Morgunblaðið - 28.09.2004, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
BROTIST var inn í Byggðasafnið í Gömlu-
búð aðfaranótt laugardags og óbætanlegt
tjón unnið á safngripum. Að sögn Björns
Arnarsonar safnvarðar var engu stolið nema
gulum sjóhatti merktum sveitarfélaginu.
Ekkert virðist því hafa vakað fyrir þeim sem
brutust inn annað en skemmdarfýsn.
Skemmdarvargarnir höfðu reynt að opna
útidyr en gefist upp á því og brotið glugga og
farið þannig inn. Aðkoman var hroðaleg;
glerbrot á gólfinu og allt á tjá og tundri.
Stórum glerskáp var velt um og allt lauslegt
sem í honum var féll á gólfið og margt af
þeim gripum er brotið eða ónýtt. Meðal
muna sem eru skemmdir eru gripir eftir Rík-
harð Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Elsti
gripurinn í skápnum var þúsund ára gamall
altarissteinn sem talinn er vera úr kirkjunni
á Horni en hann er sem betur fer óskemmd-
ur. Björn segir skemmdarvargana lítið hafa
farið um húsið nema í anddyrið þar sem
mestu spjöllin voru unnin. Ekkert virðist
hafa verið farið upp á efri hæð safnahússins
þar sem náttúrugripasafn er til húsa. Þar er
meðal annars fágætt skordýrasafn Kví-
skerjabræðra og fleiri gripir undir gleri.
Innbrotið uppgötvaðist á laugardag þegar
vegfarandi varð var við ummerki og gerði
viðvart. Enginn hefur enn verið kallaður til
yfirheyrslu vegna innbrotsins, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á Höfn sem fer
með rannsókn málsins.
Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson
Björn Arnarson skoðar ummerkin eftir
skemmdarvargana sem unnu óbætanlegt
tjón á byggðasafninu á Höfn um helgina.
Innbrot í byggðasafnið
á Höfn í Hornafirði
Óbætan-
legt tjón
Hornafirði. Morgunblaðið.
UMFANGSMIKIL íslensk vísinda- og menn-
ingarkynning var sett í gærkvöldi í vís-
indahöllinni Palais de la Découvert í París.
Kynningin stendur í tvær vikur þar sem hver
menningarviðburðurinn rekur annan á sviði
tónlistar jafnt sem bókmennta, kvikmynda og
myndlistar svo eitthvað sé nefnt. Á annað
hundrað íslenskir listamenn koma við sögu
kynningarinnar. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra opnaði sýn-
inguna formlega síðdegis í gær og fylgdust
Renaud Donnedieu de Vabres, menningar-
málaráðherra Frakklands, og Xavier Darcos,
aðstoðarráðherra þróunarsamvinnu og
franskrar tungu, með./Miðopna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ísland íss og elds á kynningu í París
FJÓRÐUNGUR íslenskra karl-
manna reykti daglega á árinu
2003 og 19% kvenna, að því er
fram kemur í samnorrænni rann-
sókn þar að lútandi.
Hvað reykingar karlmanna
snertir er hlutfallið hér mjög
svipað og í Finnlandi og Noregi
þar sem 26% og 27% karlmanna
reykja. Mestar eru reykingarnar
í Danmörku þar sem 30% karl-
manna reykja, en langminnst er
reykt í Svíþjóð þar sem 17% karl-
manna reykja og litlu fleiri konur
eða 18%. Margir þeirra sem
hætta að reykja þar hins vegar
fara yfir í neftóbak (snus) og nú
er svo komið að fleiri karlmenn í
Svíþjóð nota neftóbak en reykja.
Þegar það var síðast mælt var
hlutfall þeirra sem nota neftóbak
20% og þar af hafði rúmur helm-
ingur, 51%, reykt áður. Svíþjóð
er fyrsta iðnvædda landið sem
nær því markmiði Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar að innan
við 20% af hvoru kyni reyki.
Í könnuninni kemur jafnframt
fram að reykingar hafa aukist
mest á meðal finnskra kvenna, en
norskar konur reykja mest. Frá
1980 hafa reykingar meðal
finnskra kvenna aukist úr 17% í
19%. Reykingar íslenskra kvenna
hafa minnkað um tíu prósentu-
stig frá árinu 1991, úr 29% þá í
19% á síðasta ári. Reykingar
danskra kvenna hafa minnkað úr
30% 1997 í 24% í fyrra og í Nor-
egi hafa reykingar kvenna
minnkað úr 30% árið 1980 í 25% í
fyrra.
Neftóbakið, eða snusið, er
langalgengast í Svíþjóð eins og
fyrr sagði. 20% karlmanna nota
neftóbak og 1% kvenna. Hins
vegar koma íslenskir karlmenn
næst þar á eftir, en 12% karla og
1–2% kvenna notuðu neftóbak ár-
ið 2000. Í Noregi notuðu 7% karl-
manna neftóbak og 1–2% kvenna.
Finnland og Danmörk skera sig
úr að þessu leyti. Í Finnlandi not-
uðu 1,7% karlmanna neftóbak og
0,1% kvenna og í Danmörku 1%
karla og 0,4% kvenna.
Fjórðungur íslenskra
karlmanna reykir daglega
19% kvenna reykja daglega
samkvæmt norrænni rannsókn
MAÐUR lenti í vinnuslysi í Malbik-
unarstöð Suðurnesja í Helguvík í
gærmorgun. Hafði maðurinn verið
uppi á þaki traktorsgröfu og verið að
háþrýstiþvo aftari gröfuarm. Datt
hann ofan af þaki gröfunnar. Hann
úlnliðsbrotnaði og marðist á mjóbaki.
Tilkynnt var innbrot í húsnæði
Golfklúbbs Suðurnesja í gær en
spennt hafði verið upp hurð og skjá-
varpa stolið.
Þá var lögreglunni í Keflavík einnig
tilkynnt innbrot í húsnæði Verktaka-
sambandsins við Grófina. Þaðan var
stolið myndbandstökuvél.
Einnig var tilkynntur þjófnaður í
Úra- og skartgripaversluninni í
Keflavík í gær. Tveir karlmenn höfðu
verið inni í búðinni og hafði annar
þeirra stolið silfurhring og hlaupið
síðan út. Telur lögregla sig vita hvaða
menn voru þar á ferð.
Vinnuslys
í Helguvík
ÁRÓÐUR virðist ekki hafa nein áhrif
til lækkunar á hámarkshraða í um-
ferðinni. Þannig er umferðarhraði í
sumar svipaður eða nánast sá sami og
hann var í fyrrasumar, þrátt fyrir
áróður Umferðarstofu í blöðum, sjón-
varpi og útvarpi að undanförnu.
Þetta kemur fram í grein eftir
Rögnvald Jónsson, framkvæmda-
stjóra framkvæmdasviðs Vegagerð-
arinnar, í nýju tölublaði af Fram-
kvæmdafréttum. Þar kemur fram að
meðalhraðinn í sumar samkvæmt
þrettán umferðargreinum Vegagerð-
arinnar á þjóðvegum var 94,7 km á
klukkustund, en meðalhraðinn í fyrra
á sömu stöðum var 94,9 km á klukku-
stund. Sambærileg niðurstaða kemur
út þegar hraði þeirra 15% sem hrað-
ast aka er skoðaður en þá kemur í ljós
að hann var yfir 105 km í fyrra en yfir
104,7 km í ár.
Rögnvaldur segir jafnframt að
rannsóknir hafi sýnt að áróður án
annarra aðgerða skili litlu. Áróðurinn
breyti viðhorfi, en það sé ekki þar
með sagt að hann breyti atferlinu.
Það hafi sýnt sig í gegnum árin að til
þess að breyta hegðun manna í um-
ferðinni dugi best virkt eftirlit og við-
urlög sem hafi áhrif. Segir hann við-
urlög við umferðarlagabrotum lítil
hér á landi og virki ekki sem forvörn.
Rögnvaldur sagði í samtali við
Morgunblaðið að umferðarlagasektir
í Noregi, til dæmis, færu eftir efna-
hag manna, þannig að þeir sem væru
betur launaðir fengju hærri sektir en
hinir sem væru á lægri launum. Um-
ferðarhraðinn væri langmikilvægasti
áhættuvaldurinn í umferðarslysum
og fjölmargar rannsóknir sýndu að
með lægri meðalhraða væri unnt að
fækka alvarlegum slysum mjög.
„Til þess að ná árangri þarf virkt
samstarf allra aðila sem koma að um-
ferðaröryggisstarfinu og þá sér-
staklega samgönguráðuneytisins og
dómsmálaráðuneytisins, þannig að
saman fari áhrifaríkur áróður, virkt
eftirlit, réttlát viðurlög og betri vegir
og þjónusta,“ segir í greininni.
Áróður einn og
sér minnkar ekki
umferðarhraða
Morgunblaðið/Brynjar Gauti