Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Qupperneq 5
geta séð skipið, en fara skaltu
sem hljóðlegast, svo að þeir
verði þín ekki varir. Er ekki
þitt meðfæri að eiga við þá, en
hitta skalt þú Hálfdán prest og
biðja hann fulltingis, því að
svo er hann fjölkunnugur, að
það er á hans eins færi að
eiga við þá.” Síðan hvarf mað-
urinn inn í fellið.
Næstu nótt fór bóndi á
kænu sinni, hann geymdi hana
í Gjávík, inn með Löngufjöru,
og utan að Raufarbergi, og
fór að öllu sem hljóðlegast.
Náði hann í raufina og sér þá,
að þar liggur við bergið skip
citt mikið; verður hann þess
var, að þar eru tveir menn á
verði, en ekki verða þeir lians
varir.
Hverfur liann síðan heim
aftur. Daginn eftir fer hann á
fund prests og segir honum,
hvers hann hafi orðið vísari;
biður hahn prest að leggja til
sitt fulltingi, að ránsflokkur
þessi verði af dögum ráðinn.
Prestur kvaðst þegar hafa
fengið grun um, hvemig
standa mundi á hvörfum þeim,
er þar hefðu orðið í svcitinni,
ÞEGAR Hálídán prestur
Narfason var prestur í Felli í
Sléttuhlíð (t 1568), bjó bóndi
sá, er Jón hét, á Fjalli; sá bær
stendur vestan undir felli því,
er prestsetrið er kennt við.
Jón þessi var auðugur að grip-
um og gangandi fé; þar á
meðal átti hann graðung og
uxa; voru þeir báðir gamlir og
feitir og metfé. Eitt sumar bar
svo við, að þá vantaði báða, og
fundust hvergi, þótt leitað
væri. Höfðu nautin gengið þá
um daginn, er þau vantaði,
niðri á Gjávíkurbökkurh, en
þaðan sést glöggt frá bænum.
Um sömu mundir var stúlka
frá Klappastöðum, næsta bæ,
á. gangi utarlega á Hrolleifs-
liöfða, og sá þar mann, sem
hún þekkti ekki; var hann ó-
vanalega búinn. Maður þessi
véitti henhi eftirför, en hún
flýði upp Gjávíkurflóa, náði
þar í röskan hest, og dró því
undan, en engir aðrir urðu
hans aðrir varir.
Þetta þótti undarlegt. Jón
bóndi undi illa nautahvarfinu,
og þótti það skaði mikill.
Einhverju sinni dreymir
hann, að hann þykist úti
staddur; sér hann þá fellið opn-
ast, og kemur út maður mikill
vexti, gengur í leið fyrir hann
og segir við hann: „Þú unir
illa tjóni þínu, og er þér vor-
kunn; lengi hefi ég haft gætur
á fénaði þínum, en nú get ég
ekki við ráðið, því að þar eiga
þeir hciðingjar hlut að máli,
er svo cru göldróttir, að ég
fæ ei við ráðið. Liggja þeir í
skútu sinni inni á Selvík, sunn-
an við Raufarberg. Hafa þeir
vafpað huliðsblæju yfir skip
sitt, svo að þeir sjást ekki. En
ef þú ferö hljóðlega utan að
berginu á kænu þinni, og
kemst inn í raufina, muntu
og mundu illræðismenn þessir
vera búnir að gera meira tjón,
en menn vissu almennt um.
— Reyndar liafa þeir ekkert
frá mér tekið, og óvíst að þehn
tækist það, en full nauðsyn
bæri til að stemmá stigu fyrir
ránskap þeirra, enda mundu
þeir ekki hlífast við að drepa
menn, ef þeir kæmust í færi
við þá; „mun ég gera hvað ég
get til þess að ráða þá af dög-
um,” sagði prestur, „en eigi
er dælt við þá að eiga.”
Nú eru það mín ráð, að all-
ir sveitarmenn komi sér upp
vopnum, hið fyrsta og þeim
cr auðið, svo að allir vopnfær-
ir menn í sveitinni hafi vopn
nokkurt. Mun ég síðan gera
boð um sveitina, þegar ég hygg
færi á þeim.” Líða svo nokkr-
ir dagar, þar Ul prestur heimt-
ar saman alla fulltíða menn f
Sléttuhlíð, og mælir svo fyrir,
að þeir skuli saman komnir
árdegis næsta dag i flóa þeim,
er liggur vestan við Klappa-
staðavatn.
Sveitamenn brugðu skjótt við
og eru þar komnir á tilsett-
um tírna. Sjá þeir þá, að þar
eru fyrir um 30 manna; fara
þeir mjög rasandi, og hrökkl-
ast aftur og fram um flóann
sem blindir væru, nema tveir,
sem reyndu að halda hópnum
saman.
Frh. á bls. 135.