Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenning- ur þjóðanna, unir jafnan misjafn- lega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulags- tillögu bæjaryfirvalda...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÉG ER kennari vegna þess að ég elska að kenna börnum. Þegar ég ákvað að verða kennari hélt ég að ég væri að gera eitthvað gott, eitthvað nytsamlegt. Ég hélt að ég væri að ganga til liðs við eina af ábyrgðarmeiri stétt- um landsins. Ég held það enn! Það sem ég er hrædd um er að stjórnendur landsins séu ekki á sömu skoð- un. Eldri sonur minn er orðinn 12 ára og gerir sér að nokkru grein fyrir því sem ég og hinir gunnskóla- kennararnir í landinu erum að ganga í gegnum í dag. Hann horfir á viðtölin í sjónvarpinu með mér og verður alltaf hálf hissa á því hvernig talað er um kennara. Hvers konar skilaboð eru það til barnanna okkar allra að ef þú ákveður að leggja á þig 3ja ára há- skólanám til að verða kennari, þá borgi það sig ekki því þú færð ekki laun í samræmi við það. Erum við með þessu að ýta undir það að það sé óþarfi fyrir börnin okkar að mennta sig eftir skylduna? Það sem þarf að koma fram er að fólk sem er með sambærilegt nám úr háskóla er ekki að fá sam- bærileg laun fyrir vinnuna sína. Er virkilega talið viðunandi að 38 ára kennari með 10 ára reynslu fái út- borgað 132.514 fyrir fulla stöðu? Mér er spurn. Mig langar líka til að spyrja að því hvort það sé virkilega álit hins almenna borgara að kennarar fari í verkfall sérstaklega til þess að það bitni á börnunum? Er það virkilega álit manna að okkur standi á sama um börnin? Ef okkur stendur á sama um nemendur okkar, hvers vegna er- um við þá í þessu starfi? Ekki eru það launin, svo mikið er víst! Það getur ekki verið að almenningur vilji einungis ófaglært fólk í skólana. Er það það sem koma skal; er þetta háskólanám okkar orðið óþarft? Ég get ekki ímyndað mér að for- eldrarnir í landinu séu þeirrar skoðunar að hver sem er geti kennt börnunum þeirra. Ég er sjálf þriggja barna móðir og ég get ekki hugsað mér annað en að full- menntaður kennari kenni börn- unum mínum. Þetta er einungis brot af þeim spurningum sem brenna á mér og fleiri kennurum. Við skiljum ekki umræðuna í þjóðfélaginu þessa dagana. Ég hef einnig fundið fyrir því að fólk áttar sig ekki almennilega á því hvernig vinnudegi kennara er háttað. Minni kennslu lýkur kl. 13.20 á daginn en þá á ég eftir að fara yfir bækur, ganga frá eftir daginn, undirbúa næsta dag og funda með árganginum. Síðan eru aðrir samráðsfundir við sérkenn- ara, námsráðgjafa og sálfræðing, sem og almennir kennarafundir. Þá er ég ekki búin að nefna for- eldrasamstarfið. Umsjónarkennari er í stöðugu sambandi við foreldr- ana. Á hverjum degi fæ ég póst frá foreldrum sem ég svara eftir kennslu. Þetta er að mínu mati ákaflega mikilvægur þáttur í starfi kennarans. Það hlýtur að vera æðsta ósk allra foreldra að börnin geti fengið það besta sem skólinn hefur upp á að bjóða. Það hlýtur að vera metnaður þjóðarinnar í heild sinni að æska landsins komist sómasamlega til manns. Það hlýtur að vera hagur sam- félagsins að börnin okkar geti látið eitthvað af hendi rakna þegar lengra lætur. Það eru ekki bara börnin sem fara illa út úr verkfalli, það er þjóðfélagið í heild sinni. Kenn- arastéttin og skólinn á ekki að líða fyrir peningaleysi sveitarfélag- anna. Ólafur Oddsson mennta- skólakennari sagði í grein í Morg- unblaðinu um daginn að kennarinn væri alltaf talinn svo mikilvægur, og ef hann er svo mikilvægur, hvers vegna er þá ekki komið þannig fram við hann? Þetta þykir mér afar áhugaverð hugleiðing. Það sem við gerum í skólanum á að teljast afar mikilvægt. Okkar starf er að leggja grunninn að framtíð barnanna. Það hlýtur að teljast ákaflega ábyrgðarmikið starf sem ætti að launa í samræmi við það. Það er bara ekki gert! Eigum við kennarar að láta okkur vel líka? Mér er spurn Margrét Ásgeirsdóttir fjallar um kennaraverkfallið Margrét Ásgeirsdóttir ’Það hlýtur að veraæðsta ósk allra foreldra að börnin geti fengið það besta sem skólinn hefur upp á að bjóða. ‘ Höfundur er grunnskólakennari. TAKK fyrir kveðjuna frá í gær. Ég veit að staða Morgun- blaðsins er erfið. Ég veit að aug- lýsendur telja sér ekki lengur skylt að auglýsa í blaðinu. Ég veit að annað blað hefur meiri út- breiðslu en Morgunblaðið. Ég veit að það er erfitt verkefni að þurfa að gera núverandi fjár- málaráðherra að fjármálasnillingi – eða verða að halda því fram að bullið í Blöndal sé brjóstvörn Al- þingis. Það kann einnig að vera erfið tilhugsun að dómarar í Hæstarétti skuli nú vera farnir að skrifa umsagnir á eigin for- sendum – jafnvel þótt þeir hafi verið skipaðir af Flokknum. Ég skil vel að þú sért þreyttur. Það kann því að vera freistandi fyrir ritstjórn á slíkum erfiðistímum að fá útrás með því að skrifa nafn- lausan óhróður um samferða- menn sína í Staksteinum – þurfa ekki einu sinni að bera ábyrgð á skrifunum – og skella svo bara skuldinni á Morgunblaðið! Hvaða bull er þetta! – Hvað er Morg- unblaðið? – annað en það fólk sem þar starfar. Þú getur ekki haldið því fram að blaðið hafi ein- hverja sérstaka skoðun, sem komi einstaklingunum eða rit- stjórn þess ekki við. Ég teldi meiri brag að því að þið skrifuðuð sjálfir undir þennan óhróður Staksteina. Það lýsti í það minnsta hugrekki að þora að standa við eigin skrif. Séra Pálmi Matthíasson sagði í ræðu við setningu Alþingis sl. föstudag að rétt væri að setja lög á nafnlaus ábyrgðarlaus skrif, sem hafa ekki annað markmið en að dreifa óhróðri um samferðamenn. Reyndar talaði hann sérstaklega um skrif á Netinu, en auðvitað á það einnig við um ritstjórn Morg- unblaðsins. Ég er sammála séra Pálma. Lúðvík Bergvinsson „Kæri Styrmir“ Höfundur er alþingismaður. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. Fréttir í tölvupósti DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.