Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Síða 3

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Síða 3
en haf svo mikið milli landanna, segir hann, að ekki er þar fært langskipum. „Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyjólfur Valgerðar son í Eyjafirði, Þórður gellir í Breiðafirði, og Þóroddur goði í Ölfusi”. Eins og glögglega sést af skjald- armerkisúrskurðinum hafa menn löngum skilið þennan kafla Ólafs sögu Tryggvasonar á þann veg, að þar væri lýst landvættum, verurn- ar fjórar: drekinn, fuglinn, grið- ungurinn og bergrisinn væru ein- hvers konar yfirlandvættir, for- ingjar landvættahersins, sem stæði á varðbergi um sjálfstæði landsins. Á þessari skýringu hefur þó verið sá galli, að landvættfr eru hvergi annars staðar taldar í dýra- líki, og er þeirra þó getið það víða. að sæmilega mynd má fá af því, hvernig menn hugsuðu sér þær. Sé betur að gáð, kemur líka í ljós, að hvergi stendur í kaflanum, að Umræddar skepnur séu landvættir eða að höfundur ritsins, Snorri Sturluson, hafi talið að svo væri. Orðið landvættur kemur þar að vísu tvisvar fyrir; í fyrra skiptið segir, að fjöll öll og hólar hafi ver iö fullir af landvættum, og í hið síðara, að fjöldi landvætta hafi fýlgt griðungnum, sem öslaði út Breiðafjörð, en hins vegar segir ekkj, að griðungurinn hafi verið landvættur eða að landvættirnar hafi verið í sama líki og hann. Það er ályktun, sem menn hafa dregið af textanum, en við nánari athugun sést, að textinn krefst ekki þeirrar ályktunar; hann hef- ur rúm fyrir aðrar skýringar, sem betur falla bæði að honum sjálf- um og því, sem annars staðar frá er vitað um landvættir. UM ÞETTA fjallar m. a. nýbakað- ur sænskur doktor, Bo Almquist, í doktors riti sínu (Norrön niddikt- ning — * traditionshistoriska stu- dier i versmagi, l, Nid mot furster Nordiska texter och undersök- ningar 21, Uppsala 1965). Niður- staða hans er sú, að verurnar fjórar: drekinn, fuglinn, griðung- urinn og bergrisinn, séu allt ann- arrar ættar en venjulegar land- vættir. Að hans áliti eru þessar verur ekki íulltrúar landsins, held- ur höfðingjanna fjögurra, sem nefndir eru í kaflalok. Þær' eru lausasálir höfðingjanna eða fylgj- ur þeirra. Alkunnugt er, að nor- rænir menn trúðu því, að sálir manna gætu farið á flakk upp á eigin spýtur og birzt utan líkam- ans í öðru gervi en því venjulega, yfii’leitt í líki einhverra dýra. Alm- quist dregur fram ýmis dæmi þess, aö menn liafi einatt hugsað sér lausasálir og fylgjur einmitt í líki dreka, fugla eða nauta fremur en annarra dýra. Þetta á þó ekki við um bergrisann, (því að fylgjur ein- stakra manna taka aldrei á sig þá mynd), en Almquist telur sig geta skýrtj hvers vegna Snorri hafði hann í því hlutverki. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður kom eitt sinn fram með þá tilgátu, að fyrirmynd' Snorra að verunum fjórum væri að finna í táknmyndum guðspjallamannanna fjögurra. Tákn Markúsar var ljón, tákn Jóhannesar örn, tákn Lúkas- ar uxi og tákn Mattheusar engill eða maður. Þessa skýringu Matt- híasar hafa ýmsir fræðimenn að- hyllzt, en Almquist hafnar henni hins vegar,í riti sínu. Hann telur líkinguna milli tákna guðspjalla- mannanna og veranna fjögurra ekki vera svo mikla eða svo nána, að gera þurfi ráð fyrir beinU sam- bandi þar á milli, enda sé ærnar hliðstæður allra skepnanna fjög- urra að finna í norrænni. þjóðtrú og bókmenntum. Þótt talan sé hin sama, telur hann það ekki þurfa a8 benda til neins sambands, þvi að fjöldi veranna hjá Snorra sé eðli- leg afleiðing stjórnskipunar lands ins, fjórðungaskiptingarinnar. Snorri velur af ráðnum hug einn fulltrúa úr hverjum landsfjórð- ungi, fylgju þess höfðingja, sera þá var þar voldugastur. Með þvi und- irstrikar hann að stjórnskipunin, rikið, stendur fast gegn ásælni hins erlenda konungs. Alinquist telur, að Snom byggi frásögn sína á gamalli arfsögn, þar sem landvættirnar hafi verið látn- ar hrekja sendimanninn í hvallíki á brott. Vel megi vera, að í þeirri sögn hafi beigrisi verið foringi landvættaherfiins, og þar sé fund SÆNSKUR fræðimaður, dr. Bo Almqiiist, varði nýlega doktorsrit sitt við Uppsaiaháskóla | Svíþjóð, en þar f jallar hann um athyglisvert efni úr íslenzkri menningarsögu, hið forna níð. Ýmsar niðurstöður hans eru hinar athyglisverðustu, eins og t.d. sú, að dularverur þær, sem halda úppi skjaldarmerki ís- lenzka ríkisins, séu ekki landvættir, eins og menn hafa almennt talið, heldur annarrar ættar. Um þetta rit Almquists fjallar þessi grein, sem er eftir Kristján Bersa Ólafsson. AÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 37J

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.