Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 31 DAGBÓK OSRAM flúrperur á alla vinnustaði Jóhann Ólafsson & Co Sundaborg, Johan Rönning Sundaborg/Akureyri, Rekstrarvörur, Osram Perubúðir: Árvirkinn Selfossi, Faxi Vestmannaeyjum, R.Ó. Rafbúð Reykjanesbæ, Glitnir Borgarnesi, Rafbúðin Hafnarfirði, G.H. Ljós Garðabæ, Þristur Ísafirði, Ljósgjafinn Akureyri, S.G. Egilsstöðum, Lónið Höfn, Straumur Ísafirði, Víkurraf Húsavík, Vírnet Borgarnesi. Rafverkstæði Árna Elíssonar Reyðarfirði. Um þessar mundir eru þrjátíu ár síðanfyrsta konan hlaut prestvígslu á Ís-landi. Séra Auður Eir var vígð tilprests hinn 29. september árið 1974 og hinn 29. september síðastliðinn var haldið mál- þing í safnaðarheimili Hallgrímskirkju á vegum Kvennakirkjunnar og Prestafélags Íslands undir yfirskriftinni Hvað viltu gera í kirkjunni sem þú átt? „Málþingið var í þeim stíl sem við köllum ör- þing, með stuttum fyrirlestrum og umræðum. Er- indi fluttu séra Solveig Lára Guðmundsdóttir og Elísabet Þorgeirsdóttir, ritstýra Veru, sem sögðu annars vegar sögu samstarfshóps um kvenna- guðfræði og Kvennakirkjunnar hins vegar. Aðrir fyrirlesarar voru Elína Hrund Kristjánsdóttir guðfræðingur, doktor Sólveig Anna Bóasdóttir og séra Sigríður Guðmarsdóttir,“ segir Auður Eir. Hvaða þýðingu hefur öflug innkoma kvenna haft fyrir samfélag kirkjunnar? „Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir kirkjuna. Vígðar konur eru orðnar einar 53 og 35 þeirra eru að störfum. Prestar eru 150 talsins og vígðar kon- ur því þriðjungur þeirra. Ef litið er til starfandi presta er hlutfallið um fimmtungur. Ég held að það hljóti að hafa haft mikla þýðingu fyrir kirkj- una að fá konur til starfa, því við komum inn með okkar eigin sjónarhorn. Fyrst komum við inn í kirkjuna en síðan er önnur spurning hvernig við getum látið til okkar taka á eigin forsendum. Þetta er spurning sem við glímum við núna og ekkert eitt svar til. Við hljótum að vilja ryðja okk- ur til rúms og hljótum að ryðja okkur til rúms, en það tekur nokkurn tíma. Kirkjan er formföst stofnun og sumar okkar eru líka formfastar sjálf- ar. Aðrar okkar vilja breytingar. Allt þetta þurf- um við að samræma.“ Hvaða breytingar vilja kvenprestar sjá? „Ég get nefnt þær breytingar sem við sem styðjum kvennaguðfræði viljum sjá. Í Kvenna- kirkjunni eru breytingar í helgihaldi og málfari, því við viljum að talað sé málfar beggja kynja, enda er um það rætt í jafnréttisáætlun kirkjunnar að konur séu ávarpaðar í kirkjunni jafnt sem menn. Sú hefur ekki orðið reyndin.“ Er mikil fyrirstaða gegn þessum hugmyndum? „Já, mér finnst það.“ Hefur lítið breyst á síðastliðnum 30 árum? „Það hefur lítið breyst, kannski örlítið. Fólk er að vísu orðið vant kvenprestum en er það líka orð- ið vant því að kvenprestar séu eins og aðrir prest- ar.“ Er það kvenútgáfan af karlprestum? „Já, nefnilega. Margar okkar hafa væntingar til þess að svo sé ekki því það hlýtur að vera gæfa kirkjunnar að hin nýju sjónarhorn njóti sín.“ Kirkjan | Þrjátíu ár liðin frá því að fyrsta konan hlaut prestvígslu á Íslandi Hljótum að ryðja okkur til rúms  Séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1937. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1956 og emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1962. Séra Auður Eir hlaut prestvígslu 29. september árið 1974, fyrst kvenna á Íslandi. Hún tók formlega við embætti 1. október og fór fyrst til þjónustu á Suðurey í Súgandafirði. Séra Auður Eir er gift Þórði Erni Sigurðssyni og eiga þau fjórar dætur. Tvær þeirra eru prestar. Er Samfylkingin stikkfrí? KJARADEILA grunnskólakennara stendur á milli þeirra og sveitarfé- laganna – sem vinnukaupanda. Sam- fylkingin og vinstri grænir eru hrygglengjan í R-listanum, sem ríkj- um ræður í langstærsta sveitarfé- laginu, Reykjavíkurborg. Samfylk- ingin hefur og hreinan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og er víða í meirihlutasamstarfi í sveitar- stjórnum. Samfylkingin er m.ö.o. þungavigtarafl í þessari viðkvæmu kjaradeilu, sem bitnar einkum á börnum og barnafjölskyldum lands- ins. Það vekur því furðu margra þegar þetta meinta stjórnmálafl kennir öllum öðrum en sjálfu sér um að þessi deila virðist stöðnuð í óleys- anlegum rembihnút! Stefán. Um blaðbera MIKIÐ rosalega fer það í taugarnar á mér þegar fólk byrjar á að kvarta undan blaðberum Fréttablaðsins og talar svo um blaðbera Moggans eins og þeir komi alltaf á réttum tíma með blöðin alla daga og hvernig sem viðrar en Fréttablaðið komi nánast aldrei inn um lúguna hjá þeim fyrir hádegi. Þetta pirrar mig þar sem ég er blaðberi hjá Fréttablaðinu og mér finnst skilaboðin vera að ALLIR blaðberar hjá Fréttablaðinu séu hundómögulegir. Fólk fái aldrei blaðið sitt og ef það fær það þá er það alltaf eftir hádegi. Ég reyni að vera búin að bera út fyrir kl. 7 en auðvitað getur maður tafist eða sofið aðeins of lengi (og ég efast ekki um að blaðberar Morgun- blaðsins lendi stundum í því líka, enginn er fullkominn, ekki einu sinni þeir) en oftar en ekki er það veðrið eða allir auglýsingapésarnir sem blaðberar Fréttablaðsins bera út samhliða blaðinu. Ég vil bara taka fram að það er allt í lagi að hrósa stundum blaðber- um Fréttablaðsins enda veit ég að þeir eru líka að gera fína hluti. Ég fæ t.d. Fréttablaðið mitt alltaf – eða oftast á réttum tíma jafnt virka daga og helgar. Blaðberi fréttablaðsins. Hjálp - kisur vantar heimili TVÆR sætar og skemmtilegar kis- ur vantar heimili vegna ófyrirsjáan- legra aðstæðna. Saman eða í sitt hvoru lagi. Upplýsingar gefur Einar í síma 860 1977. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ ríkti mikil eftirvænting í sal- arkynnum Hótels Sögu þegar Rodriquez-bræður, sem fæddir eru í New York, stigu á svið síðasta fimmtudagskvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur ásamt félögum sínum; hinum austurríska Hans, kólumb- íska Samuel og íslenska Einari Vali – ekki síst vegna hans. Kvöldið áður hafði Einar Valur farið á slíkum kostum með gömlu félögunum sín- um úr MH á Kaffi Reykjavík að seint líður úr minni. Tónlist þeirra bræðra er latín- skotið bopp og hljómaði í upphafi heldur litlaust; vantaði kraftinn sem maður á að venjast frá Karíbasveit- um einsog Irakere og jafnvel Tomma R. En eftir sem leið á tón- leika hitnaði í kolunum og í síðasta lagi fyrir hlé voru Samuel Torres frá Kólumbíu með kongurnar fimm og Einar Valur, konungur trommu- settsins, orðnir svo heitir að sauð á salnum. Lögin voru flest úr smiðju þeirra bræðra, fæst eftirminnileg, og sólóar þeirra sóru sig í hina lat- ínuskotnu ætt er við þekkjum frá Sandoval og Valdes eða Sanchez og Ruiz. Michel, sem leikið hefur með frelsissveit Charlie Hadens, var sé- lega skemmtilegur í flygihornsóló- um sínum og tónninn flauelsmjúkur einsog hjá Richard Gilles, sem lék með Bjössa Thor á miðvikudags- kvöld. Robert tókst að töfra það besta úr Söguflyglinum, sem endur- nýja mætti hið fyrsta. Þegar best lét var hljómfegurð Michels bakerísk og stutttóna hömrun Roberts einsog glæstust verður í latíndjassinum, þótt aldrei væri hann tatumískur einsog Valdes. Það var gaman að heyra hve vel hinum austurríska Hans Glawisching tókst að ná latín- bítinu, en það kom okkur Íslend- ingum kannski ekkert á óvart eig- andi okkar karíbabassameistara. Evrópskir eiga allstaðar erindi. Það var stígandi í þessum tón- leikum, en þeir voru ekki listræn upplifun í sama mæli og tónleikar Einars Vals og félaga á Kaffi Reykjavík kvöldið áður. Sú tónlist er væntanleg á geislaplötu áðuren langt um líður og mun marka spor í íslenskri djasssögu. Binary Orchide Gulli Guðmunds hefur um langt árabil unnið í Hollandi þarsem hann hefur komist í fremstu röð bassa- leikara. Hann hefur oftsinnis heim- sótt föðurland sitt í hópi hollenskra; fyrst með tríói píanistans Wolfert Brederode á Jazzhátíð og seinna með öðrum,m.a. konu sinni, hinni pólsku Nataszu Kurek, og hafa þau nýverið gefið út hinn forvitnilegasta geisladisk sem fá má í 12tónum. Binary Orchid er ævintýralega skemmtilegt tríó þarsem Gulli er í kompaníi við Hollendinginn Harm- en Fraanje píanista og Belgann Lieven Venken trommara, auk þess sem rafhljóð ýmisleg eru með í för. Hér sýnir Gulli á sér nýja hlið. Við Íslendingar þekkjum hann fyrst og fremst sem hinn ljóðræna bassaleik- ara hefðbundins nútímadjasss. Í Binary Orchide er tónlistin í frjáls- ari kantinum og allskonar rafhljóð notuð til að krydda hana. Þrátt fyrir það fær bassaleikur hans að njóta sín til fullnustu. Ég hafði nokkrum sinnum fyrir tónleika hlustað á til- vonandi hljómdisk tríósins, sem brátt mun koma út, og þótti hann um margt forvitnilegur. Fram- úrstefna og rafhljóð voru ríkjandi en kæfðu þó aldrei ljóðræna taug Gulla. Á tónleikunum á Kaffi Reykjavík var annað uppá ten- ingnum. Tónlistin var mun hefð- bundnari og aðgengilegri en ekki eins spennandi og á diskinum. Trú- lega áttu ytri aðstæður sinn þátt í því, en þarna sannaðist einsog svo oft áður að veldur hver á heldur. Þessir piltar geta reitt fram ólíka veislurétti tónanna sem hæfa að- stæðum hverju sinni og það er ekki ónýtt að heyra trommara í hágæða- flokki einsog Lieven Venken, enda hefði farið fyrir lítið að heyra ein- hvern meðaljón við trommusettið komandi af tónleikum með Einari Vali. Flest lögin sem þeir félagar léku voru frumsamin en þó voru tónsmíðar eftir menn á borð við Kenny Wheeler í bland. Segir það sitt um tónlist kvöldsins. Yndislegir tónleikar góðra listamanna en hefðu mátt vera hvassari. Jazzhátíð Reykjavíkur lýkur í kvöld með stórtónleikum á Broad- way þarsem Íslendingurinn Helgi Hrafn Jónsson leikur og syngur með austurrísku heimsdjass- hljómsveitinni Beefolk. Þeir eru með frábæran gest í farteskinu – Wolfgang Mutspiel; djassleikara Evrópu 2003 – ævintýralega magn- aðan gítarleikara þarsem evrópsk tónsnilli kristallast í öllu sínu veldi. Spennufall á öðrum degi djasshátíðar Vernharður Linnet DJASS Latínukvintett Rodriques-bræðra Michel Rodriquez, trompet og flygilhorn, Robert Rodriquez, píanó, Hans Glawisch- ing, bassa, Samuel Torres, kongur og Ein- ar Valur Scheving, trommur. Hótel Saga, fimmtudagskvöldið 30. sept- ember kl. 20.30. Gulli Guðmundsson, bassa, Harmen Fraanje, píanó og Lieven Venken, tromm- ur. Kaffi Reykjavík, fimmtudagskvöldið 30. september kl. 22.30. JPV útgáfa hefur gefið út bókina Barist við ókunn öfl eftir Eoin Colfer, höfund Artemis Fowl- bókanna í þýð- ingu Guðna Kol- beinssonar. Bókin fjallar um Cosmo Hill, sem er fjórtán ára og þráir að flýja af Stofnun Clar- issu Frayne fyrir munaðarlausa drengi. Þegar stundin kemur grípur hann tækifærið en allt fer í handa- skolum. Cosmo finnur að lífið er sog- að úr honum af sérkennilegum bláum sníkjudýrum. En þá koma nokkrir kjaftforir krakkar æðandi, sprengja skaðvaldinn og bjarga lífi hans. Þetta er Yfirnáttúrugengið sem hefur það að markmiði að gereyða þessum bláa ófögnuði. Krakkarnir í genginu átta sig á því að Cosmo hef- ur sama hæfileika og þeir til að sjá bláu sníkjudýrin og taka hann því inn í hópinn. Í kjölfarið flækist Cosmo inn í æsispennandi ævintýri þar sem ótrúleg tæknivæðing og spilling ráða ríkjum. Börn JPV útgáfa hefur gefið út bókina Lóla Rós eftir Jacqueline Wilson í þýðingu Þóru Sig- ríðar Ingólfs- dóttur. Bókin segir frá stúlkunni Jayni, sem neyðist til að flýja heimili sitt ásamt móður sinni og litla bróður undan ofbeldisfullum heimilisföður. Þau velja sér ný nöfn og Jayni verður hin glæsilega, fullkomna Lóla Rós. Þau flækjast um Lundúnir og búa á misgóðum hótelum. En nýja lífið tekur brátt á sig aðra og dekkri mynd. Lóla Rós er sú skynsama í fjölskyldunni og neyðist brátt til að taka stjórnina í sín- ar hendur og verða fullorðnari en hún kærir sig um. Unglingar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.