Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 11 FRÉTTIR LANDVERND vill gera verndun Þjórsárvera að forgangsverkefni. Nýleg úttekt tveggja virtra erlendra sérfræðinga gefur ástæðu til að ætla að Þjórsárver geti átt heima á heims- minjaskrá UNESCO. Sem kunnug er voru Þingvellir nýlega samþykktir á heimsminjaskrána. Þá vinnur Land- vernd að undirbúningi stofnunar náttúruskóla í Reykjavík. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem hald- inn var á 35 ára afmælisdegi Land- verndar í gær. Kvíslaveita 6 gengur aftur Úrskurður setts umhverfis- ráðherra, Jóns Kristjánssonar, í jan- úar í fyrra kvað á um að Norð- lingaölduveita yrði færð út fyrir mörk friðlandsins í Þjórsárverum. Um leið voru heimilaðar mótvægisaðgerðir sem m.a. felast í vatnslónum og veitu- mannvirkjum við Arnarfell. Að sögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, formanns Landverndar, eru þessi lón nánast sama hugmynd og áður hét Kvíslaveita 6 og var hafnað á sínum tíma. Landvernd leitaði til tveggja er- lendra sérfræðinga, sem báðir njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, um að leggja mat á alþjóðlegt verndargildi Þjórsárvera. Kanadamaðurinn Jack D. Ives á að baki margar Íslands- ferðir. Hann kom fyrst hingað til lands 1952 og skrifaði doktorsritgerð sína um landmótun og jökla í Öræf- um. Hann er mikilsmetinn sérfræð- ingur um fjöll og hefur m.a. starfað mikið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Roger Crofts frá Skotlandi var fyrsti forstjóri Náttúruverndarstofnunar Skotlands. Hann er nú varaformaður í heimsnefnd Alþjóðanáttúruvernd- arsamtakanna (IUCN), sem Land- vernd á aðild að. Crofts á að baki margar Íslandsferðir. Þeir Ives og Crofts voru m.a. fengnir til að veita umsögn þegar Þingvellir voru skráðir á heimsminjaskrá UNESCO. Tveir könnunarleiðangrar voru farnir í Þjórsárver síðastliðið sumar með sérfræðingana, hvorn í sinni ferð. Einnig var efnt til funda með ís- lenskum sérfræðingum, vís- indamönnum, embættismönnum og fulltrúum hagsmunaaðila. Mikið verndargildi veranna Niðurstöður úr skýrslum þeirra Ives og Crofts voru kynntar á fundi Landverndar í gær. Þær eru: Að náttúruverndargildi Þjórs- árvera er afar mikið, jafnt á landsvísu og alþjóðlega. Líta ber sérstaklega til landslagsins sem umlykur svæðið. Núverandi mörk friðlandsins í Þjórsárverum eru algjörlega ófull- nægjandi og endurspegla ekki þau verðmæti sem er að finna á svæðinu. Sérfræðingarnir leggja áherslu á mikilvægi Hofsjökuls fyrir svæðið og telja að hann eigi að njóta friðunar. Einnig þurfi að friða gljúfrin með fossunum í Þjórsá að Sultartangalóni. Mannvirki þau sem eru áformuð undir Hofsjökli, einkum stíflur skurð- ir og veitur (sem áður gengu undir heitinu Kvíslaveita 6), hafi afar nei- kvæð áhrif á náttúru og landslag. Þjórsárver geta komið til greina á heimsminjaskrá UNESCO, verði svæðinu ekki raskað frekar og verði verndarsvæðið stækkað. Stjórn Landverndar tekur undir sjónarmið þeirra Crofts og Ives, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Telur stjórnin mikilvægt að viðkom- andi sveitarstjórnir, umhverfis- ráðherra, Umhverfisstofnun, um- hverfisnefnd Alþingis og Lands- virkjun taki málið til skoðunar í ljósi greinargerðanna sem nú liggja fyrir. Þá telur stjórn Landverndar að mat þeirra Crofts og Ives sé staðfesting á mati faghóps I, sem fram kemur í skýrslu um 1. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðhita. Þar lenda samvegin verðmæti náttúru og minja Þjórsárvera í efsta sæti í sam- anburðarmati á 41 svæði á Íslandi. Stjórn Landverndar lítur svo á að það sé eitt brýnasta verkefnið í nátt- úruvernd á Íslandi í dag að stækka verndarsvæði Þjórsárvera svo að það falli að náttúrulegum mörkum ver- anna. Eins telur stjórnin mikilvægt að litið sé til hugmynda þeirra Crofts og Ives um vernd fjalla og jökla sem mynda umgjörð svæðisins, það er Kerlingafjalla í vestri og Hofsjökuls í norðri. Stjórn Landverndar telur ástæðu til að teknar séu upp við- ræður við skrifstofu heimsminjaskrár UNESCO til að kanna hvort Þjórs- árver eigi þar heima. Þá telur stjórn Landverndar að leggja beri til hliðar öll áform um frekari virkjanafram- kvæmdir á þessu svæði meðan athug- unin er gerð. Stjórnin bendir á að engin brýn þörf sé fyrir orkuna og reynslan sýni að mæta megi hugs- anlegri eftirspurn eftir raforku með öðrum kostum. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, benti á að mörk friðlandsins í Þjórsárverum væru illa merkt eða alls ekki. Þá væri um- gengni í næsta nágrennis svæðisins ekki nógu góð, augljós merki um ut- anvegaakstur væru dæmi um það. Þá sagði Tryggvi að Landvernd telji mjög mikilvægt að fyrirhugaðar framkvæmdir við lón og veitumann- virki undir Hofsjökli fari í lögform- legt umhverfismat. Þar eð kveðinn hefði verið upp úrskurður ráðherra um framkvæmdirnar þurfi ef til vill að fara fyrir dómstóla til að knýja á um umhverfismat.Ólöf Guðný for- maður sagði að málið hafi verið kynnt nýjum umhverfisráðherra. „Við verð- um að spyrja okkur að því hvort við erum reiðubúin að fórna landi, sem hefur svo hátt verndargildi á al- þjóðavísu, þegar aðrir virkjanakostir eru í boði,“ sagði Ólöf Guðný. Náttúruskóli í Reykjavík Bæta þarf aðstöðu reykvískra barna til að fræðast um umhverfi sitt og náttúru, að mati Landverndar. Samtökin hafa leitað eftir samstarfi við fræðsluyfirvöld Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur um stofnun Náttúruskóla Reykjavíkur. Sigrún Helgadóttir, líffræðingur og verkefnisstjóri Grænfána- verkefnis Landverndar, og Hjördís B. Ásgeirsdóttir, staðarhaldari í Al- viðru, sögðu frá fræðslustarfi Land- verndar fyrir skólabörn. Meira en tíu þúsund skólabörn hafa notið um- hverfisfræðslu í Alviðru frá 1993 og koma þangað um tvö þúsund börn á ári. Nú er hugmyndin að opna nátt- úruskóla sem hafi aðstöðu innan borgarmarka Reykjavíkur. Vonast er til að hann taki til starfa á 36. starfs- ári Landverndar. Að sögn Sigrúnar hefur dregið mjög úr leikjum barna utandyra og sitja þau þess í stað við tölvur og sjón- varp daga langa. Í náttúruskóla fái þau að kynnast nánasta umhverfi sínu og náttúru af eigin raun. Landvernd vill stofna náttúruskóla og stækka friðland Þjórsárvera Þjórsárver fari á skrá UNESCO                                                                         Morgunblaðið/RAX Samkvæmt skýrslum Ives og Crofts er náttúruverndargildi Þjórsárvera afar mikið. SIF Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá óbyggða- nefnd, segir það alveg tvímælalaust að staða óbyggðanefndar hafi styrkst í kjölfar þjóðlendu- dómanna sem kveðnir voru upp í síðustu viku. Þetta kom fram á málfundi sem Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, hélt í gær. Á mál- fundinum var rætt um þjóðlendudómana svoköll- uðu og auk Sifjar fluttu erindi hæstaréttarlög- mennirnir Ólafur Björnsson, sem flutti málið fyrir hönd landeigenda, og Ólafur Sigurgeirsson, sem flutti málið fyrir hönd ríkisins. „Niðurstöður Hæstaréttar eru þær sömu og óbyggðanefndar í nánast öllum atriðum en það er náttúrulega einhver blæbrigðamunur á rökstuðn- ingi óbyggðanefndar og Hæstaréttar fyrir þess- um niðurstöðum,“ segir Sif og bætir því við að það sé óbyggðanefndar að leggja mat á það og skoða framhaldið út frá því. Hún segir það hins vegar alveg ljóst að meginniðurstöður óbyggða- nefndar, þau atriði sem nefndin hafi lagt til grundvallar, haldi. „Þar að auki tekur Hæstiréttur mjög skýra af- stöðu til þeirra atriða sem menn hafa haldið fram að væri áfátt við þjóðlendulögin og málsmeðferð óbyggðanefndar. Afstaða Hæstaréttar er sú að það sé ekki ástæða til að gera athugasemdir við málsmeðferð óbyggðanefndar,“ sagði Sif. Ólafur Björnsson sagði það sigur fyrir landeig- endur að fá viðurkennt að svo stórar jarðir, sem nái inn á hálendi Íslands, hafi verið viðurkenndar sem eignarland. „Ríkið hafði haldið því fram að slíkt væri ómögulegt. Að það væri ómögulegt að nema slíkt land, slík há fjöll hefðu aldrei verið numin og annað þess háttar. Það er auðvitað ekki fallist á að þetta sé svona heldur verða menn auð- vitað að leggja fram gögn fyrir eignartilfellum sínum. Í þessu tilfelli tókst landeigendum þessi sönnun,“ segir Ólafur og bætir því við að skýrsla sérfræðinga óbyggðanefndar hafi legið fyrir en þeir mátu sem svo að umdeilt land, sem hafi verið í um 700 metra hæð, hafi verið að langstærstum hluta algróið um landnám. „Það skiptir máli. Þannig að það er sigur fyrir okkur. Kröfugerð ríkisins gekk út á það að hirða allt að 80% af landi jarðanna undir þjóðlendur,“ segir Ólafur. Hann segir að í ljósi þeirra gagna sem hafi ver- ið lögð fram, en hann vísaði meðal annars til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, þá hafi vaf- inn um það hvort landið hafi verið numið og hversu gróið það hafi verið verið metinn sínum skjólstæðingum í vil. „Þar með höfðum við orðið réttmæta væntingu og sterkari um eignarhald heldur en ríkið. Vafinn var okkur í hag, það er stóra málið í þessu. Það fordæmisgildandi fyrir önnur mál að þegar við förum að fjalla um það með sama hætti þá ber að meta vafann um þetta landeigandanum í vil í ljósi þeirra gagna sem menn hafa lagt fram.“ Málinu ekki lokað nægjanlega Ólafur Sigurgeirsson sagði að það væri ekki hægt að vinna þjóðlendumál og þar með hafi rík- ið ekki tapað málinu í sjálfu sér enda hafi það ekkert verið að takast á við bændur sérstaklega. Aðalatriðið hafi verið að fá úr því skorið að skil- greina lögfræðilega hvað þjóðin eigi af landinu og hvað einkaaðilar eigi. Þar hafi óbyggðanefnd komið til sögunnar til að leysa það verk af hendi sem úrskurðaraðili. „Þessi hæstaréttardómur var ekki til þess að slást um land. Fjármálaráðherra er ekki að reyna að seilast inn í nein lönd. Hann er bara með þetta hlutverk samkvæmt lögum að fara með fyrirsvar fyrir þetta land þjóðarinnar og þessa vinnu sem þarf að vinna til að koma á hreint hvar þessi mörk eru, því það á að búa við þessi mörk um ókomin ár á Íslandi,“ segir Ólafur. Hann segir það hafa verið talin ástæða fyrir því að skjóta úrskurði óbyggðanefndar og niðurstöðu héraðsdóms til hæstaréttar um lögfræðileg atriði sem gott væri að fá línur í til þess að byggja á við framtíðarmeðferð þjóðlendumála. „Það er alveg ljóst að það er ekkert af lögfræðilegu sjónarmið- um ríkisins rekið ofan í ríkið þannig lagað, að rík- ið hafi farið með rangt mál og túlkað lögfræðina á rangan veg. Hinsvegar er málið kannski opnara en við áttum von á. Við áttum von á að hæstirétt- ur lokaði lögfræðilegum deilumálum í meira mæli en orðið var við,“ segir Ólafur Sigurgeirsson. Málfundur á vegum Orators um dóm hæstaréttar í þjóðlendumálinu Staða nefndarinnar sterk Morgunblaðið/Kristinn Talið ofan frá: Róbert R. Spanó, dósent við laga- deild HÍ og fundarstjóri, Sif Guðjónsdóttir, skrif- stofustjóri óbyggðanefndar, Ólafur Sigurgeirs- son hæstaréttarlögmaður og Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður. Niðurstaða hæsta- réttar nánast sú sama og óbyggðanefndarMAÐUR sem óttaðist um líf sitt ogheilsu þegar honum var ógnað af öðr- um manni við verslunarmiðstöð í Reykjavík í fyrrasumar var, að mati héraðsdómara, heimilt að beita tals- verðu valdi til að afstýra árás sem hann taldi yfirvofandi. Samkvæmt dómnum gekk hann ekki of langt þeg- ar hann sló manninn ítrekað með þeim afleiðingum að hann nef- og kinnbeinsbrotnaði, marðist í andliti. Lögreglustjórinn ákærði manninn fyrir líkamsárás en hann var sýknað- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákærði í málinu hélt því fram að maðurinn hafi byrjað á því að sparka í hurð á bíl sínum. Á leiðinni inn í versl- unarmiðstöðin hafi hann hótað honum lífláti, tjáð honum að hann vissi hvar hann ætti heima, hvar börnin hans gengju í skóla og hótað því að skera þau á háls. Hann hafi að endingu farið úr jakkanum og tekið upp hníf, sem var lokaður, og otað honum að hon- um. Kvaðst hann hafa talið sig í lífs- hættu og því ákveðið að slá manninn í sjálfsvörn. Þrjú vitni tóku í meginat- riðum undir þessa lýsingu. Eitt þeirra kvaðst hafa tekið eftir því að maður- inn hafi í sífellu otað fingri upp að andliti þess ákærða og, þrátt fyrir talsverðan stærðarmun honum í óhag, „argað og gargað“ að honum. Sá sem varð fyrir höggunum lýsti atburðum á allt annan veg og sagði að maðurinn hafi tilefnislaust ráðist á sig. Dómarinn taldi hann hins vegar ótraust vitni og framburð hans ýkju- kenndan og losaralegan. Sýknaður af ákæru um nef- og kinnbeinsbrot Valdbeit- ingin ekki óhófleg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.