Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Side 14

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Side 14
i ÞESSIR atburðir gerðu bræðurna Kelly og fólaga þeiiTa fræga um alla Ástralíu á svipstundu. En lög- reglunni tókst ekki að hafa hend- ur í hári þeirra að svo stöddu. Til þess var hún of fáliðuð, ekki sízt þegar þess er gætt, að fjölmargar veittu stigamönnunum aðstoð. Af afrekum þeirra bárust hins vegar stöðugt nýjar fregnir. Þeir stund- uðu rán og gripdeildir, hvar sem einhver fjár von var, rændu með- al annars banka og póstvagna og mannslífin voru ekki dýrmæt í augum þeirra. Allir voru þeir fjórir kornungir menn — fyrirlið- inn Ned Kelly var þeirra elztur, aðeins 23 ára að aldri, þegar ferill þeirra hófst. Hinir voru yngri, bróðir Neds, Daniel, og tveir pilt- ar að nafni Steve Hart og Joe Byrne. Það var ekki fyrr en árið 1880, eftir tveggja ára stigamennsku þeirra félaga, að lögreglan komst í færi við þá. Við skulum enn láta samtímafrásögn blaðanna tala: „Loks hafa Kellyliðarnir og lög reglan komizt í skotmál hver við annan, og sá atburður reyndist hinn hörmulegasti í afbrotasögu nýlendunnar. Útlagarnir komu uppi um nærveru sína á grimmd- arlegan, en ótvíræðan hátt með því að myrða aumingja Aaron Sherritt í Sebastopol. Strax og þau tíðindi bárust hófst lögreglan handa. Sérstök lest var send frá Melbourne kl. 10.15 á sunnudags- kvöld. í Essedon kom O’Connor lögregluforingi og frumbyggjam- ir hans ratvísu fimm upp í lestina. Til Benalla kom lestin klukkan hálftvö, og þar bættist Hare lög- regluforingi í hópinn ásamt átta lögreglumönnum og hestum þeirr. Við vorum ekki fyrr komnir út úr lestinni en Brarken, lögreglu- þjónn staðarins þaut til okkar og kvaðst rétt í þessu hafa sloppið undan Kellyflokknum, en þeir hefðu nú lagt veitingahús Jones undir sig, en það var tæpa hundr- að metra frá járnbrautarstöðinni. Hare lögregluforingi og Connor lögregluforingi héldu þegar í stað að húsinu með menn sína. í dögun barst liðsauki frá Ben- alla, Beelhworth og Wangaratta. Sadlier lögregluforingi kom frá Benalla með níu menn til viðbót- ar og Steele varðstjóri frá Wan- garatta með sex, svo að umsáturs- liðið var orðið um 30 manns. Fyr- ir birtingu fann Kelly yfirlögreglu þjónn hríðskotariffil og húfu liggj- andi á jörðinni tæpa 100 metra frá veitingahúsinu. Riffillinn var þakinn blóði og blóðpollur var skammt frá honum. Hann var greinilega úr eigu stigamannanna, og því vaknaði grunur um, að þeir hefðu komizt undan. Það sann- aðist brátt að þessir munir voru ekki komnir úr eigu einhvers út- laganna, heldur átti þá Ned Kelly sjálfur. Með dagsbirtu var búizt við að flokkurinn reyndi að komast út, en lögreglan varð sér til undrunar innar skamms fyrir árás aftan frá. Þar var kominn maður í síðum, gráum yfirfrakka með jámgrímu. Þessi maður kom lögreglunni í fyrstu nokkuð á óvart, en nánarl athugun á útliti hans og atferli leiddi í ljós, að þetta var sjálfur foringi stigamannanna, Ned Kelly sjálfur. Þegar betur var að gáð, sást að hann var aðeins vopnaður marghleypu. En hann gekk samt rólega milli trjánna og virtist standa á sama um skothríð lög- reglunnar, en skaut af marghleyp- unni, þegar færi gafst á. Hann- virtist skotheldur. Steele lögreglu- foringja datt þá í hug, að hann væri brynvarinn og miðaði á fætur útiagans. Ned kipptist við fyrsta skotið, sem þangað var stefnt, og við næsta skot féll hann til jarðar og öskraði: „Ég er búinn að vera. Búinn að vera”. Steele og Kelly yfirlögregluþjónn og aðrir lög- reglumenn hlupu að honum. Stiga- maðurinn veinaði eins og villidýr sem er Jeitt til slátrunar og for- mælti lögreglunni. Kelly stilltist smám saman og það kom í ljós, að hann var með öllu óvígur. Hann hafði verið skotinn í vinstri föt og báða hand- leggi og tvisvar í lærið. En engin kúla hafði komizt í gegnum brynju hans. Framburður hans var á þessa leið: „Ég ætlaði að taka á móti lest- inni ásamt nokkrum félögum mín- um og við ætluðum að láta skotun- um rigna yfir hana. En lestin kom fyrr en ég ætlaði og þá sneri ég aftur til gistihússins. í fyrstu skot- hríð lögreglunnar særðist ég á vinstra fæti; skömmu síðar fékk ég skot í vinstra handlegg. þessi sár fékk ég fyrir framan gistihús- ið. Ég skaut þremur eða fjórum skotum við gistihúsið, en ég veit ekki á hverja ég skaut. Ég skaut einfaldlega, þegar ég sá lögreglu- mann. Ég slapp út í kjarrið og var var um nóttina. Ég hefði getað skotið þó nokkra lögregluménn, hefði ég viljað. Tveir fóru rétt hjá mér. Ég hefði getað skotið þá, áður en þeir hefðu getað skotið, Ég hugsa, að mér hefði verið bezt að ríða burt á gráu merinni roinni. Þegar kúlur hittu brynjuna, fannst mér þær eins og hnefa* högg". Þegar lögreglan hafði tekið for- ingjann fastan sneri hún athygli sinni aftur atð gistihúsinu. Úm* sátrið hafði staðið í 12 klukku- stundir án árangurs og nú var á- kveðið að láta til skarar skríða. Sadlier lögregluforingi, sem þá stýrði lögregluliðinu skipaði mönn um sínum að kveikja í húsinu. Gistihúsið var fljótlega orðið eitt eldhaf. Samt gerðu engir sig líklega til að gefast upp eða reyna að komast undan. Meðan húsið stóð í björtu gekk rómversk- kaþólskur prestur, séra M. Gib* ney, upp að fframdyrunum og hætti sér inn. í einu herbergjanna fann hann tvö lík liggja hlið við hlið. Það voru lík þeirra Daniels Kelly og Stephens Hart. Margar getgátur hafa komið fram um það, hvort þeir hafi drepið hvor annan eða framið siálfsmorð eða hlotið banasár og fallið hlið við hlið. Hið eina sem er víst er að þeir voru látnir, áður en eldurinn náði til þeirra. Lík Byrnes fannst í dyr- um skenkistofunnar. Ned Kelly bíður þess nú að verða leiddur fyrir rétt vegna þeirra ódæða, sem gerðu hann og félaga hans alræmda. Hann hefur verið fluttur til Melbourne og verður leiddur þar fyrir rétt”. DÓMSTÓLLINN, sem tók mál Kellys til meðferðar, var fljótur að komast að niðurstöðu. Kvið- dómurinn taldi hann sekan. og dómarinn kvað þá upp dauðadóm- Frh. á bls. 387. 382 SUNNUDAGSBLAÐ - AÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.