Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ungum dreng fyrir framan skóla- töflu. Hann hafði á hana ritað tveir plús tveir eru fjórir. Drengurinn horfði til ljósmyndarans hróðugur á svip og hárviss. Hin myndin sýndi sams konar skólatöflu útskrifaða með alls kyns táknum og tölum mér alls óskiljanlegum. Fyrir framan þá töflu stóð heimsþekktur vísindamað- ur með grátt hár og úfið. Hann sá líka til ljósmyndarans, en með efa og spurn í svipnum. Síðar á ævinni minntist ég Gauks Jörundssonar, fyrst í hlutverki hins unga og síðar hins aldna vísindamannsins með spurnarsvip, þrátt fyrir óumdeilda þekkingu. Mér dettur ekki í hug að gera tilraun til að segja frá þekkingu þessa sérstaka manns. Til þess hef ég hvorki getu né löngun. Aðeins þetta um eiginleika hans: Hann var dreng- ur, sem aldrei lét viðmælenda sinn finna yfirburði sína. Aldrei annað en þeir væru jafningjar. Hann kunni að gefa. Gaf af mildi sinni án þess að horfa til endurgjalds. Hann kunni líka að þiggja svo að gefandinn fann, að gjöfin var nokkurs virði. Hann var gestrisinn, en kunni þó öðrum frem- ur að vera gestur. Hann fagnaði vel- gengni annarra og aldrei ofmetnaðist hann af eigin verðleikum og yfirburð- um. Hann var kurteis og prúður. Það er ótrúlegt hve mikils virði það er að mega horfa til slíkra manna. Enginn efaðist um niðurstöður dóma hans, enda voru hvorki annarleg sjónarmið né eigin hagsmunir í fyrirrúmi. Úr- skurðir hans voru lög. Spurðu Gauk, var stundum sagt í kunningjahópi. Það eru ekki ýkjamörg ár síðan ég fór til Kanaríeyja. Ferðafélagarnir kvörtuðu einn dag undan austan roki og sandbyl frá Afríku. Þá minntist ég þess, að þessi vindur er sá, sem gerir okkur hér uppi á Íslandi bærilegt að lifa. Hann kemur af stað því fyrir- brigði, sem við köllum Golfstraum. Þetta „óveður“ gaf mér tilefni til að ljúka við ljóð, sem ég hafði hugsaði mér að semja á býlinu mínu við Landeyjasand nokkru áður, um haf- öldu, sem ég hafði þekkt frá barn- æsku. Til heiðurs vini mínum bið ég blað- ið að birta þetta ljóð, sem ég nefni: „Hafaldan mín“. Ég get ekki neitað því, að tilvik í þessu ljóði koma mér í hug, þegar ég minnist þess vinar, sem ég hef nú hef misst. Úr skýi féllstu niður silfurtær. Sjávarins flötur breytti ásýnd þinni. Hvert einstakt líf þá lyndiseinkunn fær, sem líkir eftir fyrstu göngu sinni. Hver gerði þér orð, þú vinna skyldir verk: Vertíðarbát á léttri öldu bæra. Í mildi þinni stór svo ógnarsterk, sjávarins fjöri lífsins næring færa. Þú líf þitt átt við ormsins mikla baug og enginn ræður lífsgátuna þína, hvort haldist leið og lengist lífsins taug svo ljúki loks við sandströndina mína. Á vegferð þinni varð þér ekkert á, þótt óður stormur breytti geði þínu Þeir farmenn makleg málagjöldin fá, sem meta ekki rétt á veðurkorti sínu. Er storminn lægir verður aftur stillt þitt stóra geð og afsökunar biður. Hver ræður öllu, öllu sem þú vilt. Hinn eini sanni mikli myndasmiður. Ég komu þína heyri sunnan yfir haf. Ég held í von að góðum tíma linni í sátt við allt, sem góður faðir gaf af gæsku þér á lífsleiðinni þinni. Í dag er mér ekki harmur í hjarta, heldur miklu fremur þakklæti fyrir allt, sem ég hef átt. Með kveðju okkar hjóna að Kald- aðarnesi. Filippus Björgvinsson. Mig langar til að minnast Gauks Jörundssonar með örfáum orðum. Hann ólst upp í návist föður míns frá unga aldri og eftir að báðir urðu full- orðnir lágu leiðir þeirra saman að nýju með því að þeir bjuggu á sitt- hvorum bænum neðst í Sandvíkur- hreppi. Við höfðum því nokkur sam- skipti við hann. Ég man að pabbi bar mikla virðingu fyrir Gauki og fannst hann mikilsvitur og mikilsvirtur maður, sem hann og var. Gat pabbi oft leitað til hans eftir ráðum og eins félagsskap og voru Gaukur og Ingi- björg höfðingjar heim að sækja. Mig langar til að minnast eins at- viks sem ég upplifði sjálf í samskipt- um við Gauk. Þannig var að við hjálp- uðum þeim oft við heyskap í Kaldaðarnesi og sáum þá kannski fyrir vélum sem vantaði og eins að- stoðuðum við þau við að hirða bagg- ana af túnunum þar. Þá man ég að Gaukur kom út á tún og gekk með vagninum sem keyrði á rólegri ferð, tók hvern heybaggann á fætur öðr- um og jafnhenti þeim upp á heyvagn- inn, eins og þeir væru eldspýtu- stokkar. Þannig þurfti sá sem keyrði vagninn aldrei að stoppa við baggana á meðan þeim var lyft uppá, heldur keyrði á jöfnum hraða fram og aftur um túnið. Þá gerðum við krakkarnir okkur grein fyrir því að þessi rólegi, dagfarsprúði maður væri rammur að afli, þó aldrei bæri á því í annan tíma. Hvar sem Gaukur kom, var eftir honum tekið, hann var óvenju hár og mikill maður vexti, en jafnframt ró- legur. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir, en hélt þeim fyrir sig, nema eftir þeim væri leitað. Hann var ekki gefinn fyrir að berast á og man ég hvað manni þótti eftirtektarvert, þegar hann var umboðsmaður al- þingis, að þá var hann ekki að gaspra í tíma og ótíma um það sem fyrir lægi í öllum fjölmiðlum, eins og menn gera gjarna, heldur vann hann sína vinnu og skilaði síðan áliti sínu og þá var það alltaf fyllilega unnið. Mig langar til að þakka Gauki fyrir þá vináttu sem pabbi átti hjá honum á meðan báðir lifðu. Það var heiður að þekkja þau hjón Gauk og Ingi- björgu og börnin þeirra tvö og ég vil persónulega þakka fyrir góðan grannskap og hlýhug til margra ára og votta ykkur mína innilegustu sam- úð. Hulda Brynjólfsdóttir. Æskuvinur og skólabróðir, Gauk- ur Jörundsson, er fallinn frá. Á menntaskólaárunum vorum við ná- grannar og áttum því samleið að loknum skóladegi upp Skólavörðu- stíg. Þessi samleið leiddi til þess að við ræddum öll heimsins mál og urð- um góðir mátar og vinir. Það leiddi einnig til þess að ég heimsótti hann oft að Kaldaðarnesi þar sem ég kynntist dugnaðarforkinum föður hans og móður. Gaukur var afburðanámsmaður en ég átti stundum erfitt með að skilja að latínu og fótboltann. Var þá ekki ónýtt að ræða við Gauk á þeim nótum og þótti honum vafalaust gaman að því, svona af og til. Ég var dux í einu fagi, þ.e. leikfimi og var tengiliður bekkjarins við Valdimar Svein- björnsson íþróttakennara okkar. Þegar hann spurði mig eitt sinn í 4. bekk hvort við ætluðum nokkuð að taka þátt í handboltamóti skólans sagði Gaukur; auðvitað verðum við með. Við komumst í úrslit og urðum næstum því meistarar! Gaukur var einstakt ljúfmenni, ráðagóður, hjálpsamur og tók öllum vel sem til hans leituðu. Hann lifir í minningu okkar sem einstakur öð- lingur og höfðingi og sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til Ingi- bjargar og fjölskyldu hans. Reynir G. Karlsson. „Vinir berast burt með tímans straumi.“ Góður vinur er fallinn frá langt um aldur fram. Gaukur Jörundsson var í mörgu tilliti afar óvenjulegur maður og eftirminnilegur. Hann var tröll að burðum, en ljúfur sem lamb, skarp- greindur, atorkusamur, fylginn sér og vildi öllum vel, glaðsinna og hrók- ur alls fagnaðar í vina hópi með ein- stakan glettnisbrag, örlítið feiminn, en umfram allt sanngjarn og rétt- sýnn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Við kynntumst í Vestur-Berlín á námsárunum um 1960 á umbrotatím- um kalda stríðsins, þar sem hann stundaði nám í lögfræðinni með sína ágætu eiginkonu Ingibjörgu Eyþórs- dóttur sér við hlið. Þá var yndislegt að lifa, og umræðan um lífið og til- veruna var daglegt brauð. Gaukur heldur heim til Íslands og hefur störf hjá Borgardómaranum í Reykjavík, en síðar verður hann lekt- or og svo prófessor við Háskóla Ís- lands, hæstaréttardómari og lýkur doktorsprófi 1970 um eignarnám. Ár- ið 1988 er hann kjörinn umboðsmað- ur Alþingis og valinn í það starf þrjú kjörtímabil í röð, og að síðustu skip- aður dómari við Mannréttindadóm- stól Evrópu. Af þessari upptalningu má sjá að Gaukur var ekki fyrir það að stunda almenn lögfræðistörf úti í bæ því hann var fyrst og fremst fræðimaður á sínu sviði og þar í afar miklum metum og aldrei á hann hall- að. Öðlingurinn frá Kaldaðarnesi í Flóa er horfinn á braut. Elfan í Ölfusi grætur vin sinn sem ólst upp á bökk- um hennar. Allir sem honum kynnt- ust munu syrgja þennan afburða gáfumann og snilling. Samstarfs- menn, nemendur hans og sveitungar drúpa höfði í dag og biðja fyrir hon- um á nýjum ævibrautum. Elsku Ingibjörg, Guðrún, Jörund- ur, barnabörn og aðrir ástvinir Gauks: Megi allar góðar vættir styrkja ykkur og blessa í sorginni, sem vonandi linast við minninguna um afburðadreng sem var svo annt um ykkur öll. Land vort og þjóð hefur misst einn sinn besta son. Ég sendi ykkur öllum dýpstu samúðarkveðjur. Und lífsins oki lengur enginn stynur, sem leystur er frá sínum æviþrautum, svo bið ég Guð að vera hjá þér vinur, og vernda þig á nýjum ævibrautum. (Þ. Hjálmars.) Hvíl í friðarfaðmi kæri vin. Friðleifur Stefánsson. Sveitin hans vinar okkar skartar sínu fegursta þessa litríku haust- daga. Öðlingurinn Gaukur Jörunds- son hefur kvatt okkur. Mikil eftirsjá er að svo góðum og djúpvitrum manni, sem var hvers manns hug- ljúfi. Þessi mikli lögspekingur var í eðli sínu bóndi og mikill veiðimaður. Hans heimkynni voru bærinn Kald- aðarnes á bökkum Ölfusár. Þar undi hann og fjölskylda hans sér best. Ósjaldan var þar tekið á móti vinum, innlendum sem erlendum, af rausn og miklum höfðingsskap. Við skólasystur og vinkonur Ingi- bjargar, hans frábæru eiginkonu, fengum mjög oft notið gestrisni þeirra hjóna. Það sama gilti um heimsóknir okkar til þeirra þau ár, er þau áttu heimili sitt í Strassborg. Það var alltaf nægjanlegt húsrými og mikil gestrisni, hvort sem gestirnir voru fáir eða margir. Alltaf sama hlýjan og allir velkomnir. Öllum leið vel í návist þessara yndislegu hjóna. Okkur er þungt um hjartarætur þessa dagana. Ingibjörgu, eiginkonu Gauks, sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans í veikindum hans, börnum hans og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Við biðjum góðan Guð að blessa þau öll. Ykkar vinir. Jónína og Lárus, Bjarney og Árni, Sigríður Soffía og Maggi, Bryndís og Jón Þór, Steinunn og Hilmar, Edda Sigrún og Helgi, Ásta Thors, Hertha og Stefán. Gaukur Jörundsson var án alls efa óumdeildur forystumaður á sviði lög- fræði hér á landi. Hann naut af þeim sökum mikillar virðingar bæði hér- lendis og erlendis. Hann átti og ein- stakan menntunar- og starfsferil að baki. Þeirri góðu sögu verða ekki gerð skil hér enda munu aðrir verða til þess. Kynni okkar Gauks hófust fyrir meira en 40 árum og héldust með lík- um hætti síðan. Við vorum í upphafi samstarfsfélagar við embætti yfir- borgardómarans í Reykjavík og síð- an einnig annars staðar. Ég gekk oft í smiðju til Gauks og naut góðra ráð- legginga um lagamál. Hann var ráða- góður og sérlega glöggur að koma auga á kjarna hvers máls. Gaukur var félagslyndur, gaman- samur og hnyttinn í tilsvörum. Marg- ar þær sögur sem hafðar eru eftir honum breiddust fljótlega út. Þær eru sígildar og oft vitnað í þær. Eitt sinn sagði hann við mig er ég var að dreypa á hvítvíni sem honum fannst ekki standast gæðakröfur: „Þeir skúra nú ekki einu sinni gólfin með þessu í Frakklandi.“ Ekki vita allir að Gaukur var mikið hraustmenni og iðkaði íþróttir. Eftir að ég kynntist honum spilaði hann innanhússfótbolta, fór oftlega á rjúpnaveiðar og góður sundmaður var hann. Einhverju sinni vorum við tveir úti í Ölfusá, í vatni upp að brjósti, að bisa við að færa til níð- þungan kláf fullan af sandpokum. Þetta verk gekk lítið. Ég var víst orð- inn þreyttur, steig upp á kláfinn til að kasta mæðinni og bað hann að gera slíkt hið sama. Hann hefur víst ekki heyrt hvað ég sagði því að skyndilega lyftist ég upp ásamt kláfnum. Gaukur hafði þá í ákafanum tekið sjálfur upp kláfinn og mig með. Þetta var dæmi- gerður Gaukur á þessum árum. Góður vinur hefur horfið allt of fljótt. Hann var svo sannarlega vel að því kominn að njóta langs ævikvölds með fjölskyldu sinni á heimili sínu. Það gekk ekki eftir. Ég sendi sam- úðarkveðjur mínar til eftirlifandi konu Gauks, Ingibjargar, svo og til barna þeirra hjóna þeirra Guðrúnar og Jörundar. Stefán Már Stefánsson. Mannréttindastarf Evrópuráðsins með stofnun mannréttindanefndar og mannréttindadómstóls Evrópu verður að teljast einn merkasti ávinningurinn af samstarfi Evrópu- ríkjanna eftir lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Grundvallarreglurnar, sem á sín- um tíma voru settar fram í mannrétt- indasáttmála Evrópu, hafa með úr- lausnum mannréttindastofnananna smám saman orðið lifandi veruleiki alls almennings í Evrópu. Nú er svo komið, að Evrópa hefur eignazt dýr- mæta mannréttindaarfleifð. Ára- tugastarf Gauks Jörundssonar innan þessara stofnana er hluti af þessari arfleifð. Þegar Gaukur tók við starfi um- boðsmanns Alþingis flutti hann með sér þá mannréttindastrauma, sem gegnsýrðu starf hans á Evrópuvett- vangi. Álit hans sem umboðsmanns báru órækt vitni um örugga fótfestu hans í lagalegum sjónarmiðum um réttindi borgaranna í lýðræðislegu þjóðfélagi. Í lok fyrsta starfsárs síns 1988 sem umboðsmaður Alþingis sendi Gaukur ríkisstjórn og Alþingi ábendingar um ófullkomin ákvæði til verndar mann- réttindum í íslenzkum lögum. Hann benti á, að ákvæði vantaði um sumt og önnur mannréttindaákvæði væru ófullkomin. Einnig vakti hann athygli á, að íslenzk lög gengju að ýmsu leyti skemmra í vernd mannréttinda en ýmsir þeir alþjóðasamningar um mannréttindi, sem Ísland er aðili að. Ekki fór á milli mála sú alvara, sem bjó að baki ábendingum umboðs- manns, en að sjálfsögðu voru þær settar fram af þeirri hófstillingu, sem einkenndi framgöngu hans. Þessar ábendingar áttu eins og vænta má ríkan þátt í því, að nokkrum árum síðar var mannréttindasáttmáli Evr- ópu lögleiddur hér á landi og mann- réttindaákvæði stjórnarskrárinnar löguð að mannréttindasáttmálanum, en hvort tveggja hefur orðið til þess að stórauka vernd borgaralegra rétt- inda hér á landi. Fyrir sakir starfa sinna, lærdóms og mannkosta naut Gaukur Jörunds- son sérstakrar virðingar allra, sem honum og störfum hans kynntust. Við Steinunn vottum Ingibjörgu og fjölskyldu þeirra Gauks einlæga samúð vegna hins mikla missis þeirra. Hörður Einarsson. Kveðja frá Landssambandi veiðifélaga Við mannfólkið erum eins og öldur úthafsins. Við eigum okkur upphaf og æviskeið en að lokum föllum við að ströndu. Öldur rísa mishátt og svo er um mennina líka. Dr. Gaukur Jör- undsson var einn þeirra manna sem risu hátt í samfélagi okkar. Hann naut djúprar virðingar og óskoraðs trausts fyrir störf sín á vettvangi lög- fræði og félagsmála. Sem fyrsti Um- boðsmaður Alþingis fékk hann hið vandasama hlutverk að móta það embætti. Það gerði hann með þeim hætti að embætti Umboðsmanns Al- þingis gegnir nú því mikilvæga eft- irlitshlutverki með stjórnsýslunni sem raun ber vitni. Dómarastöðu við Mannréttindadómstól Evrópu hlaut hann verðskuldaða og gegndi með þeirri sæmd er einkenndi öll hans störf. Gaukur kom mjög að veiðimálum. Hann tók við óðalsjörðinni Kaldaðar- nesi af föður sínum, Jörundi Brynj- ólfssyni, fyrrum alþingismanni, árið 1970. Jörðinni fylgja veiðiréttindi í Ölfusá og stundaði Gaukur veiðina. Þar mun hann hafa hagað netalögn- um eftir því sem álar voru veiðileg- astir og var árangur hans eftir því. Það var leitað til Gauks um forystu í veiðimálum. Hann tók sæti í stjórn Veiðifélags Árnesinga árið 1985 og gerðist formaður félagsins strax það sama ár. Því embætti gegndi hann til dauðadags. Þá átti hann sæti í stjórn Landssambands veiðifélaga á árun- um 1983–1988. Þekking hans á veiðimálum og þá sérstaklega á löggjöfinni um lax- og silungsveiði var dýrmæt fyrir okkur sem þar starfa. Þegar hið vandasama verk var framundan að endurskoða í heild lögin um lax- og silungsveiði var snemma ljóst að Gaukur myndi verða kallaður til að leiða það verk. Þar fetaði hann í fótspor föður síns sem átti drjúgan þátt í mótun hinnar merku löggjafar um lax- og silungs- veiði. Það var einlæg von okkar að þrátt fyrir heilsubrest Gauks yrði unnt að ljúka við heildarendurskoðun laganna og setja í frumvarp. Svo varð ekki en mikið starf hefur verið unnið og línur lagðar í vandasömum álita- efnum sem veiði og veiðifélög varða. Því miður auðnaðist honum ekki að fylgja eftir þeirri vinnu sem hann lagði svo mikla alúð við. Hinn mældi tími er úti og víst finnst okkur hann vera í knappara lagi. Persónulega vil ég þakka leiðsögn Gauks og heilræði í vandasömum málum. Það var mér jafnan hollt að leita til hans þegar erfið úrlausnar- efni voru til meðferðar á vettvangi veiðimálanna. Honum var mjög um- hugað um að standa vörð um veiði- réttinn og forræðið yfir honum. Sem formaður í stærsta veiðifélagi lands- ins hafði hann mikil áhrif á umræðu og mótun veiðimála. Landssamband veiðifélaga vottar dr. Gauki Jörundssyni virðingu og þakklæti nú á hinsta degi og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur Óðinn Sigþórsson, formaður. Á eystri bakka Ölfusár stendur jörðin Kaldaðarnes, höfuðból um ald- ir. Sturlunga greinir frá því, að þar hafi Gissur Þorvaldsson, jarl, búið um tíma. Löngu, löngu síðar komst jörðin í eigu aldavinar míns, Gauks Jörundssonar. Var hún ættaróðal hans og unaðsreitur alla tíð. Á sumr- in angar þar blóma-breiða, hrossa- gaukurinn hneggjar, spóinn vellur og jaðrakaninn er aldrei langt undan. Laxinn leitar aftur upp fljótið og víð- sýnið skín. Þetta var Gauki hjartfólg- inn staður og hann gat tekið undir ljóðlínu Jónasar Hallgrímssonar „Á engum stað ég uni, eins vel og þess- um mér“. Hér munu jarðneskar leif- ar Gauks Jörundssonar verða lagðar til hinztu hvílu. Kynni okkar Gauks hófust þegar í barnaskóla og urðu, er tímar liðu fram, að mikilli og einlægri vináttu. Við fylgdumst að í námi í gegnum Menntaskólann í Reykjavík og síðar í lagadeild Háskóla Íslands. Í Menntaskólanum var Gaukur námsmaður í betra meðallagi. Það var þó ekki fyrr en í Háskólanum sem kom í ljós, að hann var gæddur framúrskarandi námsgáfum, vinnu- þreki og þeim metnaði er þarf til að ná miklum námsafrekum. Þar var Gaukur fremstur meðal jafningja. GAUKUR JÖRUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.