þínu merki og hinna í dag.
Hins vegar finnst þeir einhver pen-
ingamál vera komin í hnút, og þeim
skaltu greiða úr hið snarasta.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Fulla tunglið í dag er beint á móti
merkinu þínu. Þess vegna skaltu ekki
vera með neina frekju í dag, og ekki
reyna að sannfæra fólk um að þú haf-
ir rétt fyrir þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki stofna til uppreisna á vinnustað
í dag með því að reyna að koma þínu
fram. Þetta er ekki rétti dagurinn.
Nú er það kurteisin sem virkar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Foreldrar verða að vera þolinmóðir
við börnin sín. Ekki lenda í valdabar-
áttu. Vini gæti langað að rífast smá-
vegis, en ekki láta það eftir honum.
Haltu áfram að brosa.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fulla tunglið í dag krefst þolinmæði
og tillitssemi, sérstaklega þegar kem-
ur að fjölskyldumeðlimum, for-
eldrum, yfirmönnum og jafnvel lög-
reglunni. Mundu bara að það þarf tvo
til að slást.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Einhver óhöpp munu gerast í dag.
Passaðu þig þegar þú ekur, gengur
eða hjólar. Fulla tunglið gerir fólk
óábyrgt og þar á meðal þig.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að komast hjá því að rífast
um peninga við fólk í dag, ekki held-
ur um eignir. Þú getur stefnt ein-
hverjum seinna ef þig langar en
þetta er ekki góður dagur til að
þræta.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vog
Afmælisbörn dagsins:
Hafa mjög mikið aðdráttarafl og laða
að sér fólk. Að hluta til þar sem þau
eru rómantísk og með góðan smekk.
Fólki þykir auðveldlega vænt um það og
þau eru bestu vinir sem hægt er að
hugsa sér. Þau ættu að reyna að vera
meira ein þetta árið og það mun gefa
þeim tækifæri til að læra eitthvað mjög
mikilvægt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 heimkynni guð-
anna, 8 höggva, 9 skyld-
menni, 10 fálátu, 11 litlu
mennirnir, 13 kvabba,
15 óvættur, 18 éta,
21 rödd, 22 hrópa,
23 styrkir, 24 skyndilega.
Lóðrétt | 2 hræðsla, 3 fugl,
4 angan, 5 mergð, 6 far,
7 hey, 12 greinir, 14 bók-
stafur, 15 árna, 16 blóð-
sugan, 17 vofu, 18 hvell,
19 heiðarleg, 20 siga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 bölva, 4 sefar, 7 gotan, 8 ólatt, 9 inn, 11 rönd,
13 mana, 14 ætinu, 15 þræl, 17 nefs, 20 kal, 22 galli,
23 iðnað, 24 lærði, 25 dáður.
Lóðrétt | 1 bugur, 2 látin, 3 asni, 4 spón, 5 flana, 6 rotta,
10 neita, 12 dæl, 13 mun, 15 þögul, 16 ætlar, 18 ennið,
19 siður, 20 kimi, 21 lind.
1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3 Rd7
5. f4 a6 6. Rf3 b5 7. e5 Bb7 8. Bd3 e6 9.
De2 Re7 10. O-O-O Rb6 11. g4 Dd7 12.
Re4 O-O-O 13. Hhf1 Kb8 14. Rg3 f5 15.
exf6 Bxf6 16. Rg5 Red5 17. Bd2 Hhe8
18. Df2 b4 19. R5e4 Da4 20. Kb1 Bh8
21. f5 exf5 22. gxf5 gxf5 23. Rxf5
Staðan kom upp á ungstjarnamótinu
í Lausanne sem lauk fyrir skömmu.
Luke McShane (2643) hafði svart gegn
David Navarra (2616). 23... Hxe4! 24.
Bxe4 Rc3+ 25. Bxc3 bxc3 svartur hót-
ar nú senn biskupnum á e4 og Db4. 26.
Hd3 Bxe4 27. Hxc3 Hf8 28. Dh4 Db5
29. Hf4 Bxf5 og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Úrslitaleikur Bikarkeppninnar.
Norður
♠ÁG1087
♥ÁK106 A/NS
♦10874
♣–
Vestur Austur
♠KD ♠96532
♥92 ♥D85
♦52 ♦DG6
♣K987642 ♣G3
Suður
♠4
♥G743
♦ÁK93
♣ÁD105
Sveit Orkuveitu Reykjavíkur undir for-
ystu Páls Valdimarssonar varð bik-
armeistari á sunnudaginn, en sveitin
lagði að velli Júlíus Sigurjónsson og fé-
laga í sveit Sláturfélags Suðurlands í 64
spila úrslitaleik. Spilaðar voru fjórar 16
spila lotur og vann OR þá fyrstu með 29
IMPa mun, tapaði tveimur næstu
naumlega, en vann síðustu lotuna stórt
og leikinn með 207 IMPum gegn 148. Í
sigursveitinni spiluðu: Páll, Sævar Þor-
björnsson, Anton Haraldsson, Sig-
urbjörn Haraldsson og Þröstur Ingi-
marsson. Bjarni H. Einarsson er einnig
liðsmaður sveitarinnar, en var fjarver-
andi um helgina.
Spilið að ofan er úr síðustu lotunni.
Sævar og Þröstur eru í NS gegn Hrólfi
Hjaltasyni og Sigurði Vilhjálmssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Hrólfur Sævar Sigurður Þröstur
– – Pass 1 tígull
3 lauf 3 spaðar Pass 3 grönd
Pass 4 tíglar Pass 5 lauf *
Pass 6 tíglar Allir pass
Slemman hangir vægast sagt á þunnum
þvengjum. Útspilið var hjartanía og
Þröstur gaf sér góðan tíma í úrspilið.
Þegar hann hafði loks gert upp hug sinn
drap hann á hjartaás og spilaði trompi á
níuna. Það var spor í vinningsátt þegar
nían hélt, en fleira gott þurfti að gerast.
Þröstur spilaði næst laufdrottningu að
heiman – kóngur og trompað. Tígull
heim á ásinn var næsta skref og lauf-
fimma stungin. Gosinn kom annar úr
austrinu, en það var einmitt staðan sem
Þröstur var að gera út á. Nú var bara
eitt eftir, að taka hjartakóng og gefa
austri á hjartadrottningu. Tólf óvæntir
slagir og 16 IMPar til Orkuveitunnar.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Kvikmyndir
Bæjarbíó | Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Skyggen af Emma eftir Søren Kragh-
Jacobsen, kl. 20. Aðgangseyrir kr. 500.
Regnboginn | Kl. 10, Shorts 7: Always on a
Tuesday, Woody, Dem Derovre og de andre,
Polaris, Are you sleeping, Wine of the
House, Echo. Docs 5: The Russel Tribunal,
Gunnar goes comfortable.
Kl. 12, Shorts 6: Who is Barði?, Solitude,
Money, Goldfish Tradis, Descent, Grubby
Girls, Home Game, My Head, Last words of
Hreggviður. Docs 8: Louise&Papaya, Be-
tween Rooms, Father to Son.
Kl. 14, Barnadagskrá. Shorts 5: Waiting For
Rain, The Yellow Tag, Without Words,
Nightshift, Precious Brother. Docs 7: You
were there with your friend Frank,
V.O.I.T.K.A.
Kl. 16, Balkan 2. Docs 1: Rehearsals.
Kl. 20, The Day I’ll Never Forget, The man
who stole my mother’s face.
Tónlist
Salurinn | Pi-Kap strengjakvartettinn frá
Tékklandi leikur kl. 20.
Selfosskirkja | Septembertónleikar kl.
20.30. Séra Gunnar Björnsson, Jörg Sond-
ermann og Haukur Guðlaugsson leika. Að-
gangur ókeypis.
Dans
Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Fyrsta opna
hús vetrarins verður annað kvöld, 29. sept.
í sal félagsins að Álfabakka 14a og hefst kl.
20.30. Allir velkomnir.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Haustfagnaður verður
haldinn 1. október kl. 14, bingó, nemendur
Söngskólans syngja, tískusýning og Hjóna-
bandið leikur fyrir dansi, veislukaffi.
Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handavinna kl.
9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45,
smíði, útskurður kl. 13–16.30, línudans kl.
20.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 böðun, kl. 9–14 vinnustofan op-
in, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–9.45 leikfimi, kl.
9–17 fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dag-
blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hár-
greiðslustofan opin, kl. 10–11 sam-
verustund, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi.
Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað
kl. 9, blöðin, rabb, kaffi á könnunni, frjáls
prjónastund, leikfimi kl. 11.30, saumar og
bridge 13, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14 til 16.
Félag eldri borgara Kópavogi | „Opið hús“
fyrir félaga FEBK og gesti þeirra verður í
félagsmiðst. Gjábakka laugard. 2. okt. kl.
14. Dagskrá: Formaður ræðir starfsemi fél.
o.fl. Gísli J. Ástþórsson, fv. ritstj., flytur efni
í léttum dúr. Lagið tekið. Kaffiveitingar.
Dansa-Skvetturnar stjórna.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd
| Lagt af stað fimmtudaginn 30. sept-
ember í haustlitaferðina. Brottfararstaðir:
Félagsmiðst. Gjábakka kl. 13.15 og Gull-
smára kl. 13.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Stafganga
kl. 11 undir leiðsögn Halldórs Hreinssonar,
skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar
ganga frá Ásgarði Glæisbæ kl. 10.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Málun kl.
9.30, karlaleikfimi og bútasaumur kl. 13.
Gjábakki, félagsstarf | Brids í kvöld kl 19.
Hraunbær 105 | Kl. 9 Postulínsmálun,
glerskurður, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11
leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Kl. 9.30–10.30
boccia. Kl. 9–13 opin vinnustofa, umsjón
Sigrún. Kl. 13.30 helgistund,umsjón séra
Ólafs Jóhannssonar. Fótaaðgerðir–
hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa/
tréskurður kl. 9–16, hárgreiðslustofa kl. 9–
12. s. 568–3139. Leikfimi kl. 10–11. bókabíll-
inn kl. 14.15–15. Verslunarferð/Bónus kl.
12.40, hádegismatur og síðdegiskaffi. Mið-
ar á Vínarhljómleika Sinfóníuhljómsveitar
Íslands 7. janúar 2005. Opið öllum aldurs-
hópum. Sími. 568 3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun miðviku-
dag 29. sept. Fundur Miðgarði kl. 10.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 myndlist, kl. 9 smíði,
kl. 9 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13
postulínsmáling, kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl.
9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45
enska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–
16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl.
14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45,
handmennt almenn kl. 9 til 16, hárgreiðsla
kl. 9, fótsnyrting kl. 10, morgunstund kl.
9.30, leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14. Haust-
litaferðin á morgun kl. 13, upplýsingar í
síma 561 0300, allir velkomnir.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Fermingarfræðsla kl. 15–
17. Hópur 1 (Oddeyrarskóli og 8.B Brekku-
skóla). Morgunsöngur kl. 9.
Áskirkja | Opið hús kl. 14.00–17.00 í dag.
Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12.00. Boðið
er upp á léttan hádegisverð.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta alla
þriðjudaga kl. 18.30. Bænarefnum má
koma til presta í síma 587 1500.
Digraneskirkja | Leikfimi IAK kl. 11.15. Kl
12.00 léttur málsverður, helgistund, kaffi,
KFUM&KFUK. Fyrir 10–12 ára börn kl
17.00–18.15, húsið opnað kl. 16:30. Alfa
námskeið kl 19.00. Hver er Jesús ?
Grafarvogskirkja | Opið hús þriðjudaga
fyrir eldri borgara kl. 13.30–16.00. Helgi-
stund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit-
ingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Starf með öldruðum er þriðju-
daga og föstudaga kl. 11–15 í kórkjallara.
Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrðarstund
verður í kirkjunni kl. 12.10.
Laugarneskirkja | Kl. 19.45 Trúfræðsla.
Gott samfélag. Gengið inn um litlar dyr á
austurgafli kirkjunnar. Kl. 20.30 kvöld-
söngur í kirkjunni, gengið inn um aðaldyr.
Kl. 21 Fyrirbænaþjónusta í umsjá bæna-
hóps kirkjunnar og kaffispjall í safn-
aðarheimilinu.
Neskirkja | Barnakór kl. 15. 7 og 8 ára.
Stúlknakór kl. 16. 9 og 10 ára. Stjórnandi
Steingrímur Þórhallsson. S. 8968192. Litli
kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórn-
andi Inga Backman. S. 5522032. Nedó
unglingaklúbbur. 8. bekkur kl. 17. 9. bekkur
og eldri kl. 19.30. Alfa kl. 19.
Víðistaðakirkja | Dagskrá fyrir 10–12 ára
(TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir
fyrir hressa krakka á hverjum þriðjudegi.
Víðistaðakirkja | Æskulýðsfélagið Megas
heldur vikulegan fund kl. 19.30–21.00.
Fyrirlestrar
Háskóli Íslands | Jóhanna B. Guðjóns-
dóttir flytur fyrirlestur á vegum SVF kl.
12.15 í stofu 102 í Lögbergi. Fjallað verður
um ýmislegt sem lýtur að mismunandi
málsniðum frönsku í kennslu, sér í lagi mál-
sniðum talaðs máls, þekkingu íslenskra
nemenda á þeim o.fl.
Listaháskóli Íslands | Katherine E. Nelson,
blaðamaður búsett í New York, fjallar um
skandinavíska hönnun kl. 17. Aðgangur
frjáls og ókeypis.
Málþing
Grand Rokk | Karlahópur Femínistafélags-
ins heldur málþing kl. 20. Fjallað verður um
karla sem hafa látið að sér kveða.
Kornhlaðan | Alþjóðahús boðar til mál-
þings í kvöld kl. 20 í Kornhlöðunni, Banka-
str. Umræðuefnið er tengsl tungumáls og
samfélags.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
NÚ VANTAR einn í tvo tugi Skáldaspíru-
kvöldanna, sem hafa vakið nokkra athygli
undanfarið. Í kvöld kl. 21.00 hittast skáldin
í nítjánda skipti á Kaffi Reykjavík og lesa
upp úr verkum sínum. Upplesarar kvölds-
ins eru þau Ingibjörg Haraldsdóttir, Hrafn
Jökulsson, Björg Þorgrímsdóttir og Rut
Gunnarsdóttir, sem fagnar nýútkominni
ljóðabók sinni, Orðin sem liggja í loftinu.
Benedikt S. Lafleur, útgefandi og listamað-
ur, sem stendur að Skáldaspírukvöldunum
ásamt félaga sínum Gunnari Randverssyni
píanókennara og skáldi, segir skálda-
spírukvöldunum hvergi nærri lokið, þó þau
séu að verða tuttugu talsins. „Það hefur
verið mikil eftirspurn eftir þessu framtaki
og margir sem vilja lesa og margir sem
hafa komið til að njóta upplestursins. Mað-
ur hefur séð það að fleiri upplestrarkvöld
hafa fylgt í kjölfarið,“ segir Benedikt og
bætir við að nú sé aðalupplestrartíðin að
hefjast, með útgáfu jólabókanna. „Ég vil þó
vekja athygli á því að Skáldaspírukvöldin
eru allt árið um kring.“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Nítjánda Skáldaspírukvöldið
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Kjalarnessprófastsdæmi hefur gefið
út bókina Þjónar í húsi Guðs – hand-
bók fyrir meðhjálpara og kirkju-
verði, sóknar-
nefndir og
starfsfólk kirkj-
unnar. Ritið hefur
að geyma hagnýtan
og sögulegan fróð-
leik um embætti
meðhjálparans, en
meðhjálparar
gegna lykilhlut-
verki í helgihaldi þjóðarinnar. Einn-
ig er í bókinni fjallað um ýmis emb-
ætti önnur, sem að kirkjulegri
þjónustu koma, svo sem starf kirkju-
varðar, hringjara og önnur störf.
Trú