Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 16
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Veröldin hefur sinn gang, takturinn svip-
aður frá ári til árs þótt ætíð sé einhver blæ-
brigðamunur. Vetur er genginn í garð sam-
kvæmt dagatalinu og vart er hægt að neita
því að árstíð þessi minnir svolítið á sig. Það
sem setur svip sinn á haustið í Húnaþingi
og bæjarbraginn á Blönduósi er sauð-
fjársláturtíðin. Á þessum tíma fjölgar fólki
nokkuð í bænum og um það bil tveir þriðju
hlutar starfsmanna Sölufélags A-Húnvetn-
inga (SAH) eru komnir yfir hafið til að
vinna að þessu tveggja mánaða átaksverk-
efni. Flest er þetta fólk frá Svíþjóð og Pól-
landi og það skemmtilega við þetta allt
saman er að ekki þarf lengur að auglýsa
eftir þessu erlenda starfsfólki því ýmist er
þetta fólk sem hefur starfað áður hjá SAH
eða vinir og kunningjar þeirra.. Gert er ráð
fyrir því að slátra um 77 þúsund kindum á
þessu hausti, uþb10–12 þús. fleiri kindur en
í fyrra og lætur nærri að nú sé slátrað svip-
uðum fjölda fjár og þegar flest var á ár-
unum á milli 1970 og 1980.
Byrjað er að þvo ull á Blönduósi á einni
vakt í nýrri ullarþvottastöð þótt ekki sé
formlega búið að taka hana í notkun. Eftir
er að ganga frá örfáum lausum endum áður
en hún verður formlega tekin í notkun en
ekki er langt í það að sögn forsvarmanna
Ámundakinnar ehf. sem á og rekur hús-
næðið sem stöðin er í. Gert er ráð fyrir að
þegar rekstur er kominn í fullan gang verði
vaktirnar þrjár og tíu ársverk skapist og
munar um minna. Þá hefur Mjólkursamlag
Húnvetninga fengið ESB-leyfi en með því
telja menn að fyrirtækið hafi tryggt rekstr-
argrundvöll sinn til mikilla muna. Þetta
tryggir ekki einungis það að fyrirtækið get-
ur flutt út framleiðslu sína til Evrópu held-
ur getur Mjólkursamlagið selt innlendum
fyrirtækjum sem hafa útflutningsleyfi stolt
sitt, þurrmjólkurduftið.
Eins og margir muna varð stórbruni á
Blönduósi í lok september þegar stórt iðn-
aðarhúsnaði brann og margir urðu fyrir
veraldlegu og kannski ekki síður tíma-
bundnu sálartjóni. Nú er um mánuður lið-
inn og er ekki annað að heyra en að þetta sé
nýtt tækifæri frekar en endalok. Svona er
blessaður Blönduósbær í byrjun vetrar.
Úr
bæjarlífinu
BLÖNDUÓS
EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA
Námskeiðið Öflugtsjálfstraustverður haldið
hjá Símenntun Háskól-
ans á Akureyri dagana
5. og 6. nóvember næst-
komandi.
Á námskeiðinu verður
áhersla lögð á að kenna
þátttakendum að greina
muninn á miklu og litlu
sjálfstrausti og ekki síst
að kenna aðferðir til að
byggja það upp og efla.
Sjálfstraust er und-
irstaða margra færn-
isþátta, svo sem því
hvernig okkur vegnar í
samskiptum við aðra,
hvernig við setjum
markmið, tökum
ákvarðanir og vinnum
undir álagi segir í til-
kynningu um nám-
skeiðið.
Kennarar eru Jóhann
Ingi Gunnarsson og/eða
Sæmundur Hafsteinsson
sálfræðingar.
Skráning á nám-
skeiðið fer fram hjá Sí-
menntun Háskólans á
Akureyri.
Sjálfstraust
MenningarvikanBjart er yfirRaufarhöfn
hófst í fyrradag. Hátíðin
var sett við messu í Rauf-
arhafnarkirkju og var
ritningarlestur á pólsku,
spænsku og íslensku í til-
efni af þjóðadeginum sem
var fyrsta atriði menning-
arvikunnar.
Í félagsheimilinu Hnit-
björgum tóku á móti gest-
um nýbúar úr Öxarfirði
og frá Raufarhöfn.
Kynntu þeir löndin sín og
buðu gestum að smakka
mat frá heimahögum sín-
um. Meðal þeirra sem
tóku á móti gestum voru
konur frá Tælandi,
klæddar á viðeigandi
hátt.
Opnuð var sýning
hannyrða, myndlistar og
ljósmynda í Hnitbjörgum.
Í tilefni af menningarvik-
unni er höfnin lýst upp og
þar logar á bjartsýnis-
kyndlum.
Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen
Bjart yfir Raufarhöfn
Í Skímu, málgagnimóðurmálskennara,rifjar Ragnar Ingi
Aðalsteinsson upp vísur
úr helgarþáttum sem
birtust í DV á árunum
2001 til 2003. Þar er
limra sem Rögnvaldur
Rögnvaldsson orti um
ónefnda konu:
Hún var háleitust hvar sem hún stóð
og háfættust þegar hún óð
elginn um bæinn
samt endaði hún daginn
á endanum lárétt og hljóð.
Einnig limra eftir Pál Ás-
geir Ásgeirsson um fal-
lega stúlku vestan úr Döl-
um sem hét Hallgerður:
Af elskhugum átti hún gnótt
allir þó dæju þeir skjótt.
Á fimmtánda ári
hún flæktist í hári
og lagðist í langbrókarsótt.
Loks limra sem Hákon
Aðalsteinsson orti þegar
Bandaríkjamenn voru að
reyna að finna út hvor
væri forseti, Gore eða
Bush:
Ekki skal almúgann kvelja
þeir ættu að hætta að telja.
Hollast mun vera
að hátta þá bera
og láta svo Lewinski velja.
Af Hallgerði
pebl@mbl.is
NEMENDUR í grunnskólum
landsins hafa haft frekar lítið
fyrir stafni í verkfalli kennara
undanfarnar vikur. Hann Gest-
ur Kristján var þó að aðstoða
föður sinn Jón Gestsson við
vinnu sína í Fiskihöfninni á Ak-
ureyri í gær. Jón er með fyrir-
tækið JL-suðuplast á Hauga-
nesi og þeir feðgar voru að
plötusjóða plaströr í nýjar
þorskkvíar fyrir Brim hf. „Það
er ágætt að nota tímann til að
kenna stráknum, svo hann geti
þá tekið við í framtíðinni,“ sagði
Jón og ekki var annað að sjá en
Gestur væri bara nokkuð efni-
legur.
Morgunblaðið/Kristján
Hjálpar pabba í vinnunni
Feðgar
FJÖLDI gistinátta á norðanverðum Vest-
fjörðum á síðasta ári voru um 145 þúsund,
27 þúsund Íslendingar gistu á þessum slóð-
um í alls um 120 þúsund nætur og 11 þúsund
erlendir ferðamenn í um 25 þúsund nætur.
Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu um
ferðamenn á svæðinu sem unnin var af fyr-
irtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjón-
ustunnar (RFF) og sagt er frá á vef Bæj-
arins besta. „Athygli vekur að í skýrslu
Hagstofunnar um gistinætur 2003 er áætlað
að á öllum Vestfjörðum séu gistinætur um
67 þúsund. Samkvæmt rannsóknum eru
gistinætur á Vestfjörðum hins vegar nærri
því að vera um 250 þúsund. Tölur hagstof-
unnar segja því ekki til um nema 20–25% af
gistingu Íslendinga og um helming af gisti-
nóttum erlendra ferðamanna í landshlutan-
um ef miðað er við niðurstöður kannana
meðal ferðamanna,“ segir á vefnum.
Haft er eftir Rögnvaldi Guðmundssyni
hjá RFF að skýringin liggi m.a. í því að Ís-
lendingar skrá ekki gistingu hjá vinum, á
víðavangi;, í tjöldum, fellihýsum, húsbýlum,
eigin sumarhúsum eða leigðum.
Hann segir þetta benda til að skil á gisti-
náttum séu ekki fullnægjandi. Mikill munur
á gistitölum Hagstofunnar og á rannsókn-
arniðurstöðum eigi við um landið allt, ekki
eingöngu Vestfirði.
145 þúsund
gistinætur á
norðanverðum
Vestfjörðum
„SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveitar
telur verkfall grunnskólakennara
óásættanlegt og jafnframt að það verk-
lag sem notað er við samningaviðræður
virðist augljóslega ekki til þess fallið að
skila niðurstöðu,“ segir í bókun sem
samþykkt var á fundi nýlega. „Verkfall í
fimm vikur hefur staðið fimm vikum of
lengi,“ segir ennfremur. Því beinir sveit-
arstjórn þeirri ósk til deilenda að ljúka
nú þegar samningi sem gildi a.m.k. til 1.
ágúst nk. og að um leið verði hafin vinna
við heildarendurskoðun á kjaraumhverfi
grunnskólakennara til að fyrirbyggja að
það ástand, sem nú hefur skapast, end-
urtaki sig.
Samningur
til 1. ágúst
♦♦♦
Soffía
Theodórsdóttir
löggiltur fasteignasali
Breiðumörk 19, Hveragerði, www.byr.is
sími 568 9800
HVERAGERÐI
Stórglæsileg bjálkaeinbýlishús á góðum stað í Hveragerði.
Skilast tilbúin að utan með fínjafnaðri lóð. Að innan eru
eignirnar fullmálaðar með innihurðum, tilbúnar til innréttinga.
Verð kr. 27,9 millj.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Byr fasteignasölu.
Hraunbær 22Hraunbær 24