Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Side 4

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Side 4
fregnir og veðurspár sem hern- aðarleyndarmál, var engin sam- vinna höfð við okkur og við beð- in aö hafa sem minnst afskipti af öllu því, er veðrið snerti. — Það, sem ég tel merkasta á- fanga íslenzku veðurstofimnar í minni forstjóratíð og það, sem ég tel í raun réttri marka tímamót í þjónustu hennar, eru hin auknu afskipti hennar af flugmálunum. Þar á ég ekki sízt við þjónustuna við langflugið, en það var ein- mitt eitt helzta verkefnið, sem ég vann að, eftir að ég gerðist veð- urstofustjóri. Þessi þjónusta gerð- ist æ umfangsmeiri og hefur mikla þýðingu á flugleiðunum yfir Atlantshaf. Til marks um, hve flugþjónustan er mikils metin, má það gjarnan koma fram, að árið 1948 tókust samningar milli ríkisstjórnar íslands og Alþjóða- flugmálastofnunarinnar um, að þær þjóðir, sem fljúga hér um, greiði til baka kostnaðinn við al- þjóðaflugþjónustu þá, sem við lát- um í té. Þetta hefur auðvitað orðið til að styrkja mjög bágbor- inn fjárhag veðurstofunnar, þvi að sannast að segja, hefur hennar verið of lítið getið á fjárlögum íslenzka ríkisins til þessa. — Auk þessarar aðstoðar Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar og fjárveitinga ríkisins hefur Veður- stofa íslands notið nokkurrar tækniaðstoðar frá Sameinuðu þjóðunum. Sú tækniaðstoð hefur gert okkur kleift að kaupa mörg nauðsynleg tæki og áhöld til rekstursins og vegna hennar höf- um við nú á að skipa ágætis smíða- vinnustofu og viðgerðaverkstæði, sem hverri veðurstof u er harla nauðsynleg. — Árið 1953 tel ég einnig að sínu leyti merkan áfanga í sögu veðurstofunnar vegna þess, að þá barst okkur dýrmæt skjalagjöf frá dönsku veöurstofunni. Votu það veðurskýrslur, íslenzkra at- hugunarmanna gerðar á tímabil- inu 1845-1920. Þarna er um að ræða athuganir frá 53 stöðum víðs vegar um landið. Skýrslur þessar eru gagnmerkar heimildir um veðurfar hér á landi og von- andi að gef)?+ +íi ag kanna þær íii iiiitar. Þvi rriiður hefur veðurstofan enn sem komið er ekki hafa haft mannafla til að vinna þetta starf, en þvi fyrr sem það er gert, því betra. Það var mest fyrir góðvild þáv. danska veðurstofustjórans, Heige Peter- sem, sem þessi kærkomna gjöf barst og var hann heiðraður af ís- lenzka ríkinu fyrir bragðið. — Veðurfræðiiega séð er óhætt að fullyrða, að fsland er mjög merkilegt Iand. Því veldur bæði náttúra landsins og lega þess. — Veðurskeyti héðan hafa því míkSð að segja fyrir umheiminn, sérsták- lega þar sem lægðir fara hér mík- ið um. Erlendar veðurstofur styðj- ast mjög við íslonzk veðurskeyti í starfi sínu. Bæði flugvélar og skip á samgönguleiðum umhverfis ís- land leggja lfka mikið upp úr veð- urskeytum frá fslandi og vilja ó- gjarnan missa af þeim. — Undirstaða fyrir góðri veð- urþiðnustu er simasamband landn á milli, og þess vegna var ekki hægt að senda héðan veðurskeyti tií útlanda fyrr en eftir lagningu sæsímans árið 1906. Nú eru hér- lendis níu stöðvar, sem senda skeyti til útlanda og mættu þær að ósekju vera fleiri. Þessar stöðvar eru: Reykjavfkurflugvöll- ur, Keflavfkurflugvöllur, Hólar í Hornafirði, Raufarhöfn, Akureyri, Stykkishólmur, Galtarviti, Dala- tangi og Vestmannaeyjar. Alls munu veðurathuganastöðvar hér vera yfir 100, en þegar ég tók til starfa á veðurstofunni voru þær Frh. á bls. 135. J24 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIB

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.