Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 ORRI Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, er í hópi fólks frá Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum sem Evrópuútgáfa banda- ríska fréttatímaritsins Time Magazine telur hafa skarað fram úr á þessu ári varðandi hetjuskap. Var greint frá þessu í netútgáfu tímaritsins í gær. „Það er mjög gam- an að fá svona við- urkenningu, ég vona að þetta verði hvatn- ing til að breiða út hugmyndir mínar um skynsamlega stjórn- un fiskveiða. Sér- staklega laxastofna í Norður-Atlantshafi, sem eru aðalatriðið í lífsstarfi mínu. Einn- ig vona ég að þetta verði hvatning stangaveiðimönnum og veiðiréttareig- endum að þeir geri betur og betur hver á sínu sviði,“ sagði Orri í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði mikilvæga áfanga hafa náðst í samningum um að hætta laxveiðum í sjó í Norð- ur-Atlantshafi. Eftir væri að semja um þrjú svæði, það er reknetaveiðar við vesturströnd Ír- lands, alla innfjarðaveiði í Noregi og svo strand- veiðar við Skotland. „Ég er með í undirbúningi að hrinda af stað á næstu mánuðum lokaáfanga í baráttu minni og ná öllum þessum netum upp. Ég vona að það taki ekki nema þrjú til fimm ár og þá get ég sest í helgan stein,“ sagði Orri. Time Magazine segir Orra vera ástríðufullan stangveiðimann sem fari einfalda leið til hjálpar lífríki hafsins. Hann greiði mönnum fyrir að hætta veiðum. Rakin er barátta Orra fyrir vernd villtra laxastofna allt frá 1989. Byggist á verðleikum og mannúð Fram kemur í tilkynningu frá tímaritinu, að skilgreining þess á hetjuskap byggist á verð- leikum og mannúð og gildi þess að yfirvinna and- stöðu og hugsa ekki fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Á forsíðu tímaritsins eru ítölsku hjálparstarfs- mennirnir Simona Torretta og Simona Pari, sem rænt var í Írak í september en fengu frelsi í síð- ustu viku. Meðal annarra á hetjulista Time eru Ólympíumeistarinn Hicham El Guerrouj, tenn- iskonan Steffi Graf, breski rithöfundurinn Nick Hornby, Vika og Olya Kallagova sem komust af úr gíslatökunni í Beslan, Carla del Ponte, að- alsaksóknari Mannréttindadómstóls SÞ í Haag, hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovítsj og breska leikkonan Emma Thompson sem hefur unnið í þágu HIV-smitaðra kvenna í Afríku. Orri Vigfússon í hetjutölu TENGLAR ...................................................................... Greinin í netútgáfu Time Magazine: www.time.com/time/europe/hero2004/ story.html Orri Vigfússon SAMNINGANEFNDIR grunn- skólakennara og sveitarfélaganna náðu samkomulagi í viðræðum sínum í gær um vinnutíma kenn- ara. Í dag hefjast í fyrsta sinn við- ræður um launamálin síðan verk- fallið hófst fyrir réttum hálfum mánuði. Fundur deilenda hefur verið boðaður kl. 13 í dag hjá rík- issáttasemjara en viðræður gær- dagsins stóðu yfir í um þrjá tíma. ríkur svo á að báðir aðilar hafi get- að sætt sig við samkomulagið um vinnutímann, án þess að hann vilji fara nánar út í efnisatriði þeirra mála. Eiríkur vill ítreka að það sé ekki verið að skrifa undir nýjan samn- ing. Ef vel miði í viðræðunum í dag og á morgun þá sé hins vegar aldr- ei að vita hvað gerist í framhald- inu. skyldu. „Við vonum að þetta viti á gott,“ segir Birgir. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, tekur heilshugar undir með Birgi Birni um að áfangi hafi náðst en enn sé margt óklárað. Tekist hafi að stíga eitt skref, og ef annað gangi upp þurfi ekki að stíga aftur á bak. Við- ræður síðustu daga hafi skilað málum eitthvað áfram. Lítur Ei- Á laugardag var fundað sleitulaust frá morgni til kvölds. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaganna, segir góðan áfanga hafa náðst um helgina. Vinnutímaþátturinn hafi lengi verið vandamál í viðræðun- um. Hins vegar sé enn langt í land, þá einkum launamálin, en einnig kröfur kennara varðandi kennslu- Fyrstu viðræður um laun kennara í dag RÁÐHÚS Reykjavíkur var lýst upp í bleikri birtu í gærkvöldi í tilefni þess að í október- mánuði verður vakin athygli á brjósta- krabbameini hér á landi, fimmta árið í röð. Auk þess sem ráðhúsið er lýst upp næstu 200 mannvirki í 40 löndum í tilefni átaksins. Í október verður lögð áhersla á fræðslu um brjóstakrabbamein og eru konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameins- félagsins um röntgenmyndatöku. daga verða sett bleik ljós í staura umhverfis Tjörnina. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu, t.a.m. verða sjúkra- húsið á Akureyri og Ráðhúsið á Selfossi lýst upp. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp Morgunblaðið/Golli Október helgaður brjóstakrabbameini FÉLAG heyrnarlausra efnir til mót- mælastöðu fyrir framan Alþingis- húsið í kvöld klukkan 19.30. „Tilefni mótmælanna er neyðar- ástand sem ríkt hefur í túlkaþjón- ustumálum heyrnarlausra frá því um miðjan maí,“ segir Hafdís Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri félagsins. Hún segir ennfremur að heyrnar- lausum sé meinaður aðgangur að ís- lensku samfélagi og þeir geti ekki tekið þátt í því á lýðræðislegum grundvelli. „Heyrnarlausir eiga ekki rétt á túlkaþjónustu í daglegu lífi nema þeir leggi sjálfir út í þann kostnað sem því fylgir. Það felur í sér að þeir þurfa sjálfir að greiða fyrir túlka- þjónustu vegna viðtala til að mynda við fasteignasala, lögmenn, ráðgjafa og fleiri sjálfstætt starfandi sér- fræðinga. Hvað þá túlkaþjónustu á starfsmannafundum, námskeiðum, húsfélagsfundum, foreldrafundum eða endurmenntunarnámskeiðum.“ Aðeins hjá opinberum aðilum „Eins og staðan er núna geta heyrnarlausir aðeins fengið þjón- ustu sem veitt er af opinberum að- ilum. Þeir hafa því engan rétt til túlkaþjónustu þegar kemur að einkalífi eða fjölskylduviðburðum á borð við brúðkaup og jarðarfarir. Þeir hafa ekki rétt til túlkaþjónustu í daglegu lífi.“ Félag heyrnarlausra efnir til mótmæla Segja neyðarástand ríkja í túlkaþjónustu SUNNLENDINGAR hafa undanfarið orðið varir auk- innar tófugengdar, jafnvel heima við bæi. Sigurjón Páls- son, bóndi og smiður, á Steinum undir Austur-Eyjafjöll- um, segir að óvenju mikið hafi verið um tófur þar um slóðir í ár. Segist hann ekki muna aðra eins tófugengd. „Á laugardagsmorgun var ein brún hér niðri á vegi og önnur hvít um kvöldið og hún náðist. Í gær smöluðum við Steinabrekkurnar, hér fyrir ofan og utan við bæinn, og þar voru tvær tófur á eftir okkur. Báðar hvítar, líklega yrð- lingar frá því í vor. Þetta er komið heim undir bæ.“ Sigurjón sagði að um helgina hafi fundist nýdautt lamb í brekkunum ofan við bæinn. Það hefði hrapað eða orðið af- velta tveimur dögum fyrr. Tófan var alveg búin með það. „Það er búið að vera óhemju mikið af tófu hérna. Ef við hefðum verið með kindabyssur með okkur í gær hefðum við náð þessum báðum. Þær voru svo rólegar.“ Um þarsíð- ustu helgi var Holtsheiði smöluð og sögðu gangnamenn að tófurnar hafi labbað framhjá þeim sallarólegar. Sumarbústaðafólk elur tófur Jón Þormar Pálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum, rétt austan við Laugarvatn, hefur orðið var við tófu í heima- landi Böðmóðsstaða. „Hún er hér í mýrinni innan við kíló- metra frá bænum. Við vorum að smala hérna um daginn og þá gekk einn fram á fullorðna tófu. Tveimur dögum seinna ók ég afleggjarann að kvöldi til og þá var tófa í veg- arkantinum. Þessi tófa var eiginlega grá að lit og mjög spök. Það stendur til að reyna að ná henni. Í haust ók ég kvöld eitt fram á tvo grábrúna yrðlinga sem stukku yfir þjóðveginn um þrjá kílómetra frá bænum. Sumarbú- staðaliðið er að gefa þessu drasli að éta. Svo er mófuglinn nánast alveg horfinn. Ég hef varla séð lóu eða spóa í landi mínu í sumar. Það þarf að segja tófunni stríð á hendur. Stjórnvöld verða að grípa inn í og borga meira fyrir varg- eyðingu en gert er.“ Man ekki aðra eins tófugengd Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.