Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Qupperneq 7

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Qupperneq 7
FREKARISAGNIR AF STEFÁNI A BRANDAGILI LÖGKÆNSKA STEFÁNS EITT SINN bar til, að þeir Jónas bóndi á Húki og Hjörtur Líndal hreppstjóri á Efra-Núpi komu að Brandagili. Þeir voru á heimleið frá Borðeyri og höfðu næga vín- hressingu meðferðis. Stefán Ól- afsson tók þeim tveim höndum eins og öllum, sem báru að garði hans. Þeir settust að kaffidrykkju í baðstofunni og gleymdu ekki að styrkja kaffið með rauðleitu og hörkusterku brennivíni frá Riis- verzlun. Þetta var ekki þegjanda- legt samsæti, því Jónas og Hjört- ur kunnu að haga orðum einna bezt þeirra manna, sem ég hef þekkt og voru gleðskaparmenn einkum í ferðalögum. Stefán lét ekki sitt eftir liggja í samræðun- um. Eitt af því, sem í talið barst, var lögfræðilegt spursmál, sem þeim hreppstjórunum kom ekki saman um, seildist þá Stefán eftir laga- safninu, sem var á hillu yfir stafn- glugganum og las upp lagagrein, sem tók af öll tvímæli, að Stefán hafði rétt fyrir sér í litlu þrætu máli. Hjörtur reigðist lítið eitt í sætinu og mælti af engum móð: „Mér er nú sama um hvað þú lest, Stefán minn“. Svo tóku þeir upp annað tal. Jónas sagði síðar frá, að sig hefði undrað það, að Stefán var lög- kænni en Hjörtur. Á leiðinni aust- ur yfir Hrútafjarðarháls kvaðst hann hafa fært það í tal við Hjört, að mjög hafði hann farið halloka fyrir lögspeki Stefáns. Ekki kvaðst Hjörtur taka sér nærri, en mælt- ist'til þess að Jónas liti í lagasafn- ið við tækifæri þar gæti hann fullvissað sig um hver hefði haft rétt fyrir sér. Ég heyrði Jónas segja, að hann hefði ekki látið undir höfuð leggjast að fletta í lögbókinni þegar hann var kominn heim til sín, en þar sá hann að Stefán hafði samið lagagreinina jafnóðum og hann las hana, þver- öfugt við það, sem í bókinni stóð. Jónas dáðist að dirfsku og skjót- ræði Stefáns og háttvísi Hjartar. REGLUFASTUR EMBÆTTISMAÐUR Á síðustu búskaparárum Stefáns, íluttist Eiríkur prófastur Gíslason frá Prestbakka, að Stað og bjó þar til æfiloka. Staður er næsti bær við Brandagil og skammt milli bæjanna. Tún voru þá ógirt á báð- um bæjunum. Eitt vor var það, að hross Stefáns hreppstjóra tóku upp á því að sækja mjög í Staðar- túnið. jafnt á degi sem nóttu. Þetta þótti prófasti illar búsifjar, gjörði hann Stefáni granna sínum orð, að gæta hrossanna, að þau gerðu sér ekki skaða. Ekki batn- aði neitt um við það og einn morgun er fólk kom á fætur á Stað, stóðu Brandagilshrossin í hlaðvarpanum og , gæddu sér á grængresinu. Mun þá prófasti hafa runnið í skap, lét hann sækja reið- hest sinn og rak svo sjálfur hross- in með nokkrum þjósti út að Brandagili og lét þau inn í rétt, sem var fyrir sunnan túnið og lok- aði þau þar inni. Svo reið hann lieim að bænum og kvaddi dyra. Stefán hreppstjóri kom út og þeir embættismennirnir heilsuðust með virktum. Prófastur kvaðst eftir Magnús F. Jónsson Magnús F. Jónsson hefur í undanförnum blöðum ritað endurminningar frá æsku sinni. í annarri grein sinni f jallaði Magnús aðallega um Stefán hreppstjóra Ólafsson á Brandagili, þann bjartsýna gleðimann og skáldið, sem orti ekki Ijóð, en lét sig dreyma alia ævi um auðsæld og frama, og hafði á orði, að gaman væri að gefa milljónir. Magnús hef- ur nú skrifað meira um Stefán fyrir Sunnudagsblað ið, og birtist sú grein hér nú. Þetta er síðasta grein Magnúsar. — að minnsta kosti að sinni. — vera kominn með óskilahross, sem AÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 375

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.