Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lau. 30. okt. kl. 20 • fös. 12. nóv. kl. 20
sun. 14. nóv. kl. 20 • fös. 19. nóv. kl. 20
ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
Lau. 30. okt. kl. 14 • sun. 31. okt. kl. 14 • lau. 6. nóv. kl. 14 • sun. 7. nóv. kl. 14
Leitin að Rómeó
- aríur og söngvar eftir Gounod, Bellini, Bernstein og Sondheim
Hádegistónleikar þriðjudaginn 26. okt. kl. 12.15
Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Kurt Kopecky píanó. Gestur: Maríus Sverrisson.
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter,
Fös. 5/11 kl. 20 7. kortas. UPPSELT
Fös. 5/11 kl. 22 30 Aukasýning
Sun. 7/11 kl. 20 8. kortas. Örfá sæti laus
Síðustu sýningar á Akureyri
Ausa og Stólarnir
Fim 11/11 kl 20 Frums. UPPSELT
Fös 12/11 kl 20 2.kortas. Örfá sæti laus
Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus
Mán 15/11 kl 20 UPPSELT
Þri 16/11 kl 20 UPPSELT
Mið 17/11 kl 20 UPPSELT
Fim 18/11 kl 20 UPPSELT
SVIK
Ekki missa
af henni!
W. A. Mozart ::: La Clemenza di Tito, forleikur
W. A. Mozart ::: „Parto, parto“, aría úr La Clemenza di Tito
W. A. Mozart ::: Divertimento í F-dúr, KV 138
W. A. Mozart ::: „Ch’io mi scordi di te”, konsertaría
G. Rossini ::: Semiramide, forleikur
G. Rossini ::: „Una voce poco fa“, úr Rakaranum í Sevilla
Pablo Luna ::: Canción española úr El niño judío
Franz Liszt ::: Les préludes, tónaljóð
Hljómsveitarstjóri ::: Gerrit Schuil
Einsöngvari ::: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Töfrar óperunnar
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER KL. 19.30
FÖSTUDAGINN 29. OKTÓBER KL. 19.30
Græn áskriftarröð #2
Íslendingar hafa eignast nýja söngstjörnu. Gagnrýnendur keppast við að
lofa Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur fyrir raddfegurð og sviðsframkomu.
Nýlega hlaut hún enn eina viðurkenninguna, nú í stórri samkeppni í
Róm. Senn mun hún syngja í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómveitinni.
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
NEMENDALEIKHÚSIÐ
Draumurinn
eftir William Shakespeare
8. sýn. í kvöld kl. 20
9. sýn. mið. 27. okt. kl. 20
10. sýn. fim. 4. nóv. kl. 20
11. sýn. fös. 5. nóv. kl. 20
Sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13
552 1971 - leiklistardeild@lhi.is
F im. 28 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 06 .11 20 .00 UPPSELT
Sun . 07 .11 20 .00 UPPSELT
F im. 11 .11 20 .00 LAUS SÆTI
Lau . 13 .11 20 .00 LAUS SÆTI
„Se iðand i og sexý sýn ing sem dregur
f ram hinar undar legus tu kennd i r . “
- Va ld í s Gunnarsdót t i r , ú tvarpskona -
☎ 552 3000
eftir LEE HALL
Ég skora á alla að sjá þessa
stórkostlegu sýningu”
AK Útvarp Saga
Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
• Laugardag 30/10 kl 23 LAUS SÆTI
• Fimmtudag 4/11 kl 20 LAUS SÆTI
• Föstudag 12/11 kl 23 LAUS SÆTI
“ÞVÍLÍK SNILLD!
CHICAGO
Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
eftir Edward Albee
Lau 30/10 kl 20 , Fö 5/11 kl 20, Su 14/11 kl 20
Fö 19/11 kl 20
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 30/10 kl 20, - Umræður í forsal með höfundi
í lok sýningar
Fö 5/11 kl 20,
Su 14/11 kl 20,
Fö 19/11 kl 20
ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA
Börn tólf ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum.
Gildir á: Héri Hérason, Belgíska Kongó, Geitin, Screensaver
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin
og bestu búningarnir.
Fö 29/10 kl 20, - UPPSELT
Lau 6/11 kl 20,
Lau 13/11 kl 20,
Lau 20/11 kl 20,
Lau 27/11 kl 20
Síðustu sýningar
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fi 28/10 kl 20, - UPPSELT
Su 31/10 kl 20 - UPPSELT
Fi 4/11 kl 20, Su 7/11 kl 20, Fö 12/11 kl 20
Aðeins þessar sýningar
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 31/10 kl 14, Su 7/11 kl 14, Su 14/11 kl 14,
Su 21/11 kl 14, Su 28/11 kl 14
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
SCREENSAVER eftir Rami Be'er
2. sýning fi 28/10 kl 20 - Gul kort
3. sýning su 31/10 kl 20 - Rauð kort
4. sýning su 7/11 kl 20 - Græn kort
5. syning fö 12/11 20 - Blá kort
Su 21/11 kl 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
ÉG VAR alveg hissa þegar ég las
einhvers staðar að Þórunn Arna
Kristjánsdóttir, sem leikur litlu
stúlkuna með eldspýturnar í sam-
nefndri uppfærslu í Íslensku óper-
unni, væri ekki tólf ára heldur rúm-
lega tvítug. Ég las þetta eftir sýn-
inguna, en meðan á henni stóð
hugsaði ég með mér: Ja, það er al-
deilis að barnið hefur leikhæfileika!
Hver ætli þetta sé?
Litla stúlkan með eldspýturnar
var fumsýnd á laugardaginn var.
Þetta er söngleikur sem er byggður
á sögu H.C. Andersen og er eftir þá
Keith Strachan, Leslie Stewart og
Jeremy Paul. Eins og allir vita er
sagan sjálf fremur stutt og segir frá
síðustu augnablikunum í lífi litlu
stúlkunnar, en í söngleiknum er
spunnið framan við söguna; við fáum
að kynnast drykkfelldum föður
stúlkunnar, vændiskonum, smá-
borgurum og öðrum leiðindalýð. Út-
koman er litríkt sjónarspil sem sam-
svarar sér prýðilega; sagan er
vissulega sorgleg (svo mjög að sex
ára dóttir mín fór að skæla í lokin)
en inn á milli eru gamansöm atriði
þar sem alls konar furðulegir kar-
akterar bregða á leik. Kómískar
hliðar sögunnar valda því þó að
endalokin eru jafnvel átakanlegri en
ella.
Tónlistin er í afslöppuðum dæg-
urlagastíl sem gerir engar sérstakar
kröfur um söngmenntun til leik-
aranna. Raddirnar þurfa samt að
vera fallegar og hreinar, auk þess
sem þær þurfa að blandast vel sam-
an. Söngstjórinn Margrét Pálma-
dóttir hefur þar unnið frábært starf;
söngurinn var öruggur og hljóm-
fagur, kraftmikill og yfirleitt í pott-
þéttum takti við litla hljómsveitina.
Sérstaka aðdáun vakti glæsilegur
söngur kórsins sem lék götubörnin;
samsöngur drósanna var líka veru-
lega flottur.
Eins og áður sagði var Þórunn
Arna í hlutverki litlu stúlkunnar og
söng með stelpulegri rödd án þess
að vera tilgerðarleg. Leikur hennar
var eðlilegur og blátt áfram; það var
auðvelt að vorkenna henni og fá
óbeit á þeim sem voru vondir við
hana. Ívar Örn Sverrisson, sem var
eini vinur litlu stúlkunnar, var einnig
afar sannfærandi í hlutverki sínu.
Aðrir leikarar; Valur Freyr Ein-
arsson, Birna Hafstein, Unnur Pét-
ursdóttir, Bjarni Atlason og fleiri
stóðu sig sömuleiðis með miklum
sóma. Skrifast það á smekklega og
líflega leikstjórn Ástrósar Gunn-
arsdóttur hversu vel tókst til.
Sviðsmyndin er sú sama og notuð
er í Sweeney Todd, sem er ekki ama-
legt því þetta er einhver íburð-
armesta og magnaðasta sviðsmynd
Íslensku óperunnar frá upphafi.
Gengur hún fullkomlega upp í þess-
ari uppfærslu því sögusvið beggja
verkanna er skuggahverfi í stórborg
fyrir alllöngu. Búningar Elínar
Eddu Árnadóttur eru auk þess trú-
verðugir og falla ágætlega að heild-
arútliti sýningarinnar.
Hljómsveit þeirra Hjörleifs Vals-
sonar, Vignis Stefánssonar, Kjart-
ans Valdimarssonar og Odds
Björnssonar var með allt sitt á
hreinu á frumsýningunni, spila-
mennskan var í senn tær og fjörleg.
Reyndar átti hljómsveitin það til að
yfirgnæfa söngvaranna og skrifast
það væntanlega á hljóðstjórnina;
sem betur fer gerðist það ekki oft.
Litla stúlkan með eldspýturnar er
kjörin fjölskyldusýning; boðskap-
urinn fer ekki framhjá yngstu áhorf-
endunum og dóttir mín sagði við mig
á eftir: „Fólk á ekki að vera svona
vont.“
Vændiskonur
og leiðindalýður
TÓNLIST
Íslenska óperan
eftir Strachan, Stewart og Paul. Söng-
stjóri: Margrét Pálmadóttir. Leikstjóri:
Ástrós Gunnarsdóttir. Leikendur: Þórunn
Arna Kristjánsdóttir, Ívar Örn Sverrisson,
Valur Freyr Einarsson, Birna Hafstein,
Unnur Pétursdóttir, Ásta Sigríður Sveins-
dóttir, Bjarni Atlason, Ingrid Jónsdóttir,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og fleiri. Útsetn-
ingar og tónlistarstjórn: Stefán S. Stef-
ánsson; hljómsveit: Hjörleifur Valsson,
Vignir Stefánsson, Kjartan Valdimarsson
og Sigurður Þorbergsson. Laugardagur
23. október.
Litla stúlkan með eldspýturnar
Morgunblaðið/Golli
„Litla stúlkan með eldspýturnar er kjörin fjölskyldusýning.“
Jónas Sen
UPPLÝSINGASKRIFSTOFA
Norðurlandaráðs í Arkangelsk hefur
efnt til nokkurra menningar-
viðburða á þessu ári í tilefni for-
mannssætis Íslands hjá Norður-
landaráði. Viðburðirnir, sem unnir
eru í samvinnu við ríkisrekna lista-
safnið Gostiny Dvor, eru tileinkaðir
Íslandi og íslenskri menningu.
Hinn 12. nóvember nk. verður
opnuð í safninu ljósmyndasýning
með landslagsmyndum áhuga-
ljósmyndarans Páls Guðjónssonar.
Hefur Páli verið boðið til Arkangelsk
til að vera viðstaddur opnun sýning-
arinnar. Þar verður einnig flutt ís-
lensk þjóðlagatónlist af nemum tón-
listarskóla nr. 1, eins af fremstu
tónlistarskólum borgarinnar.
Í lok nóvember er áætlað að setja
upp skemmtidagskrá fyrir börn und-
ir heitinu „Tröll og álfar frá landi
ísa“ og þar gefst börnum Arkang-
elskbæjar kostur á að kynnast ís-
lenskum tröllum, Grýlu og jólasvein-
unum þrettán, sem og fleiri
kynjakvikindum úr íslenskri
þjóðtrú.
Hinn 12. desember verður boðið
upp á íslensk „litlujól“, og ungum
sem öldnum boðið upp á að bragða á
íslenskum jólamat, hlýða á íslenska
jólatónlist og kynnast íslenskum
jólahefðum.
Viðburðirnir eru skipulagðir og
styrktir af Norðurlandaráði.
Íslensk menning
í Arkangelsk
Fréttasíminn
904 1100