Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 2

Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FUNDUR Í DAG Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa deiluaðila í kjaradeilu kenn- ara og sveitarfélaga á sinn fund kl. 15 og 17 í dag. Fundirnir eru haldnir að ósk Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra, sem hitti fulltrúa kennara, skólastjórnenda og sveitar- félaga í stjórnarráðinu í gær. Neyðarkall frá Ósk KE Neyðarkall barst frá netabátnum Ósk KE-5 í gærköldi vegna elds sem komið hafði upp í stýrishúsi bátsins er hann var staddur um 12 sjómílur vestur af Garðskaga. Lítil hætta var á ferðum og var ekki óskað eftir frekari aðstoð Gæslunnar. Hafði hlotið dóm Maðurinn sem Héraðsdómur Reykjaness frestaði í liðinni viku að dæma til refsingar fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni, hlaut árið 1990 dóm fyrir að ráðast á fyrrverandi eiginkonu sína. Þeirrar árásar var ekki getið í sakavottorði sem héraðs- dómur fékk í hendur. Gagnrýna ESB Romano Prodi, fráfarandi forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, segir að mistekist hafi gersamlega að tryggja framgang efnahagsumbóta sem samþykktar voru árið 2000. Hann segir neitun- arvald hvers ríkis lama umbætur. Sprengiefni horfið Nær 400 tonn af mjög öflugu sprengiefni hafa horfið úr vopnabúri í Írak. Fyrir innrásina 2003 varaði Alþjóðakjarnorkumálastofnunin Bandaríkjamenn við og sagði brýnt að gæta vopnageymslunnar vel. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl BJÖRN B. Tryggva- son, fyrrverandi að- stoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands, er látinn á 81. aldursári. Björn var fæddur í Reykjavík 13. maí árið 1924, sonur hjónanna Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra og Önnu Klemensdóttur. Björn lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1944 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1951. Hann réðst sem lögfræðingur til Landsbanka Íslands að loknu námi, varð varabankastjóri fyrir Norðurlöndin hjá Alþjóðabank- anum í Washington og viðskipta- fulltrúi við sendiráð Íslands í Wash- ington 1957 til 1958. Björn var skrifstofustjóri Landsbankans frá 1958 og síðar Seðla- bankans og var aðstoð- arbankastjóri Seðla- bankans frá 1967 þar til hann fór á eftirlaun. Björn var formaður Rauða kross Íslands á árunum 1971 til 1977 og naut virðingar jafnt innan Rauða kross Ís- lands sem og á al- þjóðlegum vettvangi innan hreyfingarinnar. Þá vann Björn ötult og óeigingjarnt starf á þeim tíma sem eldgosið stóð í Vestmannaeyj- um. Björn kvæntist Kristjönu Bjarna- dóttur árið 1952 en hún lést 1990. Þau áttu tvö börn, Önnu Guðrúnu og Bjarna Þór. Björn giftist Dóru Hvanndal 2001 og eignuðust þau dótturina Valgerði B. árið 1999. Andlát BJÖRN B. TRYGGVASON FERTUGUR karlmaður var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir gróft kynferðislegt ofbeldi gegn 14 ára gamalli fósturdóttur sinni, fyrir að káfa innanklæða á 15 ára gamalli vinkonu hennar og fyrir að hafa í vörslum sínum mikið magn af barna- klámi. Barnaklámið fannst í tölvu og á geisladiskum við húsleit á vinnustað mannsins og heimili hans eftir að fósturdóttir hans lagði fram kæru. Um var að ræða 176 kvikmyndir, samtals rúmlega níu klukkustundir að lengd og tæplega 600 ljósmyndir. Maðurinn játaði vörslu barnakláms- ins en neitaði eindregið að hafa brot- ið gegn stúlkunum. Þrátt fyrir að maðurinn neitaði sakargiftum var hann dæmdur fyrir að hafa mörgum sinnum á árunum 2002 til 2003 haft samfarir við fósturdóttur sína á heimili þeirra eða á vinnustað hans. Veikleikum haldið á lofti Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjaness taldi að frásögn fóstur- dótturinnar hefði verið skýr og af- dráttarlaus í skýrslu sem hún gaf í Barnahúsi. Hún hefði í engu reynt að draga dul á sína eigin annmarka og veikleika „sem óspart hefur verið haldið á lofti af ákærða“ eins og segir í dómnum. Þannig hefði hún greint frá því að hafa lent í óreglu árið 2002 og að hafa prófað að reykja hass. Þótti þetta styrkja trúverðugleika framburðar hennar, svo og að hún greindi öðrum frá ofbeldinu áður en hún lagði fram kæruna. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að káfa inn- anklæða á vinkonu fósturdóttur sinnar. Líkt og fyrr neitaði maðurinn sök en frásögn vinkonunnar þótti trúverðug auk þess sem hún fékk stoð í framburði vitnis. Í niðurstöðum dómsins segir að maðurinn hafi brotið alvarlega gegn fósturdóttur sinni, misnotað aðstöðu sína og brugðist trúnaðartrausti hennar á svívirðilegan hátt. Brotið gegn vinkonu hennar hafi einnig ver- ið alvarlegt og beinst gegn mikilvæg- um hagsmunum. Maðurinn eigi sér engar málsbætur. Auk þriggja ára fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða fósturdóttur sinni 1,2 millj- ónir króna í bætur og vinkonu henn- ar 150.000 krónur. Þá var hann dæmdur til að greiða eina milljón króna í málsvarnar- og réttargæslu- laun. Finnbogi H. Alexandersson, Gunnar Aðalsteinsson og Sveinn Sigurkarlsson kváðu upp dóminn. Vilhjálmur Þórhallsson hrl. var skip- aður verjandi mannsins. Sigríður Jósefsdóttir flutti málið f.h. ríkissak- sóknara. Réttargæslumaður fóstur- dótturinnar var Steinunn Guðbjarts- dóttir hdl. og Helga Leifsdóttir var réttargæslumaður vinkonu hennar. Fertugur karlmaður játaði einungis að eiga mikið magn af barnaklámi Þriggja ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot ÍSLENSKU sveitirnar á ólympíu- skákmótinu stóðu sig vel í 10. um- ferð, sem tefld var í gær. Karlaliðið gerði jafntefli við mjög sterka sveit Hollendinga, 2-2 og konurnar unnu sterka sveit Króatíu 2-1. Stefán Kristjánsson vann stór- meistarann Nijboer, en Þröstur Þórhallsson tapaði fyrir Íslandsvin- inum Timman. Ivan Sokolov, sem er nýkominn frá sigri á ofurskák- móti í Hollandi, gat ekki beygt Hannes Hlífar Stefánsson, og skák Helga Ólafssonar og Tivjakovs varð einnig jafntefli. Hjá konunum vann Guðlaug Þor- steinsdóttir á öðru borði í við- burðaríkri skák, þar sem sú króat- íska varð að gefa drottninguna og skákina, skömmu síðar. Lenka Ptácníková gerði öruggt jafntefli á 1. borði, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir bjargaði jafntefli í erfiðri stöðu með snilldarlegri vörn. Staðan í karlaflokki er þessi: 1. sæti Úkraína, 29 v. af 40 mögu- legum. 2. sæti Rússland, 27 v. 3. sæti Armenía, 26 v. Íslendingar eru í 36.–39. sæti, með 22 v. Aðrar Norðurlandaþjóðir: Svíþjóð, 23 v., Noregur og Danmörk, 22,5 v., Finn- land, 21 v., Færeyjar, 18 v. Í kvennaflokki er staðan þessi: Kína er í 1. sæti með 24,5 v. af 30 mögulegum (tap 1–2 fyrir Banda- ríkjunum) 2.–4. sæti Bandaríkin, Indland, Georgía, 19,5 v. Ísland er í 30.–32. sæti með 16 v. Norðurlanda- þjóðir: Svíþjóð, 17 v, Noregur, 16 v., Finnland, 15,5 v. Danmörk, 13,5 v. Í dag teflir karlaliðið við Argent- ínu, en konurnar við Íran. Íslensku liðunum hefur vegnað vel á Ólympíuskákmótinu á Mallorka Ljósmynd/Gunnar Á myndinni eru skákkonurnar Lenka Ptácníková, Guðlaug Þorsteinsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Sigur og jafn- tefli                                  ! " #             $         %&' ( )***                         Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Fréttaskýring 8 Bréf 26 Úr verinu 12 Minningar 27/29 Viðskipti 12/13 Skák 29 Erlent 14/15 Dagbók 32/34 Minn staður 16 Myndasögur 32 Suðurnes 18 Staður og stund 34 Akureyri 18 Menning 35/41 Landið 19 Af listum 38 Austurland 19 Bíó 38/41 Daglegt líf 20 Ljósvakar 42/43 Umræðan 21/26 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.