Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 1
Yfirvegað og temprað stuð Tónleikar Van Morrisons fá fimm stjörnur hjá Árna Matthíassyni | Menning 36 Fasteignir | Eitt stærsta bjálkahús landsins  Nýjar útsýn- isíbúðir í Mosfellsbæ Íþróttir | Henry brosti að Hermanni  Viggó eða Geir með handboltalandsliðið LITLU munar á fylgi þeirra Johns Kerrys, for- setaframbjóðanda demókrata, og George W. sBush, forseta og frambjóð- anda repúblikana. Kemur það fram í tveimur skoðanakönn- unum en samkvæmt þeim telur mikill meirihluti bandarískra kjósenda, að Kerry hafi farið með sigur af hólmi í fyrstu kappræðum frambjóðendanna. Í könnun tímaritsins News- week eftir kappræðurnar í síð- ustu viku fær Kerry 47% og Bush 45%. 2% ætluðu að kjósa Ralph Nader. Í þessari könnun sagði 61%, að Kerry hefði sigr- að í kappræðunum en 19% sögðu Bush hafa gert það. Í könnun dagblaðsins Los Angeles Times sögðu 54%, að Kerry hefði unnið kappræð- urnar en aðeins 15% sögðu það um Bush. Fyrir kappræðurnar hafði Kerry raunar eitt pró- sentustig umfram Bush samkvæmt könnun blaðs- ins, öfugt við aðrar kannanir, og hefur nú tveggja prósentustiga forskot. Vegna þessa er kosningabarátta Bush komin í nokkra vörn og í gær bættist það við, að í frétt í New York Times var því haldið fram, að Bush- stjórnin hefði vitað fyrir innrásina í Írak, að full- yrðingar hennar um að álrör, sem fundust í Írak, hefði átt að nota við smíði kjarnorkusprengju hefðu verið óáreiðanlegar. Condoleezza Rice, ör- yggisráðgjafi Bush, kvaðst í gær hafa vitað um ágreining um álrörin en aðeins fengið það stað- fest síðar, að þau hefðu verið til annarra nota./14 Baráttan aftur orðin tvísýn Washington. AP, AFP. Kerry Bush SIGURJÓN Jónasson, bóndi á Lok- inhömrum í Arnarfirði, er síðasti ábúand- inn í Lokinhamradal. Öllu sauðfénu var smalað saman um helgina og það leitt til slátrunar, um 60 kindur. Hann ætlar að halda eftir nokkrum kindum og geyma þær hjá vinum sínum á Hrafnseyri. „Fyrir mér var þetta allt lífið. Mér þótti vænt um kind- urnar og ég kvíði vorinu að fá ekki að taka á móti nýjum lömbum,“ segir Sigurjón, en þegar mest lét var hann með 270 kindur á bænum, Heimildir eru fyrir sauðfjárbúskap í Lokinhamradal allt frá landnámi. Þóttu Lokinhamrar með betri bújörðum á þeim tímum þegar vegasamgöngur voru ekki til staðar og nálægðin við sjó skipti öllu máli. Sigurjón býr nú á Tjörn, dvalarheimili aldraðra á Þingeyri, á 79. aldursári. Síðustu tvö árin hefur hann búið á Lokinhömrum að sumri til en flyst nú endanlega þaðan. Dalurinn er afskekktur og ábúendur gátu einangrast mánuðum saman sökum fann- fergis. Frá 1981 voru þau einu ábúendurnir í dalnum; Sigurjón og Sigríður Ragn- arsdóttir á Hrafnabjörgum. Sigríður lést árið 1998, en hún var með álíka stórt sauð- fjárbú og Sigurjón. Vegur í Lokinhamradal kom ekki fyrr en árið 1974 og sveitasíminn var í notkun þar allt til 1989. Sjálfvirki sím- inn leysti þá af hringinguna „ein löng og tvær stuttar“ á Lokinhömrum. Á myndinni horfir Sigurjón á eftir kind- unum á fjárbílnum, á sinni hinstu leið úr dalnum. Við hlið hans er Kristján Gunn- arsson frá Miðbæ og fyrir aftan hann er ungur smali, Hjörleifur Högnason. Tóku þeir þátt í smöluninni ásamt fleiri góðum vinum og ættingjum Sigurjóns./4 Morgunblaðið/RAX Síðasta smölun á Lokinhömrum „Fyrir mér var þetta allt lífið,“ segir síðasti ábúandinn í dalnum REYKINGAR, bæði beinar og óbeinar, auka líkurnar á að fólk hrjóti meira og fái einkenni kæfisvefns. Ný alþjóðleg rann- sókn hefur leitt þetta í ljós, en henni var m.a. stjórnað hér á landi, í samráði við sænska lækna. Um 24% reykingamanna í rannsókninni sögðust hrjóta að staðaldri, eða hið minnsta þrjár nætur í viku, 20% þeirra sem höfðu hætt að reykja hrutu og 13,7% þeirra sem aldrei höfðu reykt. Þórarinn Gíslason prófessor, sérfræð- ingur í lungnasjúkdómum, var einn þeirra er stjórnuðu þessari faraldsfræðilegu rannsókn og hann segir þennan mun milli hópa vera tölfræðilega marktækan og ekki hafi áður tekist að sýna fram á þessi tengsl með óyggjandi hætti. Tengslin hafi að auki verið hvað sterkust á Íslandi. Auk Íslands fór rannsóknin fram í Dan- mörku, Eistlandi, Noregi og Svíþjóð, og var hluti af evrópskri könnun er nefndist lungu og heilsa. Spurningalistar voru lagðir fyrir um 22 þúsund manns á aldr- inum 25–54 ára árin 2000 og 2001. Svör bárust frá um 15.500 manns, eða um 70% svörun, þar af frá tvö þúsund Íslending- um. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna langvinna öndunarfærasjúk- dóma eins og astma, berkjubólgu og of- næmi og þá þætti sem þeim tengjast, m.a. reykingar. Var svarendum skipt í þrjá hópa; þá sem reyktu, höfðu reykt og höfðu aldrei reykt. Greinar um rannsóknina hafa verið að birtast í erlendum læknatímaritum, nú síðast í American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine, bandarísku fagtímariti lungnalækna um öndunar- færasjúkdóma. Með Þórarni í rannsókn- inni unnu einnig íslensku læknarnir Ey- þór Björnsson, Davíð Gíslason, Þorsteinn Blöndal, Unnur Steina Björnsdóttir og María Gunnbjörnsdóttir, sem starfar í Svíþjóð. Ný alþjóðleg rannsókn sem tvö þúsund Íslendingar tóku þátt í Reykingar auka líkur á hrotum og kæfisvefni Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykingar auka líkur á háværum hrotum og kæfisvefni. ÞÓRARINN segir hrotur að staðaldri vera merki um þrengsli í loftveginum og viðkomandi eigi erfitt um svefn. Hrotur séu einnig eitt aðaleinkenni kæfisvefns, sem til viðbótar einkennist af öndunarstoppi og dag- syfju. Hann segir rannsóknir síðari ára hafa leitt til þess að sjúklingum með kæfisvefn sé mun hættara við háþrýstingi, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Niðurstöðurnar hafi verið skoð- aðar með tilliti til þess að algengt sé að fólk í yfirþyngd hrjóti, karlar hrjóti frekar en konur og miðaldra fólk frekar en það yngra. „Þegar þessir áhættuþættir höfðu verið skoðaðir stóðu reykingarnar áfram eftir sem sjálfstæður áhættu- þáttur. Hið sérstaka við rannsóknina var svo að þegar hópur þeirra sem aldrei höfðu reykt var skoðaður nánar kom greinilega fram að hrotur voru algengari hjá þeim sem voru útsettir fyrir óbeinum reykingum,“ segir Þórarinn en 20% þeirra sem aldrei höfðu reykt, en lifðu við reykingar annarra á heimilinu, lýstu háværum hrotum að staðaldri, samanborið við 13% þeirra sem hvorki reyktu né umgengust reykingamenn. Einsýnt sé því að sterkar líkur séu á sambandi reyk- inga og kæfisvefns sem ekki hafi verið sýnt fram á áður. Hættara við háþrýstingi og hjartasjúkdómum Þórarinn Gíslason LEIÐTOGI ETA, basknesku hryðjuverkasamtak- anna, var handtekinn í gær ásamt 18 eða 19 fé- lögum sínum í sameiginlegum aðgerðum frönsku og spænsku lögreglunnar. Fögnuðu spænsk stjórnvöld tíðindunum og sögðu þau mesta áfall, sem samtökin hefðu orðið fyrir í langan tíma. Auk leiðtogans, Mikels Albizu, sem kallaður er Antza, var unnusta hans, Maria Soledad Iparrag- irre, einnig handtekin en hún hefur lengi verið í forystusveit ETA. Hafa þau farið huldu höfði í 10 ár en voru tekin í franska bænum Pau, skammt frá spænsku landamærunum. Við húsleit fannst mikið af vopnum, skjölum og fé. ETA hefur haft hægt um sig eftir hryðjuverka- árás al-Qaeda í Madrid í mars en í september lýstu samtökin yfir, að baráttunni yrði haldið áfram þar til Baskar á Spáni fengju sjálfstæði. ETA greitt þungt högg Bordeaux. AFP. BRETAR hafa verið beðnir að auka lítillega við bænagjörðina, að biðja ekki aðeins fyrir fjöl- skyldu sinni og öðrum ástvinum, heldur einnig fyrir sunnudagssteikinni. Þá er átt við sálu þeirr- ar skepnu, sem leggur hana til. Öllum prestum ensku biskupakirkjunnar hefur verið sent erindi um þetta og kemur það frá Kon- unglega félaginu gegn illri meðferð á skepnum. Er höfundur þess séra Andrew Linzey við Ox- ford-háskóla en hann er fyrsti maðurinn til að gegna einu embætti um guðfræði og velferð dýra. Í bæninni eiga menn að biðja guð um að gefa þeim samkennd með dýrum, sem höfð eru til átu eða notuð í þágu vísinda eða til skemmtunar. „Það er eðlilegt, að menn biðji um fyrirgefningu á synd- um sínum gagnvart dýrunum,“ segir séra Linzey. Beðið fyrir sunnu- dagssteikinni London. AFP. Fasteignir og Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 270. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.