Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Side 19

Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Side 19
\ ■'ann skildi þegar, að hún hafði ^ikið á hann, og hann roðnaði út nndir eyru. „Uss, uss, elsku góði. Eg ætlaði ekki að vera slæm, og nú skal ég þá kyssa þig aftur, af Því að þú ert svo mikið stórt og elskulegt barn”. „Þarftu að stanza lengi úti í Þorpinu?” spurði pilturinn. „Á að gizka tvo tíma eða svo’. ,,Hvar get ég httt þig aftur?” „Ja, það veit ég svei mér ekki, ætli annars það verði ekki bezt hérna. þessi kiett- ur er auðþekktur”. „Ég fer þá ekki lengra”. „Nú, hvert ætlarðu?” ,,Ekki neitt, ég ætla bara að bíða eftir þér’. „í tvo tíma?” „Þó þú vildir í tvö ár’. „Bull, en jæja þá, þú um það. Bless”. Og hún hélt út grýtta fjöruna, fótlipur eins og sendlingur í brimi. Hátt uppi í sj ávarbökkunum kom hann auga á grasi vaxna sillu. Þangað kleif hann og lagðist nið- ur í skugga nokkurra bjarkar- runna, er einnig uxu þar. Hann setti hendur undir hnakka og starði upp í himinblámann, eins og meðan hann var barn og sá þar uppi hvítvængjaða engla, sem léku sér að gullbryddum skýjum. Nú sat hann þar á bólstrunum hjá þeim, með gullhærða mey í faðm- inum, hverrar kossar brunnu hon- um enn á vörum. En hvað var þetta? Hvað stakk h'ann í síðuna? Hann þreifaði til, en fann ekkert í grasinu. Nú, það hlaut þá að vera eitthvað í vasan- um. Jú, mikið rétt, þar var þá peru andskotinn, sem hann hafði skrúfað úr um nóttina. Hann þeytti henni af hendi eltthvað út í buskann. En nú voru englar skýj- anna horfnir, og hinir gullnu bólstrar höfðu hrannast saman og niyndað ískyggilega bliku, að eins einn var eftir, sem breiddi úr sér eins og eldrautt sængurklæði. — Þegar lionum varð minningin ljós, ltrópaði hann sem í neyð: ,,Lygi, lygi. Eva, elsku Eva. Ekkert má vera satt nema það, að þú ert komin til mín, til þess að vera hjá mér alltaf, alltaf, alltaf”. Hann fann í vitum sínum ilm af gullnu hári, sem lá á öxl hans, yl frá fjaðurmögnuðum líkama og mjúkum brjóstum, sem hvíldu við barm hans, og angan frá rauðum ögrandi vörum, sem boðnar voru frqm til kossn um leið og þær. sögðu: „af því þú ert svo mikið stórt og elskulegt bam”. Gróskuþefur bjarkanna, suð skordýranna og órar hans ungu ástar steig honum til höfuðs eins og liöfugt vín, svo að hann sofnaði fast. En guð draumsins sigldi með þau tvö ein, á steindum dreka yfir sólglitað haf, þar sem aldan reis og hneig.--------- Hann brá svefni við það, að há- degissólin skein honum á auga. Sér til mikillar grgmju hafði hann þá sofið fullar þrjár stundir. Stúlk- an var því sennilega komin og far- in, án þess að verða hans vör. Það var þá ekki um annað að gera en arka af stað út í þorpiö og vita, hvort hann rækist á hana þar. Fram og aftur ráfaði liann um.ryk- ugar götur, sem þó engar götur voru heldur mjóir stígar og sund á milli lágra húsa. Loks bar ltann að reisulegri byggingu, þar sem á var letrað hlemmistórum stöfum: „Kaffi, matur, gisting”. Þar gekk hann inn í veitingasal og bað um sterkt kaffi. Strjálingur var þar af fólki, flest frá borði, að því er virtist. Á einum salarveggnum voru nokkrar dyr, þar sem liurðir féllu að stöf- um, en þó skynjaði hann að vera myndi þar knæpur nokkrar fyrir þá, sem fremur vildu vera í næði og fóferli en í ysi og þysi meðal SUNNUDAGSBLAÐ* 13g ALbÝÐUBLÁÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.