Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það verður æ erfiðara að halda framsóknarhjörðinni saman, skjáturnar rekast illa, hoppa bara og skoppa út og suður. Iðnaður skapaði fjórð-ung af hagvextinumárin 1993 til 2002, fimmta hver króna í landsframleiðslu kemur frá iðnaði, fimmtungur starfa er í iðnaði og hlut- deild iðngreina í gjaldeyr- isöflun þjóðarinar fer vax- andi. Þetta kemur fram í yfirliti sem Þorsteinn Þor- geirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hef- ur tekið saman. Rúmlega 1.100 fyrir- tæki eru innan vébanda SI sem eru ein stærstu hags- munasamtök atvinnurek- enda í landinu. Fyrirtæk- in starfa á nánast öllum sviðum iðnaðarins, mannvirkja- gerð, efnaiðnaði, heilbrigðis- tækniiðnaði, líftækni, málmtækni, matvælum, plasti og svo mætti lengi telja. Samtökin gæta marg- víslegra hagsmuna iðnfyrirtækja en eru ekki síður þjónustusamtök þeirra. Markviss stefnumótun Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, segir að stjórnin leggi áherslu á mark- vissa stefnumótun og sé verkefna- listinn endurnýjaður í byrjun hvers árs. Meðal stefnumála sem nú er unnið að má nefna að teknar verði upp aðildarviðræður við Evópusambandið og að evran verði tekin upp hér á landi, að verkmenntun verði efld og að efnahagsstjórnin verði samræmd næstu fjögur árin. Þá er meðal hlutverka SI að bæta rekstrarum- hverfi iðnaðarins, fylgjast með al- þjóðlegri þróun í viðskiptum, hafa áhrif á stöðu Íslands í Evrópu, innleiða nýjar og bættar aðferðir í rekstri og stuðla að heilbrigðri samkeppni. Einnig vilja samtökin hamla gegn auknum ríkisumsvif- um. Forráðamenn Samtaka iðnað- arins hafa lengi bent á að sam- kepnisstaða íslensks atvinnulífs verði ekki viðunandi nema með aðild að ESB. Segja þeir að iðn- aðurinn standi í auknum mæli undir hagvexti landsmanna en hlutur landbúnaðar og sjávarút- vegs fari minnkandi. Vilmundur Jósefsson, formaður SI, undir- strikaði þetta á fundi með frétta- mönnum fyrir helgina. Skynsamlegasta leiðin „Við verðum fyrr eða síðar að horfast í augu við þá staðreynd að eina leiðin sem er fær til þess að Íslendingar og íslenskt atvinnulif njóti jafnstöðu í samfélagi Evr- ópuþjóða er að ganga í ESB. Þessi leið er ekki eingöngu sú eina færa. Hún er einnig sú skynsam- legasta.“ Segir Vilmundur það óviðunandi fyrir Íslendinga að eiga framtíð sína undir ákvörðun- um Norðmanna, þolinmæði ESB eða duttlungum Liechtensteina. Það séu draumórar einir að Ís- land geti eitt og sér náð viðunandi tvíhliða samningum við ESB. Sé litið nánar á tölur um um- fang iðnaðar hérlendis kemur í ljós að á síðasta ári voru rétt rúm- lega 20% starfa í iðnaði, þ.e. mannvikjagerð, álvinnslu, upplýs- ingatækni og annars konar iðnaði. Flest störf voru í opinberri þjón- ustu eða 26,3%, 19,2% voru í hvers konar fjármálaþjónustu, 16,4% í verslunar-, veitinga- og hótel- rekstri, 6,7% í fiskveiðum og vinnslu og 3,7% í landbúnaði. Árið 1993 var hlutdeild iðnaðar í landsframleiðslu 19% en hafði aukist í 20,8% árið 2002. Framlag iðnaðar til hagvaxtar árin 1993 til 2002 var 23,1% og var það næst- umfangsmesta greinin á eftir fjár- málaþjónustu og annarri þjónustu sem var með 30,5% hlutdeild. Aðrar stórar greinar eru opinber starfsemi með 18% og samgöngur og flutningar með 16,2%. Þá hefur iðnaðurinn átt vaxandi hlutdeild í gjaldeyrisöflun þjóðar- innar síðustu árin. Þannig fengust nærri 12% útflutningstekna frá iðnaði árið 1993 en í fyrra var hlutdeild iðnaðar í gjaldeyrisöfl- uninni 21,4%. Hagfræðingur Samtaka iðnað- arins áætlar að á árinu muni iðn- aður afla 22,5% af gjaldeyris- tekjum landsmanna eða rúmlega 76 milljarða af 340 milljörðum. Þar af eru 12,5% frá stóriðju, 6,3% frá hátækniiðnaði og annarri þjónustu og 3,7% eru frá annarri iðnframleiðslu. Sjávarafurðir afla 35,5% teknanna, samgöngur 15,5,% og ferðalög 7,9%. Þá áætl- ar hann að árið 2010 muni iðnvör- ur og sjávarafurðir skapa álíka miklar gjaldeyristekjur eða um 30% hvor grein. Hátæknigreinar sækja á Hátæknivörur eiga sífellt stærri hlutdeild í útflutningnum og telur Þorsteinn Þorgeirsson að í ár muni 21,3 milljarðar króna, eða 6,5% útflutningstekna, koma úr þeirri grein iðnaðarins. Þar er lyfjaútflutningur drýgstur með yfir 7 milljarða, lækningatæki og hugbúnaður með um fjóra millj- arða hvor grein og vélbúnaður með 2,5 milljarða. Hagfræðingurinn segir að út- rás Íslendinga á erlenda markaði þurfi að byggjast í auknum mæli á hátækniiðnaðinum enda nýti há- tæknigreinar hátt menntastig þjóðarinnar og tækninýjungar í atvinnugreininni geti skapað grundvöll fyrir framleiðnivexti og háum launum. Fréttaskýring | Iðnaðurinn sækir á Fimmtungur starfa í iðnaði SI telja aðild að ESB auka hagvöxt og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja Hlutur iðnaðar í þjóðarbúskap er vaxandi. Miklar breytingar hafa orðið í jarðvinnutækni  Aukin sérhæfing, stærri við- fangsefni og meiri tæknivæðing hefur orðið í jarðvinnu. Eiður Haraldsson, framkvæmdastjóri Háfells, segir að opinberar stofn- anir séu mikið til hættar eigin framkvæmdum og fái til þess verktaka. Þá hafi mælingar færst mjög frá verkfræðifyr- irtækjum til verktakanna sjálfra og margs konar verkum með vinnuvélum sé í auknum mæli stýrt með GPS-tækni í vélunum. joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.