Morgunblaðið - 26.10.2004, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Af hverju getið þið ekki líka verið góðir og látið ykkur nægja að naga beinin eins og litli
verkamaðurinn???
Sjóvík ehf. og SÍF hf.hafa undirritaðviljayfirlýsingu
þess efnis að Sjóvík kaupi
Iceland Seafood Corpora-
tion, dótturfélag SÍF í
Bandaríkjunum, af SÍF
en félagið starfrækir
verksmiðju fyrir full-
vinnslu sjávarafurða í
Virginíuríki. Kaupverðið
er um 4,8 milljarða króna.
Sjóvík og SÍF hafa um
árabil átt í nánu samstarfi
um framleiðslu og sölu af-
urða sem framleiddar eru
í Asíu og hefur Sjóvík m.a.
verið einn stærsti birgir
Iceland Seafood Corpora-
tion.
Jón Kristjánsson, stjórnarfor-
maður Sjóvíkur, segir að engar
breytingar séu fyrirhugaðar á
rekstri Iceland Seafoood. „Með
kaupum Sjóvíkur á Iceland Sea-
food Corporation verður til öflugt
félag. Í þeim felst sóknarfæri sem
styrkja mun starfsemi félagsins
umtalsvert. Kaupin breyta engu
um þá stefnu félagsins að viðhalda
og styrkja tengsl þess við íslenska
framleiðendur.“
Sjóvík ehf. var stofnað árið
1992 og er með höfuðstöðvar í
Reykjavík. Sjóvík hefur náð góð-
um árangri í vinnslu og sölu sjáv-
arafurða í Asíu, aðallega hvítfisks,
en meirihluti afurðanna hefur far-
ið á markað í Bandaríkjunum og
Evrópu. Félagið rekur nú sjö
verksmiðjur; fjórar í Kína, tvær í
Taílandi og nú eina í Bandaríkj-
unum. Félagið er einnig með
skrifstofur í fimm löndum, á Ís-
landi, í Kína, Taílandi, Suður-Kór-
eu og Bandaríkjunum. Alls starfa
um þrjú þúsund manns á vegum
félagsins. Sjóvík er ennfremur í
samstarfi við Kóreumenn og
Rússa um veiðar í Kyrrahafslög-
sögu Rússlands. Þar eru varan-
legar aflaheimildir um 3.000 tonn,
en með leigu og kaupum afla-
heimilda hafa veiðiheimildirnar
verið auknar upp í um 10.000
tonn. Um 8.000 tonn af þorski,
1.000 tonn af lúðu og ýmis samtín-
ingur að auki. Þessi afli kemur til
vinnslu í verksmiðjum Sjóvíkur í
Kína og Taílandi.
Vörumerki Sjóvíkur er Blue
Ice. Stærsti hluthafi Sjóvíkur er
Sund hf., sem á um helming hluta-
fjár, en annað hlutafé er meðal
annars í eigu lykilstarfsmanna.
Ellert Vigfússon er fram-
kvæmdastjóri Sjóvíkur, en hvern-
ig byrjaði þetta ævintýri?
„Við vorum nokkrir saman í
veiðum, vinnslu og útflutningi á
ígulkerum fyrir allnokkrum ár-
um. Við fengum þá góða innsýn
inn í fiskmarkaðina í Austurlönd-
um fjær, einkum í Japan. Þegar
við hættum í ígulkerunum hélt
hluti eigendanna áfram í fiskivið-
skiptum við Japani og í Austur-
Asíu. Við hófum svo vinnslu á
kaldsjávarrækju í Tælandi fyrir
markaðinn í Japan árið 1998 og
vinnslu á Kyrrahafsþorski hófum
við í upphafi ársins 2000. Þorsk-
vinnslan hefur svo aukizt mikið og
hratt og við erum að vinna úr um
20.000 tonnum af hausuðum,
frystum Kyrrahafsþorski á ári.
Þá vinnum við væntanlega 4.000
til 5.000 tonn af Atlantshafsþorski
á næsta ári, við vinnum úr 2.000
til 3.000 tonnum af Alaskaufsa,
5.000 til 6.000 tonnum af Kyrra-
hafslaxi og loks töluvert af rækju.
Samstarf okkar við ÍS og síðan
SÍF hófst í upphafi ársins 2000 og
við höfum verið stærsti birgir af
frystum afurðum fyrir SÍF, bæði í
Bretlandi og Bandaríkjunum,“
segir Ellert.
Sjóvík stundar einnig alþjóðleg
viðskipti með fisk og fiskafurðir
og selur árlega um 100.000 tonn á
þeim mörkuðum, þar af um 90.000
tonn af Alaskaufsa. Sjóvík er
næst stærst í slíkum við skiptum,
næst á eftir risanum Pacific And-
es og er með 20 manns í vinnu við
fisksölu og hráefnisöflun á skrif-
stofu sinni í Suður-Kóreu.
Ellert segir að vel gangi að
vinna í þessum framandi heims-
hluta. Lykillinn að því sé gott
starfsfólk og alls staðar séu þeir
með heimamenn í vinnu sem séu
vandanum mjög vel vaxnir og
þekki vel inn á allt viðskiptaum-
hverfið. „Við litum svo á á sínum
tíma að tækjum við ekki þátt í
þessari framleiðslu, myndu Kín-
verjarnir gleypa allan pakkann.
Þeir eru vissulega stórir, en við
höfum náð góðri fótfestu þarna og
nýtum okkur sömu kosti og Kín-
verjarnir. Reynsla okkar af fisk-
vinnslu nýtist okkur mjög vel í
samvinnu við hina hæfu heima-
menn á hverjum stað.“
Blása til sóknar
Ellert segir að hann telji að
kaupin á Iceland Seafood muni
styrkja bæði fyrirtækin og ætl-
unin sé að blása til sóknar. Starf-
semi Iceland Seafood standi vel
og þeir vonist til þess að helztu
stjórnendur muni starfa við fyrir-
tækið áfram.
En hvernig snara menn út 4,8
milljörðum króna? „Við tæmdum
alla sparibaukana okkar. Nei, það
var nú ekki svona einfalt. Þetta er
reyndar aðeins viljayfirlýsing enn
sem komið er, áreiðanleikakönn-
unin er enn eftir og það er fyrir-
vari um fjármögnun. Ég vil ekki
segja neitt um það hvernig að
henni verður staðið, en það liggur
þó fyrir.“
Fréttaskýring | Sjóvík kaupir starfsemi
Iceland Seafood í Bandaríkjunum
Tæmdum
sparibaukana
Félagið rekur nú sjö verksmiðjur; 4 í
Kína, 3 í Taílandi og 1 í Bandaríkjunum
Tvífrystur fiskur er ódýr og nokkuð góður.
Ódýri fiskurinn frá Kína
sækir stöðugt í sig veðrið
Vinnsla á frystum fiski eykst
stöðugt í Austurlöndum fjær, í
Kína og Taílandi. Íslenzka fyrir-
tækið Sjóvík er umsvifamikið í
þeirri vinnslu, vinnur úr um
20.000 tonnum af Kyrrahafs-
þorski á þessu ári, en einnig Atl-
antshafsþorsk, Kyrrahafslax og
rækju. Það stundar einnig al-
þjóðleg viðskipti með fisk og
fiskafurðir. Meðal annars selur
það um 90.000 tonn af Alaska-
ufsa á ári og fleiri fisktegundir.
hjgi@mbl.is
NÝ DÖNSK könnun bendir til þess
að bólefni gegn inflúensu veiti um
70% vörn gegn þeirri inflúensu sem
bólusett er fyrir. Á hinn bóginn
veikjast um 75% hinna bólusettu af
öðrum pestum sem geta minnt á ein-
kenni inflúensu. 59.566 manns sem
létu bólusetja sig í Danmörku tóku
þátt í rannsókninni og í ljós kom að
bólusetningin gagnaðist aðeins ein-
um af hverjum fjórum í baráttu við
aðrar umgangspestir en inflúens-
una. Hinir þurftu að leggjast undir
sæng með aðrar pestir, að því er
m.a. kemur fram í Politiken og á
heimasíðu Sóttvarnarstofnunar
Danmerkur, Statens Serum
Institut.
Haft er eftir Ásbirni Hróbjarts-
syni, lækni og vísindamanni hjá
Cochrane Center sem gerði rann-
sóknina, að það leiki vafi á hvort það
borgi sig að fara í bólusetningu ef
áhrifin eru svo lítil. Heilbrigðisyfir-
völd mæla yfirleitt með að fólk yfir
65 ára aldri láti bólusetja sig þar
sem það er viðkvæmt fyrir sýking-
um. Í Danmörku hefur einkarekin
læknastofa, Danske Lægers Vacc-
inations Service, í auknum mæli
mælt með því að ungt og frískt fólk
láti bólusetja sig og í bæklingi frá
henni er vísað til Spænsku veikinnar
sem kostaði 50 milljónir lífið 1918.
Dönsku neytendasamtökin telja
óforsvaranlegt að nýta sér ótta fólks
við að smitast af alvarlegri veiki.
Guðrún Sigmundsdóttir, yfir-
læknir á sóttvarnarsviði landlæknis,
hafði ekki séð könnunina og gat því
ekkert tjáð sig um hana. Hún segir
að áhrif bólusetninga gegn inflúensu
hafi verið margkönnnuð og sýnt hafi
verið fram á virkni þeirra. Það sé
varasamt að taka mikið mark á einni
könnun sem sýni hið gagnstæða.
Lægri dánartíðni
Guðrún segir að almennt sé talið
að um 70% þeirra sem láti bólusetja
sig veikist ekki af inflúensu og jafn-
vel þó þeir veikist skili bólusetningin
árangri. Veikindin verði ekki jafn al-
varleg og þá hafi komið í ljós að dán-
artíðni meðal eldra fólks sé lægri
meðal hinna bólusettu en þeirra sem
ekki hafa látið bólusetja sig.
Ný dönsk könnun á áhrifum bólusetningar gegn inflúensu
Niðurstöðurnar sýna um
70% virkni gegn inflúensu
Þrír af hverjum fjórum veikjast af öðrum pestum