Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 33 DAGBÓK Opnunartími: Mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Vantar þig fallega dragt á góðu verði sem þú sérð ekki annars staðar? Nú er rétti tíminn til að gera góð kaup Allt að 50% afsl. af flottri vöru á flottu verði Til dæmis Dragtir kr. 8.500 Kápur kr. 7.990 Bolir kr. 500 & 1.000 Flauelsdragtir 5.990 Sköpunartextar Gamla testamentisinsverða til umfjöllunar á samnefndu nám-skeiði sem hefst í kvöld kl. 20, en þar munKristinn Ólason guðfræðingur veita þátt- takendum innsýn inn í alla helstu sköpunartexta Gamla testamentisins. Fjallað verður um bak- grunn textanna og nokkru ljósi varpað á byggingu þeirra, merkingu og markmið. Auk þess verður gerð tilraun til að svara spurningunni um gildi eða hlutverk slíkra texta í nútímanum þar sem hug- myndir manna um tilurð heimsins byggjast á vís- indalegum rannsóknum fremur en trúartextum. Kristinn Ólafsson segir Gamla testamentið að vissu marki vera þann grunn sem kristin trú byggist á. „Án Gamla testamentisins getur verið harla erfitt að skilja framsetningu kristinnar trú- ar í Nýja testamentinu,“ segir Kristinn. „Reyndar má ganga enn lengra og fullyrða að þær trúar- áherslur sem settar eru fram í Nýja testamentinu séu að mörgu leyti óskiljanlegar nema í ljósi þeirra hefða sem Gamla testamentið geymir.“ Hvaða þýðingu hefur Gamla testamentið í nú- tímanum? „Þýðing Gamla testamentisins fyrir nútímann felst ekki síst í því sem þegar hefur verið sagt um hlutverk Gamla testamentisins í trú kristinna manna. Textarnir gefa trúarsögu til kynna og sú saga er ávallt samofin lífi manna og kvenna við ólíkar aðstæður á mismunandi tímum. Af þeim sökum getum við lært af textunum, því þeir gefa okkur verulegar upplýsingar um það hvernig textar hafa verið notaðir frá kynslóð til kynslóðar. Gamla testamentið sjálft er þannig mikilvæg heimild um túlkunarsögu sem hófst fyrir meira en þrjú þúsund árum.“ Hvað getum við lært af því sem Gamla testa- mentið geymir? „Lærdómurinn sem Gamla testamentið miðlar nútímafólki er margs konar. Sumir lesa Gamla testamentið á forsendum sagnfræði eða forn- leifafræði, aðrir lesa textana á forsendum bók- menntafræði, bókmennta- og listasögu, eða mál- vísinda. Enn aðrir lesa Gamla testamentið í ljósi kristinnar guðfræði. Svo eru þeir sem lesa Biblíuna á eigin for- sendum. Allir fá eitthvað út úr lestrinum. Flestir þekkingu, sumir huggun og uppörvun. Sumir finna svör við áleitnum spurningum um tilvist- arvanda mannsins, hjá öðrum vakna fleiri spurn- ingar en þeir fengu svör við. Það er í öllu falli eng- in tilviljun að Gamla testamentið er hluti af Biblíu kristinna manna og hefur verið það frá upphafi.“ Námskeiðið verður haldið næstu fjóra þriðju- daga í Safnaðarheimili Grensáskirkju og endar það því 16. nóvember. Skráning fer fram á vefnum www.kirkjan.is/leikmannaskoli eða við upphaf námskeiðsins í kvöld. Kostnaður er 5.000 kr. Trúmál | Námskeið um sköpunartexta Gamla testamentisins í Grensáskirkju Grundvöllur kristinnar trúar  Kristinn Ólason er fæddur á Selfossi 2. maí 1965. Hann lauk guðfræðinámi frá HÍ ár- ið 1992 og BA í klass- ískum fræðum árið 1996. Þá lagði hann stund á doktorsnám í gamlatestamentis- fræðum við háskólana í Bamberg og Freiburg í Breisgau á árunum 1996–2002. Frá 2003 er Kristinn rannsókn- arstyrkþegi hjá RANNÍS og stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands. Maki er Harpa Hallgrímsdóttir nemi og eiga þau 3 börn. 1. c4 Rf6 2. Rf3 b6 3. d4 e6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. Rc3 d5 9. Re5 Rfd7 10. Rxd7 Rxd7 11. cxd5 cxd5 12. 0–0 0–0 13. He1 Hc8 14. Hc1 b5 15. e4 b4 16. Ra4 dxe4 17. Bxe4 Rf6 18. Bf3 Bb5 19. Hxc8 Dxc8 20. d5 Bxa4 21. bxa4 Dc4 22. dxe6 Dxa2 23. exf7+ Hxf7 24. Bg5 Bc5 25. He2 Da3 Staðan kom upp í A-flokki Haust- móts Taflfélags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Snorri G. Bergsson (2.265) hafði hvítt gegn Guðmundi Kjartanssyni (2.171). 26. Bxf6! Hxf6 27. Dd5+ Hf7 28. He8+ Bf8 29. Hxf8+! og svartur gafst upp enda mát eftir 29. … Kxf8 30. Dd8#. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1.–2. Jón Viktor Gunn- arsson (2.390) og Dagur Arngrímsson (2.295) 7 vinninga af 9 mögulegum. 3.–4. Kristján Eðvarðsson (2.230) og Snorri G. Bergsson (2.265) 5½ v. 5. Páll A. Þórarinsson (2.245) 6.–7. Hrannar Baldursson (2.141) og Sævar Bjarna- son (2.318) 4 v. 8. Guðmundur Kjart- ansson (2.171) 3½ v. 9. Björn Þor- steinsson (2.226) 3 v. 10. Heimir Ásgeirsson (2.117) 1 v. Hvítur á leik SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Bréf til blaðamannafélagsins VEGNA fréttar í fjölmiðlum 20. október s.l. um menn sem réðust inn í afgreiðslu DV langar mig að velta upp spurningum varðandi rétt fólks gagnvart árásum blaðamanna. Ég vil fyrst taka það fram að ég er algerlega á móti svona ofbeldi eins og þarna kom fram og dettur aldrei í hug að mæla því bót. Vangaveltur mínar snúast um það hvaða rétt hinn almenni borgari hef- ur gagnvart árásum sem gerðar eru á prenti af hálfu blaðamanna. Ég hef tekið eftir því undanfarið að ýmsir hafa verið að setja út á skrif DV um sín mál og þá er ég ekki að tala um svonefnda handrukkara eða þekkta glæpamenn, heldur venjulegt fólk úti í bæ. Fólk sem hefur orðið fyrir því að lenda á forsíðu þessa blaðs þar sem búið er að snúa út úr orðum þess og slá því upp sem æsifrétt. Ég þekki til í einu svona dæmi og veit að þegar viðkomandi sneri sér til blaðamannsins, fékk hann bara útúrsnúning og leiðindi í stað svara. Það kom alls ekki til greina að leið- rétta lygina, líklega vegna þess að sannleikurinn var ekki eins söluvæn- legur og skáldskapurinn. Þegar blaðamaðurinn var spurður út í ástæðu þessarar fáránlegu birtingar var svarið það að almenningur ætti rétt á að vita þetta. Sú saga sem ég er hér að vitna í var einkamál fólks og það erfitt fjöl- skyldumál. Ég hef ekki séð ástæðu til þess að kaupa þennan snepil eftir þetta en hef séð það í hillum búða. Alltaf skulu þeir finna eitthvað nýtt til þess að slá upp á forsíðu og alltaf dettur mér í hug: hmm, hversu mikið af þessu ætli sé satt? Ég varð þess vegna ekkert hissa þegar ég sá fréttina sem ég gat um hér í upphafi. Áður en ég sá um hvaða einstaklinga var að ræða, datt mér í hug að núna hefði einhver fengið alveg nóg af lyginni í þessu blaði. Kannski má ég ekki kalla blaðamenn DV lygara nema ég sé fé- lagsmaður í Blaðamannafélagi Ís- lands? Það virðist allavega vera þannig að ef svo er, má maður „hag- ræða“ sannleikanum eins og manni sýnist. Auðvitað er ofbeldi aldrei lausn neinna mála. Það vita allir viti bornir menn. En við skulum ekki heldur gleyma almennu siðferði í orðum jafnt sem gjörðum. Anna Málfríður Jónsdóttir. Kennaraverkfallið ÉG SKRIFA þetta bréf vegna þess að ég er orðin dauðþreytt á þessu ei- lífa verkfalli. Er ekkert verið að hugsa um hvernig okkur sem gjöldum þess líð- ur? Á að reyna að draga þetta enda- laust ? Af hverju er einmitt kennsla svona illa borguð? Svo eru kannski einhverjir ungir og óreyndir sem voru að reyna sig við kennsluna, fá vinnu, kenna í nokkrar vikur og svo vilja menn bara fara í verkfall, en kennararnir hafa ekkert til að lifa á nema þessa smán sem þeir hafa í bætur!! Af hverju geta þeir ekki samið og aflétt þessu öllu? BORGIÐ KENNURUM ALMENNILEG LAUN!!!!! Dagbjört Andrésdóttir, 8. bekk, Klébergsskóla, Kjalarnesi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Mál og menning hefur gefið út í kilju bókina Mis- kunnsemi Guðs eftir Kerstin Ek- man í þýðingu Sverris Hólm- arssonar. Bókin fjallar um Hillevi Klarin, nýútskrif- aða ljósmóður frá Uppsölum, sem kemur til starfa í afskekktum smábæ í Norður-Svíþjóð. Hún rekur sig fljótt á að veruleiki þess fólks sem þar lifir lýtur öðrum lögmálum, og fyrr en varir slær í brýnu milli hennar og kreddu- fullra bæjarbúa sem kemur af stað spennandi atburðarás er afhjúpar djúpstæðar mannlegar kenndir. Skáldsaga Hjá Máli og menn- ingu er komin út í kilju spennusagan Skáldið eftir Mich- ael Connelly í þýð- ingu Brynhildar Björnsdóttur. Bókin fjallar um blaðamann sem rannsakar dul- arfullt lát bróður síns. Skáldsaga Bókin Bakkabræð- ur eftir Jóhannes úr Kötlum með myndum Tryggva Magnússonar er komin út í útgáfu Máls og menning- ar. Flestir þekkja sögurnar um Bakkabræður sem varðveittar eru í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Hér yrkir Jóhannes úr Kötlum um þessa seinheppnu bræður, meðal annars um tilraunir þeirra til að bera sólina inn í bæinn í húfunum sínum, köttinn sem át allt og bræðurna líka og ker- aldið sem hafði botninn suður í Borg- arfirði. Þjóðsögur Smásagnasafnið Ástarflótti eftir Bernhard Schlink er komið út í þýð- ingu Þórarins Kristjánssonar. Það er Hávallaút- gáfan sem gefur bókina út. Í bók- inni eru sjö smá- sögur sem fjalla um Aðdráttarafl og flóttaleiðir ástarinnar, sem viðjar van- ans, bældar þrár og villuráf, bíræfin hliðarspor og brotthlaup, sekt og af- neitun. Smásögur Bókaforlagið Bjart- ur hefur gefið út Kjötbæinn eftir Kristínu Eiríks- dóttur. Hér segir af stúlkunni Kötu sem býr í blokk, hlustar á þunga- rokk, dansar skottís við stand- lampann, teiknar myndir af Kalvin sín- um og glímir við skínandi jakuxa, milli þess sem hún reynir að ráða í auglýs- ingarnar í dagblöðunum. Kjötbærinn er fyrsta bók Kristínar. Ljóð Skrudda hefur gef- ið út bókina Heil- agan sannleik eft- ir Flosa Ólafsson. Hér er um að ræða stuttar sög- ur sem að miklu leyti fjalla um kon- ur, enda hafa þær frá fyrstu tíð verið eitt helsta áhugamál höfundar, alveg frá því að hann man fyrst eftir sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.