Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hugsanlegt er að þú hefjir samband við
eldri og reyndari manneskju í dag. Sam-
bandið getur bæði verið huggulegt og
náið eða praktískt og vinnutengt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Samstarfsmenn sýna hjálpsemi og lið-
legheit í dag. Allir virðast til í að láta
hendur standa fram úr ermum. Það er
jákvætt frá framleiðnisjónarmiði.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Teikn eru á lofti um ástarævintýri þar
sem aldursmunur er mikill milli ein-
staklinga. Foreldrum gæti þótt ungviðið
nokkur byrði, þótt dýrmætt sé.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sinntu endurbótum á heimilinu eða liðk-
aðu fyrir samskiptum á milli fjölskyldu-
meðlima. Samræður eru alvarlegar og
praktískar en líklegar til árangurs.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Andleg áreynsla á vel við þig í dag sem
og hvers kyns verkefni sem krefjast
mikillar einbeitingar og natni við smáat-
riði. Þú ert í stuði fyrir heimavinnuna.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fé sem þú ákveður að láta af hendi í dag
reynist vel ráðstafað til lengri tíma litið.
Þú sýnir hvorki eyðslusemi né léttúð. Þú
vilt sitthvað fyrir þinn snúð.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Útlit er fyrir að viðræður við yfirmenn
og áhrifamikla einstaklinga muni ganga
vel í dag. Þú færð þann stuðning sem þú
leitar eftir. Fólk sér að þér er alvara.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú gerir þér far um að vinna í einrúmi í
dag og kemur miklu í verk fyrir vikið.
Allt sem viðkemur hinu opinbera og
stórum stofnunum gengur að óskum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Leitaðu ráða hjá þér eldri manneskju í
dag. Mundu að þú þarft ekki að finna
upp hjólið. Hví ekki að byggja á mikilli
reynslu þeirra sem á undan gengu?
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fólki þykir mikið til þín koma í dag.
Háttvísi, nærgætni, einlægni og þokka
stafar af þér. Þér er lagið að sannfæra
hvern sem er.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Aðstæður eru góðar til þess að gera
metnaðarfullar áætlanir tengdar námi,
ferðalögum og útgáfu. Þú ferð vel í
saumana á öllu og þér sést ekki yfir
neitt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einhverjum í fiskamerkinu gæti hlotn-
ast arfur í dag. Auðævi og bolmagn ann-
arra kemur þér í það minnsta að góðum
notum. Þú átt það fyllilega skilið.
Stjörnuspá
Frances Drake
Sporðdreki
Afmælisbarn dagsins:
Þú hikar ekki við að hrista upp í
hlutunum og vilt bæta og endur-
skipuleggja hvar sem þig ber niður í
starfi. Þú vilt í raun bæta heiminn.
Vinnusemi, góð skipulagsgáfa og pen-
ingavit eru einkenni þitt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Myndlist
Lóuhreiður | Sigrún Sig-
urðardóttir sýnir akrýl-
verk í Lóuhreiðri undir
titlinum Gróður og grjót.
Sigrún, sem er fædd árið
1929, byrjaði að fást við
liti árið 1998 þegar hún
dvaldist í fjalllendi Spán-
ar.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Fimmtíu
ára afmælissýning Borgarskjalasafns
,,Reykjavík – á fleygiferð til framtíðar“
stendur til 31. okt.
Mannfagnaður
Kaffi Reykjavík | 21. Skáldaspírukvöldið á
Kaffi Reykjavík. Þrír höfundar frá Sölku
lesa úr verkum sínum; Kristian Guttesen,
Margrét Lóa Jónsdóttir og Hallgerður
Gísladóttir. Einnig lesa Valur Brynjar Ant-
onsson frá Nýhyl og Kristín Eiríksdóttir frá
Bjarti upp úr ljóðabókum.
Fyrirlestrar
Háskóli Íslands | Ingvill T. Plesner flytur
erindi á vegum Heimspekistofnunar Há-
skóla Íslands um ýmsar hliðar laganna er
nýlega gengu í gildi í Frakklandi, sem banna
nemendum á grunnskólastigi að ganga
með áberandi trúarleg tákn. Fyrirlesturinn
er á ensku, í Lögbergi stofu 101 kl. 12.05.
Kjarvalsstaðir | Jurgen Beyer, hollenskur
hönnuður með aðsetur í Rotterdam og yf-
irmaður vöruhönnunar í Hönnunaraka-
demíunni í Eindhoven, er gestakennari hjá
LHÍ um þessar mundir og heldur opinn fyr-
irlestur um verk sín á Kjarvalstöðum kl. 12.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í er-
lendum tungumálum | Erla Erlendsdóttir,
lektor í spænsku, HÍ, flytur fyrirlestur, kl.
12.15, í stofu 102 í Lögbergi. Fjallar hún um
tökuorð úr tungumálum indíána Nýja
Heimsins í íslensku, en þau hafa lítið verið
rannsökuð. Fyrirlesturinn er á spænsku.
Málstofur
Háskóli Íslands | Á morgun, kl. 12.15, mun
Jón Þór Sturluson, sérfræðingur við Hag-
fræðistofun, flytja erindið „Aftenging um-
hverfis og hagvaxtar“ í opinni málstofu á
vegum Hagfræðistofnunar og Viðskipta-
fræðistofnunar í Odda stofu 101.
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl.
9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45,
smíði, útskurður, kl. 13–16.30, línudans kl.
20.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun,
vefnaður, leikfimi, almenn handavinna,
sund, boccia, fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð,
kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hár-
greiðslustofan opin, kl. 10–11 sam-
verustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14 fé-
lagsvist, kl. 15–15.45 kaffi.
Félag eldri borgara Kópavogi | Brids í Gjá-
bakka í kvöld kl. 19.
Félag eldri borgara Reykjavík | Skák kl. 13.
Miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá
Ásgarði Glæsibæ kl. 10.
Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Vatns-
leikfimi í Mýrinni 9.10, málun kl. 9.30, les-
hringur bókasafns kl. 10.30, karlaleikfimi
og bútasaumur kl. 13, opið hús í safn-
aðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl. 13.
Félagsstarf Gerðubergs | Fjölbreytt vetr-
ardagskrá hvern virkan dag kl. 9–16.30.
M.a.vinnustofur opnar, spilasalur, kórstarf,
dans, sund og leikfimiæfingar, gönguferðir,
sjálfboðaliðar o.fl. Allir velkomnir. Upplýs-
ingar á staðnum, s. 575-7720, og
www.gerduberg.is.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, gler-
skurður, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 Bónus-
ferð, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl. 9–16,
opin vinnustofa, tréskurður, leikfimi kl. 10–
11, bókabíllinn kl. 14.15–15. Bókmennta-
klúbbsfélagar geta náð í pantaðar bækur.
Bónusbíllinn kl. 12.40. Dagblöðin liggja
frammi, molasopi í býtið, hádegismatur,
síðdegiskaffi. Félagsstarfið er opið öllum,
sími 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðviku-
dag, gaman saman í Miðgarði kl. 14.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12.30 tréskurður, kl.
9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl.
11.30–12.30 hádegismatur, kl. 14 leikfimi, kl.
15–16 kaffi.
Sjálfsbjörg | Opið hús – spilað UNO í fé-
lagsheimilinu, Hátúni 12, í kvöld kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl.
9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45
enska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–
16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl.
14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, bókband og hár-
greiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting
kl. 9.30, leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera
kl. 10, bókabíllinn kl. 16.45–17.30.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús
verður á morgun í sal félagsins, Álfabakka
14A Rvk. kl. 20.30. Gömlu dansarnir.
Nemendafélag Héraðsskólans í Reykja-
nesi | Nemendur Héraðsskólans í Reykja-
nesi við Ísafjarðardjúp veturna 1961, 1962
og 1963 ætla að hittast fös. 29. okt. í sal
Framsóknarfélags Mosfellsbæjar í Háholti
14, Mosfellsbæ, 2. hæð, klukkan 20.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 2).
Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag.
Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp
á léttan hádegisverð. Allir velkomnir.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Kl. 12
léttur málsverður, helgistund. Sr. Gunnar
Sigurjónsson. Samvera og kaffi. KFUM &
KFUK 10–12 ára börn kl 17:00–18.15. Opið
frá 16.30. Alfanámskeið kl. 19. Um bænina.
Fræðsla: Katla K. Ólafsdóttir. www.digra-
neskirkja.is.
Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídal-
ínskirkju kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist
og bridge. Röbbum saman og njótum þess
að eiga samfélag við aðra. Kaffi og með-
læti kl. 14:30. Helgistund í kirkjunni kl.
16:00. Allir velkomnir. Akstur fyrir þá sem
þess óska. Upplýsingar í síma: 895-0169.
Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum
þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
KFUM og KFUK | Ad KFUK fellur inn í
samkomuröð Kristniboðssambandsins.
Gunnar Hamnöy talar. Allar konur hvattar
til að mæta á Háaleitisbraut 58.
Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrðarstund
kl. 12.10.
Kristniboðssambandið | Samkoma í kvöld
26. okt. í Kristniboðssalnum á Háaleit-
isbraut 58–60, kl. 20.00. Yfirskrift kvölds-
ins er „Ég er í skuld“. Gunnar Hamnöy frá
Noregi talar. Kaffiveitingar eftir samkomu.
Laugarneskirkja | Kl. 19.45 Trúfræðsla.
Unnið samkvæmt bókinni „Lífið er áskor-
un“. Frábær félagsskapur um trú. Gengið
inn um litlar dyr á austurgafli kirkjunnar. Kl.
20.30 kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn
um aðaldyr. Kl. 21 fyrirbænaþjónusta og
kaffispjall í safnaðarheimilinu.
Neskirkja | Barnakór kl. 15, 7–8 ára.
Stúlknakór kl. 16, 9–10 ára. Stjórnandi
Steingrímur Þórhallsson. Uppl. í síma 896-
8192. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl.
16.30. Stjórnandi Inga Backman. Uppl. í
síma 552-2032. Nedó-unglingaklúbbur, 8.
bekkur kl. 17, 9. bekkur og eldri kl. 19.30.
Alfa kl. 19. Sr. Örn Bárður Jónsson.
Víðistaðakirkja | Æskulýðsfélagið Megas
heldur vikulegan fund kl. 19.30–21. Fjöl-
breytt viðfangsefni fyrir unglinga. Dagskrá
fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18.
KANADÍSKA harðkjarnapönksveitin
Comeback Kid mun spila í Norðurkjallara
MH í kvöld kl. 21, en sveitin er, að sögn
rokkfróðra, í fylkingarbroddi mikillar upp-
sveiflu sem hefur átt sér stað síðastliðin
ár í harðkjarna- og pönkgeiranum í Kan-
ada. Þykja þeir sameina smekklegar lag-
línur og samhljóma á hárréttum stöðum
auk ómótstæðilegra danskafla, hraðra
takta og vel staðsettra hryntakta. Come-
back Kid hefur náð miklum vinsældum
víða um heim á stuttum ferli og eru þeir
félagar þekktir fyrir afar kraftmikla sviðs-
framkomu.
Auk Comeback Kid koma fram sveit-
irnar I Adapt, Hölt hóra og Lada Sport.
Comeback Kid í
Norðurkjallara
Brúðkaup | Gefin voru saman 7. ágúst
sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu
Konráðsdóttur þau Kristborg Bóel
Steindórsdóttir og Sigurjón Rún-
arsson.
Skugginn/Barbara Birgis
Brúðkaup | Gefin voru saman 29. maí
sl. í Háteigskirkju af sr. Sigfinni Þor-
leifssyni þau Brynja Björk Harð-
ardóttir og Halldór Skúlason.
Skugginn/Barbara Birgis
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 sköpulag, 8 bisk-
upshúfa, 9 blunda, 10
magur, 11 safna saman, 13
fram á leið, 15 næðis, 18
óbreyttur, 21 frístund, 22
skil eftir, 23 styrkjum, 24
svalur.
Lóðrétt | 2 þráttar, 3
hressa við, 4 örskotsstund,
5 kvendýr, 6 skömm, 7
ræfil, 12 hópur, 14 rot-
skemmdar, 15 menn, 16
duglegur, 17 blaðlegg, 18
hvell, 19 moluðu, 20 vítt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 ópera, 4 sægur, 7 ólgan, 8 kurfs, 9 auk, 11 iðan,
13 barð, 14 eitla, 15 fans, 17 krás, 20 enn, 22 nálin, 23 æf-
ing, 24 Ingvi, 25 totta.
Lóðrétt | 1 ósómi, 2 ergja, 3 arna, 4 sekk, 5 garfa, 6 ræsið,
10 urtin, 12 nes, 13 bak, 15 fangi, 16 nálæg, 18 reist, 19
sigla, 20 enni, 21 næmt.
Deildarkeppnin.
Norður
♠–
♥ÁK3 V/AV
♦KD1094
♣ÁD852
Vestur Austur
♠ÁKDG9852 ♠74
♥D5 ♥1092
♦85 ♦G763
♣9 ♣K764
Suður
♠1063
♥G8764
♦Á2
♣G103
Fyrri hluti hinnar nýju deildar-
keppni BSÍ var spilaður um helgina og
kepptu 26 sveitir í þremur deildum. Í
fyrstu deild er sveit Eyktar með afger-
andi forystu, í annarri deild leiðir sveit
Selís, og Suðurnesjasveitin er efst í
þriðju deild. Síðari hluti mótsins fer
fram helgina 20.–21. nóvember.
Spilið að ofan er frá síðustu umferð á
sunnudaginn. Víða vakti vestur á fjór-
um spöðum og norður ýmist doblaði
eða kom inn á fjórum gröndum til að
sýna tvo liti. Þetta var ein útgáfan:
Vestur Norður Austur Suður
4 spaðar 4 grönd * Pass 5 lauf
Pass 6 lauf Allir pass
Slemman virðist dæmd til að tapast í
þessari legu, en ekki er allt sem sýnist.
Hin eðlilega byrjun er þessi: Spaðaás
út, sem sagnhafi trompar. Hann fer
heim á tígulás og svínar laufgosa, en
austur drepur og styttir sagnhafa í
trompinu með öðrum spaða.
Austur á nú trompi meira en blind-
ur, en ef sagnhafi les rétt í stöðuna get-
ur hann unnið spilið. Hann tekur KD í
tígli og trompar tígul með þristinum
heima. Spilar svo ÁK í hjarta og þriðja
hjartanu á gosann þegar drottningin
fellur. Trompar svo spaða og tígul á
víxl og austur verður að undirtrompa.
Er þetta fráleit spilamennska? Ekki
svo, því laufnía vesturs hefur öll ein-
kenni einspils.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
80 ÁRA afmæli.Mánudaginn
25. október sl. varð
áttræð frú Sigríður
Jónsdóttir, húsmóðir.
Eiginmaður hennar er
Jóhann Hjartarson.
Þau hjónin eru að
heiman, en þeir sem vilja hafa sam-
band við hana geta hringt í síma
0034966804403.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Fréttir í
tölvupósti