Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 35
Myndlistarverk eftirRögnu Róbertsdótturvar vígt í Kungälv, bæj-arfélagi fyrir utan
Gautaborg, um helgina. Verkið er
staðsett í svonefndu Mimers Hus,
eða Mímishúsi, sem er nýtt menn-
ingarhús og bókasafn bæjarfélags-
ins.
Með frá grunni
Verkið er tæpir sjötíu fermetrar
að stærð, og er staðsett í anddyri
hússins, þar sem gengið er inn í
áhorfendasal þess. Um er að ræða
eitt af glerverkum Rögnu, þar sem
um 180 kílóum af brotnu rúðugleri
hefur verið kastað á um sjötíu fer-
metra veggflöt. „Lofthæðin í salnum
þar sem mitt verk er staðsett er um
15–16 metrar. Það nýtur sín því afar
vel,“ segir Ragna í samtali við Morg-
unblaðið. Hún segir vinnuna við upp-
setningu verksins hafa verið afar
skemmtilega og gefandi. „Það er svo
gaman þegar maður getur verið með
frá byrjun. Ég kom þarna áður en
húsið var byggt og fylgdist alveg
með þróuninni frá grunni.“ Ákvarð-
anir um stærð, lit og staðsetningu
verksins voru á ábyrgð Rögnu, í
samráði við arkitekta hússins. „Mér
skilst að fólk sé afar ánægt með út-
komuna, því verkið er afar látlaust.
Glerbrotin endurkasta ljósinu og
birtunni og verkið er því síbreytilegt
eftir því hvar horft á það, og eftir því
hvaða tími dags-
ins og árstíð er.“
9 milljónir til
listskreytinga
Húsið er teikn-
að af Wingårdh-
arkitektastof-
unni, sem einnig á
heiðurinn að
sendiráðum Sví-
þjóðar í Berlín og
Washington. Sérstakur ráðgjafi í
listskreytingum opinberra bygginga
á svæðinu í Gautaborg og nágrenni,
Yvonne Larsson, lagði til að verk
þriggja listamanna myndu prýða
húsið, Svíanna Björns Bergstens og
Patricks Nilssons auk Rögnu. Verk-
in voru öll samþykkt af bygg-
inganefnd hússins og voru 930.000
sænskar krónur, um 9 milljónir ís-
lenskra króna, lagðar til listskreyt-
inga. „Ég hef sýnt nokkrum sinnum í
Gautaborg, meðal annars á mynd-
listartvíæringi sem borgin stendur
fyrir og við Hreinn Friðfinnsson tók-
um þátt í fyrir tveimur árum. Þar sá
Yvonne verk eftir mig, og einnig víð-
ar um heim. Hún hefur reyndar
reynt að fá verk eftir mig áður fyrir
húsnæði í Stokkhólmi fyrir nokkrum
árum, en úr því varð ekki að lokum,“
segir Ragna.
Hún bætir við að það sé alltaf
ánægjulegt að selja verk, ekki síst af
þessari stærðargráðu. „Það er ekki á
hverjum degi sem maður fær svona
tækifæri, og ekki síst að fá að vera
með frá byrjun og verða í raun part-
ur af byggingunni. Hérlendis er það
sjaldgæfara að listamenn fái slíkt
tækifæri, þeir eru oftar beðnir að
vinna inn í rýmin eftir á. Það er mik-
ill munur þar á.“
Bók um Kynngikraft
Á næstu dögum kemur ennfremur
í bók í tengslum við yfirlitssýningu á
verkum Rögnu sem nú stendur yfir á
Kjarvalsstöðum undir heitinu
Kynngikraftur. Textann í bókina
hefur þýski sýningarstjórinn Sabine
Russ skrifað og prýða ljósmyndir
sem Einar Falur Ingólfsson hefur
tekið á sýningunni bókina, meðal
annarra. Hildigunnur Gunnarsdóttir
hefur séð um uppsetningu bók-
arinnar.
Ragna segir það afar mikinn feng
að fá slíka bók útgefna. „Bókin inni-
heldur myndir sem eru teknar á sýn-
ingunni á Kjarvalsstöðum, þess
vegna kemur hún svona seint út.
Mér finnst það alveg frábært, því þá
er það sýningin sjálf sem er aðal-
atriðið. Síðan er farið yfir verk af
ferlinum, þannig að þarna er hægt að
sjá hvað ég hef verið að gera síðustu
25 árin eða svo. Þetta verður því fín
heimild,“ segir Ragna að síðustu.
Ragna er um þessar mundir á leið
til Kína þar sem hún mun dveljast í
tvo mánuði á vinnustofu.
Myndlist | Nýtt verk eftir Rögnu Róbertsdóttur í Gautaborg
Sjötíu fermetra glerverk
Morgunblaðið/Einar Falur
Ragna
Róbertsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 35
MENNING
LEIKRITIÐ „Geitin – eða hver er
Sylvía“ eftir Edward Albee ber und-
irtitilinn „Hugmyndir um skilgrein-
ingu á harmleik“, en í óvenju rýrri
leikskrá er honum sleppt og þar með
harminum. Verkið hverfist hins veg-
ar allt um harmleikinn og það harm-
ræna í tilveru okkar. Bygging þess er
sótt til Forn-Grikkja og sagan sem er
sögð fellur einnig að klassískri for-
skrift þeirra á harmleik; hún lýsir
falli mikilmennis sem stendur á há-
tindi frægðar sinnar. Arkitektinn
Martin Gray hefur náð langt í tilver-
unni, lifir í fullkomnu hjónabandi með
eiginkonunni Stevie og umburð-
arlynd framkoma þeirra gagnvart
einkasyninum, sem er hommi, er auð-
vitað aðeins rós í hnappagati þeirra
sem frjálslyndra, virtra borgara. En
svo verður Martin ástfanginn af geit.
Að vanda notar Albee kómískt yf-
irborð kaldhæðni, orðaleikja, og mis-
skilnings til að grafa undan hinu
harmræna í aðstæðunum sem skap-
ast við hið sérstæða ástarsamband.
Það er því ekki auðvelt verk fyrir
leikstjóra og leikendur að ná utan um
duldar merkingar og margfeldni
textans og koma einhverjum af þeim
fjölmörgu ögrandi spurningum, sem
Albee varpar fram, til áhorfenda, t.d.
þessum: Hver eru mörk umburð-
arlyndis vestrænna „siðaðra“ þjóða
þegar kemur að hinu afbrigðilega?
Er ást á þeim sem opinber rétt-
hugsun hefur skilgreint sem „skepn-
ur“ meiri glæpur en morð á þeim?
Hefur hið harmræna verið gert
brottrækt úr lífi okkar og af leiksvið-
unum?
Það tekst enda ekki til fullnustu í
sýningu Borgarleikhússins að koma
spurningum Albees til skila. Rétt
eins og harmurinn er strikaður út í
leikskránni er hann að engu gerður í
veigamiklum atriðum í sviðsetning-
unni og skammur æfingatími verks-
ins (sex vikur) hefur ekki dugað til að
kafa í sambönd persóna eða undir-
texta þeirra. Bölvaður íslenski dugn-
aðurinn hentar ekki beinlínis herra
Edward Albee.
Sigurjón Jóhannsson sækir grunn-
hugmynd að formi leikmyndarinnar
aftur til Grikkja og hún er stílhrein
og falleg og vinnur á einfaldan hátt
með framvindu verksins. Það sama
gildir um lýsingu Lárusar Björns-
sonar sem starfar hér við erfiðar að-
stæður. Hins vegar er óskiljanlegt – í
ljósi minimalisma Sigurjóns sjálfs og
nútíma arkitekta – að leikmyndin
skuli vera fyllt af ósamstæðum hús-
gögnum og pottaplöntum ensks
stofuleikrits. Það er hins vegar skilj-
anlegt út frá stefnuleysi í leikstíl sýn-
ingarinnar sem byrjar eins og léttur
gamanleikur.
Eggert Þorleifsson túlkar arki-
tektinn Martin sem venjulegan, geð-
felldan mann, í fyrstu ofurlítið rugl-
aðan yfir þeim ósköpum sem dunið
hafa yfir hann. Hann gerir það á lág-
stemmdum nótum, harmur undir ör-
fínni kaldhæðni. En gegn þróun per-
sónu hans og sannfærandi niðurbrots
í lokin vinna bæði grunntúlkunin á 2.
og 3. þætti og persónusköpun mót-
leikaranna. Sigrún Edda Björns-
dóttir er í hlutverki hinnar sviknu
eiginkonu. Allur annar þáttur er
hennar. Martin er ýtt út í horn og
ljúfa, hressa Stevie úr fyrsta þætti
breytist skyndilega í fúríu sem nýtur
þess í botn að hella sér yfir eig-
inmanninn og leggja heimilið í rúst.
Sigrún Edda á þar á köflum tækni-
lega glæsilega útfærð augnablik en
hér er allt í einu bara leikinn farsi,
óhemjugangurinn ekki und-
irbyggður, sársaukann vantar og
hefnd hennar í lokin verður því súr-
realísk og óskiljanleg. Það er ekki af
tilviljun sem Albee lætur sjónvarps-
manninn Ross, vin Martins, kalla
fram játninguna á glæpnum. En í
túlkun Þórs Tulinius er hvorki að
finna sérstakan áhuga vestrænna
fréttamanna á kynferðismálum né
aðra drætti fréttamannsins – ein-
ungis nokkuð hrokafullan vin sem
bágt er að trúa að njóti trúnaðar
Martins. Billy, hommann, son
hjónanna, leikur Hilmar Guðjónsson.
Hilmar er viðfelldinn drengur en ekki
atvinnuleikari og þarf ekki að hafa
mörg orð um að það kemur niður á
sýningunni og öðrum leikurum í
henni.
María Reyndal er ungur, kraftmik-
ill leikstjóri sem fólk væntir sín mikils
af og það er að sjálfsögðu afrek út af
fyrir sig að koma sýningu á fjalirnar
á sex vikum. En næst verður L.R. að
gefa henni tíma og skapa henni að-
stæður til að vinna verk sitt. Því það
er móðgun við Edward Albee og
áhorfendur að skauta á yfirborðinu
einsog hér er gert. Áhorfendur eru
ekki heimskir, þeir þola að kafað sé í
hlutina, svo vitnað sé til höfundarins
sjálfs.
Íslenskur
dugnaður
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur
eftir Edward Albee í þýðingu Ingunnar Ás-
dísardóttur. Leikstjóri María Reyndal.
Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhanns-
son. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Leikarar: Egg-
ert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Þór Tulinius og Hilmar Guðjónsson.
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið,
sunnudag 26. september, kl. 20.
GEITIN – EÐA HVER ER SYLVÍA?
(Hugmyndir um skilgreiningu á harmleik) María Kristjánsdóttir
HVAÐ ef flugkappinn frægi Charles
Lindbergh hefði boðið sig fram gegn
sitjandi forseta
Bandaríkjanna,
demókratanum
Franklin D.
Roosevelt, í for-
setakosningunum
1940? Hvað ef
hann hefði unnið?
Hefði Lindbergh,
sem þekktur var
fyrir andúð sína á
gyðingum og að-
hylltist sömuleiðis
einangr-
unarstefnu og var
á móti því að
Bandaríkin hefðu
afskipti af styrj-
öldinni í Evrópu,
ferðast til Reykja-
víkur skömmu
eftir embætt-
istöku sína í janúar 1941 til að skrifa
undir griðasáttmála við Adolf Hitler?
Þetta eru þær spurningar sem
bandaríski rithöfundurinn Philip
Roth leggur upp með í nýjustu bók
sinni, The Plot Against America, og
hljóta þær að teljast nokkuð áleitnar.
Bókin hefur vakið athygli vestur í
Bandaríkjunum þó að hún komi
reyndar ekki út fyrr en 5. október
nk., en slíkt kemur raunar ekki á
óvart þegar Roth er annars vegar;
hann er jafnan álitinn einn af merk-
ustu höfundum samtímans og hefur
oftar en ekki tekist að hrista upp í
fólki með efnistökum sínum. Síðasta
bók hans, Hin feiga skepna, var þýdd
á íslensku, áður hafði Roth m.a. unnið
Pulitzer-verðlaunin virtu fyrir bókina
American Pastoral og annað nýlegt
meistaraverk, The Human Stain, var
kvikmyndað á síðasta ári.
Roth rekur tildrög The Plot
Against America í grein í The New
York Times. Hann segist hafa verið
að lesa handrit að sjálfsævisögu sagn-
fræðingsins Arthurs Schlesingers í
desember 2000 og þar hafi m.a. komið
fram að áhrifamenn í Repúblik-
anaflokknum bandaríska, þeir sem
hlynntir voru því að Bandaríkin héldu
sig til hlés í alþjóðamálum, aðhylltust
svonefnda einangrunarstefnu, hafi
viljað að flugkappinn Lindbergh færi
í forsetaframboð 1940. „Hvað ef þetta
hefði gengið eftir?“ segist Roth hafa
skrifað í spássíu í handritið og þar
með hafi hugmyndin að bókinni verið
fædd.
Roth heldur því fram í grein sinni
að ekki sé fjarstæðukennt að halda
því fram að Lindbergh hefði getað
sigrað sitjandi forseta, Roosevelt,
hefði hann farið fram (það var Wend-
ell Willkie sem í reynd var frambjóð-
andi repúblikana 1940, hann var sam-
mála áherslum Roosevelts í
utanríkismálum og mistókst að fella
forsetann í kosningunum). Lindbergh
hafi verið afskaplega vel kynntur í
Bandaríkjunum, vinsæll með ein-
dæmum, og sennilega hafi meira en
helmingur Bandaríkjamanna auk
þess verið sammála því á þessum
tímapunkti að Bandaríkin ættu ekki
að blanda sér í styrjöldina í Evrópu.
Skírskotun til samtímans?
Roth ímyndar sér í bókinni hvaða
áhrif kjör Lindberghs myndi hafa
haft á veraldarsöguna. Honum er
einkum umhugað um hlutskipti gyð-
inga í Bandaríkjunum en Roth segir
Lindbergh hafa verið haldinn for-
dómum gegn gyðingum. Er bókin
sögð út frá sjónarhorni hins sjö ára
gamla Philips Roths – Roth er fædd-
ur 1933 og er sjálfur gyðingur – og í
fyrstu persónu. Roth heldur því upp-
teknum hætti, í mörgum fyrri bóka
hans hafa mörkin milli höfundarins
Philips Roths og söguhetja hans verið
gerð mjög óljós.
Ímyndar Roth sér, sem fyrr segir,
að Lindbergh hefði skrifað undir
griðasáttmála við Adolf Hitler í
Reykjavík 1941, skömmu eftir að
hann tók við embætti, og síðan heim-
ilað Þýskalandi Hitlers að opna
sendiráð í Washington. Lindbergh
forseti mætir þó vitaskuld mótstöðu
heima fyrir og Roth gerir frægan
slúðurdálkahöfund þessa tíma,
Walter Winchell, að helsta andstæð-
ingi forsetans. Hvernig sögunni lykt-
ar verður hins vegar látið liggja á
milli hluta hér.
Roth segir í grein sinni í The New
York Times að sumir lesenda hans
muni sjálfsagt álíta höfundinn vera að
skírskota til nútímans og álykta sem
svo að hægt sé að lesa gagnrýni á nú-
verandi valdhafa út úr sögunni, að um
eins konar lykilsögu sé að ræða.
Hann segir að slíkt myndu vera mis-
tök. Roth leynir þó ekki andúð sinni á
núverandi forseta Bandaríkjanna og
segir gríska gamanleikjaskáldið
zAristofanes hljóta að hafa tekið að
sér hlutverk Guðs á himnum, enginn
annar hefði getað „fært okkur
George W. Bush, mann sem er óhæf-
ur til að stýra járnvöruverslun, hvað
þá þjóð eins og okkar“.
Bækur | Ný skáldsaga Philips Roths
Gerir Ísland að
vettvangi griðasátt-
mála við Hitler
Philip Roth
MARÍA Kristjánsdóttir hefur verið
ráðin leiklistargagnrýnandi við
Morgunblaðið. María stundaði nám í
leikhúsfræðum og
leikstjórn í þýska
Alþýðulýðveldinu
á 7. áratugnum og
hefur verið mik-
ilvirkur leikstjóri
í íslenskum at-
vinnuleikhúsum
um árabil. Hún
var leiklistar-
stjóri Ríkisútvarpsins frá 1992–
2000. Morgunblaðið býður Maríu
velkomna til starfa.
Nýr leiklistar-
gagnrýnandi