Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 15 DAGLEGT LÍF Suzuki Vitara Grand F.skráð. 01.2004. Ekinn 81.400 km. Litur: Blár. Verð: 1.500.000 kr. Tilboðsverð: 1.190.000 kr. Suzuki Vitara JLXi0 F.skráð. 05.1997. Ekinn 140.000 km. Litur: Rauður. Verð: 690.000 kr. Tilboðsverð: 390.000 kr. Hyundai Accent S/D G F.skráð. 05.1999. Ekinn 109.000 km. Litur: Grænn. Verð: 590.000 kr. Tilboðsverð: 290.000 kr. Nissan Patrol Elegan F.skráð. 02.2004. Ekinn 91.000 km. Litur: Blár. Verð: 4.200.000 kr. Tilboðsverð: 3.890.000 kr. KJARABÓT www.toyota.is fyrir þig Kópavogur Sími 570 5070 Reykjanesbær Sími 421 4888 Akureyri Sími 460 4300 Selfoss Sími 480 8000 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Það verður mikið að gerast hjá Toyota Betri notuðum bílum í þessari viku. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til þess að eignast góðan bíl á einstöku verði. Skoðaðu úrvalið á www.toyota.is eða komdu í heimsókn á Nýbýlaveginn eða til umboðsmanna okkar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ. Ínokkrum verslunum hér á landi er hægtað kaupa lífrænt ræktuð epli, en þau eruum þessar mundir miklu dýrari en epli sem ekki eru lífrænt ræktuð. Í stórmarkaði kostar kílóið af eplum, sem ekki eru lífrænt ræktuð, undir tvöhundruð krónum, en lífrænt ræktuðu eplin kosta í sérbúðunum frá tæpum fimm hundruð krónum kílóið í tæpar sjö hundruð krónur. Dýrt að framleiða lífrænt Helstu innflutningsaðilar með líf- rænt ræktað grænmeti og ávexti eru innflutningsfyrirtækin Ban- anar og Yggdrasill. Í Blóma- vali voru lífrænt ræktuðu eplin komin frá Ítalíu og Bananar sáu um innflutning. Í hin- um búðunum sem farið var í, Yggdrasil, Heilsuhúsið og verslunina Maður lifandi voru eplin feng- in frá Yggdrasli en þau eru flutt inn frá Nýja Sjá- landi. Aðspurður um þennan mikla verðmun á lífrænt ræktuðum eplum og þeim sem ekki eru lífrænt ræktuð, sagði Rún- ar Sigurkarlsson hjá Yggdrasli að lífrænt ræktuð matvæli væru um allan heim dýrari en þau sem ekki eru ræktuð með slíku móti. „Auk þess eru lífrænt ræktaðir ávextir enn dýrari en lífrænt ræktað grænmeti. Það er einfald- lega dýrara að framleiða þessa vöru, það tekur lengri tíma og kostar meira. Allt eftirlit er mjög strangt og bæði framleiðendur og versl- unareigendur þurfa að borga fyrir sérstaka líf- ræna vottun. Íslenskt grænmeti sem er lífrænt ræktað hér heima er yfirleitt um 20% dýrara en það sem ekki er lífrænt ræktað. En vissu- lega er verðið alltaf eitthvað breytilegt eftir framboði og eftirspurn. Lífrænt ræktað epli kostar kannski 50 krónur á meðan epli sem ekki er lífrænt ræktað kostar 20 krónur. En fólk er í miklum mæli farið að velja þessa líf- rænu vöru framyfir, þó svo að hún sé dýrari, einfaldlega af því að það veit að engin eiturefni hafa verið notuð við ræktunina. Ég líki þessu stundum við muninn á því að kaupa klæð- skerasaumuð föt eða verksmiðjuframleidd, það liggur miklu meiri vinna á bakvið klæðskerasaumuð föt og þetta er ekki sama varan. Og auk þess er svo mikill bragðmunur á lífrænt ræktuðum ávöxt- um og grænmeti og því sem ekki er lífrænt ræktað. Þegar fólk hefur fundið þennan mun, þá vill það helst bara það lífrænt ræktaða.“ Lífrænt í stór- mörkuðum En hvers vegna flytur Yggdrasill eplin inn alla leið frá Nýja Sjálandi? Er ekki ódýr- ara að flytja þau inn frá t.d. Evrópu? „Þetta kemur til af því að uppskeran er ekki komin frá Evrópu, en við höfum verið með epli frá Skandinavíu og Þýskalandi og þau fara að detta inn hvað úr hverju og þau verða vænt- anlega aðeins ódýrari.“ Rúnar segir að með því að flytja þetta inn sjálf þá fái þau í Yggdrasli betra verð. „Við leggjum mikið upp úr því að ná sem bestum samningum svo verðið sé sem hagkvæmast fyrir viðskiptavininn. En það er ekki á okkar valdi hvað þær verslanir leggja á vöruna sem kaupa hana af okkur, þeir hafa sína frjálsu álagningu.“  NEYTENDUR | Lífrænt ræktuð epli Margfaldur verðmunur á eplum khk@mbl.is Rjómamysuostur var valinn ostur árins áOstadögum sem haldnir voru í Vetr-argarðinum í Smáralind um helgina. Osturinn, sem framleiddur er hjá Norðurmjólk, fékk hæstu einkunn af einstökum ostum eða 12,99 stig. Friðjón Jónsson, verkstjóri hjá Norðurmjólk, segir það frábært að hafa fengið heið- ursverðlaun fyrir rjómamysu- ostinn en hann hefur verið fram- leiddur í áratugi. „Við erum ein- mitt með hann í nýjum umbúðum núna. Svo erum við að bæta við nýjum bragðteg- undum af mysingi. Fram að þessu hefur bara verið framleiddur mysingur með karamellu- bragði en nú bætist við mysingur með banana- og súkkulaðibragði og vanillubragði. Auk þess er Norðurmjólk líka að koma með á markaðinn smurgráðost.“ Hann bendir á að rjómamysuostur sé góður á brauð en einnig í alla matargerð og þá ekki síst í súpur og að hann eigi marga dygga aðdáendur. Friðjón, sem hefur verið viðloðandi ostagerð frá því hann lauk námi árið 1986, segir að hóp- urinn hjá Norðurmjólk hafi áður hlotið ýmis verðlaun og það beri að þakka samstilltum hópi hjá fyrirtækinu sem kunni sitt fag og svo góðu hráefni frá þeim bændum sem leggja fyrirtæk- inu til mjólk. Dómhildur A. Sigfúsdóttir, forstöðumaður til- raunaeldhúss Osta- og smjörsölunnar, gefur hér að lokum uppskrift að súpu þar sem rjóma- mysuosturinn er í lykilhlutverki. Mysuostssúpa 1½ lítri vatn 100 g sveskjur 40 g sykur 250 g rjómamysuostur 25 g hrísmjöl 1 dl rjómi, þeyttur Sjóðið sveskjurnar í vatninu og færið þær upp. Skerið ostinn í bita og látið hann bráðna í soðinu. Jafnið súpuna með hrísmjölinu og sjóðið í 10 mín. Sykrið. Þeytið rjómann og setjið í skál og hellið súpunni saman við. Leggið sveskjurnar í.  MATUR | Besti osturinn valinn á Ostadögum Rjómamysu- ostur varð fyrir valinu Morgunblaðið/Golli Friðjón Jónsson: Þakkar bændum og sam- starfsfólki frábæran árangur á Ostadögum. Rjómamysuostur: Hentar á brauð og í ýmsa matargerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.