Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
CHICAGO Á LAUGARDAGINN!
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00
Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
e. E. Albee
Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20, Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20
Fi 14/10 kl 20, Fö 15/10 kl 20
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20
Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Lau 2/10 kl 20, Su 3/10 kl 20
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Aðalæfing mi 6/10 kl 20 - kr. 1.000
Frumsýning fö 8/10 kl 20 - UPPSELT
2. sýn su 10/10 kl 20 - Gul kort
3. sýn fi 14/10 kl 20 - Rauð kort
4. sýn fö 15/10 kl 20 - Græn kort
5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin
og bestu búningarnir.
Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20
Lau 23/10 kl 20, Fö 29/10 kl 20
Aðeins örfáar sýningar í haust
ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR:
ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500)
TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER -
AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700)
VERTU MEÐ Í VETUR
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14
Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14
Stóra sviðið kl. 20:00
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur
Fim. 30/9 örfá sæti laus, lau. 9/10 nokkur sæti laus, fim. 14/10 nokkur sæti
laus, lau. 23/10 nokkur sæti laus.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Fös. 1/10 örfá sæti laus, lau. 2/10 örfá sæti laus, mið 6/10 uppselt, fim. 7/10
örfá sæti laus, fös. 8/10 örfá sæti laus, fös. 15/10 örfá sæti laus, lau. 16/10
uppselt, fim. 21/10 nokkur sæti laus, fös. 22/10 nokkur sæti laus, lau. 30/10
örfá sætil laus.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Sun. 3/10 nokkur sæti laus, sun. 10/10 nokkur sæti laus, sun. 17/10 örfá sæti
laus, sun. 24/10 nokkur sæti laus.
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov
Fös. 1/10, lau. 2/10, fim. 7/10, sun. 10/10.
Miðasalan er opin kl. 13:00-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.13:00- 20:00.
Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. www.leikhusid.is – midasala@leikhusid.is.
Þjóðleikhúsið sími 551-1200
EDITH PIAF
ÖRFÁ SÆTI LAUS NÆSTU HELGI!
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20
Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20
ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
Fös . 1 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Lau . 2 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Fös . 8 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI
Fös . 15 .10 20 .00 LAUS SÆTI
Lau . 16 .10 20 .00 LAUS SÆTI
„Ekk i spurn ing að þet ta er e inn best i
söng le ikur sem ég hef séð . Ég át t i e r f i t t
með að ha lda mér í sæt inu og stökkva
ekk i upp á sv ið og vera með“
-B i rg i t ta Haukda l , söngkona- . “
Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
Hræðilega fyndið, rokkað og flugbeitt:
ELDAÐ MEÐ ELVIS
eftir Lee Hall
• Föstudag 1/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
• Laugardag 2/10 kl. 20 LAUS SÆTI
Sýningin hlaut tilnefningu sem vinsælasta
leiksýningin á Grímunni 2004. Aðeins nokkrar
aukasýningar í haust. Tryggið ykkur miða strax!
552 3000
☎
552 3000
☎
“Skemmtileg leikhússupplifun” VS Fréttablaðið.
HINN ÚTVALDI
eftir Gunnar Helgason
• Sunnudag 3/10 kl. 14 LAUS SÆTI
• Sunnudag 10/10 kl. 14 LAUS SÆTI
“Kærkomið tækifæri til að fara með börnin á eitthvað
óvænt og nýstárlegt... sýning sem óhætt er að mæla
með fyrir börn á öllum aldri” SAB Morgunblaðið.
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter
frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT
2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 UPPSELT
3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 örfá sæti laus
4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT
5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 UPPSELT
6. sýn. sun. 24/10 kl. 20
Þú getur tryggt þér
kort til 1. okt.
Áskriftarkort!
Nú þegar fyrsti vetrardagurrennur brátt upp og birtufer að bregða hefst sá tími
ársins þar sem bóklestur verður
mikilvæg dægradvöl – og reyndar
einnig mikilvæg verslunarvara
þegar nær líður jólum. Það er því
einstaklega ánægjulegt að enn
skuli efnt til bókmenntahátíðar á
þessu hausti, að þessu sinni barna-
og unglingabókahátíðarinnar
Galdur úti í mýri. Hátíðin hefst í
Norræna húsinu næstkomandi
fimmtudag og
stendur fram
yfir helgi.
Gestirnir koma
víða að, frá
Bretlandi, Þýskalandi, Kanada og
Bandaríkjunum – auk Íslands og
hinna Norðurlandaþjóðanna.
Þema hátíðarinnar er, eins og
nafn hennar bendir að sjálfsögðu
til, tengt göldrum og fantasíu sem
viðfangsefni í bókmenntum barna
og unglinga, enda ekki úr vegi eft-
ir þá miklu sigurför sem slíkar
bókmenntir hafa farið á síðustu
árum, með galdrastrákinn Harry
Potter fremstan í flokki. Á boð-
stólum verður ýmislegt markvert
bæði fyrir yngri sem eldri; höf-
undarnir munu m.a. lesa upp,
árita bækur og mæta þeim Dag-
nýju Kristjánsdóttur og Önnu
Heiðu Pálsdóttur í samræðum um
verk sín. Einnig mun Ásatrúar-
félagið kynna arfleifð þá sem þeir
vaka yfir og galdramenn frá
galdrasýningunni á Ströndum
kenna ýmislegt tengt íslenskum
rúnum.
Í upplýsingum um hátíðina ergreint frá því að í það minnsta
einn höfundanna sem sækja okkur
heim hefur sótt söguefni sitt í ís-
lenskar þjóðsögur og draugasög-
ur, en það er Arthur Slade frá
Kanada. Hann mun hafa eytt mikl-
um tíma á bókasafni heimabæjar
síns þegar hann var lítill og lengi
vel ekki náð upp í efri hillurnar
þar. Það sem við honum blasti var
íslenskur fróðleikur í neðri hill-
unum (sem tæpast hefur þá verið
lyft á háan stall í því samfélagi) og
hafi hann verið innblástur hans
við sumt af því sem hann hefur
skrifað síðan, svo sem við ritun
bókarinnar Draugr.
Margir munu eflaust vilja heyra
framlag danska höfundarins Lene
Kaaberbøl, en hún hlaut Norrænu
barnabókaverðlaunin á þessu ári,
fyrir ritröðina Skammerens børn,
en fyrsta bókin í þeirri röð er
væntanleg á íslensku nú í haust.
Sömuleiðis hlýtur heimsókn
Georgiu Byng að vekja eftirvænt-
ingu, en hún er höfundur bókanna
um Molly Moon. Fyrsta bókin um
hana er þegar komin út á íslensku
og sú næsta væntanleg. Einhverjir
kunna að þekkja verk Mary Hoff-
mann, sem á rúmlega 80 bækur að
baki, en eftir hana er nýútkomin
hér á landi fyrsta bókin í sagna-
flokknum Stavaganza, þar sem
flakkað er á milli ólíkra tíma og
vídda á ævintýralegu sögusviði.
Íslensku höfundana þekkja öll
íslensk börn og væntanlega flestir
foreldrar, en þeir eru; Kristín
Helga Gunnarsdóttir, Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson, Iðunn Steins-
dóttir, Sigrún Eldjárn og Þorvald-
ur Þorsteinsson – sem væntanlega
munu höfða til sinna dyggu les-
enda meðal yngri bókaorma. Ið-
unn Steinsdóttir var reyndar rétt
að koma frá sér bók sem fellur vel
undir þema bókahátíðarinnar;
Galdur vísdómsbókarinnar, en
þess má geta að Ragnar Gíslason
var einnig að ljúka við bók sem
nefnist Nornafár, en efniviður
hennar virðist einnig falla vel að
hátíðinni, þótt hann sé ekki meðal
skráðra þátttakenda.
En frá íslenskum bókmennta-viðburði og út í hinn víða
heim; í síðustu viku var sagt frá
þeim sem hefðu komist á „stutta“
lista (í einskonar undanúrslit)
Manbooker-verðlaunanna í Bret-
landi, en tilnefningar til þeirra
vekja jafnan mikla athygli. Að
þessu sinni ekki síst vegna þess
hversu mörgum kom val dóm-
nefndarinnar á óvart. Á listanum
eru þau Gerard Woodward, með
bókina „I’ll go to Bed at Noon,
Sarah Hall, höfundur „The
Electric Michelangelo“, Achmat
Dangor með „The Bitter Fruit“,
Alan Hollinghurst, sem skrifaði
„The Line of Beauty“, David
Mitchell, höfundur „Cloud Atlas“,
og Colm Toibin, höfundur „The
Master“. Þrátt fyrir að þeir þrír
höfundar sem fyrst eru nefndir
hafi allir hlotið góða dóma fyrir
verk sín áttu fáir von á að þeir
næðu tilnefningu til úrslitanna –
aðallega vegna þess hversu lítt
þekktir þeir eru. Flestir virðast
því veðja á að einhver þeirra
þriggja, Mitchell, Toibin eða Holl-
inghurst, vinni verðlaunin í ár,
þótt sagan hafi reyndar sannað að
erfitt er að segja fyrir um vinn-
ingshafa þessara verðlauna.
Galdur úti í mýri …
’Þema hátíðarinnar er,eins og nafn hennar
bendir að sjálfsögðu til,
tengt göldrum og fant-
asíu sem viðfangsefni í
bókmenntum barna og
unglinga, enda ekki úr
vegi eftir þá miklu sig-
urför sem slíkar bók-
menntir hafa farið á síð-
ustu árum, með
galdrastrákinn Harry
Potter fremstan í flokki.‘
AF LISTUM
Fríða Björk
Ingvarsdóttir
fbi@mbl.is
Georgia Bynge Lene Kaaberböl
mbl.isFRÉTTIR
VINNUVEITENDASAMBAND
Íslands starfaði í rétt 65 ár, frá
1934 til 1999, en nefndist Vinnu-
veitendafélag Íslands fyrstu árin.
Allan þennan tíma voru samtökin
brjóstvörn íslenskra atvinnurek-
enda og önnuðust samningagerð
og sitthvað fleira fyrir félagsmenn
sína, ýmist alla eða hluta þeirra.
Framan af voru þó fráleitt allir
atvinnurekendur aðilar að sam-
tökunum og lengst af stóðu
nokkrar stórar atvinnugreinar ut-
an þeirra.
Í þessari bók er saga Vinnuveit-
endasambands Íslands og forvera
þess rakin frá upphafi til loka. Í
upphafsköflum kemur fram, að
stofnun samtakanna var svar við
vaxandi áhrifum verkalýðshreyf-
ingarinnar og þeim erfiðleikum,
sem heimskreppan olli á 4. áratug
20. aldar. Síðan er saga samtak-
anna rakin í tímaröð, fjallað ræki-
lega um helstu stefnumál og átök,
samskipti við verkalýðshreyf-
inguna, stjórnvöld og einstaka
stjórnmálamenn og -flokka. Glögg
grein er einnig gerð fyrir helstu
forystumönnum samtakanna á
hverjum tíma, stjórnunarstíl
þeirra og áherslum. Er sú lýsing
öll giska fróðleg aflestrar.
Fátt hefur jafnmikil áhrif á
daglegt líf alls þorra manna og
gengi atvinnulífsins og má þá í
raun einu gilda hvort um er að
ræða einkarekstur eða atvinnu-
starfsemi á vegum opinberra að-
ila. Á vinnumarkaði ráðast kaup
og kjör og flestir eiga lífsafkomu
sína að miklu leyti undir því
hvernig þar tekst til.
Af einhverjum mér ókunnum
ástæðum hefur saga þessa merka
þáttar þjóðlífsins á 20. öld aldrei
verið skrifuð í heild, a.m.k. ekki
svo nokkur mynd sé á. Rann-
sóknir á íslenskri hagsögu 20. ald-
ar eru skammt á veg komnar og
margt er þar enn óljóst. Engin
heildarsaga verkalýðshreyfing-
arinnar er til, svo mér sé kunn-
ugt, og þau rit sem til eru um
sögu einstakra félaga og fyr-
irtækja bera flest (þó ekki öll)
meiri svip tyllidagarita en eig-
inlegra rannsóknarverka. Hér er
því mikið starf óunnið.
Þessi bók er um margt nýlunda,
bætir úr brýnni þörf og er að
minni hyggju besta verk sem
hingað til hefur komið út um sögu
íslensks vinnumarkaðar og þróun
hans á 20. öld. Hún tekur þó eng-
an veginn til allra þátta vinnu-
markaðarins, stundum vekur hún
fleiri spurningar en hún svarar og
ekki dettur mér í hug að halda því
fram að hún sé með öllu hlutlaus,
enda vart við því að búast. Sagan
er sögð af sjónarhóli vinnuveit-
enda og samtaka þeirra, en bygg-
ir engu að síður á traustri rann-
sókn margra og fjölbreytilegra
heimilda og hlýtur að auka til
muna þekking lesenda á viðfangs-
efninu.
Þegar á heildina er litið verður
að teljast góður fengur að þessari
bók. Hún er og ágætlega skrifuð,
læsileg og að öllu leyti vel úr
garði gerð.
Vinnumarkaðssaga
BÆKUR
Sagnfræði
Samtök atvinnulífsins, Reykjavík 2004.
341 bls., myndir. Höfundur: Guðmundur
Magnússon.
Frá kreppu til þjóðarsáttar. Saga Vinnu-
veitendasambands Íslands 1934–1999.
Jón Þ. Þór
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni