Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 37 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl.8. ÁLFABAKKI Sýnd kl.10.15. B.i. 12 ára.  DV KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Frá leikstóra The Princess Diaries og Pretty Woman JULIE ANDREWS ANNE HATHAWAYJ I Hún þarf að setja upp hringinn til að taka við rf ún a að tj se a u ri i tilh ng nn t iað aka v ð EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ástríða sem deyr aldrei Rómantísk spennumynd af bestu gerð  Ó.H.T. Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! Verður þetta síðasta einvígið? í i í i Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! Verður þetta síðasta einvígið? í i í i TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERAL AKUREYRI Sýnd kl. 6. Fór beint á toppinn í USA MILLA JOVOVICH Ég heiti Alice og ég man allt ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. MICHAEL Mann hefur tekist að gera allsérstæða hasarmynd, þar sem sögufléttan stendur og fellur með tveimur mjög ólíkum sögu- hetjum. Hann fókuserar algerlega á þær með sterkum nærmyndum og samsíða þeim stendur borgin Los Angeles ljóslifandi. Max (Foxx) er hinn fullkomni leigubílstjóri til 12 ára, undirokaður af yfirmanni sínum, móður sinni og líkast til öllum. Hann dreymir um að setja á fót limmósínuþjónustu, en eitthvað heldur aftur af honum. Þá sest inn í bílinn hjá honum Vincent (Cruise), andfélagslegur leigumorð- ingi, og Max er neyddur til að keyra hann á milli morðstaða það sem eftir lifir nætur. Það er skemmtilegt hvernig sér- stakt samband myndast á milli Max og Vincents, þar sem aðstæður gera að þeir verða algerlega háðir hvor öðrum. Samleikur þeirra Cruise og Foxx er frábær, reyndar svo sterkur að hann gefur karakterunum og sambandi þeirra aukna dýpt. Maður hefur sterkt á tilfinningunni að und- ir niðri líki þeim við hvor annan, sem gerir andstæðurnar og aðstæðurnar sterkari. Kannski stafar sú gagn- kvæma virðing af því að þeir sjá í hvor öðrum kosti sem þá sjálfa vant- ar. Að þessu leyti er myndin mjög vel skrifuð, hárfín og frumleg. Einn- ig það að þrátt fyrir þá óheppni hjá Max að taka Vincent upp í, er það það besta sem fyrir hann hefur kom- ið. Hann lærir af reynslunni og að öllum líkindum munu allir hans draumar ljósir sem leyndir rætast eftir þessa næturlöngu bílferð. Það er sjaldan að handritshöfundar leyfa aðalsöguhetjunni að hafa andfélags- legan morðingja sem læriföður. Það hefði mátt vera meira af nán- um samtölum milli Vincents og Max. Maður er mjög þakklátur fyir það sem maður fær, en það hefur mátt dýpka myndina til muna, og kannski setja spurningarmerki við endi sem var ekki í anda þess sem fyrir var komið. Tveir menn og borg KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Leikstjórn: Michael Mann. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Jamie Foxx, Jada Pinkett Smith og Mark Ruffalo. 120 mín BNA. Paramount 2004. Í heljargreipum (Collateral)  „Samleikur þeirra Cruise og Foxx er frábær, reyndar svo sterkur að hann gefur karakterunum og sam- bandi þeirra aukna dýpt,“ segir m.a. í dóminum. Hildur Loftsdóttir UPPSELT er á tón- leika sænsku djass- söngkonunnar Lisu Ekdahl sem fram fara í Austurbæ hinn 30. október næstkomandi. Miða- sala hófst kl. 9 á föstudagsmorgun á midi.is og í Bókabúð Máls og menn- ingar. Miðarnir á Netinu voru seld- ir á 15 mínútum og að þremur tím- um liðnum voru allir miðar seldir. Að sögn Gríms Atlasonar, kynn- ingarstjóra Zonet-útgáfu, sem stendur að tónleikunum, koma þessi viðbrögð nokkuð á óvart þar sem Lisa hafi farið fremur hljótt hér á landi. Verið er að kanna hvort hægt sé að koma við aukatónleikum. Uppselt á tónleika Lisu Ekdahl Lisa Ekdahl skiptir, alltaf eitthvað nýtt á seyði, á eftir djass kom blús og síðan sú tón- list sem einkennt hefur Morrison alla tíð, bræðingur af poppi, djassi, soul og blús, morrisonsk tónlist. Ekki var mikið um lög sem hann hefur gert vinsæl í gegnum árin, þó „Have I Told You Lately“ og „Jackie Wilson Said“ (og „Gloria“ í restina), en allt afbragðsmúsík engu að síður. Það var dæmigert fyrir Van Morrison, forn- leifafræðinginn og ævintýramanninn, á sínum tíma þegar hann tók lagið „It’s All In The Game“ á Into the Music á sínum tíma (1979); lagið sam- ið 1912 og textinn fjörutíu árum síðar. „It’s All In The Game“ er til í ótal út- gáfum, allt frá fjörugu hrynblúslagi í væminn poppslagara, en enginn hef- ur flutt það eins og Van Morrison, innhverfur spuni þar sem orðin skipta varla máli lengur eða þýða eitt- hvað annað eins og hann beyglar þau og skælir – röddin notuð sem hljóð- færi. Snilldarflutningur á frábærri útsetningu. Ekki fylgdi síðra lag þar á eftir, „And The Healing Has Begun“ (sem er reyndar næsta lag á undan „It’s All In The Game“ á Into the Music). Nú var engin angurvær fiðla en kom ekki að sök. Í laginu syngur hann um unglingsárin í Belfast, tónlistina og ástina, og fór vel á því að ljúka þannig eiginlegum tónleikum. „Gloria“ kom svo í lokin eins og getið er, skemmtilegur endir eftir einskonar uppklapp. Það stakk reyndar svolítið í stúf við stemmn- inguna sem skapaðist með lögunum af Into the Music, en engu að síður gott – frábært lag í sínum upp- runalega búningi, hrátt og ögrandi og ólgandi kynorka, en nú yfirvegað og temprað af reynslu áranna. Morgunblaðið/Golli Van Morrison hélt frábæra tónleika í Laugardalshöll síðastliðið laug- ardagskvöld en uppselt var á tónleikana. Árni Matthíasson LEIKRITIÐ Vodkakúrinn eftir Kristlaugu Maríu Sig- urðardóttur var frumsýnt í Austurbæ á fimmtudags- kvöldið. Hinir góðkunnu gamanleikarar Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon fara með aðal- hlutverkin í leikritinu en leikstjóri er Gunnar Ingi Gunn- steinsson. Frumsýningargestir gerðu góðan róm að verkinu en í Vodkakúrnum er sjónum beint að megrun- arkúrum, skyndilausnum og dýrkun hins magra líkama. Helga Braga brá á leik að sýningu lokinni ásamt leikstjóranum Gunnari Inga. Þeim Kristínu Maríu, Steini Ármanni og Helgu Brögu var klappað lof í lófa í lok sýningar. Vodkakúrinn frumsýndur Morgunblaðið/Golli LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýndi leikritið Svik á föstudagskvöld fyrir fullu húsi. Frumsýningin var sú fyrsta á þessu leikári og jafnframt frumraun Eddu Heiðrúnar Backman sem leikstjóra. Verkið, sem er eitt af þekktustu leikritum Harolds Pinters, fjallar um hjón- in Robert og Emmu og vin þeirra Jerry og undirferlið sem blómstrar í samskiptum þeirra. Um er að ræða frumuppfærslu verksins á Íslandi en aldarfjórðungur er liðinn frá frumsýningu þess í London. Leikarar í sýningunni eru Ingvar E. Sigurðsson, Felix Bergsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Skúli Gauta- son. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði ástæðu til þess að gleðjast að sýningu lokinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikarar og aðstandendur sýningarinnar voru að vonum ánægðir með góðar viðtökur áhorf- enda en uppselt var á sýninguna. Fyrsta frumsýning leikársins hjá LA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.