Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 19 UMRÆÐAN 5% staðgr. afsláttur Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Varahluta- og viðgerðarþjónusta – Verslið þar sem þjónustan er H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M ar ki ð / 1 0. 2 00 4 Allt í heilsuræktina! Hvergi meira úrval! Hvergi betra verð!r i ir r l! r i tr r ! Trampólín Verð kr. 5.605 stgr. Boxvörur á góðu verði Boxhanskar frá kr. 3.900 Boxpúðar frá kr. 12.900 Tilboð á Þrekpöllum. Verð aðeins kr. 2.990 stgr. AB megrunarbelti. Verð frá kr. 2.375 Lyftingabekkur og járnlóð 50 kg.Tilboð kr. 27.720 stgr. Lóðasett 50 kg. frá kr.13.205 stgr. Bekkur kr. 16.055 stgr. Vönduð þrekhjól frá Kettler Verð frá kr. 38.950 stgr. Joga æfingadýnur Verð frá kr. 4.200 Handlóð margar þyngdir, Verð frá kr. 700 Borðtennisborð með neti Verð kr. 29.925 stgr. Borðtennisspaðar og kúlur Elliptical fjölþjálfi frábærar æfingar fyrir þrek, fætur og handleggi. Verð frá kr. 42.750 stgr. Kettler Astro Elliptical fjölþjálfi Verð kr. 66.405 stgr. Rafdrifin hlaupabönd frá Kettler Tilboð frá kr. 129.200 stgr. ÞAÐ KANN að vera að verið sé að bera í bakkafullan lækinn, að blanda sér umræðuna um verkfall grunnskólakennara. Að hengja bakara fyrir smið, á vel við um þá umræðu í fjölmiðlum um verkfall grunnskólakennara og framkvæmd þess. Öll járn standa á forystu kennara og henni borið á brýn að hún sýni óbilgirni og ósveigjanleika við af- greiðslu á undaþágu- beiðnum fyrir tiltekna hópa nemenda sem þurfa nauðsynlega á samfelldri kennslu að halda. Framkvæmd verk- falla er ekki háð tilviljunum Það sem gengur fram af mér eru ummæli sem höfð eru eftir lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga í Morgunblaðinu í dag, 29. sept. Hann segir það „vonbrigði að undanþágubeiðnir, sem allar voru vegna fatlaðra barna, skuli ekki hafa verið teknar til greina“. Maður, líttu þér nær. Aðgerðarvöllur opinberra starfs- manna í verkfalli er ekki háður til- viljunum, tilfinningum eða geð- þótta forystu kennara. Leikreglurnar eru bundnar í lög- um um „kjarasamninga opinberra starfsmanna“. Meginþungi og ábyrgð á framkvæmd verkfalls og hverjir megi leggja niður vinnu er lögbundinn, og sú skylda er lögð á herðar atvinnurekenda að þeir í samráði við samtök launþega skuli teikna upp átakalínurnar fyr- irfram. Þannig að komi til verk- falls sé ljóst í upphafi hvers árs, hverjum beri skylda til að vinna komi til vinnustöðvunar. Um framkvæmd verkfalla op- inberra starfsmanna segir í 18. gr. laganna: „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi í stétt- arfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lög- um þessum.“ Þegar verkfall er löglega hafið er þeim sem það bein- ist gegn óheimilt að stuðla að því að af- stýra því með aðstoð einstakra fé- lagsmanna þess félags sem að verkfallinu stendur. Sveitarfélögin hafa brugðist Samkvæmt 19. gr. laganna er skilgreint hvernig gengið skuli frá skrám yfir þá ein- staklinga sem ekki mega leggja niður vinnu komi til verkfalla. Í töluliðum 5.–8. er ná- kvæm skilgreining yfir störf sem boðað verkfall tekur ekki til. Sennilega hefðu atvinnurekendur, þ.e. viðkomandi sveitarfélög í þessu tilviki, í samráði við samtök kennara leitað eftir undanþágum og skilgreint störf við kennslu fatl- aðra barna undir ákv. 5. tl. lag- anna. Sá hængur er þó á guðsgjöf Njarðar, að hvorki sveitarfélögin né Samband ísl. sveitarfélaga fyrir þeirra hönd, sinntu þeirri lagalegu skyldu sinni að uppfæra skrár um undanþágur frá verkföllum. Undanþágur til að afstýra ófyrirséðu neyðarástandi Sé verkfall hafið er heimilt skv. lögunum að kalla starfsmenn sem eru í verkfalli tímabundið til vinnu í þeim tilgangi einum að afstýra ófyrirséðu neyðarástandi. Þessi heimild gæti t.d. átt við ef einhver sem tilgreindur var á skrám skv. 19. gr. og ekki mátti leggja niður vinnu, veiktist skyndilega. Heim- ildin er alls ekki ætluð til þess að hægt sé að taka upp einhverja starfsemi í upphafi verkfalls sem atvinnurekanda láðist að semja um og auglýsa. Um framkvæmd lag- anna hafa fallið fjöldi dóma sem í flestum tilvikum hafa fallið á einn veg atvinnurekendum í óhag, á þeim forsendum að skrár hafi ekki verið fullnægjandi. Hafi atvinnu- rekandi brugðist lögbundinni skyldu sinni að birta fullnægjandi skrár um þá sem skulu starfa komi til verkfalla á hann það við sjálfan sig en ekki samtök laun- þega. Maður, líttu þér nær Gunnar Gunnarsson fjallar um verkföll ’Sé verkfall hafið erheimilt skv. lögunum að kalla starfsmenn sem eru í verkfalli tímabund- ið til vinnu í þeim til- gangi að afstýra ófyr- irséðu neyðarástandi.‘ Gunnar Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands. NÝLEGA sá ég í Morgunblaðinu frétt um að einhverjir atorkusamir framkvæmdamenn í Skagafirði hefðu í hyggju að stofna til brugg- verksmiðju í héraðinu. Það eru greinilega fjárþyrstir dugn- aðarforkar sem telja öruggara að hagnast á viðskiptum við þorska á þurru landi en nafna þeirra í sjó og gefa engan gaum að smámunum eins og ofdrykkju og unglinga- drykkju. Enda er þjóðinni fátt nauðsyn- legra sem stendur en aukið fram- boð á áfengi. Einn af þokulúðr- unum, sem skrifa reglulega í Fréttablaðið, lét þess nefnilega getið fyrir skömmu að ofneysla áfengis stafaði af því að það væri ekki nógu víða á boðstólum og til að draga úr henni væri best að hafa það sem víðast til sölu. Að vísu eru Danir líklega undantekn- ing frá þessari viturlegu kenningu þar sem unglingadrykkja er þar meiri en annars staðar í Evrópu þó að enginn skortur sé þar á dreif- ingarstöðum áfengis. Undarlegt að menn skuli ekki hafa séð þetta fyr- ir löngu og dregið af kenningunni rökréttar ályktanir. Þá hefðu þeir ekki bannað tóbaksauglýsingar og reykingar á opinberum stöðum og víðar. Ef menn hefðu tóbak sem víðast frammi og einkum í mat- vörubúðum drægi fyrst svo um munaði úr reykingum. Og ef menn hættu að berjast með hnúum og hnefum gegn svokölluðum ólögleg- um vímuefnum og seldu þau til að mynda í bjórsjoppunum hætti fólk samstundis að sækja í að neyta þeirra. Það er greinilega ekki skortur á vitsmunaverum hér- lendis, hvorki hjá Fréttablaðinu né norður í Skagafirði. Hvað er svo fólk á borð við for- sætisráðherra Norðurlanda að agnúast út í lágt áfengisverð? Og hvers konar villu og svima veður ríkisstjórn Bretlands í að telja áfengisdrykkju höfuðóvin þjóðar sinnar? Væri eki ráð fyrir það fólk að afla sér upplýsinga hjá Frétta- blaðinu eða tilvonandi gróðap- ungum norður í Skagafirði? En er úr vegi að spyrja: Hverjir vilja hafa áfengi til sölu sem víðast, sem ódýrast og leyfa að auglýsa það? Að sjálfsögðu þeir sem maka krókinn á framleiðslu þess og sölu. Þeim er nákvæmlega sama þótt söluvara þeirra valdi óhamingju og hörmungum. Þeir hafa gjammandi senditíkur, sem mæla fagurt en hyggja flátt, á sínum snærum, meðal annars ýmsa forsvarsmenn auglýsingastofa. En þó tekur steininn úr þegar það fólk sem kosið er til að vinna að heill og hag þjóðarinnar á Alþingi og í sveit- arstjórnum gengur erinda þessara óþverraafla gegn lýðheilsu og fögru mannlífi. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Hagsmunaseggir og vitsmunaverur Frá Árna Helgasyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.