Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Það voru mikil viðbrigði fyrirPhilip Kosnett, næstráð-anda í bandaríska sendi-ráðinu í Reykjavík, að koma hingað til Íslands í ágúst en hann hafði áður verið við störf á veg- um bandaríska utanríkisráðuneyt- isins í borginni Najaf í Írak frá jan- úar og fram í júní á þessu ári. Á þessu tímabili mátti Kosnett venjast því að vera meðal helstu skotmarka uppreisnarmanna í Írak og þá stóð sjítaklerkurinn Moqtada al-Sadr einnig fyrir tveggja mánaða langri uppreisn í Najaf á meðan Kosnett var þar. Kosnett segir í samtali við Morg- unblaðið að hann sé hingað kominn vegna þess að þeir James Gadsden, sem nú er sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi, hafi þekkst fyrir og Gadsden hafi beðið hann sérstaklega um að koma og verða sín hægri hönd hér á Íslandi. Þetta var áður en Kosnett fór til Íraks í janúar 2004 og vissi hann því allan tímann, sem hann var í Írak, að hann færi næst til Íslands þar sem óhætt er að segja að öryggisástand sé talsvert betra. „Viðbrigðin eru mikil en þannig er það þegar maður starfar í utanrík- isþjónustunni, einn daginn ertu í Kosovo, þann næsta í Reykjavík.“ Hættulegt starf Kosnett sýnir blaðamanni nokkr- ar myndir sem hann hefur rammað inn og geymir á skrifborði sínu. Þar er að finna mynd af honum með skammbyssu í hendi fyrir framan nokkur farartæki. „Þessi mynd er frá því þegar fyrst var setið fyrir okkur,“ segir hann. „Ég hef þessa mynd á borðinu hjá mér til að minna mig á hversu feginn ég er að vera nú í Reykjavík og til að æsa mig ekki um of yfir því þegar vandamál koma upp á skrifstofunni.“ Kosnett segist hafa verið að koma af ráðstefnu í Bagdad ásamt sam- starfsmönnum sínum í Najaf þegar uppreisnarmenn gerðu árás á bíla- lest þeirra. Þeim hafi tekist að stökkva árásarmönnunum á flótta, með aðstoð hermanna frá El Salva- dor sem störfuðu með fulltrúum bandarísku bráðabirgðastjórn- arinnar í Najaf, en til þess þurfti að beita vopnum og segir Kosnett að nokkrir uppreisnarmannanna hafi verið drepnir. „Fólk ímyndar sér að utanrík- isþjónustan snúist um það eitt að sitja við samningaborð og mæta í veislur en staðreyndin er sú að fyrir bandarískan diplómat í dag getur oft ýmislegt annað fylgt starfinu. Og ég get ekki kvartað því að ég hafði sjálf- ur frumkvæði að því að fara til Íraks, í ljósi þess að ég hafði um ára- bil sérhæft mig í öryggismálum og viðbrögðum við hættuástandi, og vegna þess að ég taldi að ég gæti lagt eitthvað af mörkum. En ég vil hins vegar leggja áherslu á að sú hætta sem ég lagði mig í jafnast ekki á við það sem bandarísku hermennirnir mega þola á degi hverjum, að ekki sé talað um íraskan almenning,“ segir Kosnett. Nú í ágúst geisuðu harðir bardag- ar í Najaf milli liðsmanna vopnaðra sveita Moqtada al-Sadrs og Banda- ríkjahers. Al-Sadr hafði hins vegar fyrst staðið fyrir uppreisn í Najaf í apríl og varaði hún í tvo mánuði. Uppreisnin naut ekki stuðnings „Við bjuggum í raun við umsát- ursástand í Najaf í heila tvo mánuði á meðan á uppreisninni stóð. Höf- uðstöðvar okkar voru í sameig- inlegum herbúðum El Salvadors og Spánar og um tveggja mánaða skeið var sprengjum varpað á búðirnar næstum á hverju kvöldi,“ segir Kosnett. „Auðvitað eru þessir atburðir eft- irminnilegir,“ bætir hann við, „en ég reyni þó að beina sjónum manna að því að okkur tókst að ná umtals- verðum árangri í störfum okkar í Najaf. Markmið okkar, sem störf- uðum á skrifstofu bandarísku bráða- birgðastjórnarinnar í Najaf, var að hjálpa til við að sá fræjum lýðræðis og til að blása lífi í efnahag svæðisins á ný. Á meðan ég var þarna var mest áhersla lögð á setja á laggirnar lýð- ræðislega samsett héraðsráð.“ Segir Kosnett að vinna hans hafi fólgist í því að eiga fundi með fulltrú- um Íraka, stjórnmálamönnum á svæðinu, trúarleiðtogum og ætt- arhöfðingjum. Hann hafi heimsótt skóla og sjúkrahús og skoðað brýr; taka hafi þurft ákvarðanir um það hvar skyldi byggja upp og í hvað skyldi leggja fjármuni. Uppreisn al-Sadrs setti aftur á móti strik í reikninginn þegar hún braust út í apríl. „Það breytti áherslum okkar auðvitað,“ segir Kosnett. „Menn al-Sadrs réðu í raun borginni og þar til okkur og hinni lögmætu stjórn Íraks tókst að ná stjórn á málum í okkar hendur á ný var erfitt að halda áfram uppbygg- ingarstörfunum.“ Segir árangur hafa náðst Kosnett er spurður hvort það sé ekki rétt að í reynd ríki upplausnar- ástand í Írak um þessar mundir og að Bandaríkjamönnum hafi mistek- ist ætlunarverk sitt þar. Undir þetta vill hann ekki taka þó að sannarlega hafi verkefnið reynst erfiðara en menn áttu von á og umfang og eðli mótspyrnunnar, sem Bandaríkja- menn hafa mætt í Írak, hafi verið meira en ráð var fyrir gert. „En um leið og ég segi þetta þá held ég því líka fram að við höfum náð umtals- verðum árangri í Írak, okkur hefur tekist að framselja völd í landinu í hendur bráðabirgðastjórn á áætlun; ef þú horfir til baka þá sögðu margir að það myndum við aldrei gera, en við gerðum það samt. Það er auðvitað erfitt að hrinda í framkvæmd áætlunum um efna- hagslega uppbyggingu þegar örygg- isástand er þetta slæmt. En það hef- ur náðst árangur í þeim efnum einnig,“ sagði Philip Kosnett. Viðbrigði að koma til Íslands frá Najaf Morgunblaðið/Kristinn Philip Kosnett er næstráðandi í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi. ÞEGAR aðeins mánuður er til forsetakosninganna í Bandaríkjunum er George W. Bush forseti skyndilega kominn í vörn eftir að hafa verið með gott forskot á keppi- naut sinn, John Kerry, um nokkurra vikna skeið. Ástæðan er frammistaða Kerrys í fyrstu kappræðum þeirra og ný skoðanakönnun sýnir, að hann hefur ekki aðeins lokað bilinu, heldur hefur hann ívið meira fylgi en Bush. Næstu níu dagar geta ráðið miklu um niðurstöðu kosn- inganna 2. nóvember næstkomandi en á þessum tíma eða 8. og 13. október munu þeir Bush og Kerry aftur takast á í kappræðum auk þess sem þeir Dick Cheney varaforseti og John Edwards, varaforsetaefni Kerrys, munu etja kappi annað kvöld. Ráðgjafar Bush vonuðust til, að honum tækist að kveða Kerry í kútinn í fyrstu kappræðunum og innsigla um leið sigur í kosningunum en sagt er, að nú óttist þeir, að hann hafi spilað út sínu sterkasta trompi of snemma. Sjálfir töldu þeir, að hann stæði best að vígi í utanríkismálunum og lögðu því áherslu á, að fyrstu kappræðurnar snerust um þau. Að því er fram kemur í könnun tímaritsins Newsweek og öðrum könnunum var Kerry óumdeilanlegur sigurveg- ari í kappræðunum. „Það, sem Bush hafði út úr kappræðunum, er, að nú er kosningabaráttan farin að snúast um Kerry þótt hann sé áskorandinn,“ sagði Jonathan Siegel, lagaprófessor við George Washington-háskólann. „Og nú eru kjósendur aft- ur farnir að spyrja þessarar spurningar: Hver er ferill Bush á forsetastóli? Viljum við meira af svo góðu?“ Margir fréttaskýrendur segja, að með kappræðunum hafi Kerry tekist að jafna trúverðugleikabilið milli þeirra Bush en hvað það varðar og fleira stendur sitjandi forseti yfirleitt fyrirfram betur að vígi en áskorandinn. Efnahagsmálin á föstudag Næstu kappræður forsetaframbjóðendanna á föstudag verða ekki jafn formlegar og þær fyrstu og hugsanlega mun þá hæfileiki Bush til að ná til hins venjulega manns koma honum til góða. Á þeim vettvangi hefur Kerry stund- um átt í erfiðleikum. Það er þó sagt valda ráðgjöfum Bush nokkrum áhyggjum, að sá háttur hans að hamra á og end- urtaka í sífellu nokkur meginatriði gangi ekki lengur. Þessar endurtekningar virtust ekki falla þeim, sem fylgd- ust með fyrstu kappræðunum, vel í geð. Á föstudag verða efnahagsmálin umræðuefnið og hingað til hefur Kerry haft nokkurt forskot á Bush í þeim málaflokki. Bush skyndilega kominn í vörn Ráðgjafar hans eru sagðir óttast, að hann hafi spilað út sínu sterkasta trompi, utanríkismálunum, of snemma AP Frá fyrstu kappræðunum. Formið á þeim næstu verður frjálslegra og mun hugsanlega eiga betur við Bush. Washington. AP, AFP. BANDARÍSKI ljósmyndarinn Rich- ard Avedon, sem frægur var fyrir tískuljósmyndir og svart-hvítar myndir af ýmsum kunnustu mönn- um 20. aldarinnar, lést síðastliðinn föstudag, 81 árs að aldri. Tímaritið New Yorker skýrði fyrst frá andláti Avedons en hann var að vinna fyrir það er hann fékk heilablæðingu, sem dró hann til dauða. Avedon hætti snemma skólagöngu og gekk til liðs við sjóherinn þar sem hann starfaði við ljósmyndun. Að herþjónustu lokinni árið 1944 fékk hann starf sem ljósmyndari fyrir stórverslun en tveimur árum síðar fór hann að vinna fyrir tískutímaritin Harpeŕs Bazaar og Vogue. Manna- myndir urðu honum fljótlega mikil ástríða og hann varð kunnur fyrir að ná fyrirmyndinni, manneskjunni á bak við ljósmyndina, betur en aðrir. Marylin Monroe, Charlie Chaplin, Brigitte Bardot, Jean Renoir, Dwight Eisenhower forseti og Ezra Pound voru meðal þeirra, sem sátu fyrir á myndum hans, og margar stórstjörnur sóttust eftir því, að Ave- don myndaði þær. Avedon var sýndur margvíslegur sómi um dagana og margar sýningar haldnar á verkum hans. Í viðtali við hann árið 1994 sagði hann, að þrátt fyrir allt væru myndir hans líklega meira um hann sjálfan en fyrirmynd- irnar. Ljósmyndarinn Avedon látinn New York. AFP. AP Richard Avedon við mynd af leik- aranum Bert Lahr á sýningu á verkum ljósmyndarans í Metropol- itan-listasafninu í New York 2002. TÍU Palestínumenn féllu í gær fyr- ir ísraelskum hermönnum og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hét því að halda hernaðaraðgerð- unum áfram. Á sama tíma skoruðu Palestínumenn á alþjóðasamfélag- ið að koma þeim til hjálpar. Í síðustu herför Ísraela á Gaza, sem staðið hefur í fimm daga, hafa 69 manns fallið, 65 Palestínumenn og þrír Ísraelar. Er um að ræða mesta blóðbað á Gaza síðan upp- reisn Palestínumanna hófst fyrir réttum fjórum árum. Sex af þeim 10 Palestínumönn- um, sem Ísraelar skutu í gær, voru vopnaðir en hinir voru unglingar, þrír að tölu, og einn mállaus og heyrnarlaus maður. Saeb Erekat, samningamaður Palestínumanna, fordæmdi í gær þögn alþjóðasamfélagsins frammi fyrir blóðbaðinu en stjórnvöld í Egyptalandi, Frakklandi, Sviss, Spáni og Kanada lýstu áhyggjum af ástandinu. Það gerðu einnig erkifjendur Ísraela í Íran, sem sögðu þá seka um „þjóðarmorð“. Næstum 70 hafa fallið á Gaza Gazaborg. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.